Episoder
-
Birkir byrjar þáttinn í jákvæðum janúar með tuði og væli yfir facebook keðjupóstum, svo hressist hann við! Við förum í það að ræða Marvel og DC, hvort er betra, hvernig byrjaði hitt og þetta, teiknimyndasögublöð, teiknimyndir og bíómyndir, við snertum eitthvað á þessu öllu, Davíð er með allsskonar staðreyndir um Marvel og DC sem fæstir vita, Daði fræðir okkur aðeins um Stan Lee, the man, the legend! Og Birkir er með lista yfir ofurhetjur frá Marvel og DC sem þú hefur aldrei heyrt um, en það er einmitt mjög góða ástæða fyrir því! Við fáum einnig að vita hvaða fræga poppstjarna ætlaði sér að vera Spider-Man og Birkir og Davíð fara svo í leik hjá Daða þar sem þeir giska á hvaða ofurhetja sagði þessa setningu! Eitt í viðbót, hver er þessi SEX NIGHTER!!??!!
-
Þessi þáttur er rosalegur, við ábyrgjumst það eiginlega að þú munir tárast úr hlátri allavega tvisvar sinnum.
Við byrjum nýtt ár á því að opna einn kaldan og fara í einn skemmtilegasta og misheppnaðasta spurningarþátt allra tíma! Við ræðum stuttlega um áramótaheit og íslenska leikjaþætti sem við munum eftir, eins og Bingó Lottó, SPK, Jing Jang og fleiri.
Svo förum við í spurningaleiki, Birkir og Þröstur keppast um að vita betur í Krakka kviss spurningum frá Daða, Birkir á svo mesta leikjaþáttaklúður í sögunni, hann setur Daða og Þröst í „Hvor þekkir hvorn betur“ og þessi leikur endar í þvílíku hysteríurugli að annað eins hefur aldrei sést, mikið hlegið og hneykslast, klúður frá A til Ö, spurningaleikur þar sem þátttakendur kunna ekki leikinn, og ekki heldur spyrillinn, þátturinn lokast svo á spurningarkeppni um bíómyndir, giskað út frá vísbendingum. Hér byrjum við árið á algjöru klúðri en djöfull var gaman!
-
Mangler du episoder?
-
Varúð: Þessi þáttur dansar á línunni á köflum!
Við kryfjum árið 2024 í þessum þætti ásamt því að fara í drykkjuleiki. Daði færir Birki litla jólagjöf eftir að hafa fengið móral þegar Birkir gaf strákunum gjöf í síðasta þætti, Birkir segir frá trufluðum draum um strákana sem hann fékk sem var svona pínu ja…kynferðislegur, svo taka við drykkjuleikir til að koma okkur í gang, Davíð tekst einhvernveginn illa að skilja þá samt, við ræðum svo árið og tökum meðal annars fyrir veðurfar á Íslandi sem náði nýjum lægðum þetta árið, Wok On ævintýrið, eldgosin, Diego úr A4, ísbjörninn sem mætti, helvítis parísarhjólið í Reykjavíkurhöfn, Hawk Tuah ruglið, P. Diddy málið, skotárásina á Donald Trump, drónarnir í Bandaríkjunum og slitnir sæstrengir, svo eiga Dagbók Daða og Dagbók Davíðs óvæntar endurkomur. Við fáum líka að heyra þegar Fatman Scoop, R.I.P. og gengið hans ætlaði að ráðast á Birki en Daða tókst að settla málin. Davíð fer svo yfir algengustu leitarorðin á Pornhub á árinu enda er það honum hjartans mál, pé ess, Davíð var fulli kallinn!
-
Við gerum ýmislegt í þessum þætti, byrjum létt spjall með jólagjafakaupum og undirbúning, Birkir segir okkur frá því þegar hann rændi óvart verslun um daginn. Birkir gefur Daða og Davíð gjafir og fær ekkert tilbaka. Svo förum við yfir allsskonar vitneskju um jólin og jólasveina, vissir þú að einu sinni voru jólasveinarnir ekki 13, heldur 78, og hinir hétu margir helvíti sérstökum nöfnum sem við förum yfir í þættinum. Svo fáum við að heyra um uppruna ameríska jólasveinsins, Davíð er með lista yfir erlendar jólahefðir sem tengjast einhverra hluta vegna...kúk? Svo veljum við bestu jólamynd allra tíma með útsláttarkeppni, en hey, GLEÐILEG JÓL OG TAKK FYRIR AÐ HLUSTA! 🫶
-
Kynlíf, vá hvað þetta er pínlegt á köflum, allavega!
