Episoder
-
Fanney og Páll Ármann eiga afslappað samtal útfrá sinni persónulegu reynslu af áföllum, álagi og víðtækum afleiðingum þeirra og velta upp ýmsum pælingum. Þau fóru um víðan völl og snertu meðal annars á viðbrögðum og viðhorfum kerfisins, sjúkdómsvæðingu upplifana og fleira.
-
Í Klikkinu þessa vikuna ræddu Auður Axelsdóttir og Málfríður Hrund Einarsdóttir tímamót hjá Hugarafli, en samtökin eiga 17 ára afmæli 5. júní 2020. Þær fóru yfir söguna frá stofnun Hugarafls, ræddu áherslurnar, valdeflingar-hugmyndafræðina, batanálgun, baráttuna og árangurinn.
-
Mangler du episoder?
-
Gestur okkar að þessu sinni er Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Píeta samtakanna á Íslandi. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Samtökin opnuðu þjónustu sína vorið 2018 og eru með starfsemina að Baldursgötu 7 í Reykjavík. Til samtakanna geta leitað einstaklingar og aðstandendur sem vilja fá hjálp og viðtal hjá fagfólki. Lagt er upp úr því að bjóða upp á rólegt og notalegt umhverfi fyrir skjólstæðinga. Starfsemin er rekin að fyrirmynd og eftir hugmyndafræði Pieta House á Írlandi.
-
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands kom til okkar í viðtal.
Hún ræðir samfélagið, sjúkdómsvæðingu og geðheilbrigði við Auði Axelsdóttur, Hugaraflskonu.
Sigrún hefur unnið með Hugarafli frá stofnun félagsins og reglulega fengið notendur Hugarafls í kennslu ásamt því að koma með erlenda félagsfræðinemendur í heimsókn til Hugarafls. -
Í dag fengum við gesti frá bókaútgáfunni Leó, þá Ólíver Þorsteinsson og Richard Vilhelm Andersen. Árið 2017 skrifaði Ólíver bókina Í hjarta mínu. Bókin var ætluð fyrir fjölskyldu hans en á þessum tíma var Ólíver með sjálfsvígshugsanir og vildi skilja eitthvað eftir sig. Sem betur fer er Ólíver hér enn og út frá bókinni var Bókaútgáfan Leó stofnuð. Í þættinum fara þeir yfir aðdraganda bókarinnar, stofnun Leó Bókaútgáfu og framtíðina. Í hjarta mínu er fáanleg í netverslun LEÓ Bókaútgáfu .
-
Héðinn Unnsteinsson kom aftur til okkar og ræddi við Auði Axelsdóttur. Ásamt því að ræða geðheilbrigði á heildrænan hátt þá deildi Héðinn sinni reynslu af geðrænum áskorunum.
Héðinn er stefnumótunarsérfræðingur með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Hann starfaði sem stefnumótunarsérfæðingur í forsætisráðuneytinu 2010 til 2018 og var formaður stefnuráðs Stjórnarráðsins.
Héðinn starfði áður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Hann hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum.