Episoder
-
Fjölnir og Villi mæta upp í stúdíó með fulla maga en tóma heila. Í þessum þætti verður offramboð af fróðleik, svona eins og í matarboðum í desember þar sem er offramboð af gómsætum réttum. Bertel Thorvaldsen og Edvard Eriksen, myndhöggvarar koma fyrir, því þrátt fyrir að vera Danir, eru þeir líka Íslendingar.
Fjallað verður um frídaga sem hafa verið teknir af okkur Íslendingum, og spurning hvort að danska ríkið ætti kannski að borga hverjum Íslendingi eitt ár af launum fyrir öll þessi frí sem voru tekin af okkur. Kjaftæðið flæðir alveg í gegnum þáttinn, enda síðasti séns til að bulla áður en árinu lýkur.
Við þökkum fyrir okkur á þessu ári, og hlökkum til að fræða og bulla meira á nýju ári. -
Í þessum þætti af Já OK! setjast Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto í fljúgandi baðker og fjalla um eitthvað sem margir muna vel eftir. Fyrir mörgum gerði þetta jólin og jafnvel er þetta byrjunin á framhaldsþáttafíkn Íslendinga. Mun Blámi komast aftur heim til plánetunnar sinnar? Finna þeir Völund? Mun Lovísa fá fluguppfinninguna í jólagjöf? Hvar eru Pú og Pa?
-
Í þessum þætti af Já OK! fara Fjölnir Gísla og Vilhelm Neto í enn eina gönguna í gegnum Reykjavík. Þeir standa fyrir framan Bíó Paradís og spurja sjálfa sig: “hvað ætli mörg kvikmyndahús hafi starfað á Íslandi?“ Úff yfir allt landið er það langur listi. En hvernig byrjaði kvikmyndamenningin hér á landi?
-
Siggi, Keiko, hvað hefði hann heitið ef hann hefði fengið að velja sjálfur? Við munum líklegast aldrei vita það. Eitt vitum við þó. Siggi/Keikó var einn frægasti Íslendingur heims á sínum tíma en þessari frægð fylgdi ekki einungis gleði og velgengni. Líf Sigga/Keiko var margbrotið, óvenjulegt og á köflum erfitt.
Strákarnir mæta í galsa upp í stúdíó og reyna að tala um líf Sigga/Keikó en svo er spurning hvort þeim takist það. -
Í þessum þætti af Já OK! leita Fjölnir Gísla og Villi Neto í heimahaga og fá tvo gesti til sín sem geta svo sannalega alið þá upp. Þetta fólk hefur fylgt þeim í gegnum lífið og eru einnig harðir hlustendur þáttana. Strákarnir gera allt sem þau segja þeim að gera enda hafa þau lært sjálf mikið í gegnum lífið, hvort sem það er sem skiptinemi í Portúgal eða hafa alist upp við hliðina á hernum. Við kynnum mömmu og pabba.
-
There is nothing better than stepping out of your house, going partying, meeting a cute girl, bumping apps, marrying, and getting 5000 dollars a month just for marrying her.
Yeah Iceland is amazing, but is it really like that?
This episode is an English version of the previous episode: Almennur misskilningur um Ísland. -
Það er ekkert betra en að heilsa upp á álfinn á leiðinni á djammið, hitta sæta manneskju, "bömpa öppum" saman, giftast, og fá 5000 dollara á mánuði. Já, Ísland er frábært land, en er það svona?
Þessi þáttur er líka til í enskri útgáfu. -
Af eilífðarljósi bjarma ber, / sem brautina þungu greiðir. / Vort líf, sem svo stutt og stopult er, / það stefnir á æðri leiðir. / Og upphimin fegri en auga sér / mót öllum oss faðminn breiðir.
Þann 15. nóvember 1978 brotlenti Flugleiðavélin Leifur Eiríksson í Colombo á Sri Lanka. Þetta er eitt mannskæðasta flugslys Íslandssögunnar. Í þessum þætti þræða Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto söguna um þau fimm sem lifðu af og hver orsök slysins voru. Þessi þáttur er seinni hluti af tveimur þáttum um Flugsögu Íslands.
Tónlist og hljóðmynd eftir Fjölni Gíslason. -
Það á að fljúga suður í dag.
Allir sem vettlingi geta valdið flytja niður á bakkann.
Konur og karlar og börn. Því kominn er nýi tíminn er loftferðir hefjast um landið á örfáum stundum en áður dagar og vikur varði. Við snúum við örstund eina og yfir kaupstaðinn fljúgum.
Fólkið er smápeð er sniglast og smýgur um götur bæjarins, bundið við hagsvon báts eða bletts af ræktuðu landi. Þrælkað og þjáð um þúsund ár byggðar landsins. Með öfund í brjósti ef öðrum eilítið betur gengur, en illtamda uppgerðahryggð yfir óförum keppinauts. -
Bi gissuna presenta for ju "Já OK!" Hvað þýðir þessi setning? Tjah, þú munt geta kannski fundið uppúr því þegar þú ert búin að hlusta á þáttinn. Ef þú myndir segja þetta við basknenskan veiðimann á Vestfjörðum myndi hann fatta voða lítið, en allaveg myndi hann skilja hvað þú værir að segja. Men hvis vi siger at Vilhelm og Fjölnir skal snakke om den gamle tradition om at tale dansk om sondagen, sa maske forstar du lidt bædre hvad vi mener. Dömur, herrar og kaupmenn, þessi þáttur fjallar um tvennt. Dönsku á sunnudögum og bask-íslenska blendingsmálið.
