Episoder
-
TW - í þættinum er rætt um FGM (female genital mutilation) og kynferðisofbeldi Ekki er farið í mjög grafískar lýsingar og TW alltaf gefið þegar það á við. Konur þáttarins eru Wangari Maathai og Jaha Dukureh. Þær eiga það sameiginlegt að berjast fyrir réttindum kvenna í sínum heimalöndum í Afríku sem og í allri álfunni og jafnvel heiminum. Wangari er fyrsta afríska konan til að fá Friðarverðlaun Nóbels fyrir umhverfisvernd og mannúðarstarf og Jaha berst gegn FGM (female genital mutilation), sem hún lenti sjálf í sem ungabarn og hefur þurft að eiga við afleiðingar þess alla sína ævi.
-
Konur þáttarins eru jólakonur, auðvitað þær María Mey, móðir frelsarans, og Grýla, móðir jólasveinana. Hverjar eru konurnar á bakvið þessa frægu menn? Hvað tákna þær fyrir þau sem trúa á tilvist þeirra, og fyrir þau sem trúa ekki? Mæður, meyjur, fósturlandsins freyjur, þessar tvær konur eru umluknar þjóðsagnakenndri dulúð þrátt fyrir að vera vel þekktar.
Í samstarfi við Flóru útgáfu, www.flora-utgafa.is
Lífsbiblían eftir Öldu Karen Hjaltalín og Silju Björk Björnsdóttur er í forsölu á www.forlagid.is en kemur í búðir 5. janúar 2021.
-
Mangler du episoder?
-
Konur þáttarins eru fyrirsætan og aktívistinn Aaron Philip og leikkonan, Youtuber-inn og aktívistinn Lolo Spencer. Þær eru báðar fatlaðar konur sem hafa með styrk og elju látið drauma sína rætast í heimi sem er uppfullur af fötlunarfordómum og aðgengisleysi fyrir fatlað fólk. Aaron Philip er fædd með CP hreyfihömlun og er í hjólastól en hún hefur verið í þremur Vouge tímaritum, auk þess að hafa gefið út bók um líf sitt sem barn og unglingur með CP. Lolo Spencer greindist með ASL (MND) á unglingsaldri og notar Youtube til að sína frá sínu lífi, bæði sem fötlunaraktívisti en einnig til að sýna frá sínu lífi líkt og þúsundir annarra gera.
-
Konur þáttarins eru afrískar baráttukonur sem báðar höfðu mannréttindi og betrun samfélagsins að leiðarljósi. Í gegnum sjálfstæðisbaráttur gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnur höfðu þær áhrif á framtíð landa sinna og jafnrétti samlanda sinna.
-
TW: Í fyrri hluta þáttarins er fjallað um ofbeldissamband og sjálfvígstilraun. Neðst eru hlekkir samtaka sem geta aðstoðað vegna vanlíðunar eða ofbeldis.
Konur sjöunda þáttar hjá Kona er nefnd eru þær Mel B og Shirley Bassey. Það leynist ýmislegt á bakvið glamúrlíf fræga og ríka fólksins. Hvernig hefur líf Mel B verið eftir að gullárum Kryddpíanna lauk? Hún er þriggja barna, tvískilin móðir, með átakanlega sögu á bakinu. Shirley Bassey er 83 ára stórstjarna með litríkan og leikrænan feril að baki sér, en hún segist loksins sest í helgan stein eftir að hafa gefið út síðustu plötuna sína í nóvember árið 2020. Tvær ólíkar söngkonur sem höfðu mikil áhrif á sinn hátt á tónlistarmenningu síðustu aldar.
Við bendum á eftirfarandi aðila ef ykkur vantar aðstoð vegna vanlíðunar eða ofbeldis:
http://gedhjalp.is/
https://pieta.is/
Neyðarsími Rauða Krossins: 1717
Vefspjall Rauða Krossins: https://svarbox.teljari.is/?c=1137&g=1
https://www.bjarkarhlid.is/
https://www.kvennaathvarf.is/
https://www.stigamot.is/
https://bjarmahlid.is/ (Akureyri)
https://www.kvennaradgjofin.is/
http://www.drekaslod.is/
https://bergid.is/ (ungt fólk upp að 25 ára aldri)
https://www.heilsugaeslan.is/thjonusta-stodvanna/salfraedithjonusta/ (Heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu) -
Konur dagsins eru íþróttakempur með meiru. Serenu Williams þekkja flest enda stjörnutenniskona til margra ára, en hvernig komst hún þar sem hún er í dag og hvað þarf hún sem svört kona að berjast við á hverjum degi (svarið er rasismi og feðraveldi). Caster Semenya skaust upp á stjörnuhimininn sem hlaupari síðustu ár en hefur þurft að standa í áralöngu stappi við óréttlátt kerfi sem með fordómum og fáfræði ýtir henni út á jaðarinn.
