Episoder
-
Kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíkti til Hafsteins til að ræða einn merkilegasta kvikmyndagerðarmann allra tíma, Stanley Kubrick.
Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars myndirnar 2001: A Space Odyssey, A Clockwork Orange, Barry Lyndon, The Shining, Full Metal Jacket og Eyes Wide Shut. Strákarnir ræða einnig sínar uppáhalds Kubrick myndir, samsæriskenningar, hinn sérstaka Leon Vitali og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:40 - Topp 5 Kubrick myndirnar
04:32 - 2001: A Space Odyssey 1968
43:57 - A Clockwork Orange 1971
1:12:34 - Barry Lyndon 1975 og Leon Vitali
1:43:17 - The Shining 1980 og samsæriskenningar
2:09:08 - Full Metal Jacket 1987
2:24:00 - Eyes Wide Shut 1999 og Tom Cruise
-
Kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíkti til Hafsteins til að ræða einn merkilegasta kvikmyndagerðarmann allra tíma, Stanley Kubrick.
Í þessum fyrri hluta fara strákarnir yfir fyrstu myndir Kubrick og ræða meðal annars Fear and Desire, Killer’s Kiss, The Killing, Paths of Glory, Spartacus, Lolita, Dr. Strangelove og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:15 - Loksins er komið að Kubrick!
01:37 - Stanley Kubrick var snillingur
06:36 - Hvernig ranka strákarnir Kubrick myndirnar?
08:22 - Hver var Stanley Kubrick?
22:20 - Fear and Desire 1953
40:35 - Killer’s Kiss 1955
44:09 - The Killing 1956
53:12 - Paths of Glory 1957
1:10:32 - Spartacus 1960
1:28:17 - Lolita 1962
1:48:02 - Dr. Strangelove 1964
-
Mangler du episoder?
-
Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeins kíkti til Hafsteins til að ræða árið 2024. Strákarnir fara vel yfir árið en ræða helst vinsælustu kvikmyndirnar og sjónvarpsseríurnar á árinu.
Í þættinum ræða þeir meðal annars stjörnuleikinn sem Naomi Scott sýnir í Smile 2, hvort Paul Mescal nái sömu hæðum í Gladiator II eins og Russell Crowe gerði í Gladiator, hversu miklum tíma þau eyða í sandinum í Dune II, hvort Furiosa hafi verið vel heppnuð, Venom og hversu lélegur þessi Sony/Marvel heimur er, hvort Deadpool & Wolverine sé lélegasta Deadpool myndin, hvort það sé erfiðara að búa til kvikmyndastjörnur í dag, hver staðan er á kvikmyndaiðnaðinum í dag og margt, margt fleira.
00:00 - Intro
00:12 - Loksins kemur Ásgeir Kolbeins aftur!
03:04 - Var 2024 gott bíóár?
09:15 - Furiosa
25:19 - Dune: Part II
40:23 - Gladiator II og kvikmyndastjörnur
1:02:41 - Horizon: An American Saga
1:05:31 - Joker: Folie á Deux
1:19:33 - Moana 2 og Mufasa
1:25:22 - Deadpool & Wolverine
1:33:34 - Alien: Romulus og Beetlejuice Beetlejuice
1:42:01 - The Substance
1:46:52 - Smile 2
2:04:00 - Longlegs og Trap
2:11:16 - Twisters og Abigail
2:14:09 - Venom 3 og Madame Web
2:18:40 - Kingdom of the Planet of the Apes
2:22:50 - Road House
2:26:44 - Sjónvarpsseríur á árinu
2:53:03 - Staðan á kvikmyndaiðnaðinum
3:01:14 - 2025 kvikmyndir
-
Leikarinn Hallvarður Jes Gíslason lærði leiklist í Englandi og býr þessa dagana í London. Hann hefur einnig gert sína fyrstu stuttmynd, The Roots of You, sem hefur fengið frábærar viðtökur. Hallvarður er grjótharður Harry Potter aðdáandi og hann kíkti til Hafsteins til að ræða þessa merkilegu seríu.
Í þessum seinna hluta ræða strákarnir fimmtu, sjöttu, sjöundu og áttundu Harry Potter myndina.
00:00 - Intro00:14 - Round 2!00:56 - Harry Potter and the Order of the Phoenix49:24 - Harry Potter and the Half-Blood Prince1:09:50 - Harry Potter and the Deathly Hallows1:45:43 - Fantastic Beasts
-
Leikarinn Hallvarður Jes Gíslason lærði leiklist í Englandi og býr þessa dagana í London. Hann hefur einnig gert sína fyrstu stuttmynd, The Roots of You, sem hefur fengið frábærar viðtökur.
Hallvarður er grjótharður Harry Potter aðdáandi og hann kíkti til Hafsteins til að ræða þessa merkilegu seríu. Í þessum fyrri hluta ræða strákarnir fyrstu fjórar Harry Potter myndirnar.
00:00 - Intro00:15 - Lengi í bígerð03:57 - Hversu stórt er Harry Potter í London?10:31 - Harry Potter töfrasprotar20:48 - Harry Potter serían er góð30:27 - Harry Potter and the Philosopher’s Stone1:20:26 - Harry Potter and the Chamber of Secrets1:56:29 - Harry Potter and the Prisoner of Azkaban2:22:36 - Harry Potter and the Goblet of Fire
-
Kvikmyndagerðarmaðurinn Arnar Freyr Tómasson stakk upp á skemmtilegri hugmynd og Hafsteinn var svo sannarlega til í hana. Í þættinum varpa strákarnir fram sínum eigin umdeildum fullyrðingum varðandi eitthvað sem tengist kvikmyndum eða sjónvarpsseríum.
Þeir ræða meðal annars hvort Prisoners sé betri en Seven, hvort Stranger Things séu ofmetnustu þættir allra tíma, hvort þessi Nicolas Cage hype lest sé fáránleg, hvort Star Wars sökki og margt, margt fleira.
-
Það er komið að þætti númer 300!
Hafsteinn byrjaði með Bíóblaður fyrir fjórum árum síðan og hefur á þeim tíma fengið til sín fjölbreyttan og skemmtilegan hóp af gestum. Sumir af þessum gestum hafa orðið að fastagestum og Hafsteinn ákvað að bjóða 14 slíkum í þennan tímamótaþátt.
Gestunum var skipt upp í 5 þriggja manna hópa og fengu allir hóparnir sitt eigið umfjöllunarefni.
Í þessum seinni hluta eru hóparnir ILLSKA (Kidda Svarfdal, Lovísa Lára og Jökull) og HASAR (Óli Bjarki, Máni og Ísrael)
-
Það er komið að þætti númer 300!
Hafsteinn byrjaði með Bíóblaður fyrir fjórum árum síðan og hefur á þeim tíma fengið til sín fjölbreyttan og skemmtilegan hóp af gestum. Sumir af þessum gestum hafa orðið að fastagestum og Hafsteinn ákvað að bjóða 14 slíkum í þennan tímamótaþátt.
Gestunum var skipt upp í 5 þriggja manna hópa og fengu allir hóparnir sitt eigið umfjöllunarefni.
Í þessum fyrri hluta eru hóparnir DISNEY (Arnar Freyr og Egill Andri), SCI-FI (Kilo, Teitur Magnússon og Snorri) og BLOCKBUSTERS (Bjöggi, Höddi og Blaffi).
-
Hryllingsmyndaaðdáendurnir Pétur Ragnhildarson og Jökull Jónsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina stærstu slasher seríu allra tíma, Halloween.
Í þættinum ræða þeir meðal annars allar þrettán Halloween myndirnar, af hverju fyrsta myndin er talin svona góð, hversu mikið gríman hans Myers virðist breytast með hverri mynd, hverjar eru bestu myndirnar, hversu góð Jamie Lee Curtis hefur verið sem Laurie Strode, hvort Rob Zombie hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann ákvað að sýna baksöguna hans Michael Myers og margt, margt fleira.
-
Kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon kíkti til Hafsteins til að ræða eina umtöluðustu mynd seinni ára, Joker: Folie á Deux.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvernig þeim fannst myndin, hvort Todd Philips hafi skuldað áhorfendum eitthvað, hvernig það heppnaðist að hafa söngatriði í myndinni, hvernig Lady Gaga stóð sig og margt, margt fleira.
-
Kvikmyndasérfræðingurinn Óli Bjarki kíkti til Hafsteins til að ræða ákveðnar kvikmyndir sem eru byggðar á bókum.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hversu góð The Social Network er, hversu mikið allir elska Tom Hanks, Liam Neeson og hversu góður dramaleikari hann er í kvikmyndinni The Grey, hversu mikið Óli Bjarki tengir persónulega við Big Fish, hvort V for Vendetta sé vanmetin og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
Kvikmyndasérfræðingurinn Óli Bjarki kíkti til Hafsteins til að ræða ákveðnar kvikmyndir sem eru byggðar á bókum.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars hvað flokkast sem góð skáldsaga, hvað góð aðlögun þarf að uppfylla, Coraline og hversu mikil áhrif hún hafði á Óla, hversu frábær Gone Baby Gone er eftir Ben Affleck, hvernig strákunum fannst Dune 2 og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel Hanssen og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon eru allir grjótharðir James Bond aðdáendur og þeir kíktu til Hafsteins í annan James Bond þátt en að þessu sinni var fjallað um Pierce Brosnan og hans fjórar Bond myndir.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Martin Campbell sé besti Bond leikstjórinn, hversu æðisleg Famke Janssen er í Goldeneye, hversu kjánalegur kvennabósi Bond getur verið, hvort Denise Richards sé trúverðug sem kjarnorkuvísindamaður í The World is not Enough, hversu fáránleg Die Another Day er og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
Leikarinn Hansel Eagle kíkti til Hafsteins með topp 10 listann sinn.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hvort Armageddon sé góð eða ekki, hversu vanmetin 90´s myndin Sleepers er, Ex Machina og gervigreind, hvernig The Matrix breytti leiknum, hvort Snatch sé betri en Lock Stock, hversu góður kvikmyndagerðarmaður Quentin Tarantino er og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
Í tilefni þess að A Nightmare on Elm Street fagnar 40 ára afmæli í ár þá kíktu kvikmyndaáhugamennirnir Jökull Jónsson og Pétur Ragnhildarson til Hafsteins til að ræða þessa stórmerkilegu slasher seríu.
