Episoder
-
Þàtturinn er tileinkaður nýjum bókum og voru það Gyða Sigfinnsdóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir sem ræddu fjórar skáldsögur. Guðjón Helgi Ólafsson var alveg sérstakur gestur þáttarins en hann er mikill bókaunnandi og þá einna helst bóka eftir Jón Kalman.
Til umfjöllunar voru glæpasögurnar Sjófugl eftir Egil Ólafsson, Guli kafbáturinn eftir Jón Kalman Stefánsson, Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur.
Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Vangaveltur og ábendingar eru velkomnar á netfangið [email protected] -
Sigríður Hagalín er viðmælandi þáttarins en hún gaf út sína fyrstu bók árið 2016. Það var bókin Eyland sem vakti mikla athygli en síðan þá hafa komið út þrjár skáldsögur eftir Sigríði. Það eru bækurnar Hið heilaga orð, Eldarnir og nú fyrir jólin bókin Hamingja þessa heims.
Í þættinum ræða Gyða og Sigríður m.a. um Ólöfu ríku, drauma og svo margt margt fleira.
Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldum og bókaunnendunum í kringum ykkur!
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Mangler du episoder?
-
Guðrún Brjánsdóttir er viðmælandi þáttarins að þessu sinni. Hún hefur gefið út ljóðabókina Skollaeyru og nóvelluna Sjálfstýringu. Í þessum þætti spjallar hún við Gyðu, m.a. um það að vera skúffuskáld og hvernig það er að reyna fyrir sér sem höfundur.
Sagan sigraði í samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020.
Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldum og bókaunnendunum í kringum ykkur!
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Elísabet Thoroddsen er viðmælandi minn í þessum þætti. Í samstarfi við Bókabeituna gaf hún út sína fyrstu skáldsögu fyrir stuttu. Það er bókin Allt er svart í myrkrinu og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmenna.
Elísabet lærði kvikmyndagerð og hefur lengi skrifað fyrir skúffuna. Hún fór í rithóp og eftir það fóru hjólin að snúast hratt. Þetta og svo margt fleira ræddum við í þættinum.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Þàtturinn er tileinkaður nýútkomnum bókum, en við Gyða Sigfinnsdóttir ræddum nokkrar skáldsögur í jólabókaflóðinu.
Til umfjöllunar voru glæpasögurnar Kyrrþey eftir Arnald Indriðason, Drepsvart hraun eftir Lilju Sigurðardóttur. Auk þeirra ræddum við Saknaðarilm eftir Elísabetu Jökulsdóttur.
Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Vangaveltur og ábendingar eru velkomnar á netfangið [email protected] -
Kristlaug María Sigurðardóttir er betur þekkt sem Kikka. Kikka er leikskólakennari, rithöfundur og eigandi Bókasamlagsins. Hún er nokkuð viss um að hún sé með ADHD en hún hefur afkastað ótrúlega miklu og hikar ekki við að ráðast í verkefni sem heilla hana; eins og t.d. Bókasamlagið.
Kikka fékk eintóm nei þegar hún vildi gefa út Ávaxtakörfuna; hjá bókaútgáfu og leikhúsum en hún lætur ekki menn í áhrifastöðum segja sér hvað virkar og hvað ekki. Hún treystir á sig sjálfa og gerir það sem hún trúir á.
Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Þessi þáttur er tileinkaður barna - og ungmennabókum og í þættinum reifa 4 börn jafnmargar bækur. Það eru þau Skarphéðinn Óli, Bergrún Björk, Kamilla Inga og Ronja. Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri spjallar einnig um nokkrar bækur við Önnu Margréti.
Bækurnar sem voru til umfjöllunar eru Mr. Einsam eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, Rauð viðvörun - Jólin eru á leiðinni eftir Sigrúnu Eldjárn, Nornaseiður eftir Gunnar Theodór Eggertsson, Bannað að eyðileggja eftir Gunnar Helgason, Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur, Meira pönk, meiri hamingja eftir Gerði Kristnýju, Nú er nóg komið eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur og Álfheimar eftir Ármann Jakobsson.
Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Þátturinn er tileinkaður ljóðabókum sem komu út fyrir jólin og hún Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín og við spjölluðum um bækurnar.
Að þessu sinni spjölluðum við um nokkrar ljóðabækur en það voru bækurnar Ég brotna 100% niður eftir Eydísi Blöndal, Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson, Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur, Álfheimar eftir Brynjar Jóhannesson og bókina Koma jól? eftir Hallgrím Helgason og myndskreyting var í höndum Ránar Flyering.
Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Valgerður Ólafsdóttir veltir því fyrir sér að sækja um aðild að Rithöfundasambandi Íslands en hún hefur gefið út kennslubók í sálfræði og bókin Konan hans Sverris kom út fyrir skemmstu.
Konan hans Sverris er saga konu sem fer úr ofbeldisfullu hjónabandi. Sagan er skrifuð sem bréf til eiginmannsins og hvernig eftirsjá samtvinnast þrautseigju og styrk þegar fram líða stundir.
Valgerður segir frá sögunni, ferlinu við að skrifa hana og spjallar um lífið og tilveruna.
Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Gyða og Anna Margrét spjalla um nokkrar nýútkomnar bækur í þættinum. Þær spjalla um þrjár bækur fyrir börn og þrjár nýútkomnar skáldsögur. Bækurnar sem eiga heiðurssess í þættinum eru:
Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal
Drottningin sem kunni allt nema... eftir Gunnar Helgason og Rán Flyering
Olía eftir Svikaskáld
Merking eftir Fríðu Ísberg
Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur.
Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Á ferð minni um landið í sumar var upptökutækið með í för sem kom að góðum notum þegar ég stoppaði á Dalvík. Þar fór ég í heimsókn í Menningarhúsið Berg þar sem hægt er að fara á kaffihús, næla sér í bók í bókasafninu og njóta listar í listasalnum.
Í Bergi hitti ég rithöfundana og skúffuskáldin Katrínu Sif og Klemenz Bjarka sem spjölluðu við mig um skrifin og margt fleira. Villtasti draumur þeirra er að lifa af skrifunum einum saman og það var gaman að heyra af afrekum þeirra, verkum í vinnslu og hvernig er að tengja þetta allt við daglegt líf.
Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Hlín Agnarsdóttir vílaði það ekki fyrir sér að keyra Reykjanesbrautina til að koma til mín í viðtal. Hún bjó einu sinni í Keflavík þegar hún vann sem ritstjóri en list, sköpun og tjáning eru sannarlega hennar ær og kýr.
Hlín hefur skrifað mikið, gefið út, leikstýrt og lifað og hrærst í öllu sem því tengist. Salka Valka hafði gífurleg áhrif á hana og hún kýs að lesa efni sem reynir á hana frekar en afþreyingu. Hlín hefur aðallega kennt leikritaskrif í ritlistarnámi Háskóla Íslands og finnst gífurlega mikilvægt að auka víðsýni nemenda.
Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar alltaf þegar laus stund gefst og hefur gefið út tvær bækur á Amazon. Hann kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og sagði mér frá litríkri ævi sinni, hvernig var að gefa út bók sjálfur og hvernig það er að vera alveg einn við allt ferlið að gefa út bók. Hann ræddi um íslenskuna sem er honum hugleikin, lífið í Bandaríkjunum og hvernig var að koma aftur heim. Tryggvi vinnur að nýrri bók og heldur ótrauður áfram við að skrifa, lesa og læra.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Kristín Ómarsdóttir kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og ræddi um sköpun, að skrifa, lifa og lesa. Hún sagði frá ópraktískum njósnum, innblæstri, dularfullu starfi og svo mörgu fleiru. Fyrsta bókin kom út eftir Kristínu þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hún hefur verið óstöðvandi síðan. Spjallið fer um víðan völl; um ritdóma, gagnrýni, lestur, sjónvarpsáhorf, rútínu og praktík. Undir lokin tekur Kristín að sér hlutverk spyrils og gefur góð ráð.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Björn Halldórsson er viðmælandi minn í þessum fyrsta þætti í þáttaröð númer tvö!
