Episoder
-
Við heyrum í nokkrum krökkum sem unnu til verðlauna á Sögum verðlaunahátið barnanna sem haldin var 2. júní sl. Viðmælendur: Róbert Gylfi Stefánsson Óli Kaldal Magdalena Andradóttir Daníel Björn Baldursson Einnig heyrum við í Lilju Alfreðsdóttur og Magnúsi Geir Þórðarsyni þar sem þau afhenda verðlaun á Sögum - verðlaunahátíð barnanna. Tónlist: Baby Elephant walk - Henry Mancini Green Onions - Booker T. & the M.G´s Flautuspil úr 4. þætti Nonna og Manna Umsjón: Jóhannes Ólafsson Samsetning: Sigyn Blöndal
-
Mangler du episoder?
-
Jóhannes fer á Árbæjarsafn á sýninguna komdu að leika og skoðar leikföng; bæði gömul og ný. Þar hittir hann Hlín Gylfadóttur sem veit allt um leikföng og 3 hressa krakka sem voru þar í heimsókn. Þau heita Skírnir, Rögnvaldur Óðinn og Karen Birta og eru öll á leikskólanum Fífuborg. Umsjón: Jóhannes Ólafsson Samsetning: Sigyn Blöndal Tónlist: Ég er vinur þinn - Úr teiknimyndinni Toy Story. Bergsveinn Arilíusson og Hreimur Örn Heimisson Leikfangið ljúfa - Ólafur Þórarinsson
-
Í þættinum kemur hún Bergrún Íris Sævarsdóttir til okkar og segir okkur frá nýju bókinni sinni Kennarinn sem hvarf. Hún segir okkur líka frá því hvernig hún fær hugmyndir í sögurnar sínar og segir að það að skrifa sögur er eins og að hoppa á trampólíni! Við heyrum einnig brot úr Sögum - verðlaunahátíð barnanna frá 2018 frá því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands afhenti Guðrúnu Helgadóttur Sögusteininn. Viðmælandi: Bergrún Íris Sævarsdóttir Þáttastjórnandi: Jóhannes Ólafsson Tónlist: Skrímslin í skápnum - Memfismafían Innipúkinn - Memfismafían
-
Við höldum áfram að fræðast um tannlækningar frá hinum ýmsu hliðum. Hvað gera tannlæknar og af hverju eru sumir hræddir við þá? Sérfræðingur: Eva Guðrún Sveinsdóttir, barnatannlæknir Umsjón: Sævar Helgi Bragason
-
Í dag fjöllum við um liti. Við þekkjum litina, gulan, rauðan, grænan, bláan og svo framvegis. Svo eru til ýmis tilbrigði af litunum, dökkgrænt, ljósgrænt, eiturgrænt, grasgrænt og svo mætti lengi telja. En eru til endalaus tilbrigði af litum? Laðast naut í alvöru að rauðu? Og eru sebrahestar hvítir með svartar rendur eða svartir með hvítar rendur? Sérfræðingar: Ari Ólafsson, dósent í tilraunaeðlisfræði Sævar Helgi Bragason Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Við fjöllum um nýja barnabók sem heitir Snúlla finnst gott að vera einn eftir Helen Cova með teikningum eftir Davíð Stefánsson, Helen Cova og Diego Galiano. Eins og nafnið gefur til kynna fjallar bókin um einveruna en markmið bókarinnar er að útskýra muninn á einveru og einmanaleika. Viðmælendur: Helen Cova, höfundur Davíð Stefánsson myndhöfundur Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Fjallað um tannlækningar frá hinum ýmsu hliðum. Hvað gera tannlæknar og af hverju eru sumir hræddir við þá? Sérfræðingur: Eva Guðrún Sveinsdóttir, barnatannlæknir Umsjón: Sævar Helgi Bragason
-
Fjallað er um átak UNICEF, Stöðvum feluleikinn, við fræðumst um þriðja orkupakkann, heyrðum hvað nokkrir hressir krakkar ætla að gera í sumar og segjum frá úthlutun úr Barnamenningarsjóði. Farið er yfir það helsta úr Krakkafréttum vikunnar og það sem var efst á baugi skoðað. Rætt er við reynda fréttamenn og sérfræðinga sem útskýra atburði líðandi stundar. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Fjallað er um uppstigningardag og ýmis orð sem tengjast honum. Við kíkjum líka á æfingu hjá krökkum sem eru að undirbúa Sögur - verðlaunahátíð barnanna og tölum við Sigyn Blöndal um undirbúningsferlið. Sérfræðingur: Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðgjafi RÚV Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Hafsteinn Vilhelmsson hjá UngRÚV segir okkur frá þingi ungmenna sem fer fram 17. júní, sköpunargleði krakka á öllum aldri og úrslitum Verksmiðjunnar. Umsjón: Sævar Helgi Bragason
-