Birkir opnar þáttinn á downer að spyrja okkur hversu lengi makarnir okkar væru að finna sér nýjan maka ef við myndum deyja. Svo förum við í umræðu um múffuna sem fór heim með Birki, Birkir telur upp lista yfir meðalstærð í heiminum, hverjir eru með minnsta og hverjir hafa þann stærsta. Daði spyr AI allsskonar spurningar um kynlíf, þar sem hann fær meðal annars lista yfir vinsælustu stellingarnar og AI lýsir þeim nokkuð ítarlega.
Svo útskýrir Birkir aðrar stellingar fyrir okkur eins og Scoop Me Up, The Good X, Spider, Butt Churner, The Pretzel Dip, Spork og Snow Angel sem dæmi, svo fær Birkir heiðurinn á því að loka þættinum á hallærislegasta hátt heims! Allt í allt, vandræðalegur þáttur!
-
Birkir byrjar á því að hneykslast á logo breytingum fyrirtækja. Verður eiginlega bara pínu reiður! Svo dembum við okkur í að ræða 2005! Hvað gerðist 2005? Hvaða sjónvarpsþættir komu út, hvaða celeb giftu sig og skildu á þessu ári? Eitt par gerði bæði! Hverjir dóu, hvaða kvikmyndir voru heitar þetta árið! Hvaða stórviðburðir gerðust í heiminum og hvernig tapaði Birkir Herra Ísland keppninni 2005? Svo fara Birkir og Þröstur í leik þar sem við komumst að því hvort þeir eru drippin´eða bara cheugy! Þeir segja okkur semsagt hvað Gen Z slangur þýðir!
-
Birkir byrjar þáttinn á því að ræða um Chippendale dansarana og hvernig kvenfólk heldur að karlmenn hagi sér á strippstað. Hvaða vinur okkar var strippari? Eftir þær pælingar förum við yfir í það að ræða áhugaverða og ekki áhugaverða raunveruleikaþætti eins og Jersey Shore, Survivor, Sexy Beast, Fear Factor, Extreme Makeover: Home Edition, Cheaters og There´s Something About Miriam sem var með svaka plot twist í lokin! Við förum líka yfir furðulega þætti eins og My Strange Addiction, Outrageous 911 calls og Best Funeral Ever! Svo fara Birkir og Davíð í leik þar sem þeir þurfa að giska á hvort nöfn sem Daði les upp séu fótboltamenn eða karakterar í Harry Potter, hentugt að þeir vita ekkert um fótbolta!
-
Við byrjum á því að ræða Tyson vs Paul bardagann mjög stuttlega, var þetta handrit?Birkir fær erfiðustu ríða, drepa, giftast spurningu í heimi, sem enn er ekkert svar við! Við komumst að því af hverju Kári Stefánsson er að reyna að fá DNA allra Íslendinga! Svo ræðum við skandala, eins og þegar Woody Allen ákvað að byrja með stjúpdóttur sinni, Brangeilna skandallinn, Bill Clinton og Monica Lewinski, Norður Kóreskir hermenn sem eru að sjá internetið í fyrsta skipti í Rússlandi og Úkraínu, týndar kjarnorkusprengjur í heiminum, Tiger Blood ævintýri Charlie Sheen, P Diddy ruglið, og auðvitað stóra 2005 skandalinn á Íslandi sem Birkir var í! Svo stýrir Davíð leik á Birkir og Daða sem var vægast sagt flókinn, en samt svo einfaldur, misvel gefnir strákar!
-
Birkir byrjar þáttinn á því að sýna okkur búninginn sem hann gleymdi að taka með sér þegar við gerðum Halloween þáttinn, þetta er allt í tiktok og instagram hjá okkur. Þið finnið þá linka á bubblurogbjor.is. En svo förum við í málefni þáttarins, Bucket listarnir okkar, hvað langar okkur að gera áður en við kveðjum þessa jarðvist? Af hverju vill einn okkar ferðast til Kongó, Sýrlands eða Norður Kóreu, hver ætli það sé, svo er á lista að hitta Michael Jordan, sjá pýramídana, stofna fyrirtæki og reyna að forðast gjaldþrot, tropical ferð á skemmtiferðaskipi, klifra Everest, halda á tarantúlu og margt margt fleira sem við viljum gera. Við komumst líka óvænt að því að Davíð er Tik Tok ICON hjá unglingum á Íslandi, það kom flatt upp á Birki og Daða. Svo lokum við þættinum á sjúklega fyndnum og misheppnuðum leik þar sem við tárumst allir úr hlátri!