-
Það er komið að Halloween Special! Í þessum þætti af Já OK! fara Fjölnir Gísla og Villi Neto í smá göngutúr um miðborg Reykjavíkur og athuga hversu reimt er í höfuðborginni okkar. Á meðan Fjölnir spáir í hvort það sé líf eftir dauða og Villi reynir að ná utan um fjórðu víddina þá fræðumst við um Stúlkuna á Gyllta Kettinum, Steinunni í Dómskirkjunni, harmleikurinn í Menntaskóla Reykjavíkur og hálfi maðurinn í Þjóðleikhúsinu. Við mælum með að hlusta á þennan þátt með slökkt ljósin.
-
Fjölnir og Villi. Villi og Fjölnir. Saman, spjalla, um lífið, ættartré, Íslendingabók, en fyrst og fremst, tala þeir um Maríu Markan.
María Markan var ein helsta söngkona Íslendinga og söng um á víð og dreif. Hún kunni nokkur tungumál, og söng á þeim tungumálum líka.
Við biðjum hlustendur um þolinmæði við hlustun á þennan þátt, þar sem COVID þreyta er greinilega að hafa áhrif á íslenskuna hans Villa. María Guðjohnsen, nei, Dorthea Marie, nei, bíddu, hvern vorum við að tala um aftur? Já! Ein helsta söngkona sem Ísland hefur alið að sér, María Markan -
Aðilar takast á hendur, svo segir í sáttmála hinna Sameinuðu þjóða, að leysa hvers konar milliríkja deilumál, sem þeir kunna að lenda í, á friðsamlegan hátt?EN SVO BARA BOOM 5.grein NATO, AÐILAR ERU SAMMÁLA UM, AÐ VOPNUÐ ÁRÁS Á EINN ÞEIRRA EÐA FLEIRI Í EVRÓPU EÐA NORÐUR-AMERÍKU SKULI TALIN ÁRÁS Á ÞÁ ALLA. Þurfum við ekki þá gæslu?friðargæslu?gæsla friðinn?hvað er friðargæsla?
-
Fjölnir Gíslason (fjolnirg) og Vilhelm Neto (villineto) setja á sig VR gleraugun og stökkva inn í netheima til að gerast hugarar. Hugarar tala um allskonar, en hafa mest áhuga á Counter Strike og Háhraða. Í heimi með fullt af rifrildum lesa þeir nokkra áhugaverða þræði, tala um QAnon og þróun netsins.Strákarnir detta í eitthvað rosalegt skap á netinu.Þetta er hin alræmda síða hugi.is
-
Í þessum þætti af Já OK! bregða Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto sér í útileigu, þó ekki þá útilegu sem þeir hefðu kosið sér, heldur útlægð, upp til fjalla í óbyggðum. Reynið bara að ná þeim. Þeir munu alltaf ná að stinga af á handahlaupum.
-
Í þessum þætti ætla Fjöln(ý) og Vilhelm(ína) að tala um borgarinnuna.
Borgarinna þessi, var stundum kölluð Handelsborgarinna, stundum kölluð Vertshús-mína, hún var maður, hún var dugnaðarforkur, hún var móðir, hún var kjósandi á undan sinni samtíð. Hún var Vilhelmína Lever -
Fjölnir og Villi fara ásamt þrem nafnlausum vinum og banka uppá hjá einhverjum gaur, sem er vonandi til í að vera kóngur Íslands.
Hljómar það galið? Það væri ekki í fyrsta skiptið sem það væri að gerast allavega, það vitum við, en hverjir tóku upp á því? Það vitum við ekki, eða hvað? Erum svona 70% viss allavega... eða kannski bara 35% viss...
Kóngurinn sem aldrei varð. -
Í þessum þætti af Já OK! ætla Fjölnir Gíslason og Vilhelm Neto, ásamt gesti þáttarinns Magnúsi Rafnssyni sagnfræðing, að berja, gelda, bíta, slá, blinda, klóra flengja. Brenna, reka útlegð á, aflífa og hengja.
-
Fjölnir og Villi andvarpa. Fjölnir er í þykkum kjúklíngabúning og Villi í þykkum eðlubúning. Þeir taka eitt andartak, og síðan setja hausana á sig, það er ælulykt inn í þeim, enda vel notaðir búningar. Dömur og herrar, íslensk lukkudýr.
-
Í þetta skiptið kíkja þeir Fjölnir og Villi Neto til Danmerkur í Tívolíið í Kaupmannahöfn. Árið er 1905. Þar er ákveðin sýning sem íslenska nýlendu þjóðin er að fara taka þátt í fyrir skemmtanaglaða Dana. Það voru mótmæli. Hvert var markmið Dana með þessari sýningu? Hefðum við kannski átt að mótmæla öðruvísi?
- Se mer