Episoder
-
Heil og sæl og gleðilegt nýtt ár. Í dag eru fjórir viðmælendur, Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan Jóhannsson, Halli í BK og Svanhvít. Við komum víða við. Afrekssjóður ÍSÍ, landsliðsþjálfaramál karla í fótbolta, enski boltinn og Liverpool-Man.Utd. Ratcliffe eigandi Man.Utd., Bónusdeildin í körfuknattleik, Besta deildin og margt margt fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í síðasta þætti þessa árs eru þrír viðmælendur. Kristinn Kærnested, Einar Jónsson og Þórhallur Dan. Við ræðum um enska boltann, Manchester liðin, United og City og að sjálfsögðu Liverpool svo dæmi séu tekin. Auk þess velja þessir kappar, íþróttamann ársins, lið ársins og þjálfara ársins. Þetta og sitthvað fleira er í þætti dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur hér í þessum þætti. GLEÐILEGT NÝTT ÁR.
-
Mangler du episoder?
-
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og Þórhalli Dan og við ræðum um Víking, landsliðsþjálfaramál, enska boltann og FH-málið ásamt ýmsu fleiru. Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnnunar í körfubolta er í spjalli um Bónusdeildina, landsliðið og við veltum fyrir okkur mörgum atriðum meðal annars fjölda útlendra leikmanna í deildinni. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er svo í spjalli um bikarkeppnina í handbolta og nýfallinn dóm áfrýjunardómsstóls HSÍ ásamt að við förum í landsliðsvaliðið fyrir HM. Í lokin er svo skemmtileg jólasaga. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur. Gleðileg Jól.
-
Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested og við ræðum um enska boltann og þann íslenska og veltum fyrir okkur landsliðþjálfaramálum ásamt fleiru. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta ræðir við mig um bikarkeppni HSÍ, þýska handboltann og svo um EM kvenna ásamt spjalli um íslenska kvennalandsliðið. Svanhvít er á línunni og við tölum um íslenska kvennalandsliðið á EM í fótbolta, enska deildarbikarinn og fleira til. Þórhallur Dan er svo í spjalli þar sem hann var bara í því að segja brandara eða þannig. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Kristni Kærnested. Við tölum um evrópuboltann, Hákon Arnar, Sveindísi Jane, Liverpool og fleira, enska boltann, íslenska boltann og HM í fótbolta. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta er á línunni og við tölum um bikarinn hér heima og kærumál þar og einnig förum við í Olísdeildina og EM kvenna ásamt fleiru. Svanhvít er svo í spjalli um Bónusdeildina í körfubolta, leiki helgarinnar í enska boltanum ásamt HM í fótbolta og sitthvað fleira. Að lokum hringi ég í afmælisbarn dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur. Ég svo minna á BK-tippleikinn okkar fyrir sunnudaginn en þá er það leikur Man.City og Man.Utd. sem þið tippið á Facebook síðu þáttarins, Mín skoðun.
