Episodes

 • Rithöfundurinn og tónlistarmaðurinn Einar Lövdahl Gunnlaugsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi umhverfis fræðingnum Heiðdísi Ingu Hilmarsdóttur.
  Einari er ýmislegt til lista lagt en hefur hann gefið út tvær plötur, samið texta fyrir marga helstu tónlistarmenn landsins og er hann þessa stundina á loka metrunum að skrifa sína fyrstu skáldsögu sem kemur út í mars.
  Heiðdís er menntuð umhverfisfræðingur og vinnur hún þessa stundina hjá krónunni á umhverfissviði.
  Einar og Heiðdís kynntust á jólaballi MR þar sem Einar gaf undanþágu af strangri miðasölu reglu fyrir hana þar sem hún átti afmæli, þau eyddu dágóðum tíma saman á ballinu og hlutirnir gerðust hratt í kjölfarið og hafa þau í raun verið saman allar götur síðan þá og eiga í dag saman tvær dætur.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina, textasmíðina og rithöfundamennskuna, hvar áhuginn kviknaði á umhverfisfræðinni, rómantíkina, húmorinn, fjölskyldulífið og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars frá óheppilegri uppákomu þeirra í leiguíbúð Einars í Svíþjóð.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

 • Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi ráðgjafanum Kjartani Ottósyni.
  Hildur Vala hefur verið fastráðin við Þjóðleikhúsið síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2019 og hefur leikið í hinum ýmsu sýningum á vegum hússins og má þar meðal annars nefna Ronju Ræningjadóttur og mun hún fara með hlutverk Elsu í uppfærsu leikhússins á Frost sem frumsýnt verður í mars.
  Kjartan er menntaður lögfræðingur og flugmaður en starfar hann þessa stundina við fyrirtæjaráðgjöf hjá KPMG.
  Kjartan og Hildur höfðu í gegnum tíðina oft verið á sama tíma á sama stað en þó aldrei leitt hugi saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld í starfsmannapartýi hjá Iceland air, en þar mættust þau á dansgólfinu og hafa í raun verið saman allar götur síðan þá og eiga í dag saman tvær dætur.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um leiklistina og hvernig það er að starfa í Þjóðleikhúsinu, fjölskyldulífið, rómantýkina, húmorinn, tónlistina, deitkvöld og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars af hörðu pringles sem Hildur borðaði sem reyndist síðan vera eitthvað allt annað.


  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

 • Missing episodes?

  Click here to refresh the feed.

 • Fótboltafólkið og blikarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Damir Muminovic mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall nú á dögunum.
  Katrín er búin að spila fótbolta nánast alla sína tíð og hefur leikið fyrir marga stærstu klúbba landsins en má þar nefna meðal annars KR, Þór/KA, Stjörnuna og nú Breiðablik ásamt því að hafa tekið þátt í stórmótum með landsliðinu og ár í atvinnumennskunni í Noregi. Ásamt því að sinna fótboltanum af kappi er hún einnig í vaktavinnu sem Hjúkrunarfræðingur.
  Damir er búinn að standa í hjarta varnarinnar hjá Breiðablik síðan 2013 en er hann uppalinn HKingur. Damir var þó ekki alla tíð viss hvort fótboltalífið hentaði honum alveg og tók hann í raun dágóðan tíma að finna ástríðuna fyrir fótboltanum þegar aðrir hlutir fóru að toga aðeins meira. Í dag er hann þó einn af lykilmönnum Breiðabliks og á stórann þátt í að blikarnir séu að gera það eins gott og raun ber.
  Damir og Katrín vissu lengi vel af hvert öðru en það var þó ekki fyrr en eitt örlagaríkt kvöld að þau matcha á Tinder sem hjólin byrjuðu aðeins að snúast. Þó snerust þau talsvert hraðar hjá Damir en var hann ákveðinn í sinni sök um að Katrín væri konan sem hann vildi. Katrín var þó alltaf á bremsunni og þurfti Damir að spyrja hana í alls 7 skipti hvort hún vildi vera kærastan sín sem síðan gekk að lokum og sjá þau svo sannarlega ekki eftir því í dag.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um fótboltalífið, hvernig það er að spila fyrir sama klúbb og hvort þau finni fyrir einhverjum mun milli deilda, samsetningu fjölskyldunar, rómantíkina, húmorinn og margt fleira ásamt því að fá að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, meðal annars ansi skrautlegt fyrsta stefnumót þar sem foreldrar Damirs koma við sögu.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

 • Þorbjörg Þorvaldsdóttir fyrrum formaður samtakanna 78 mætti til mín í virkilega skemmtilegt og áhugavert spjall ásamt sínum betri helmingi lífeindafræðingum Silju Ýr Leifsdóttur.
  Þorbjörg var eins og áður sagði formaður samtakanna 78 en hefur í dag tekið að sér verkefnastjórnun innan félagsins. Hún er málfræðingur að mennt en dugleg að finna sér eitthvað auka að gera og er núna komin aðeins inn í stjórnmálin.
  Silja er lífeindafræðingur hjá Sameind og er verkefnastjóri yfir klínískri lífeindafræði .
  Það má segja að Þorbjörg og Silja hafi verið undan sinni samtíð en þær kynntust á netinu árið 2008 en lugu að öllum að þær hefði kynnst á Q-bar. Í fyrstu var Silja ekki alveg viss um að hitta einhverja stelpu á netinu en Þorbjörg var ákveðinn og sendi á hana eitt kvöld að hún væri að keyra í hverfinu hennar og bauð henni í ís, sem var að sjálfsögðu lygi og þurfti hún að keyra virkilega hratt til þess að vera trúverðug þegar Silja samþykkti rúntinn. Þær hafa verið saman allar götur síðan og eiga í dag saman tvær stelpur.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um samtökinn og hvernig það er að vinna innan þeirra, baráttumálin og bakslagið sem hefur átt sér stað undanfarin ár, rómantíkina, fjölskyldulífið, ferðalög og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, meðal annars þegar þær þurftu óvænt að sofa undir berum himni í eyðimörk á Indlandi.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Körfuboltamaðurinn Ægir Þór Steinarsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi körfuboltakonunni Heiðrúnu Kristmundsdóttur.
  Ægir hefur verið einn okkar allra besti körfuboltamaður til margra ára en fór hann ungur í atvinnumennsku í körfunni og var hann lengst af á Spáni en einnig í Svíþjóð og Argentínu, þessa dagana spilar Ægir með Stjörnunni ásamt því að vera fastamaður Íslenska landsliðsins.
  Heiðrún er einnig mikið í körfunni en fór hún á námsstyrk til bandaríkjanna þar sem hún spilaði samhliða náminu. Heiðrún hefur þjálfað mikið bæði í meistaraflokki og yngri landslið en situr hún í dag í stjórn KKÍ.
  Ægir og Heiðrún hafa lengi vitað af hvert öðru en var Ægir ungur orðin ástfangin af henni Heiðrúnu. Heiðrún tók þó eitthvað lengri tíma í að átta sig á hlutunum en það var eitt örlagaríkt kvöld á leið heim úr bænum sem hún áttaði sig á Ægir væri nú sennilega bara maðurinn fyrir hana. Einhverju seinna fara þau síðan á stefnumót sem gekk glimrandi vel en daginn eftir stefnumótið fékk Ægir tilboð um atvinnumennsku á Spáni, þau létu það þó ekki stoppa ástina og hófu í raun samband sitt í fjarsambandi. Í dag eru þau gift og eiga saman þrjú börn á aldrinum tveggja og hálfs til fimm ára svo það má segja að það sé nóg að gera hjá þeim.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um körfuboltann, atvinnumennskuna, árin á Spáni, Argentínu ævintýrið, fjölskyldulífið, rómantíkina og margt fleira ásamt því að fá að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars þegar mómentinu sem þau átta sig að þriðja barnið er væntanlegt.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Útvarpslegendið og plötusnúðurinn Heiðar Austmann mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi bókaranum og naglafræðingnum Kolfinnu Guðlaugsdóttur.
  Heiðar ættu flestir að þekkja en hefur rödd hans hljómað í útvörpum landsmanna frá árinu 1998, hvorki meira né minna, en tók hann þá sína fyrstu vakt á FM957 en vann hann þar í heil 18 ár og var hann meðal annars um tíma dagskrárstjóri stöðvarinnar. Í dag hefur hann þó fært sig um set en starfar hann nú á útvarpsstöðinni K100.
  Kolfinna er naglafræðingur að mennt og vann hún sem slíkur í dágóðan tíma áður en mamma hennar náði að snara henni yfir í fjölskyldu businessinn en rekur hún einmitt bókarastofu.
  Heiðar og Kolfinna kynntust fyrst þegar Heiðar ákvað að senda henni skilaboð á Facebook og spurði hana hvort hann mætti bæta henni við sem vini. Hlutirnir fóru þó hægt af stað og kólnuðu samskipti þeirra um tíma þegar Heiðar ætlaði að prófa ákveðna taktík, hann gafst þó upp á henni og sendi henni aftur skilaboð og hafa þau verið saman síðan þá, eru í dag gift og eiga saman einn strák en átti Heiðar tvær stelpur og Kolfinna eina úr fyrri samböndum.
  Í þættinum ræddum við meðal annars langan og skemmtilegan útvarpsferil Heiðars, samsetningu fjölskyldunar, brúðkaupið, bónorðið, rómantíkina og margt fleira, ásamt því að fá að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Kolfinna varð svöng og þreytt á brúðkaupsnóttinni.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Fatahönnuðurinn, frumkvöðullinn og verslunareigandinn Katla Hreiðarsdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi alt muligt manninum Hauki Unnari Þorkelssyni.
  Katla hefur undanfarin ár verið að slá í gegn í fatahönnunnar heiminum en árið 2008 stofnaði hún vörulínuna Volcano design sem vatt upp á sig og er hún nú að sjá um rekstur á búðinni Systur og Makar, rekur sumarhúsaleigu og sér um rekstur á veislusal.
  Haukur hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina en starfar þessa stundina með Kötlu í öllum þessum rekstri ásamt því að reka verktakafyrirtæki með bróður Kötlu.
  Katla og Haukur hittust fyrst þegar Haukur mætti til hennar í búðina með blómvönd, kakó og hálsbrjóstsykur þar sem Katla hafði talað um að hún væri eitthvað slöpp. Katla var efins um að haukur væri mögulega aðeins of væminn fyrir sig. Það virtist þó ekki hafa áhrif og voru hlutirnir fljótir að gerast hjá þeim en eru þau í dag gift með fjögur börn en fylgdu tvö af þeim fylgdu Hauki úr fyrra sambandi.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um búðina þeirra og hvernig það ævintýri hófst allt saman, hvar áhugi Kötlu kviknaði á fatahönnun, hvernig það var að sameina fjölskylduna, brúðkaupið, rómantíkina húmorinn og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar það varð ansi óheppilegt slys á ferðalagi þeirra um England nú fyrir skemmstu

