Episoder
-
Það er lýðveldisþáttur hjá okkar dömum í dag - runnið yfir Covid break-ups og make-ups - Hanna er allt í einu búin að taka Kardashian-fjölluna í sátt en hvað gerir konur ekki á þessum fordæmalausu tímum?!!
-
Konur halda sig við kóngafólkið í dag en það tók mikið pláss enda hefur Dröfn miklar áhyggjur af Prince Harry í sinni heimaborg Los Angeles og hún þarf kannski að taka að sér þegar hún kemst einhvern tímann aftur út til Kali!
-
Mangler du episoder?
-
Konur detta í kampó og scratch margaritur og reyna að búa til stemmara úr litlu en óttist ekki því það tókst -Mál málanna var Adele - Ariana Grande á nýjan kæró - Megan Markel las bók - Met Gala frestað en internetið tók yfir og vann og margt fleira og fleira!
-
Loksins, loksins. Sumarið er komið og konur komu saman með kampavín og kökur og fóru yfir helstu málin á þessum fordæmalausu tímum. Einn og hálfur klukkutími af gulli og bulli. Gjörið svo vel, stingið þessu í eyrun og njótið.
-
Heysan sveysan alla húppa!!
Dömurnar eru aðeins að taka haustið með smá annríki en hver er ekki í sama bát? Dröfn er stödd upp í Friskó - að sýsla og Hanna er í svefnherberginu sínu. Alla vega tóku kúkalbbar upp ansi gott pláss í þessum þætti okkar en blessað Kardashian pakkið og brothættu tilfinningar Harvey Weinsteins voru meðal annars rædd. Hendið í ykkur glóðheitu Englaryki og dettið ljómandi frískandi
-
Dröfn og Hanna eru dottnar inn eftir smá töf og það vottar af smá ryði hjá annar hvorri þennan sunnudaginn - runnið var yfir Kylie Jenner og Travis Scott - og Rise and shine troll mómentið sem núna er hægt að kaupa bol - J-Law gifti sig gestir voru meðal annarra Adele - no bigs en hún er að deita nýjan gæja - Jamie Oliver datt óvart inn á borð hjá okkur sem og Gwen Stefani og hvert er grín og mannfólkið að fara með þessari cancel- menningu sem fer um eins og eldur í sinu - við vitum það ekki en spáðum í því samt!
-
Dömurnar eru loksins orðnar sínar eigin boss ladies!!! Við erum núna our own thing og nú má fólk bara fara að passa sig því það er stefnt á toppinn og ekkert múður! Guðmóðir þáttarins er Sandra Barilli sem hélt í höndina á okkur allan tímann þar til við stóðum í fæturnar og kunnum að klippa og við vitum ekki hvað og hvað og fyrir það fær hún "legggghh" stimpil í kladdann frá okkur Engló systrum!
Farið var yfir Emmy verðlaunin í mýflugumynd - kærastinn hennar Hönnu hann Kit var eins og nýsleginn túskildingur - Hanna afsakaði sitt douche-bagetterý sem DD hafnaði - Demi Moore gaf okkur moore and moore og Miley Cyrus er singúl once again!
Whats good - we will tell you whats good!!!
-
Elsku ryksugur – lífið er óútreiknanlegt og krafðist þess að konur tóku sér smá tíma til að græja hitt og þetta eins og til dæmis að eignast lítinn dreng og byrja í nýju jobbi og renóvera hús í heilt ár. En hvað um það – við erum ekki hérna til að tala um hversdagslega hluti sem allir díla við nei við erum hérna til að skvetta smá glamúr yfir allt og alla og erum mættastar!
Það komu spurningar úr sal um að taka fyrir sérstök efni eins og hvað er að frétta af Britney Spears og sjálfræðiskrísunni sem hún er í – Brad Pitt og tattúin hvað er málið með þau og ýmislegt fleira djúsí!!
Skál því konur eru að fá sér og það er ekkert sem stoppar það!
-
Enn á ný er þátturinn „international“ þar sem Hanna er stödd í Ósló og DD í LA að vanda en heimsborgarabragurinn yfir okkur fer að verða pínó vandró.
Dr. Dre does the right thing! Samlokufýrinn Subway Jared í djúpum skít og „lenti“ Gene Simmons í pedófíl?
