Episoder
-
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
Við komumst til fyrirheitna landsins.Tólfan samdi söngskrá. Við fórum að tapa öllum vináttuleikjum. Það var klassískt drama um hverjir áttu að vera í hópnum. Orri var heima og prumpaði á leið til Nice. Joe fór heim á sama tíma og mamma hans skildi ekkert á leikdegi þegar hann labbaði inn með hóp fólks og sagði "ha?? ertu mættur með mat að utan? ég ætlaði að búa til leðju!"
Svona var EM god damn 2016! -
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
Eftir að herramaðurinn úr norðri nánast einn síns liðs kostaði okkur sætið á HM 2014 héldu einhverjir að við myndum slaka á. Sá eini sem slakaði á var Almar þegar hann hékk í kassa í viku. Sigmundur Davíð leiðrétti en fékk svo stígvélið. Take your pick á það besta sem gerðist; skallinn hjá Aroni á móti Tékkum, The Sig á móti Hollandi, endurkoma Gudjohnsen í Kazakhstan, Jón Daði á móti Tyrklandi.
Haldið áfram að sturta inn í leiðréttingarhornið. -
Mangler du episoder?
-
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 ráðgjöf og bókhald
Óumbeðinn hafði Karlsvagninn samband við útvarpsstöð og sagðist vera með þjóðhátíðarlag sem myndi fanga stemningu landans. Meginatriði lagsins voru hæðir sem enduðu í lægðum sem kallaðar voru ævintýrareisa. Ekkert nær að súmmera upp meira þá tíð sem ríkti frá 12-14, eftir að hafa hafið leik með Skattgrím og endað í gósentíð. Þegar Eggert mætti á flugvöllinn án Roy Keane með fulllan toll. Þegar Gunnar Bragi komst á þing. Þegar Gylfi smurði hann í samskeytin á móti Slóvenum úti. Þegar Þorbjörn Þórðar mætti á Vesturlandsveginn. Svona var Ísland 2012-2014.
Viðmælendur þáttarins:
Kolbeinn Tumi Daðason, herramaður úr norðri
Haukur Harðarson, stuðningsmaður Chelsea frá unga aldri
Ingimar Helgi Finnsson, forsvarsmaður Fálkanna, stúdentahópur FSU
Archive efni:
Fjölmiðlamenn elta Eggert Magnússon út úr Leifsstöð í upptöku frá Fótbolta.net (Arnar Björnsson, Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Eggert Magnússon)
Fótbolti.net þáttur á leikdegi Ísland Króatía (Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Sveppi Krull)
Viðtal Fótbolta.net við Aron Einar fyrir leik Albaníu og Íslands (Magnús Már Einarsson og Aron Einar Gunnarsson)
Frumflutningur á Lundi, Landi, Lopapeysa í flutningi Brynhildar og Karlsvagnsins í Magasín þætti FM957. -
LENGJAN - THULE - DOMINO'S - R3 ráðgjöf og bókhald
Það var súpergrúppa sem við þurftum að fara yfir og rifja upp sem gleymdist. Að öðru leyti veltum við fyrir okkur af hverju fótbolta landsliðið gæti aldrei verið jafn gott og handbolta landsliðið, þ.e.a.s á sama tíma. Já einmitt svo kom Indriði Sig og sagði milljón geggjaðar sögur, m.a. frá því þegar Freddy Kanoute jarðaði hann.
Dælið í Thule hornið, þeir eiga að skilið! -
LENGJAN - THULE - DOMINOS - SESSION CRAFT BAR - PROTIN.IS - BIRTA CBD - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
-
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - BIRTA CBD - R3 ráðgjöf og bókhald
Árið 2011 greip um sig algjört fjölmiðlafár í kringum Vormenn Íslands, stráka fædda á árunum 1988-1991 og þáttöku þeirra á EM u21 sem haldið var á Jótlandi. Við fórum í gegnum allt ferlið og allt sem gerðist á bakvið tjöldin, eða á veitingahúsum eða karíókístöðum.
Gestur:
Bjarni Þór Viðarsson
Aðrir viðmælendur:
Haraldur Björnsson - Halli Landsliðs
Skúli Jón Friðgeirsson - Móði jr.
