Episoder
-
Í fimmtugasta og sjötta þætti af Fótboltablaður fer Arnar aðeins yfir landslið út af landsleikjahléinu. Arnar fer yfir hvað hefur gerst í landsleikjahléinu, hver er besti leikmaðurinn frá bestu löndum í heiminum, hvað er besta landsliðið og testar Arnar knowledge sitt á fótbolta. Hvað hefur hann Arnar gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fimmtugasta og fimmta koma fyrrum gestir til baka og verður veisla í þættinum. Ísak og Snorri koma aftur saman og eru þeir með Arnari að tala um allt sem er að gerast. Í þættinum er farið í nýja liði eins og Hvort er líklegra, Spurningakeppni og Hvort mundiru frekar. Hvað hafa stuðboltanir 3 gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Mangler du episoder?
-
Í fimmtugasta og fjórða þætti Fótboltablaður fer hann Arnar yfir hltui sem hafa gert innan fótbolta nýlega. Arnar fer yfir Premier League Matchweek 9, Íslenska boltann og Ballon'dor verðlaunin árið 2024. Hvað hefur hann Arnar gott að segja? Hæustaðu til að komast að því.
-
ATH sagt er í þættinum að hann sé í mynd en erfiðleikar hafa komist í eftirvinnslu og þátturinn er ekki í mynd.
Í fimmtugasta og þriðja þætti Fótboltablaðurs er Arnar einn að þessu sinni og fer yfir hvað hefur gerst í fótbolta nýlega. Arnar fer yfir Ísland vs Tyrkland, Ensku deildina þessa helgi, Íslenska boltann og hans bestu Manchester United leikmenn (þeir sem hann hefur séð spila). Hvað hefur hann Arnar gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fimmtugasta og öðrum þættir Fótboltablaðurs er verið að blanda tvo hluti saman. Þátturinn er tekinn yfir fyrri hálfleik milli Ísland og Tyrkland og er tala feðganir um Íslenska Karlalandsliðið í fótbolta. Í þættinum er talað um Ísland vs tyrkland, Karlalandsliðið, Bestu leikir landsliðsins og stefnan hjá landsliðinu í dag. Hvað feðganir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fimmtugasta og fyrsta þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þann mikla heiður fá Katrínu Magnúsdóttur og Sigursteinn Brynjólfsson sem tengjast Liverpool klúbbnum á Íslandi í heimsókn. Katrín er úr stjórn Liverpool klúbbsins og tekur virkan þátt í starfsemi klúbbsins og Sigursteinn var fyrrum formaður Liverpool klúbbsins, hann vinnur í dag með Kop.is og Gullkastinu. Í þættinum er farið yfir starfsemi og hvað Liverpool klúbburinn gerir. Hvað hafa þau gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fimmtugasta þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þann mikla heiður að fá Hallgrím Heimisson í heimsókn. Hallgrímur er yfirþjálfari Knattspyrnu hjá Val og meðal annars aðstoðaþjálfari meistaraflokk kvenna. Í þættinum er farið yfir þjálfun á Íslandi, hvernig er að vera yfirþjálfari og hvað er yfirþjálfari og hvað hann gerir og Val. Hvað hefur hann Hallgrímur gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta og níunda þætti Fótboltablaðurs fær hann Arnar þann mikla heiður að fá Jón Steinar í heimsókn. Í þættinum er talað um fótbolta í Danmörku, Danskir aðdáendur, æfa fótbolta í Danmörku og hálf maraþon. Hvað hafa þeir tveir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta og áttunda þætti Fótboltablaðurs fer hann Arnar yfir margt af því sem er í gangi í Fótboltaheiminum. Arnar talar um San Marino, Íslenska landsliðið, fer yfir leimannagluggan hjá mörgum af bestu liðum í Evrópu og conspiracy hornið kemur aftur. Hvað hefur Arnar gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta og sjöunda þætti Fótboltablaðurs fær Arnar hann Snorra Rafn til að koma í heimsókn. Í þættinum horfa þeir tveir á Manchester United og Liverpool leikinn sem var spilaður þann 1 september. Á meðan leikurinn er í gangi eru flottar samræður og góðar spurningar spurðar. Hvað hafa þeir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta og sjötta þætti Fótboltablaðurs fer Arnar yfir fyrstu leikvikur enska boltans. Arnar fer yfir það allt helsta sem hefur gerst í fyrstu leikvikum í Ensku Deildinni, Spænsku, Ítölsku og Þýsku. Arnar fer meðal annars yfir í Netspjall þar sem Arnar fer yfir fótboltaleikmenn með Youtube rásir og yfir fyndin tweets hjá fótboltaleikmönnum. Hvað hefur Arnar gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Það er nú er komið meira en eitt ár síðan Fótboltablaður byrjaði og til að fagna þess er haldin spurningakeppni milli tveggja aðila sem hafa komið áður í þáttinn. Keppendur eru þeir Númi Steinn og Atli Már. Endilega megið taka þátt sjálf heima og vona að þið njótið þáttin. 1 YEAR BABY!!!!!!!!