-
Það er slatti af nostalgíu í þessum þætti, ef þú varst 20 ára eða eldri um aldamótin, þá færðu algjört kikk, ef ekki, þá ertu að fara að læra helling! Í þessum þætti ræðum við ýmislegt sem við munum eftir, Birkir kemur með stuttar gamlar sögur af okkur í byrjun, ekki endilega það sem við Davíð bjuggumst við, en við ræðum svo líka viðburði, staði, hluti og fleira sem var í gamla daga þegar við vorum ungir og hvernig það var að alast upp og nota þessa hluti og fara á þessa staði. En við förum yfir eins og Tívolíið og Eden í Hveragerði, Vídeóheimar, RC Cola, Skittles bannið, gömlu gos jójó-in, tíkallasímar (hvað gerði Daði í tíkallasíma í Kringlunni 1994?), 2000 tölvuvandinn, hundurinn Lúkas og margt margt fleira, svo fara Birkir og Davíð í leik sem tengist klámmyndum í lokin!
-
Eins og vanalega hefst þetta á vinalegu banter spjalli um daginn og veginn, til dæmis vinsæla spurningin, eruð þið byrjaðir að kaupa jólagjafir, af hverju fáum við svona fáar jólagjafir og af hverju erum við hættir að gefa hvor öðrum jólagjafir? Það eru ágætis ástæður fyrir því reyndar. En svo komum við með efni þáttarins, fáránlega mikið af óþarfa upplýsingum sem enginn þarf að vita. Til dæmis, hvaða fíkniefni átti að leysa úr morfínfíkn, hvað er sérstakt við snípinn, hver átti að leika aðalhlutverkið í Die Hard áður en hlutverkið fór til Bruce Willis, hvaða genagalla eru kettir með og af hverju í andskotanum rauk Davíð út úr þættinum áður en upptökur kláruðust???
-
Í þessum þætti tökum við fyrir Hrekkjavöku, eða Halloween sem er handan við hornið! Daði byrjar á því að segja okkur af hverju hrekkjavaka er til og af hverju hún er haldin, hann fer einnig yfir það hvernig Trick or Treat eða Grikk eða Gott verður fylgifiskur hrekkjavöku. Birkir segir okkur frá því þegar hann lagði óvart hendur á konu á hrekkjavöku íklæddur Scream búning, ekkert eðlilega steikt en samt svo mikið seinheppni hann! Svo ræðum við í þættinum helstu raðmorðingjana, helstu hryllingskvikmyndirnar, förum yfir topp 20 lista þar og við förum líka yfir hryllilega hluti sem hafa gerst í raunveruleikanum á hrekkjavöku, þann 31. Október í gegnum árin. Einnig tölum við um eitrað hrekkjavökunammi og svo í lokin platar Birkir þá Daða og Davíð í að svara skrítnum spurningum í „Hvort myndirðu frekar“ HORROR EDITION! Einnig fáum við dúndurspurningu frá hlustanda sem slær í gegn!
-
Við byrjum þáttinn á smá ASMR bjórfroðu alveg óvart. Birkir mýkist upp og talar um hvað það er hollt að opna sig, eins og einhverjir vinir okkar gerðu á síðasta djammi, allir opnir með tilfinningar, Daði var þarna en var ekki að hlusta...what a guy! Birkir ræðir sína vegferð í því að tjá sig um tilfinningar og aðstæður og við hvetjum alla til þess að gera það!
Svo förum við í málefni þáttarins, Árið 1994! Stórmerkilegt ár með stórmerkilegum viðburðum, bíómyndum, tónlist og fleira, við skoðum líka hvaða merkilega fólk lést þetta ár og hvaða stórstjörnur fæddust, hvaða stórviðburðir áttu sér stað á Íslandi þetta ár, sem og í heiminum, vertu tilbúin/n til þess að fræðast helling, um árið 1994!
-
Kaótískur þáttur með miðaldra karlmönnum sem láta allt fara í taugarnar á sér, og mæta í podcast til að tuða yfir því! Allavega, hinir heimsfrægu Herpes bræður sameinast í þessum þætti, bara gleði með það! Þátturinn byrjar á því að strákarnir gefa Daða misgóðar og misfurðulegar afmælisgjafir, svo er farið í málefni þáttarins...væl og pirring.
Við pirrum okkur á öllu! Eru trúarbrögð heimskuleg og rót alls ills í heiminum? Verða Palli var einn í heiminum eða Harry Potter að Jesús eftir 2.000 ár? Eru allar bardagaíþróttir heimskulegar? Vegan gæludýr, hvað er það? Er metingur á milli kynja pirrandi! Er Cancellation Nation er óþolandi þjóðflokkur og margt margt fokking fleira sem er pirrandi! Svo eru nýir styrktaraðilar að bætast við...segir Birkir!
-
Eðlilega byrjum við þennan þátt á því að ræða allt ruglið í kringum P Diddy, did Diddy do what they Diddily say Diddi did? Við köfum ofan í það hvort við myndum mæta í svona partý og færum svo umræðuna yfir í stutt spjall um Playboy partýin sálugu og fræga fólkið þar.
