Episoder
-
Bergrún Ólafsdóttir er gestur minn í þessum þætti hún er verkefnastjóri umhverfis- og samfélagsmála hjá Samkaupum og við ræðum baráttuna við ræðum matarsóun í þessum þætti.
-
Patrik Snær Atlason sem flestir þekkja undir listamanns nafninu Pretty Boi Tjokko er gestur minn í þessum þætti. Við Patrik ræðum allt milli himins og jarðar í þættinum og tilvalið tækifæri að kynnast þessum áhugaverða manni. -
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra er gestur minni í þessum þætti. Við ræðum stöðu Sjálfstæðisflokksins, kosningarnar fram undan, stefnu flokksins, árangur ríkisstjórnarinnar og hvað samstarfið við VG kostaði flokkinn -
Sigmar Guðmundsson er gestur minn í þessum þætti og við ræðum um fíknisjúkdóminn og allar hans skelfilegu hliðar og hvað við erum máttvana andspænis honum. Sigmar vill að við gerum betur sem samfélag í málaflokknum og á sér skoðanabræður víða.
-
Magnús Geórir Þórðarson er gestur minn í þessum þætti. Hann er afreksmaður í rekstri menningarstofnanna. Margverðlaunaður fyrir fleira en eina vídd slíkra starfa og þess vegna mikill fengur að fá að hitta hann og ræða allar þær áskoranir sem fylgja því að stýra menningarstofnun og uppfylla í senn kröfur bókarans, gestsins og gagnrýnandans -
Elísabet Margeirsdóttir drottning utanvegahlaupana á Íslandi og brautryðjandi í svo mörgum þáttum þeirrar íþróttarar er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum þessa íþrótt í sínum víðasta skilningi og þá sérstaklega þetta nýja afbrigði íþróttarinnar sem eru þessi svonefndu bakgarðshlaup -
Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og viðskiptaráðherra er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum allt milli himins og jarðar, Evruna, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Millet úlpurnar og diskóbúrið í Fellahelli. Stórkemmtilegt samtal sem ég mæli með að þið hlustið á.
-
Arna Magnea Danks trans kona og aðalleikkona í kvikmyndinni Ljósvíkingar er gestur minn í þessum þætti. Myndin er komin í bíó, hrífandi og falleg saga um vináttu sem ég hvet ykkur til að sjá. Við ræðum hennar líf og leiðina út úr skápnum og öllu því sem slíkt ferðalag útheimtir af einstaklingnum og þeim sem fara með viðkomandi í það. -
Friðrik Ómar er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum verkefni hans sem tónleikahaldara í sínu víðasta samhengi og sameiginlegt áhugamál okkar beggja, Söngvakeppni Sjónvarpsins og Eurovision í framtíð, fortíð og nútíð.
-
Björn Jörundur Friðbjörnsson er gestur minn í þessum þætti. Þessi frábæri tónlistarmaður og leikari stendur í stórræðum. Árlegir stórtónleikar með Ný Dönsk fram undan í Hörpu og nú er væntanleg í kvikmyndahús kvikmyndin Ljósvíkingar þar sem Björn fer einfaldlega á kostum sem leikari í fallegri sögu sem sögð er af mikilli næmni og fegurð í þeirri mynd -
Birgir Steinn Stefánsson tónlistarmaður er gestur minn í þessum þætti. Hann er einn besti lagahöfundur ungu kynslóðarinnar. Í þættinum ræðir hann í fyrsta sinn opinberlega andleg veikindi sem hann glímdi við undanfarin ár, hann ræðir tónlistina, ný stofnaða fjölskyldu og framtíðina í tónlistinni. -
Gestur minn í þessum þætti er Jón Gunnar Þórðarson frumkvöðull og eigandi "Bara tala”. Hann er lærður í listum og viðskiptum og var á tímabili farsæll leikstjóri en nú stýrir hann Bara tala sem unnið hefur til verðlauna fyrir gagnsemi sína í atvinnulífinu. Við tölum og “Bara tala” og margt fleira áhugavert.
-
Gestur minn í þessum þætti er forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals Útsýnar. Þórunn er með reyndustu stjórnendum í íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað bæði hérna heima og erlendis í áratugi. Þegar hún rýnir til gagns og ræðir um ferðaþjónustu þá er gott að hlusta og læra. -
Tónlistarkonan Emilíana Torrini er gestur minn í þessum þætti. Sem aðdáandi hennar til fjölda ára þótti mér afskaplega gaman að eiga þetta samtal. Emilíana er nýbúin að gefa út stórkostlega plötu sem er byggð á reyfarakenndri ævi Miss Flower vinkonu hennar sem nýlega féll frá. Við ræðum líka lífið í London, lífið hérna heima, lögin og ferilinn sem spannar tæp 30 farsæl ár. -
Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er gestur minn í þessum þætti. Við ræðum um feril hennar fram að framboði, þau þrjú ár sem hún hefur setið á þingi og árið hennar í Dómsmálaráðuneytinu. Við ræðum líka gengi Sjálfstæðisflokksins, hvernig hún sér flokkinn vinna upp fylgið og hvort hún sækist eftir áframhaldandi veru í oddvitasæti flokksins á Suðurlandi.
-
Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi er gestur minn í þessum þætti. Hún er forstjóri Persónuverndar í leyfi og steig fram daginn fyrir páska og tilkynnti framboðið sitt. Í þessum þætti förum yfir erindi hennar til framboðs og stöðuna núna þegar seinni hálfleikur í framboðsvinnunni er að hefjast. -
Una Torfadóttir tónlistarkona er gestur minn í þessum þætti. Ég er vandræðalega mikill aðdáandi hennar og platan hennar nýja er alveg yndisleg á að hlusta. Ég fékk Unu í heimsókn og við ræddum tónlistina, sköpunina og lífið sem hefur hún búið til í kringum listina. -
Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og kafari gekk á dögunum 100 km frá Akranesi til Reykjavíkur með rúmlega tvö hundruð kílóa byrði á eftir sér. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum og til að vekja athygli á starfsemi þeirra. Gangan reyndi gríðarlega á Berg en hann kláraði verkefnið. Í þættinum fer hann yfir aðdragandann og hvað gekk á í hausnum á honum á meðan á göngunni stóð og hvaða þýðingu verkefnið hefur fyrir hann. -
Halla Hrund Logadóttir er hástökkvarinn viku eftir viku í kapphlaupi frambjóðenda til forseta Íslands. Fyrir nokkrum vikum vissi afar fáir hver Halla er en nú keppist þjóðin við að kynna sér hana og ekki seinna vænna því það styttist í kosningar. Hver er þessi kona og hvaðan kemur hún og hvað ætlar hún sér að gera ef hún nær kjöri til embættis Forseta Íslands? -
Tómas J. Knútsson, maðurinn á bak við Bláa herinn, hefur starfað við hreinsun umhverfisins síðustu 29 ár. Hann hefur lengi verið mér og öðrum innblástur í umhverfissmálum. Hann fékk fálkaorðu forseta Íslands fyrir þau störf en er ennþá á fullu. Núna þegar styttist í Stóra plokkdaginn fannst mér tilvalið að fá hann til mín til að ræða þetta magnaða áhugamál okkar félaganna, rusl.
- Se mer