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég fyrst í Kristni Kærnested og við tölum enska boltann, meistaradeildina, Víking í Sambandsdeildinni, KR-völlinn og ég spyr hann að því hvort hann sé að fara að taka við sem formaður KRog ein Krummasaga dettur inn. Víðir Sigurðsson, er í viðtali vegna útgáfu bókarinnar, Íslensk knattspyrna 2024, og við tölum um bókina ásamt því að ég spyr hann tveggja spurngina í lokin. Hver verður ensku meistari og hvernig kemur Íslandi til með að ganga á HM í handbolta? Svanhvít er svo á línunni og við tölum um West Ham og Antonio, bikarkeppnirnar í körfubolta og handbolta, meistaradeildin og Sambandsdeildin í fótbolta og staða Víkings ásamt að tala um Cecelíu Rán Rúnarsdóttur markvörð Inter. Þetta og sitthvað fleira. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Þórhalli Dan og við ræðum um íslenska leikmannamarkaðinn í fótbolta, leikstaðinn hjá Íslandi í Þjóðadeildinni fyrir leikinn gegn Kósóvó og svo enska boltann ásamt ýmsu fleiru. Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handbolta er í spjalli um Olísdeild karla og svo einnig um hugmyndir Einars varðandi kvennalandsliðið og umgjörðina í kringum liðið. Hvernig vill hann sjá þetta í framtíðinni? Svanhvít er svo á línunni um Subway deild karla í körfubolta en óvænt úrslit urðu í gær og svið spáum í leiki kvöldsins ásamt að spá í spilin í enska boltanum og svo einhverjir molar með. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur. Ég vil svo minna á tippleik BK-kjúklings hjá okkur á Facebook varðandi leik Tottenham og Chelsea á sunnudag
-
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Þóroddur Hjaltalín yfirmaður dómaramála KSÍ er á línunni og við tölum um VAR á Íslandi. Er VAR á leiðinni á næstu leiktíð? Kristinn Kærnested spjallar við mig um VAR, enska boltann og fleira til. Svanhvít fer yfir gang mála í körfuboltanum hér heima, Subway deildina, þjálfaraskipti, leikmannaskipti og næstu leiki ásamt því að spá í leikina í enska boltanum. Einar Jónsson þjálfari karlaliðs Fram í handbolta ræðir svo við mig um Olísdeildina og næstu leiki, íslenska kvennalandsliðið á EM og stórleikinn gegn Þýskalandi og einnig um Ómar Inga Magnússon og meiðslin sem hann varð fyrir um helgina. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri ég í fjórum aðilum. Fyrst í Ægi Þór Steinarssyni landsliðsmanni í körfubolta og við tölum um landsliðið og deildina hér heima. Því næst er það Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta. Við ræðum um kvennalandsliðið, Olísdeild karla og svo dóm aganefndar vegna leiks Hauka og ÍBV. Því næst er Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings á línunni frá Armeníu og við tölum um Víkings liðið og allt í kringum evrópukeppnina og ég spyr hann hvort landsliðþjálfara umræðan trufli hann eitthvað. Síðast er svo Svanhvít á línunni, við tölum um meistaradeildina í fótbolta, enska boltann og sitthvað fleira. Njótið og takk fyrir að hlusta og Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag er Guðjón Þórðarson á línunni og við förum yfir lansleikinn gegn Wales og rýnum til gagns. Guðjón segir sína skoðun á hvað er að og margt fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölum aðeins um íslenska landsliðið í fótbolta, sem og enska boltann sem rúllar aftur af stað, íslenska karlalandsliðið í körfubolta sem mætir Ítalíu á föstudag og förum aðeins í handboltann í gær. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og Guðjóni Þórðarsyni og við spáum í leiki Íslands í Þjóðadeildinni gegn Svartfjallalandi og Wales ásamt því að velta fyrir okkur þjálfaramálum hjá landsliðinu og fleira. Svanhvít er svo á línunni og við tölu um körfuboltann hér heima sem og handboltann og förum nokkuð vel yfir þetta allt saman. Við spáum einnig í leiki Íslands í Þjóðdadeildinni og viljum svo minna á Faceebook síðu þáttarins, MÍN SKOÐUN, en þar kemur inn í kvöld spá ykkar fyrir leikinn gegn Svartjallandi. Vinningshafinn fær gjafabréf að upphæð 10.000kr. frá BK-kjúklingi. Takk fyrir að hlusta og takk fyrir BK-Kjúklingur.
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kára Kristjáni Kristjánssyni handboltasnillingi og við ræðum ítarlega um landsliðið okkar og sitthvað fleira. Þá hringi ég í Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfara kvenna í körfuknattleik og þjálfara karlaliðs Tindastóls og við tölum um kvennalandsliðið okkar og aðeins um Bónusdeildina. Þá heyri ég i henni Svanhvíti og við tölu ítarlega um Bónusdeildina og einnig um fréttir og slúður, ásamt nokkrum Krummasögum og fleiru því tengdu í íslenska fótboltanum. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins eru fjórir viðmælendur og mikið fjör. Haraldur Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur í fótboltanum spjalllar við mig um Víking í evrópukeppninni, Grindavík og næsta sumar, evrópuboltann, enska, spænska og ítalska boltann. Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka í handbolta ræðir við mig um landsliðið okkar, Olísdeildina og ferðalag Hauka til Azerbaijan. Pétur Ingvarsson þjálfari Keflavíkur í körfubolta er á línunni um Bónusdeildina, hans lið og deildina ásamt að tala um Wendell Green sem Keflavík lét fara. Þá er Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Íslensk Toppfótbolta á línunni og hann upplýsir okkur um þá fjármuni sem eru að koma í Bestu deildina og einnig hvað Víkingur er að fá í sinn hlut fyrir þessa frábæru frammistöðu Sambandsdeildinni, mjög athyglisvert. Ég er líklega að gleyma einhverju en takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur, besti kjúklingastaður landsins.