Skussasíðan Ashley Madison verður tekin fyrir og miklu meira djúsí stöff – ekkert hómópataefni hér – við lofum!
-
Fyrrum barnfóstra Ben Affleck og Jennifer Garner er komin aftur í fréttirnar, hún vill nefnilega verða stjarna
Gott hjá henni.
Barnfóstran er að fylgja hinu fullkomna bissness plani.
Eins færa vinkonurnar hræðilegar fréttir frá Hollywood og hlæja aðeins af Terrence “babywipes” Howard.
-
Englaryks konur lentu í kröppum dansi við tæknina og þurftu að etja kappi við landamæri, tímamismuninn og þráðlaust net en hafið ekki áhyggjur við erum með sjóðandi fréttir af barnfóstrum og fræga fólkinu.
Er barnfóstra Ben Afflecks í alvöru ólétt? Stay classy Affleck! Ekki sá fyrsti og varla sá síðasti ( I see you Schwarzenegger!)
Vinkonurnar fara yfir önnur mikilvæg mál eins og typpið á Lenny Kravitz og leðurbuxunar sem gáfu sig!
#Penispopparinn
-
Englarykið snýr aftur eftir stutt sumarfrí og endurfundi.
Við rennum yfir helstu málefnin sem við misstum af eins að og JK Rowling hafi tekið og sveiflað gagnrýnendum Serenu WIlliams og bjóðum upp á englasöng!
-
Loksins, loksins er eitthvað að gerast í Hollywood!
Fullt af brúðkaupum og skilnuðum og Íslandsvinurinn Tom Cruise er mögulega að fara að valda miklu usla innan vísindakirkjunnar.
Mun hana yfirgefa hana?
Þú heyrðir það fyrst í Englaryki.
-
Að drauga er ný sögn (e. Ghosting).
Charlize Theron tók til sinna ráða til a losna við Sean Penn og hætti að svara tölvupóstum, símtölum og sms-um.
Hvað gerði maðurinn til þess að verðskulda slíka meðferð? Málið rætt í þaula í nýjasta Englaryks-þættinum.
-
Ímyndaðu þér að vera dóttir Whitney Houston og Bobby Brown? Eða dóttir Elvis Presley?
Það er dágóður hópur af börnum frægra sem áttu aldrei sjéns. Englaryk fer yfir þann lista. Varúð þetta er þyngsti þáttur stúlknanna frá upphafi.
-
Vinkonurnar týna saman fullt af hverjum-er-ekki-sama-fréttum enda lítið að frétta frá Hollywood. Þar eru greinilega allir í sumarfríi.
Þrátt fyrir tíðindalitla viku kjöftuðu vinkonurnar um Lebron James og „frænda“ hans, svörtu-hvítu konuna, Kristen Stewart og sænsku konungshjónin svo eitthvað sé nefnt.
Nennir einhver plís að skilja!
-
Vinkonurnar náðu loksins saman og fóru beint í stóru málin.
Nýtt líf Caitlyn Jenner, fræga flugdólga og veltu upp spurningunni hvort að Fassbender væri ofbeldismaður.
Hann er allavega ekki lengur á I´d hit that listanum.
Sorrý.
-
Englarykskonur hakka forsvarsmenn Cannes í sig fyrir að meina konum að ganga rauða dregilinn í flatbotnaskóm, tuða yfir aldursfordómum í Hollywood, kveðja David Letterman og fagna Champagne Gate.
Stútfullur þáttur af gúmmulaði.
Njótið.
-
Englarykskonur fara yfir styðstu hjónaböndin í Hollywood, hörmulegt líf Lindsay Lohan og Bradley Cooper sem kemur alltof oft til tals í þættinum.
-
Umræðuefni vikunnar eru ekki af verri endanum: Ofurkonur og venjulegir karlar og venjulega líkama, #dadbod mun ekki trenda ef að Dröfn og Hanna fá eitthvað um málið að segja.
Einnig, Robert Durst umfjöllun og real talk: Sex and the City er drasl. Já, við sögðum það.
P.s. þátturinn var tekin upp í Japan og Kópavogi. Svona rúllum við bara.
- Se mer