Episoder
-
Í þættinum í dag klæðist ég mínu fínasta pússi og nota allan orðaforðann, er ég býð yfirmönnum mínum í stúdíóið. Við förum um víðan völl, ræðum fyrirtækið, markaðinn, og framtíð hagkerfisins, en aðallega fæ ég þau til að kenna mér hvernig best er að svara þeim spurningum sem fólk sem er ekki vegan brennur fyrir að fá svör við. Það finnast vart reyndari kempur í það verkefni en Sæunn og Maggi, svo leggið við hlustir og takið upp pennana, kæru áheyrendur – it's gon be a wild, yet informative, ride.
-
Hvað er ég að pæla, auðvitað eiga krakkarnir (þið vitið, framtíðin og allt það) að fá að mæta í þættina sem eru gerðir í tilefni af þeirra baráttu og segja sína skoðun. Svo þátturinn í dag verður fyrir krakka.
Ég hjó sérstaklega eftir því á allsherjarverkfallinu seinast, 20. september, að það voru gífurlegar undirtektir í hvert skipti sem einhvern nefndi eitthvað um veganisma. Eg meina sko gífurlegar. Venjulega hef ég leyft mér að segja eitt „whoo“ þegar einhver nefnir veganisma í sambandi við loftlagsmál, en þarna var heill herskari af krökkum sem fagnaði þegar veganismi var nefndur á nafn. Framtíðin... gæti mögulega orðið vegan. Omægod skiljiði. Svo ég auglýsti eftir vegan krakka til að segja frá sinni sýn varðandi veganisma og framtíðina. Til þess mætti hún Úlfhildur Elísu, 12 ára, í stúdíóið til mín.
Sendið þennan þátt á frændsystkini sem eru vegan. Sendið þennan þátt á ringlaða foreldra sem eiga börn sem vilja verða vegan. Sendið þennan póst á endurskoðandann ykkar. Eða bara hvern sem er skiljiði. -
Mangler du episoder?
-
Getur maður lifað án þess að borða kjöt og mjólk?
Stutta svarið er: Já. Ég er til dæmis lifandi þegar þetta er skrifað.
En lengra svarið má heyra í þætti dagsins, þar sem ég tala við Guðrúnu Ósk Maríasdóttur. Guðrún er næringarfræðingur, gæðastjóri JÖMM, og síðast en ekki síst er hún vegan. Jú, svo er hún líka snillingur. Við tölum um joð og b12 og kúk, svona meðal annars.
-
Í dag ræðum við veganisma. Svona hluti eins og það sé rangt að drepa, og þannig. Mjög skemmtilegt. Langar þig að vera vegan, en elskaru bara ost svo ótrúlega mikið? Hlustaðu.
-
Í dag vildi ég bara fá að gera það sem ég geri best: ranta.
Rantið er einhvers konar lengri útgáfan af ræðunni sem ég hélt á allsherjarverkfallinu seinasta föstudag, nema doldið minna hátíðlegt, doldið meira að segja fólki að fokka sér, þið vitið, doldið bara eins og ég er. Ég vona að minnsta kosti að þið njótið. Hatemail má senda á [email protected].
-
ATH ATH ATH þessi þáttur krefst ekki einhvers konar trigger warning. Eða ég vona að minnsta kosti ekki. Hann náði ekki að hreppa mig á vald loftlagskvíðans, og ég er sko mjög illa haldin. Ef þið farið á algjöran bömmer eftir þáttin skal ég gefa ykkur knús og kartöflur á JÖMM.
Í þessum öðrum þætti hlaðvarpsmaraþonsins, sem mér datt í hug að hlaupa án þess að hafa nokkuð æft fyrir, tala ég við Huldu Jónsdóttur Tölgyes. Hulda er sálfræðingur, og ég hef ekki efni á sálfræðitíma. Win win! Nei djók. En samt í alvöru. Mér fannst vanta að einhver segði eitthvað af viti um loftlagskvíða, svo mér fannst þetta bara doldið sniðugt. Hlustiði bara og þá skiljiði hvað ég á við.
-
20. – 27. september er allsherjaverkfall fyrir loftslagið. Í tilefni þess mun ég, Eydís Blöndal, birta hlaðvarpsþátt á hverjum degi alla vikuna. Þannig að í rauninni er ég að fara í einhvers konar andstæðu við verkfall. Nú jæja. Áfram gakk. Í þáttunum kem ég til með að ræða loftslagsmál og veganisma við hvern þann sem nennir að tala við mig, og þegar viðmælendur eru á þrotum mun mögulega koma til þess að ég steiti hnefann og öskri á skýjin í einrúmi.
Ég vildi byrja vikuna á því að ræða loftslagsverkföllin sjálf, og til þess fékk ég til mín þær Jónu Þórey Pétursdóttur, forseta SHÍ, og Hjördísi Sveinsdóttur, ritara LÍS, en þær eru báðar í skipulagshóp verkfallanna hér á landi.
Dramakastið er hugarfóstur og ástríðuverkefni JÖMM. Kannski ég skelli bara í eina auglýsingu, svona hér og nú:
Vá, hafiði smakkað Aiöli sósuna frá JÖMM? Hún er æði. Passar með öllu. Væri hún ennþá vegan ef ég myndi deyja fyrir hana? Já. Því eg myndi gera það af fúsum og frjálsum vilja.