Episoder
-
Gestur Matmanna að þessu sinni er hin margverðlaunaði matreiðslumeistari Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, sem er nýtekin við sem yfirmatreiðslumaður á Fröken Reykjavík Kitchen og Bar. Hún er einnig þjálfari íslenska landsliðsins í matreiðslu. Snædís er sú yngsta sem hefur hlotið Cordon bleu orðu hjá Klúbbi matreiðslumeistara á Íslandi. Hún er í raun svakaleg afrekskona sem hefur mikinn keppnisferil að baki og fræðumst við meðal annars aðeins um það í þessum þætti.
-
Jóhann Gunnar Arnarson sem kemur frá Akureyri er viðmælandi Matmanna. Í þessum þætti er farið yfir, hvað í ósköpunum butler gerir? Hann Jóhann útskrifaðist úr brytaskólanum „The International Butler Academy“ í Hollandi, sem sér hirðum konungsfjölskyldna í Hollandi, Jórdaníu og Sádi-Arabíu fyrir butler, ásamt því að reka öfluga ráðningarþjónustu.„Skólinn er rekinn í suðurhluta Hollands, rétt hjá Maastricht, en hann er þar í gömlu munkaklaustri, sem er aðeins 7.500 fermetrar að stærð, en þar er jafnframt heimili eigandans. Þessi áhugaverði maður er einnig fyrrum danskennari, og dómari í vinsælu sjónvarps þáttunum Allir Geta Dansað. Ferillinn hjá viðmælanda matmanna er skemmtilegur að því leitinu til, að hann vann á Bessastöðum sem ráðsmaður og staðarhaldari á tíma Ólafs forseta og leysti einnig töluvert af þegar Guðni var við völd. Vann hann einnig sem briti hjá landhelgisgæslunni, en í dag rekur hann og eiginkona hans Kristín Ólafsdóttir veiðihús við Selá í Vopnafirði og einnig veiðihúsið við Hofsá. Þessi þáttur er mjög áhugaverður að því leitinu til, að þarna skignumst við inn í líf og störf butler og hvað felst í því.
-
Mangler du episoder?
-
Gestur Matmanna er að þessu sinni Emil Hallfreðsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og einn af eigendum Olifa. Hér er rætt um líf Emils á Ítalíu og vörurnar sem hann flytur inn til landsins. Spurningin er, hefur Emil lent í ítölsku mafíunni og hver er uppáhalds maturinn hans, kanski Bjúga?
-
Dóra Svavarsdóttir er formaður Slow Food Iceland einnig er hún menntaður landvörður og matreiðslumeistari svo er hún líka kennari í Hótel og Matvælaskóla Kópavogs.
Dóra hefur rekið sinn eigin veitinarstað og veisluþjónustu culina og heldur reglulega matreiðslunámskeið fyrir hópa og einstaklinga, í samstarfi við fagfélög, stéttarfélög, Vakanda, Landvernd og Kvennfélagasamband Íslands. „Eldað úr öllu“ er markmið til að minnka matarsóun, og hefur hún farið fyrir Íslands hönd á Terra Madre á vegum Slow Food Iceland samtakana.
-
Gestur Matmanna í dag er Ívar Örn Hansen einnig þekktur sem Helvítis Kokkurinn. Ívar kom með eldpiparsulturnar sínar og tók Bjart í sultu útgáfuna af "Hot ones". Umræðurnar fóru út um víðan völl allt frá ferðalaginu hans í sjónvarpið til stóru spurningarinnar er pulsa samloka?
-
Þórir er tvöfaldur forseti. Hann er forseti Klúbbs Matreiðslumeistara, ásamt því að vera forseti Nordic Chefs Association.