Þórður Ingason - Íslands- og bikarmeistari úr Grafarvogi
Friðrik Dór Jónsson - Hefði getað gefið boltann meira -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - BIRTA CBD - PRÓTÍN.IS - R3 ráðgjöf og bókhald
Emil og Sindri eru hluti af hinum mjög svo spennandi 1995 árgangi sem kannski náði ekki því flugi sem búist var við af þeim en djöfull voru þeir seigir sem YOUTH!
Vicente úr Valencia, Sá þýski að skóla til Thomas Frank, Leon Goretzka að hægelda menn, Sindri Björnsson dansandi um ganga Verzlunarskólans að fagna meiðslum, Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna.
Viðmælendur:
Orri Sigurður Ómarsson
Oliver Sigurjónsson
Daði Bergsson
Hljóðbrot:
Adam Örn Arnarsson (tekið úr útvarpsþætti fótbolti.net)
Oliver Sigurjónsson (viðtal við 433)
Sindri Björnsson (viðtal við fótbolti.net) -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - BIRTA CBD - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
Kreppan er alltumlykjandi en rykið er þó farið að setjast. Við tekur auðn, menningarleg og knattspyrnuleg. Trúðanám nær flugi. Tveir fiskar og 5 brauð sagði Jesús en Óli Jó hafði ekki húmor fyrir einu rauðvínsglasi og tveimur bjórum. Þjóðin reynir að keyra í gegn changing of the guards og íþróttamiðlar reyna það sömuleiðis. -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - BIRTA CBD - PRÓTÍN.IS - R3 ráðgjöf og bókhald
-
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - PRÓTÍN.IS - R3 ráðgjöf og bókhald
-
Í þeirri röð sem þeir heyrast:
Brynjar Benediktsson, eigandi og framkvæmdastjóri Soccer and Education.
Guðlaugur Victor Pálsson, landsliðsmaður og fyrrum samherji Thierry Henry.
Finnur Orri Margeirsson, Bliki og líkamsræktarstöðvareigandi
Frans Elvarsson, Keflvískur Hornfirðingur
Hólmar Örn Eyjólfsson, einn leikjahæsti unglingalandsliðsmaður Norður Evrópu.
Arnar Sveinn Geirsson, bakvörður og mannauðsstjóri
Trausti Sigurbjörnsson, kóngur
Arnar Darri Pétursson, stáltakka kúreki -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINOS - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
KAGGI MÁS SPECIA. Fórum yfir það þegar Ísland komst í fyrsta skipti á stórmót í gegnum alvöru dæmi, ekki í gegnum það að vinna Lettland og gera jafntefli við Austurríki. Undankeppni, milliriðill og stemning. Gullkynslóðin er mætt en það sem meira er, týnda gullkynslóðin er alls ráðandi og hún er mætt til að skila skömminni!
Gestur:
Ragnar Þór Gunnarsson, fyrrum unglingalandsliðsmaður og núverandi kóngur
Viðmælendur
Guðlaugur Victor Pálsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Arnar Sveinn Geirsson
Frans Elvarsson
Trausti Sigurbjörnsson
Brynjar Benediktsson
Finnur Orri Margeirsson
Arnar Darri Pétursson
Alexander Lúðvígsson -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
Konan hans Viktors í Sandgerði sagði farir sínar ekki sléttar, af nokkrum sköpuðum hlut. Ívar Ingimars og Jói Kalli voru í sambærilegum hugleiðingum en Ásgeir og Logi gáfust ekki upp. DV setti upp álitshópa við minnsta tilefni og Jakob Bjarnar hélt úti sýningum í hverju blaði. Svona var Ísland '04-'06!