-
Í fertugasta fjórða þætti Fótboltablaðurs fer Arnar yfir upphitun fyrir Ensku Deildarinnar tímabilið 24/25. Arnar fer yfir hvernig hann heldur að deildin endar, hver vinnur og hverjir falla? Arnar fer líka yfir hvert lið og skoðanir hans um það og talar líka um Fantasy og Community Shield. Hvað hefur Arnar gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta og öðrum þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þann heiður að fá Ísak Þór og hann Snorra Rafn til að koma aftur í heimsókn. Í þættinum er fjallað uð upphitun fyrir Ensku Deildina 2024/25, er nútíma fótbolti leiðinlegur? Fimm leikmenn til að taka víti fyrir líf manns, Heitt eða ekki og er hægt að hlusta á einn mann missa vitið þar sem allir deila með sameiginlegt byrjunarlið af Manchester United og Liverpool. Hvað hafa þeir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta og öðrum þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þá Óðinn Mána og Snorra Rafn til að koma í heimsókn. Í þættinum er farið yfir stærstu fréttir um fótbolta á Ólympíuleikunum 2024, sumarið hjá Liverpool & Manchester United, favortites fyrir Ballon D'or 2024 og meðal annars taka fellanir nokkur drafts. Hvað þeir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta og fyrsta þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þann mikla heiður að fá hann Reyni Haralds í heimsókn. Reynir spilar með meistaraflokksliði Fjölnis í Lengjudeildinni og meðal annars er tónlistarmaður. Í þættinum er talað um bakvarðar stöðuna, Fjölni, ÍR, fótboltamenn í tónlist og áhuga Reynis á tónlist. Hvað hefur Reynir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í fertugasta þætti Fótboltablaðurs fer hann Arnar yfir EM 2024 og Copa America og gerir uppgjör af þessum stórmótum. Arnar fer yfir úrslitaleikinn og hverjir voru stjörnur mótsins á EM 2024 og fer meðal annars yfir allt það helsta úr Copa America 2024. Hvað hefur Arnar gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í þrítugasta og níunda þátt Fótboltablaðurs fær Arnar þann mikla heiður að fá tvo lykilleikmenn í meistarflokk Fjölnis þá Júlíus Már og Baldvin Þór. Júlíus og Baldvin eru æskuvinir og meðalannars miðvarðarpar hjá Fjölni sitja efstir í Lengjudeild Karla (miðað við 6 júlí 2024). Farið er yfir Lengjudeildar tímabilið, búningsklefann og yngri flokka. Hvað hafa þeir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í þrítugasta og áttunda þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þann heiður að fá Fannar Bragason og Óskar Dag í heimsókn. Fannar er bakvörður sem spilar með Vængi Júpiters í 3 deild karla á meðan Óskar Dagur spilar vinstri kant og hefur einn leik í Bestu Deild Karla. Í þættinum er farið yfir EM 2024, sameiginlegt lið af Tottenham og Liverpoolk og fótbolta á Íslandi. Hvað hafa þeir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
-
Í þrítugasta og sjöunda þætti Fótboltablaðurs fær Arnar þann mikla heiður að fá Snorra Rafn í heimsókn. Snorri er leikari mest þekktur fyrir að leika Sigga í Berdreymi en meðal annars að leika er Snorri risa fótboltahaus. Í þættinum er farið yfir fyrstu leikvikuna á EM 2024, Liverpool, yngri flokkar á Íslandi og gera báðir menn byrjunarlið af huggulegustu fótboltaleikmönnum. Hvað hafa þeir tveir gott að segja? Hlustaðu til að komast að því.
- Se mer