-
Konur dagsins eru þær Cheryl Clarke og Audre Lorde, báðar ljóðskáld, báðar svartar og báðar lesbíur. Í ljóðum sínum fjölluðu þær báðar mikið um upplifanir sínar af bæði kynþætti og hinseginleika sínum, auk annarra upplifana sína í gegnum lífið af sjúkdómum, fjölskyldu, aktívisma og fleira. Þær gagnrýndu samtíma sinn og kröfðust réttlætis í gegnum verk sín og vinnu.
-
Konur dagsins eru mikilvægir brautryðjendur og baráttukonur í hinsegin baráttu síðustu aldar. Ernestine Eckstein og Stormé DeLarverie tóku virkan þátt í að berjast fyrir réttindum sínum og annarra, á mótum hinseginleikans og þess að vera svartar konur í rasískum veruleika.
-
Konur þáttarins eru fyrirsæturnar og baráttukonurnar Winnie Harlow og Munroe Bergdorf. Þær starfa báðar sem fyrirsætur og vilja breyta hvíta normi tískuheimsins innan frá.
-
Konur þáttarins eru tvær af helstu baráttukonum í the Black Panthers hreyfingunni sem börðust ötullega fyrir réttindum svartra í Bandaríkjunum.
Fyrsti þáttur í annarri seríu af Kona er nefnd.
-
Konur dagsins koma beint frá tækniheiminum í Silicon Valley. Sheryl Sandberg er COO Facebook og stofnandi Lean in samtakanna og Melinda Gates er tæknifrumkvöðull, fyrrum starfsmaður Microsoft og stórtæk í góðgerðamálum um allan heim.
-
Kona er nefnd skellti sér á Kynjaþing 2019 í Norræna Húsinu og konur þáttarins voru ekki af verri endanum en þær voru fyrstu konur í bæjarstjórn, árið 1908. Þær Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Þórunn Jónassen, Katrín Magnússon og Guðrún Björnsdóttir voru miklar baráttukonur sem ruddu brautina fyrir íslenskar konur í pólitík.
-
Konur þáttarins eru báðar frábærar íþróttakonur og frumkvöðlar sem láta ekkert stoppa sig.
-
Uppfinningakonur er þema þáttarins en þær Mary og Ada voru frumkvöðlar á hvorn sinn hátt og við eigum þeim báðum margt að þakka!
-
Þema dagsins eru stjörnur úr kvikmyndaheiminum. Ava Duvernay er leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi sem er að breyta leiknum í bandarískri kvikmyndagerð og Marlene Dietrich var stórstjarna gömlu Hollywood sem beygði kynjareglurnar.
Minnum á Facebook og Instagram leik Kona er nefnd sem verður í gangi til 10. október 2019 - vilt þú vinna ævisögu Roxane Gay frá Bergmál útgáfu? Finndu okkur á helstu samfélagsmiðlum undir nafninu Kona er nefnd!
-
Konur þáttarins eru ólíkar en báðar frumkvöðlar á sínu sviði. Peggy Guggenheim bjargaði stórmerkilegum málverkum sem listsafnari og Patrisse Cullors er upphafskona Me Too áður en Me Too byltingin varð til.
-
Í tilefni af Me Too ráðstefnunni sem var haldin í Reykjavík 17.-19. september 2019 fjallar þessi þáttur um tvær sterkar konur sem hafa barist gegn kynferðisofbeldi síðustu ár og áratugi.
TW: umfjöllun um kynferðisofbeldi
-
Þær stórmerkilegu forsetafrúr, Elanor Roosevelt og Michelle Obama, eru konur þáttarins. Hvernig er líf forsetafrúa Bandaríkjanna?
-
Í tíunda þætti halda Tinna og Silja Björk upp á 10 ára vinkonuaafmæli og 10 ár af því að vera miklir aðdáendur Lady Gaga. Í þessum extra langa þætti er farið ítarlega yfir sögu þessarar stórmerkilegu konu, frá æsku hennar og yfir glæsilegan feril sem spannar meira en tíu ár!
- Se mer