Episoder
-
Í dag tekur Dómsdagur lífið fyrir í heild sinni. Eða svona næstum. Fullt af tilfinningum. Gleðilegan Dómsdag!
-
Það færist hiti í þátt dagsins þar sem Dómsdagsfólk tekur fyrir margvísleg málefni. Gleðilegan Dómsdag!
-
Mangler du episoder?
-
Góðkunningi Dómsdags mætir aftur í stúdíóið. Málefni dagsins spanna svo sannarlega allt blæbrigðarófið og þátturinn er smekkfullur af tilfinningum. Gleðilegan Dómsdag!
-
Eftir stutta pásu hefur Dómsdagur enn eitt árið af samfélagsrýni. Engin afsökunarbeiðni er í boði fyrir þáttaleysi síðustu vikna en óljós útskýring er gefin. Gleðilegan nýjan Dómsdag!
-
Seint koma sumir en koma þó. Dómsdagur er mættur, þrútinn af lífshamingju og allskonar. Í þætti dagsins fá liðsmenn Dómsdags liðsauka, en það er enginn annar en gullfallegi ljóti hálfvitinn Ármann Guðmundsson. Við þökkum honum kærlega fyrir að færa okkur jólaandann í bland við raunsæi og mannhatur. Gleðileg jól!
-
Agnes og Birna fá gamlan mann í heimsókn og spjalla um málefni líðandi stundar.
-
Söguleg stund! Karlpungum hefur verið úthýst um stundarsakir og kvenleggur Dómsdags leikur lausum hala á meðan, sennilega með rósavín í glösum. Og hver veit nema Sigga Kling mæti á svæðið. Við vitum það ekki, því við eigum eftir að hlusta á þáttinn, en gerum bara ráð fyrir því.
-
Það er kominn Dómsdagur!
-
Það hrikti í stoðum feðraveldisins þegar Dómsdagur vikunnar var hljóðritaður, enda var kynjahlutfallið jafnt í fyrsta sinn frá upphafi. Agnes, Baldur, Birna og Haukur ræddu mikilvægu málin og komust alls ekki að neinni niðurstöðu.
-
Það er kominn Dómsdagur!
-
Agnes, Baldur og Eggert settust niður og ræddu stóru málin.
-
Gamli skólinn er mættur — Baddi, Eddi og Hauddi. Hrútalykt. Neðanbeltishjal. Brothætt karlmennska.
-
Agnes, Baldur og Haukur dæma alls konar.
-
Agnes, Baldur og Haukur dæma alls konar helvítis drasl sem enginn bað um að yrði dæmt. Eða jú, reyndar í lokin. En annars ekki.
-
Hún hefur verið kölluð „útlagi íslenskra hlaðvarpa“ og í Dómsdegi vikunnar fáum við að kynnast konunni undir hattinum.
-
Haukur mætir næpuhvítur úr Spánarfríinu og rekst á ókunnugan þáttastjórnanda í sæti Birnu. Að stuttri vígsluathöfn lokinni hefst Dómsdagur. Valdatíð Agnesar er hafin!
-
Aðra vikuna í röð skítur helmingur Dómsdags harkalega í sig, og svo mætir hinn helmingurinn ekki í tökur. En það er engu að kvíða, hún Agnes Grímsdóttir mætir aðra vikuna í röð og bjargar deginum. Gleðilegan Dómsdag!
-
Mætingin í þennan Dómsdag var ansi dræm, einungis 50%. En örvæntið ekki, liðsstyrkur mætti í hljóðverið og ekki nóg með það, Sekkurinn er kominn í leitirnar.
-
Sekkur enn týndur. Haukur enn á klukkunni. Baldur án málefnis. Já, það er allt í volli hjá Dómsdegi, en okkur tókst allavega að vera á réttum tíma núna.
-
Við skulduðum víst þátt. Hér er hann.
- Se mer