再生済み
-
Hvaða dreka nennti J.R.R. Tolkien að telja með sem alvöru norræna dreka? Og hver eru tengsl drekans við pabba þinn? Hversu gaman er að hefja ævistarfið eftir 73 ára aldur? Eru unglingar aðeins hættulegir í hóp? Voru loðbrækur CGI síns tíma? Gunnlaugur og Ármann ræða mælsku og kurteisi dreka, fólk sem talar við gæludýrin sín og Júragarðinn í ljósi kenninga Sigmund Freud um „das unheimliche“ í þessum æsispennandi þætti sem lýkur á að Gunnlaugur segir: „Þá er betra að vera hobbiti“.