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn og umboðsmaðurinn Birgitta Líf Björnsdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi sjómanninum og þúsundþjalasmiðnum Enok Jónssyni.
  Birgitta hefur verið áberandi í íslensku samfélagi til fjölda ára en er hún einn stærsti áhrifavaldur landsins. Ásamt því starfar hún einnig sem markaðsstjóri í fjölskyldufyrirtækinu World Class á milli þess sem hún sér um umboðsstörf fyrir Pretty boy chokko en eins og það sé ekki nóg er hún líka að gefa út aðra seríu af þáttunum LXS sem sýndir verða á stöð 2 og fara þeir í loftið núna 6. september næstkomandi.
  Enok er sannkallaður þúsundþjalasmiður en hefur undanfarið verið að skella sér á sjóinn og kann hann mjög vel við það. Á milli þess sem hann vinnur á sjónum vinnur hann í allskyns iðnaði og er þessa stundina að hjálpa til við stækkun á World Class stöðinni á Selfossi.
  Birgitta man fyrst eftir að sjá Enok þegar hann var að halda upp á tvítugs afmælið sitt á skemmtistaðnum hennar Bankastræti Club en minntist þess þó að hafa áður þurft að hafa afskipti af honum fyrir alls kyns uppákomur inn á þeim stað. Það var þó ekki fyrr en töluvert síðar að Enok vissi af því að hún væri í góðra vina hópi og snýkti sig inn í þá samkomu og hafa þau ekki verið í sundur síðan og eiga í dag von á sínu fyrsta barni.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um áhrifavalda mennskuna og hvernig það er að vera mikið á milli tannanna á fólki, hvernig það er að díla við neikvæð komment, sjómennskuna, óléttuna, athyglina, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum meðal annars frá raunverulegu augnarblikinu sem þau hittust fyrst.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Vörumerkjastjórinn, bloggarinn og áhrifavaldurinn Erna Hrund Hermannsdóttir kíkti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi hlauparanum og píparanum Jóni Kristófer Sturlusyni.
  Erna Hrund er þessa stundina vörumerkjastjóri Snyrti og sérvara hjá Danól, dóttur fyrirtæki ölgerðarinnar, en er hún einmitt menntuð í markaðsmálum og förðunarfræði og á því þessi staða einstaklega vel við hana. Erna hefur í gegnum tíðina verið áberandi í íslensku samfélagi og er hún ófeimin við að opna sig um allskyns persónuleg málefni en var hún einmitt einn bloggara trendnet, þar sem hún talaði bæði mikið um tísku og persónulegar upplifanir af ýmsu tagi.
  Jón eða Jonni eins og hann er alltaf kallaður er í dag einn okkar fremsti langhlaupari en átti hann til að mynda þriðja besta tímann í Reykjavíkurmaraþoninu nú á dögunum og stefnir hann hátt í hlaupa heiminum. Ásamt því að hlaupa er hann að klára píparann en vinnur hann samhliða náminu í pípulögnum.
  Erna og Jonni sáust fyrst á göngum ölgerðarinnar en voru þau einmitt bæði að vinna þar um tíma. Ernu fannst hann heillandi og vildi svo til að þau mötsuðu einmitt á Tinder. Hlutirnir fóru þó hægt af stað hjá þeim og var í raun ekki fyrr en á jólahlaðborði töluvert seinna að hjólin fóru að snúast hjá þeim og hafa þau hvorug litið um öxl síðan og eiga í dag saman eina stelpu en átti Erna tvo stráka úr fyrra sambandi.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um Bloggheiminn og ákvörðunina um að hætta reglulegum skrifum þar, samsetningu fjölskyldunar og hvernig það var fyrir Jonna að koma inn í stjúpföður hlutverkið, hlaupin, sambandi, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Erna klaufaðist hressilega í byrjun deit tímabilsins.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Fótboltakonan og næringafræðingurinn Elísa Viðarsdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi fótboltamanninum og dönsku kennaranum Rasmus Christiansen.