Í þættinum ræða strákarnir meðal annars allar Nightmare myndirnar, hversu frábær Freddy Krueger er sem karakter, hvort Dream Warriors sé besta Nightmare myndin, hvernig Wes Craven fékk hugmyndina að fyrstu myndinni, hversu öðruvísi New Nightmare var þegar hún kom út árið 1994, hvernig New Line Cinema tók séns árið 1984, hversu ömurleg endurgerðin frá 2010 var og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 13. október 2023.
Kvikmyndaáhugamennirnir Jökull Jónsson, Pétur Ragnhildarson og Hörður Ásbjörnsson kíktu til Hafsteins til að ræða eina merkilegustu slasher seríu allra tíma, Friday the 13th.
Friday the 13th serían er auðvitað þekktust fyrir að hafa kynnt heiminum fyrir fjöldamorðingjanum Jason Voorhees og strákarnir kafa djúpt í þessa seríu og ræða allar tólf myndirnar.
Í þessum seinni hluta ræða þeir meðal annars hvernig Jason berst í rauninni við Carrie í Part VII, hversu leiðinleg Jason Takes Manhattan er, af hverju Jason Goes to Hell er lélegasta myndin, hversu gaman það var að sjá Freddy Krueger berjast við Jason, hversu vel heppnuð 2009 endurgerðin er, hvort það sé ekki algjört möst að framleiða þrettándu myndina í seríunni og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
Í tilefni þess að fyrsta Beverly Hills Cop myndin fagnar 40 ára afmæli í ár og þar sem fjórða myndin er á leiðinni á Netflix, þá komu leikarinn Hansel Eagle, rapparinn Kilo og matgæðingurinn Snorri Guðmundsson til Hafsteins til að ræða þessa skemmtilegu seríu.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu ungur Eddie Murphy var í fyrstu myndinni, hversu gamall Taggart var í rauninni, hvort Beverly Hills Cop II sé best af þeim, hversu leiður Murphy var þegar hann gerði þriðju myndina, hvort Kilo myndi gera hvað sem er fyrir launin sem Eddie fékk fyrir þriðju myndina, hvort Eddie Murphy sé með betri feril en Adam Sandler og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash
-
Kvikmyndagerðarmaðurinn Egill Nielsen, Óskarsverðlaunasérfræðingurinn Ísrael Daníel Hanssen og kvikmyndagerðarmaðurinn Teitur Magnússon eru allir grjótharðir James Bond aðdáendur og þeir kíktu til Hafsteins í fyrsta James Bond þátt Bíóblaðurs. Í þetta skiptið er fókusinn á myndirnar sem Daniel Craig lék í.
Í þættinum ræða þeir meðal annars hversu vel Craig hafi passað sem Bond, hvort það hafi verið sniðug hugmynd að hafa eina tengda sögu yfir allar fimm myndirnar hans, hversu frábærlega Martin Campbell byrjaði þetta með Casino Royale, hversu hræðileg Quantum of Solace er, hversu vel þeim tókst til með að nútímavæða Bond og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
ATH! Þessi þáttur kom upphaflega út sem áskriftarþáttur 20. janúar 2023.
Sjómaðurinn og kvikmyndaáhugamaðurinn Anthony Evans Berry er mikill Bíóblaður aðdáandi og Hafsteinn var spenntur að fá hann til sín og spjalla við hann um kvikmyndir.
Í þættinum ræða þeir meðal annars dönsku myndina Speak No Evil og hversu mikil áhrif hún hafði á þá, hversu léleg Black Adam var, 90’s myndir og hversu geggjaðar þær eru, Menace II Society og Boys N’ the Hood, Steven Seagal og Out for Justice, hversu skemmtilegar 90’s hasarhetjurnar voru og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
-
Star Wars sérfræðingarnir Gummi Sósa, Adam Sebastian og Aron Andri kíktu til Hafsteins til að ræða ýmislegt tengt Star Wars heiminum en þó með sérstakri áherslu á öllu sem Dave Filoni hefur komið nálægt.
Í þessum seinni hluta ræða strákarnir meðal annars allar leiknu Star Wars seríurnar sem hafa komið út, hversu stórkostleg Andor er, hvernig The Book of Boba Fett gat klikkað svona, hvort Filoni hafi tekist vel til með Ahsoka seríuna og margt, margt fleira.
Þátturinn er í boði Sambíóanna og Smash.
- Se mer