Spilt
-
Ekki eru allir íslenskir miðaldatextar fornsögur. Í þessum þætti verður skyggnst í heim öðruvísi heimilda, bréfa frá miðöldum sem varðveist hafa og Jón Sigurðsson sjálfur gaf út fyrstur. Gunnlaugur og Ármann ræða við Láru Magnúsardóttur sagnfræðing sem gjörþekkir þessar heimildir. Um leið berst talið að flóknum samskiptum andlegs og veraldlegs valds á 13. öld.
-
Þó að líklega sé enginn miðaldakonungur meira áberandi í nútímamenningunni en Haraldur blátönn urðu örlög hans snautleg samkvæmt Jómsvíkingasögu. Gunnlaugur og Ármann fá í heimsókn Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur og ræða meðal annars langdregna aftöku Jómsvíkinga.
-
Séra Sveinn Valgeirsson kemur í heimsókn í sérstökum jólaþætti þar sem rætt er um muninn á prestsstörfum í borg og landsbyggð, kraftaverk miðalda og jarteinasögur, íslenska dýrlinga, sérgreiðslur til presta, hversu illa Svíar voru liðnir á miðöldum, áhuga Gunnlaugs á Hallmark-bíómyndum og muninn á Lúter og Luther. Einnig um jólasiði í ýmsum löndum, gjafir vitringanna, presta í fjölskyldu Ármanns, setningagerð í guðspjöllunum, útvarpsmessuna á jólunum, Sinterklaas og fylgdarmenn hans, áfengisleysi norrænna jóla, mikilvægi grískukunnáttu, vinsæla playmókarla og að lokum um endurfæðingu Guðs í mannslíki. Aldrei hefur jólalegri hlaðvarpsþáttur litið dagsins ljós.