Episoder
-
Einhvers konar tilraun til endurlífgunar á hlaðvarpi Málfarslögreglunnar. Það var samt aldrei dautt – bara í góðri pásu. Hér er fjalað um rafskútur og muninn á svakalegum og svaðalegum. Pælt í húsanöfnum og mannanöfnum. Og stútfullur íþróttapakki.
-
Málfarslögreglan kastar áramótasprengju inn í nýja árið og stingur upp á nýjum eða gömlum daganöfnum, svarar bréfum frá hlustendum og segir frá úrslitum kosninga um orð ársins 2020.
-
Mangler du episoder?
-
Málfarslögreglan snýr aftur úr löngu og góðu Covid-fríi, skoðar nýyrði og gömul orð sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga úr Kófinu, gefur Virkum í athugasemdum góð ráð og svarar bréfum frá hlustendum.
-
Málfarslögreglan varpar áramótasprengjum og leggur til viðamiklar breytingar á tungumálinu. Virkir í athugasemdum og fjölmiðlamenn fá ókeypis íslenskukennslu. Orð ársins 2019 verður afhjúpað.
-
Málfarslögreglan snýr aftur úr nokkuð góður sumarfríi, hrósar stórfyrirtæki í þættinum, veltir fyrir sér mismunandi áhrifum orða og málfátækt, skoðar óþolandi orð og blæs til kosninga um orð ársins.
-
Í þetta sinn veltir Málfarslögreglan fyrir sér yfirvofandi viðburðum, pælir í eignarhaldi og svarar bréfum frá hlustendum. Geta jákvæðir og skemmtilegir hlutir verið yfirvofandi? Er hægt að eiga alla skapaða hluti? Hvort á að prófa eða prufa? Svör við þessum og fleiri spurningum má finna í fjórtánda þætti.
-
Málfarslögreglan gefur fjölmiðlamönnum nokkrar athugasemdir, fjallar um sameiningu greinarmerkja og jarðar nokkur ofnotuð orð. Hvað þýðir að vera kýrskýr‽ Hvað er Interrobang‽ Má ekki draga úr notkun einhverra ofnotaðra orða‽ Svör við þessum spurningum leynast í þrettánda þætti.
-
Loforða- og yfirlýsingaglöð málfarslögregla snýr aftur úr góðu hlaðvarpsfríi, veltir fyrir sér mismunandi tilefnum, talar um tölur og afhjúpar orð ársins 2018. Hvort á að segja að eða af tilefni? Hvers konar ritháttur á tölum fer í taugarnar á Málfarslögreglunni? Og hvert er orð ársins 2018. Svör við öllum þessum spurningum leynast í tólfta þætti.
-
Í ellefta þætti svarar Málfarslögreglan bréfum frá hlustendum, veltir fyrir sér stafrænum tungumáladauða, einkaleyfum á orðum og gefur virkum í athugasemdum og fjölmiðlamönnum góð ráð.
-
Hér hefst önnur þáttaröð. Málfarslögreglan veltir fyrir sér nýjum íslenskum orðtökum og afhjúpar orð ársins. Virkir í athugasemdum fá skyndikennslu í stafsetningu. Hvað þýðir að kasta inn handklæðinu? Svar við því fæst í þessum þætti.
-
Málfarslögreglan Veltir Fyrir Sér Stórum Og Litlum Stöfum Í Upphafi Orða, hugleiðir jólatengt orðalag og segir frá valinu á orði ársins 2017. Hlustendur fá loks tungubrjót til að japla á yfir jólin.
-
Málfarslögreglan pælir í hvað gerist ef við tökum upp númer í stað nafna, reynir að koma í veg fyrir forheimskun virkra í athugasemdum og blæs til kosninga.
-
Málfarslögreglan veltir fyrir sér dauða íslenskunnar og hvað það þýðir að lesa sér til gagns. Einnig veltir hún fyrir sér sjaldgæfu orði og spáir í veðrið.
-
Málfarslögreglan veltir fyrir sér kristnum trúarathöfnum og muninum á skírn og nafngjöfum. Einnig verður rætt um íslensk blótsyrði. Hvernig er hægt að blóta á íslensku? Hér koma því bæði himnaríki og helvíti við sögu.
-
Málfarslögreglan kynnir nýtt, alþjóðlegt og markaðsvænt nafn og fjallar um enskuvæðingu á Íslandi. Að auki vill hún ekki eiga góðan dag og kynnir til sögunnar nýjan dagskrárlið í þeirri viðleitni að bæta málkunnáttu virkra í athugasemdum.
-
Í þessum þætti er fjallað um málsótthreinsun og háfrónsku.
-
Málfarslögreglan er í kaup- og verslunarhugleiðingum í dag og veltir fyrir sér opnunar- og afgreiðslutímum.
-
Í þetta sinn er málfarslögreglan í persónulegum hugleiðingum.
-
Í fyrsta þætti Málfarslögreglunnar verður lesin lítil stefnuskrá sem gefur tóninn fyrir það sem fjallað verður um í komandi þáttum.