Episoder
-
Nú þegar Fróði og Sámur hafa orðið viðskila við fylgdarsveina sína liggur þeim mikið á að komast klakklaust á leiðarenda. Þeir vita mest lítið um hvernig fór fyrir hinum sem lögðu með þeim af stað í leiðangurinn en með viljann að vopni og landakort rata þeir vonandi inn að Dyngjunni.
-
Mangler du episoder?
-
Þegar Hobbitanum Fróða áskotnast gullhringur með dulda krafta, þarf hann að taka á honum stóra sínum til að standast töfra hringsins. Hann ákveður ásamt vini sínum Gandálfi að koma hringnum fyrir kattarnef og eyða honum í Dómsdyngju þar sem hann var fyrst búinn til, það er að segja vísa honum aftur til föðurhúsanna. Hann á...
-
Ungur áhættuleikari í Hollywood fær stóra tækifærið sitt og verður stjarna á hvíta tjaldinu. Hann og mótleikkona hans þykjast vera í ástarsambandi til að auka á aðsókn á næstu mynd, en það mun hafa lítið að segja því sú mynd mun vera með tali og mótleikkonan er ekki með sérlega fágaða leikkonurödd.
-
Ung leikkona kemur til Hollywood til að meika það en gengur ekki betur en svo að hún missir vitið þegar ástkona hennar sem er einnig leikkona hættir með henni fyrir ungan og upprennandi leikstjóra.
-
Ed Wood reynir fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri í Hollywood og heldur ótrauður áfram þrátt fyrir margar hindranir og hæfileikaskort. Hann keyrir verkefnin sín áfram á jákvæðni og með hjálp þekkts leikara sem er kominn á aldur og er mikill morfínfíkill en vill þrátt fyrir það taka þátt í myndunum hans Ed.
-
Þegar Andy, eigandi margvíslegra leikfanga, er á leiðinni í háskóla ætlar hann að koma gömlu leikföngunum sínum fyrir uppá háalofti. Þau enda óvart í ruslinu og þurfa svo að koma sér aftur heim, en með stuttri viðkomu á barnadagheimili þar sem bleikur knúsubangsi ræður ríkjum.
-
Ungt og efnilegt par ákveður að leggja leið sína í lítið sumarhús en þar finna þau forna bók sem býr yfir illsku. Þau komast snögglega að því að illskan lifir í öllu umhverfinu en um leið og illskan klófestir annað þeirra eru góð ráð dýr.
-
Í þessum formála og eftirmála af kvikmyndinni Babbi segir sjáum við upprisu og hnig fjölskylduveldisins sem við kynntumst í fyrstu myndinni. Við fylgjumst með Vito Corleone þegar hann kemur fyrst til Bandaríkjanna og ætlar að koma sér upp góðu orðspori í hverfinu. Einnig sjáum við hvernig syni hans Michael tekst til að sjá um fjölskylduarfinn...
-
Höfuð fjölskyldunnar lendir í bráðri lífshættu eftir skotárás og er einnig kominn á aldur svo þá þarf að finna hæfan arftaka í systkinahópnum, sem getur viðhaldið veldinu sem er búið að byggja upp. Af þremur bræðrum kemur einn sterklega til greina, og hann byrjar á að fá vandasamt verkefni í hendurnar.
-
Heldri maður og lánadrottinn er viðskotaillur í samskiptum sínum við starfólkið sitt og raunar allt fólk sem hann umgengst. Á jólanótt er hann svo heimsóttur af draugum sem veita honum nýja sýn á lífið.
-
Eiginmaður og faðir kemst á snoðir um ankannalega skemmtun sem felur í sér mikla nekt, samfarir og grímunotkun, og langar mjög mikið að komast í veisluna án þess að láta eiginkonuna sína vita. Hann hverfur út í nóttina undir því yfirskini að vera að sinna sínum sjúklingum en reynir í staðinn eftir fremsta megni að...
-
Óhandlaginn heimilisfaðir vill halda hin fullkomnu jól með fjölskyldunni sinni, en fær svo inn á heimilið foreldra sína, tengdaforeldra og frænda og fjölskyldu hans, ásamt hundinum þeirra sem er að glíma við mikla sýkingu í ennisholum.
-
Einn auglýsingastofustarfsmaður er að leggja af stað heim til sín fyrir Þakkargjörðarhátíðina til að eyða henni í faðmi fjölskyldunnar sinnar þegar að á vegi hans verður farandsölumaður sem á heldur betur eftir að vera örlagavaldur í hans lífi.
-
Smakkseðill úr þáttum 11 til 15, þessi brot er að finna í umfjöllun um myndirnar Tóti á móti, (My Neighbour Totoro), Hörundsár (Scarface), Olnbogarými (Office Space), Flottar á flótta (Thelma & Louise) og loks Skarkári (Poltergeist).
-
Fátækum og hirðulausum ónytjung er boðið að keppa á móti stærsta hnefaleikakappa Bandaríkjanna og hefur hann fimm vikur til að undirbúa sig. Hann ber í svínsskrokka og hleypur um Philadelphiuborg og eignast kærustu sem stendur við bakið á honum.
-
Franskur kokkur fær athvarf hjá tveimur systrum og unir vel. Hún vinnur svo í frönsku lottói og ákveður að nýta peninginn til að bjóða til alvöru franskrar veislu í smábænum þeirra.
-
Fimm ungmenni sem stúdera gang himintunglanna ætla að kíkja á eyðibýli saman, en gleyma að taka bensín og þurfa að banka uppá í nærliggjandi húsi til að fá aðstoð við það. Þar tekur á móti þeim ófrýnilegur maður sem styttir þeim stundir.
-
Ungur drengur kynnist nágranna sínum sem reynist vera vampíra. Með þeim myndast mikill vinskapur og hjálpar hún honum að klekkja á bekkjabræðrum hans sem hafa verið að gera honum lífið leitt.
-
Á víkingatímum á Vík í Mýrdal, mætir Gestur á svæðið sem hyggur á blóðugar hefndir. Hann egnir öllum gengjum saman og kemur upp á milli fóstbræðra í ofanálag, allt til að hefna foreldra sinna og bjarga systur sinni.
- Se mer