-
Í þætti dagsins er komið víða við. Arnar Daði handboltasérfræðingur er á línunni og við ræðum um landsleikinn á morgun á milli Íslands og Bosníu og einnig stöðuna í boltanum hér heima. Ég heyri í Þórhalli Dan og við tölum um meistaradeildina í fótbolta, Víking í Sambandsdeildinni, KSÍ og ráðningar þjálfara og svo tvær Krummasögur. Þá heyri ég í Svanhvíti og við förum ítarlega yfir gang mála í meistaradeildinni ásamt öðrum helstu leikjum í evrópumótunum í vikunni. Þetta og sitthvað fleira í þættir dagsins. Njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins er komið víða við. Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ er á línunni. ÉG hringi í Benedikt Guðmundsson þjálfara Tindastóls í körfuboltanum. Einar Jónsson þjálfari Fram í handbolta karla er svo í viðtali og að lokum heyri ég í Kristni Kærnested sérfræðingi þáttarins. Nóg um að vera, njótið og takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur besti kjúlli landsins.
-
Í þætti dagsins er uppgjör Bestu deildar karla með Kristni Kærnested, Svanhvíti og Þórhalli Dan. Það er nóg um að tala. Einnig er farið í körfuboltann hér heima sem og handboltann og þá einkum í leiki FH og Vals í Evrópudeildinni. Við tölum um hugsanlegan nýjan þjálfara Man.Utd. útnefningu bestu leikmanna heims og svo læðist ein Krummasaga þarna á milli. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera. Viðmælendur eru Kristinn Kærnested, Svanhvít, Guðmundur Torfason formaður Fram og Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings. Það er margt sem er rætt í dag, Besta deildin, Víkingur-Breiðablik, botnbaráttan, Valur eða Stjarnan í 3.sæti. Bónusdeildin í körfubolta, Olísdeildin í handbolta, enski boltinn, El Clasico og svo margt fleira og einni fréttir og slúður. Al Pacino kemur svo við sögu í lok þáttar. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur og ég minni á Mín Skoðun á Facebook. Á morgun verður settur inn BK-tippleikur fyrir leik Víkings og Breiðabliks.
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins eru Kristinn Kærnested, Svanhvít og Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals í handbolta í spjalli hjá mér. Besta deildin og öll stóru atriðin um helgina eru tekin fyrir. Meistaradeildin, Evrópudeildin, Víkingur í Sambandsdeildinni, fréttir og slúður og svo Evrópudeildin í handbolta. Ein lítil Krummasaga læðist þarna innan um líka. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur.
-
Í þætti dagsins er mikið fjör. Svanhvít er á línunni sem og Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar í körfubolta. Þá spjalla ég við Þórhall Dan. Besta deildin fer aftur af stað sem og enski boltinn. Verður Ten Hag rekinn um helgina? Viðar tjáir sig um atvikið í gær í hálfleik í leiknum gegn Grindavík og fleira til. Laugardalsvöllur er til umræðu, Börkur í Val, Olísdeildin í handbolta og margt, margt fleira. Njótið og takk BK-kjúklingur.
-
Heil og sæl og velkomin í þennan aukaþátt þar sem viðtal er við Edvard Börk Edvardsson eða bara Börk í Val. Hann hefur nú ákveðið að láta gott heita sem formaður og er frá og með 21.október hættur eftir 21 ár. Margir titlar, mikil vinna, breyttir tímar, brottrekstrar þjálfara, laun leikmanna, umhverfið í dag og margt fleira er það sem við tölum um. Njótið og takk Börkur. Og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur í þessum þætti.
- Se mer