Eftir Björn hafa komið út tvær bækur og hann lifir og hrærist í skrifum og bókum. Bókin STOL kom út í febrúar 2021 og hann sagði frá ferlinu við að skrifa bókina og að hann ætlaði alls ekki að skrifa þessa bók. Björn segir m.a. frá námi sem hann sótti í bókmenntum og ritlist og hvernig það var að koma heim og skrifa á íslensku.
Opinskátt samtal um skrif, bækur, lestur og margt fleira.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Hvað er Lubbi Peace?
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Í þessum tuttugasta þætti, og jafnframt síðasta í þessari fyrstu þáttaröð, ræða Gyða og Anna Margrét um ljóðabækur og bókina Hesta eftir Rán Flyering og Hjörleif Hjartarson.
Bækurnar eru allar upplagðar í sumarlesturinn og myndu sóma sér vel í ferðalagi eða á teppi í lautarferð.
Ljóðabækurnar sem þær ræða um eru bækurnar Spegilsjónir eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur, Havana eftir Maríu Ramos og loks ljóðasafn Kristínar Ómarsdóttur.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Lubbi Peace
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Þátturinn er tileinkaður bókum sem komu út fyrir jólin og hún Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín í spjall.
Að þessu sinni spjölluðum við um Eldana eftir Sigríði Hagalín, Fjarvera þín er myrkur eftir Jón Kalman, Bölvun múmíunnar eftir Ármann Jakobsson, Yfir bænum heima eftir Kristínu Steinsdóttur og (M)Ein eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur.
Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Lilja Sigurðardóttir er glaður glæpasagnaritari sem sekkur sér ofan í viðfangsefnin sem hún skrifar um. Fyrsta bókin eftir hana kom út árið 2009 og síðan þá hefur hún verið óstöðvandi enda er hún kannski næsti Dan Brown. Lilja kom til mín í Lubba Peace og sagði mér frá vinnudeginum og hvað felst í því að skrifa góða glæpasögu.
Hún ætlar að koma í Lubba Peace og vera með glæpasagnanámskeið í mars. Hér fyrir neðan eru hlekkir á frekari upplýsingar og skráningareyðublað:
Nánari upplýsingar um námskeið
Skráningareyðublað
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Lubbi Peace
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Sigurjón Kjartansson hefur verið partur af íslenskri menningu í mörg ár með sínu framlagi í gríni og þungarokki. Hann og Jón Gnarr mynda Tvíhöfða, þeir færðu okkur Fóstbræður ásamt fleirum, Sigurjón er í hljómsveitinni HAM og svo skrifar hann sjónvarpshandrit.
Hann tók á móti mér í RKV studios og sagði mér frá handritsgerð og ferlinu við það að skrifa fyrir sjónvarp.
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Lubbi Peace
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. -
Bókaspjall Önnu Margrétar og Gyðu heldur áfram.
Að þessu sinni ræddum við saman um þrjár mjög ólíkar bækur, en það voru bækurnar; 107 Reykjavík eftir Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur, Strendingar eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og Váboðar eftir Ófeig Sigurðsson.
Ýtið á nafn bókanna til að fá frekari upplýsingar.
Handritasamkeppni Forlagsins - Íslensku barnabókaverðlaunin:
https://www.forlagid.is/um-utgafuna/islensku-barnabokaverdlaunin/
Skúffuskáld á Instagram og Facebook
Sendið póst á netfangið [email protected] með ábendingar og vangaveltur. - Se mer