Haldiði áfram að negla á okkur í leiðréttingahorninu! -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF
#WeGoAgain með Atla Mikson, en on a short lease. Gleðitíðindi fyrir Guðmund Felix en einn stórtækasti íslenski slöngueigandinn varð fyrir tjóni. Guðjohnsen tekur við keflinu og Helugson öskrar í andlitið á Kahn. Þjóðin leyfði sér að dreyma eftir að Astro breyttist í Pravda en Valentin Ivanov var á öðru máli. -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
The Rise and fall of Einar Bárðarson. Ísland á HM innistæðulaust chantað í stúkunni á sama tíma og virtustu blaðamenn DV skrifuðu greinar sem hefðu helst átt heima á folk.is svæðinu þeirra. Gísli Marteinn gjörsamlega elskaði að brjóta á hugverkaréttindum og Eyjólfur Sverris raðaði inn mörkum. Svona var Ísland. -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR -DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 Ráðgjöf og bókhald
Aron Einar valdi Draumalið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Frá Louis van Gaal til Neil Warnock og frá Einari Sigþórssyni, bróður Kött Grá Pjé, til Rafinha Alcantara. Allt sviðið var skoðað. -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - PRÓTÍN.IS - DOMINO'S R3 RÁÐGJÖF
Við fengum eina leikmanninn sem spilaði í öllum undankeppnunum sem við höfum farið yfir til þessa upp í stúdíó og bárum undir hann alla þá vitleysu sem við höfum matreitt í síðustu þáttum (Byrjar þarna eftir ca 20 mínútur eftir mikilvæga umræðu um Köttinn Kela, sem þarf meiri ást (brúðan ekki punditinn).
Enduðum þáttinn á að fá fyrri viðmælendur til þess að fara yfir að þeirra mati bestu leikmennina sem þeir spiluðu með í landsliðinu á þessum tíma. Því miður fundum við ekki símtölin við Hörð Magnússon og Pétur Ormslev. Formleg kvörtun hefur verið lögð inn hjá tölvudeild ónefnds tölvufyrirtækis. -
Það styttist í aldamót og þjóðin fer að taka sénsa. Þorfinnur Ómarsson og lærisveinar hans í Kvikmyndasjóði byrja að veita Edduverðlaun og leikmenn keppast við að hætta að leika fyrir íslenska landsliðið. Fórum yfir það þegar DV hrútskýrði fyrir þjóðinni hverjir væru gáfuðustu Íslendingarnar og svo var nóg að gera hjá Ingólfi Hannessyni. Á meðan er Guðjón að smíða eitthvað skrímsli og nei þá erum við ekki að meina stúkurnar sem settar voru fyrir aftan mörkin fyrir leikinn á móti Frökkum, enda voru þær leigðar frá Svíþjóð #ÞærSænsku. Tvö stig skilin eftir í Jerevan, barningur við Barthez, rýtingur frá Rebrov, eitt stykki Ingólfur kampakátur Karpin og give it Kio Briggsy til the end of the season. "Þetta er liðið okkar". Svona var Ísland '98-'00
Viðmælendur:
Pétur Hafliði Marteinsson aka Social Pete
Steinar Dagur Adolfsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Akraness og tengiliður gerður að hafsent.
Rikki Daða og Rúnar Kristins (viðtal fengið frá www.fótbolti.net), sérfræðingar í málefnum Íslands og Frakklands
Þórður Guðjónsson, áhugamaður um ferðatilhaganir
Negliði á Thule og félaga sögum og leiðréttingum, ekki veitir af. -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
Við tókum upp þráðinn frá Svona var Sumarið og fórum enn dýpra í Fjölnis sögu Þorgeirssonar og ævintýri hans með "Mel krydd". Hefndarklám var sent inn í stuttmyndakeppni á sama tíma og óveðursskýið hlóð upp regni og eldingum yfir Laugardalnum. Eggert Magnússon hélt þó áfram að skrifa undir hina ýmsu samninga. Changing of the guards, farewell to legends og svo gerðum við upp talsetningar á teiknimyndum á 10. áratugnum. Svona var Ísland 96-98.
Dæliði inn í Thule hornið! -
LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD
Benjamin, the Dove kom út og veitingamaður í miðbæ Reykjavíkur barðist í bökkum við að fullnægja kúnnum sínum á þá vegu sem þeir ætluðu. Á sama tíma hafa skin og skúrir aldrei komið og farið jafn oft hjá einum manni og Ásgeiri Elíassyni þrátt fyrir metfjölda af tengiliðum í bakvörðum og Þorgeir Ástvaldsson með myndavélina í andlitinu á honum allan leikinn fyrir hönd VISAsport. Við krufðum það hvernig POX kom til landsins og viljum fá að vita meira um skemmtistaðina Síbería og Ingólfskaffi. Ásgeir lét undan þrýstingi og setti lyfjafræðing í vörnina eftir nákvæmar skallaæfingar. Under the Solna Sun þar sem Ravelli blindaðist. Svona var Ísland 94'96.
Viðmælendur: Ólafur Adolfsson, skallamaður.
Dæliði í Thule leiðréttingahornið, takk! - Se mer