Þá er það efni þáttarins, sem eru Urban Legends, er fjársjóður undir Skógarfossi, voru allir í The 27 club í raun myrtir, er Chupacabra til og bjó CIA til tölvuuleik árið 1981 í tilraunastarfsemi sem gerði fólk geðveikt? Þetta og margt fleira í þessum þætti sem lokast svo á því að Daði og Davíð lesa upp skrítnar auglýsingar frá vafasömum nýjum styrktaraðilum þáttarins!
-
Við byrjum þáttinn á því að ræða nýskeðan ísbjarnarblús á Íslandi, Birkir er með lausnina að koma þeim aftur heim, en hann vill fá borgað fyrir það, svo er það umræða þáttarins!
Skrítnustu vörurnar, vörur sem eru eiginlega tilgangslausar og/eða skrítnar. Til dæmis Crocs grifflur, USB gæludýrasteinn, Glow in The Dark klósettpappír, geimverudildó sem verpir eggjum (ekki spyrja) og rafhlöður sem ganga fyrir þvagi, þetta og margt fleira í þessum þætti ásamt dagbók Davíðs!
-
Jæja, þá er komið að hættulegasta þættinum okkar, hann byrjar sakleysislega en keyrir sig svo klárlega í gang, kannski að viðkvæmu blómin sleppi þessum. Við byrjum samt á því að ræða tanið hans Davíðs, Birkir segir okkur reynslusögu sem fjallar um það hversu stutt það væri að hann myndi kúka í sig í bílnum sínum. Svo taka Hot Takes við, hvað eru hot takes segirðu, það er eitthvað sem einhver hefur sterka skoðun á sem þarf alls ekki að endurspegla skoðanir annarra, og gerir það sennilega sjaldnast, þetta byrjar létt, og verður svo umdeildara, sumar skoðanir dansa á línunni en við tökum fram að það er bannað að cancella okkur...af því að það er ekki í boði. Daði spyr svo strákana óþægilegra spurninga í lokin!
-
Birkir byrjar þáttinn á því að væla yfir bakverkjum, enda kominn vel yfir fertugt. Við tökum Davíð aðeins í drithornið, bara fastir liðir.
Svo tökum við umræðu þáttarins um skrítna sjúkdóma. Til dæmis hraðöldrunarsjúkdóm, Cotard´s heilkennið þar sem fólk er fullvisst um að það sé látið, þótt það sé það ekki, Kluver-Buxy heilkennið sem orsakar fullt af óþarfa káfi! Treeman syndrome, já, googlið bara myndir af því ef þið þorið! Og auðvitað PSAS sjúkdóminn sem veldur því að þú eyðir heilum dögum í það að vera alveg að fá fullnægingu, en hún kemur ekki af sjálfsdáðum, bara svona dass nett til að pína þig! Þessir sjúkdómar og heilkenni og svo margt miklu fleira í þessum þætti, þátturinn endar svo á því að Birkir leggur nokkrar spurningar fyrir Daða og Davíð.
-
Við byrjum þáttinn á tæknilegum örðugleikum, bara gaman að því. En í þessum þætti ætlum við að þræða hinn flókna og stundum dökka heim fræga fólksins. Við förum yfir það hverjir eru vonda fólkið, ofbeldisseggir og misnotarar, hverjir eru hreinlega bara fávitar, en þátturinn er ekki bara á neikvæðu nótunum, því við könnum líka hvaða fræga fólk er bara doldið næs! Daði dæmir Michael Jackson, Birkir segir okkur frá „The Casting Couch“. Við ræðum þegar Will Smith sýndi sitt rétta andlit. Var Elvis dálítill perri? Þetta er sennilega einn gelgjulegasti þátturinn okkar, en skemmtilegur er hann...hlutlaust mat!
Þátturinn klárast svo á því að Birkir setur Daða í leikinn „Hvort myndirðu frekar“ og Daði endar á því að rjúka út!
-
Í þessum þætti ætlum við að fara rétt ofan í sögu Ólympíuleikanna á okkar sérstaka hráa hátt. Við byrjum á að stikla á því skemmtilega úr þeim síðustu og förum svo yfir hinar furðulegustu „íþróttir“ sem voru eitt sinn inni í þessum leikum. Eins og dúfu skotkeppni, nei, ekki leirdúfu skotkeppni, heldur dúfu skotkeppni! Púðluhundasnyrting sem 128 keppendur tóku þátt í, það voru veittar medalíur fyrir málaralist sem var eiginlega bara að kasta málningu úr fötu og reyna að fá flottustu áferðina. Við komumst að því að klikkuðustu Ólympíuleikarnir fóru fram árið 1900. Og eitt sinn sendu víst Spánverjar fullheilbrigt lið fyrir sína hönd á Ólympíuleika fatlaðra. En við byrjum þáttinn á því að rifja upp nineties unglingamyndir sem Birkir er að binge-a þessa dagana.
- Se mer