Farið er yfir það helsta úr Krakkafréttum vikunnar og það sem var efst á baugi skoðað. Rætt er við reynda fréttamenn og sérfræðinga sem útskýra atburði líðandi stundar. Í kvöld segjum við meðal annars frá legóbíl í fullri stærð, kynnum okkur fyrirhugaðar tilraunir NASA á Íslandi, skellum okkur í skrúðgöngu á dýradaginn og fjöllum um uppskeruhátíð Verksmiðjunnar. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Í kvöld fjöllum við um alþjóðlega dýradaginn sem var í gær. Dýradeginum var fagnað í fyrsta sinn á Íslandi í gær skrúðganga fór frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn í Laugardal. Dýradagurinn gefur fólki tækifæri til að læra um lífið á jörðinni og umhverfismál. Hugmyndin er fengin frá samtökum líffræðingsins Jane Goodall en hún er þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum. Hún sýnir dýradeginum mikla athygli og stefnir á að vera á dýradeginum á Íslandi næsta vor. Viðmælendur: Ísak Ólafsson Marta Carrasco Rannveig Magnúsdóttir Atli Svavarsson Umsjón: Sævar Helgi Bragason
-
Íslenskir nemendur hafa undanfarna mánuði efnt til loftslagsverkfalla á hverjum föstudegi klukkan 12. Föstudaginn 24. maí verður svo alþjóðlegt loftslagsverkfall um allan heim. En af hverju skrópa nemendur í skólann og efna í loftslagsverkfalla? Ólína Stefánsdóttir, nemandi í Hlíðaskóla og Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segja okkur frá því í þætti kvöldsins. Umsjón: Sævar Helgi Bragason
-
Farið er yfir það helsta úr Krakkafréttum vikunnar og það sem var efst á baugi skoðað. Rætt er við reynda fréttamenn og sérfræðinga sem útskýra atburði líðandi stundar. Við sögðum meðal annars frá furðulegum gervilundum í Hrísey, kynnum okkur hús íslenskra fræða, kíktum á úrslit Eurovision og fengum Krakka-Kiljuna um uppáhaldsbókina Fíasól á flandri. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Í þættinum er fjallað um leiðangur manns niður í dýpstu gjá Jarðar sem er næstum 11 km undir yfirborði sjávar. Þar fundust ekki bara áður óþekktar lífverur, heldur líka plast frá okkur mönnunum. Að auki fjöllum við um nýjar fréttir af tunglinu sem er að skreppa saman og fyrirhuguðum leiðöngrum þangað. Umsjón Sævar Helgi Bragason
-
Farið er yfir það helsta úr Krakkafréttum vikunnar og það sem var efst á baugi skoðað. Rætt er við reynda fréttamenn og sérfræðinga sem útskýra atburði líðandi stundar. Í kvöld sö sögðum við meðal annars frá þegar fólk minntist leikarans sem lék Loðinn eða Chewbacca í Stjörnustríðsmyndunum, fengum Krakka-Kiljuna um Pabba prófessor, kynntum okkur skýrslu um áhrif mannsins á lífríki jarðar og kíktum á úrslit í Skólahreysti. Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Í þessum þætti eins og venjan er á fimmtudögum fjöllum við um sögur. Sögur í allri sinni dýrð. Stórar, smáar, hryllilegar og hressandi. Sögur eru úti um allt. Í dag ætlum við að kynna okkur nýja sjónvarpsþætti sem eru að hefja göngu sína á RÚV og heita einmitt - hvað haldiði! SÖGUR! Fyrsti þáttur er sunnudaginn 12. maí klukkan 17:55. Myndin í rammanum er tekin af tökudegi þáttanna af Ragnari Visage. Sérfræðingur: Sigyn Blöndal Gestir úr Sögum: Lúkas Myrkvi Gunnarsson Sölvi Þór Jörundsson Umsjón: Jóhannes Ólafsson
-
Í þætti kvöldsins verður fjallað um mál málanna, umhverfismál. Rætt er við sérfræðing um ýmsar hliðar á umhverfi og náttúru, bæði góðar og slæmar. Athafnir mannsins ógna náttúrunni og lífinu á jörðinni og rúmlega milljón tegundir dýra og jurta eru í útrýmingarhættu. Það kemur fram í nýrri skýrslu sem gerð var af alþjóðastofnun um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfi sem nefnist IPBES og tilheyrir Sameinuðu þjóðunum. Maðurinn og mikil þörf hans fyrir mat og orku veldur miklu álagi á vistkerfi jarðar og það hefur aldrei verið meira en nú. Það hefur sjaldan verið mikilvægara að hugsa vel um jörðina! Sérfræðingur: Auður Önnu Magnúsdóttir Umsjón: Sævar Helgi Bragason
- Se mer