Episoder
-
Í þessum 21. þætti spilastundar er fjallað um hetjur, andhetjur og illmenni, sem og hvernig þessi hugtök hafa áhrif á persónusköpun og val á spunaspili.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Hver er munurinn á góðum og frábærum stjórnanda? Í þessum þætti ræði ég stuttlega hvað ég tel einkenna frábæran stjórnanda í spunaspilum.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Mangler du episoder?
-
Í þessum þætti fjalla ég stuttlega um langhleypu sem ég hef verið að stýra undanfarin ár og hvað ég hef lært af því að stýra henni. Sagan segir frá áhöfn skipsins Sædísar og ævintýrum hennar á Hafi Fallinna Stjarna í Feyrúnu í Gleymdu Ríkjunum.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Það er mikilvægt að bjóða upp á spunaspil þannig að sem flestir geti notið þeirra hérlendis. Því er tekin til umræðu væntanleg þýðing á regluverki D&D sem verður gerð aðgengileg innan skamms.
-
Í þessum þætti fjalla ég aðeins um hvernig hægt er að nota spunaspil í kennslu og hvað ég hef lært af því að kenna spunaspil í grunnskóla í nokkur ár.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Hjalti Nönnuson er meðal okkar reyndustu stjórnenda og hefur löngum stýrt skemmtilegum langhleypum. Við ræddum saman um hvernig sé best að standa því að segja slíkar sögur með leikmönnum.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber
-
Alexandra Briem kíkti í spjall um upplifun hennar af spunaspilum, hvernig þau hafa nýst henni í stjórnmálum sem og hvernig spunaspil hjálpuðu henni að skoða sjálfa sig sem transmanneskju.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Snæbjörn Ragnarsson, meðlimur Svörtu Tungnanna og þungarokkari með meiru, kíkti í heimsókn og ræddum við um spunaspil og þá sérstaklega spunaspilabækur.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber. -
Í þessum þætti ræði ég við Gunnlaug Arnarson en hann hefur hannað og gefið út tvö spunaspil, annars vegar Junkpunk og hins vegar Faith & Fury.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Tinna Halls, spunaspilari og stjórnarmeðlimur í Hlutkesti, kom í spjall. Ræddum við um stjórnun spunaspila, Hlutkesti og GenCon.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber. -
Helgi Már er flestum íslenskum spunaspilurum af góðu kunnur, enda verið viðloðinn spunaspilasenuna í meira en þrjá áratugi. Helgi kíkti í heimsókn og ræddum við um stjórnun spunaspila.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Í þessum þætti er fjallað um spunaspilið Kall Cthulhu, rýnt í heimsmynd spilsins og nýjasta útgáfa kerfisins skoðuð lítillega.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Í þessum þætti er fjallað um D&D heiminn Dark Sun, eða Sortasól, sem hefur um árabil verið með vinsælli heimum þessa fræga spunaspils.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Þessi þáttur er framhald síðasta þáttar, hvar fjallað var um að verða betri stjórnandi. Í þessum þætti er m.a. fjallað um hvernig er hægt að eiga við erfiða leikmenn sem og muninn á sandkössum og lestarteina frásögnum.
Bakgrunnstónlist gerði Cryo Chamber.
-
Hvað þurfa nýir stjórnendur að hafa í huga? Hvernig verður maður betri stjórnandi? Í þessum þætti er fjallað um hlutverk stjórnanda og rætt um hvaða atriði skipta máli þegar kemur að stjórnun hvers kyns spunaspila.
Bakgrunnstónlist var unnin af Cryo Chamber.
-
Í þessum þætti er fjallað hvernig er að vera byrjandi í spunaspilum, byrjendakassa og hlutverk eldri leikmanna gagnvart nýjum. Bakgrunnstónlist var unnin af https://cryochamber.bandcamp.com/https://cryochamber.bandcamp.com/
-
Allt frá árdögum spunaspila hafa leikjahönnuðir, útgáfur og spunaspilarar ástundað hliðvörslu og reynt að gæta þess hverjir fái að taka þátt í þessu skemmtilega áhugamáli. VIð erum hins vegar orðin meðvitaðari í dag um hvað er fólgið í slíkri hliðvörslu og útgáfur hafa einnig lagt sitt af mörkum til að fá fleiri að spilaborðinu.
Bakgrunnstónlist var unnin af Cryo Chamber.
-
Í þessum þætti er fjallað um sögu Star Wars spunaspila og rýnt stuttlega í hin ólíku kerfi sem notuð hafa verið í gegnum tíðina til að endurspegla þann heim, allt frá því að fyrsta Star Wars spunaspilið kom fram til prufuútgáfa sem finna má á netinu í dag.
Bakgrunnstónlist var unnin af Cryo Chamber.
-
Það getur verið gott fyrir stjórnendur að þekkja helstu formgerðir ævintýra sem og kunna skil á nokkrum þáttum góðrar frásagnartækni. Hvað einkennir frásagnir spunaspila og hvernig er frásagnartækni þeirra ólík hefðbundinni frásagnartækni bókmennta?
Bakgrunnstónlist var unnin af Cryo Chamber.
-
Askur Yggdrasils er eina spunaspilið sem hefur komið út á íslensku. Spilið var gefið úr árið 1994 af bókaforlaginu Iðunni og gert af þeim Rúnari Þór og Jóni Helga Þórarinssonum. Hér er fjallað um spunaspilið, kosti þess og galla, sögu og áhrif.
Bakgrunnstónlistin gerð af Cryo Chamber.
- Se mer