Skáldsagan Paradísarheimt eftir Halldór Kiljan Laxness kom út árið 1960. Í henni segir frá Steinari bónda Steinssyni í Hlíðum undir Steinahlíðum sem yfirgefur fjölskyldu sína á Íslandi til að leita uppi sæluríki mormóna í Ameríku. Hann vonast til að finna þar paradís á jörð en snýr aftur til heimahaganna, fróðari um trúarlíf mannsins, hugsjónir og freistingar. Höfundur les. Hljóðritað 1965.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.