  Elísa spilar þessa stundina með Val en sitja þær einmitt í efsta sæti Bestu deildarinnar og virðist fátt benda til þess að það muni eitthvað breytast. Elísa er einnig fastamaður í Íslenska landsliðinu í fótbolta og mikil fyrirmynd. Fyrir utan fótboltann er Elísa næringarfræðingur hjá Heil heilsustofnun og vinnur einnig sem slíkur hjá Feel Iceland svo það er nóg að gera.
  Rasmus hefur komið víða við á fótbolta ferli sínum hér á landi en hann kom ungur til landsins frá Danmörku og byrjaði að spila fyrir ÍBV. Rasmus var þó lengst af í Val en er hann í dag að vinna hörðum höndum að því að koma Aftureldingu í fyrsta skipti í efstu deild karla á Íslandi. Rasmus starfar einnig sem kennari í Hagaskóla en kennir hann að sjálfsögðu dönsku við skólann.
  Rasmus og Elísa kynntust fyrst þegar Rasmus var að stíga sín fyrstu skref í boltanum hérna heima, þá í ÍBV, en var Elísa einmitt líka að ryðja sér til rúms í sama liði kvenna meginn enda ættuð úr Eyjum. Þau urðu fljótt miklir vinir og héngu mikið saman, hvort sem það var í kringum boltann eða á rúntinum um bæjinn. Það tók þau þó töluvert langann tíma að festa ráð sitt en voru þau bæði mjög fókuseruð á fótboltann og vildu síður festa sig í einhverju sem gæti skemmt fyrir því. Þau gáfust þó upp þegar þau bjuggu í sitthvoru landinu stuttu seinna og áttuðu sig á því að þau ættu bara að vera par og hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga í dag eina dóttur.
  Í þættinum ræddum við fótboltann, ferilinn, landsliðið, hvernig það er að sameina boltann og fjölskyldu, utanlandsferðir, rómantíkina og vináttuna, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Elísa lét mömmu sína prjóna á hann ullarpeysu furðu snemma.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Leiklistar Akademían - https://www.sportabler.com/shop/tonlistarfelagarbaejar

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Leikkonan, nándarþjálfarinn og hlaðvarpsnýstyrnið Kristín Lea Sigríðardóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Casting directornum Vigfúsi Þormari Gunnarssyni.
  Kristín Lea gaf nýverið út fyrstu seríuna af hlaðvarpinu Morðsál sem hefur notið gríðarlegra vinsælda en fjallar hún þar um íslensk morðmál. Kristín er nýhætt sem flugfreyja fyrir Play en ásamt hlaðvarpinu vinnur hún mikið í kringum kvikmyndaframleiðslu ýmist sem leikkona, leikþjálfari eða nándarþjálfari.
  Vigfús er eigandi fyrirtækisins Dorway Casting, en stofnaði hann það fyrirtæki ásamt Kristínu 2018. Vigfús sér þar um að raða leikurum í hlutverk fyrir hin ýmsu tilefni, hvort sem það er í kvimyndir eða auglýsingar. Áður hafði hann lært leiklist og byrjaði strax eftir útskrift í kvikmyndaskólanum að vinna í kringum kvikmyndaiðnaðinn og fann sinn sess í casting og hefur ekki litið til baka síðan.
  Kristín og Vigfús kynntust í kvikmyndaskólanum þar sem þau voru bæði að læra leiklist en tók það Kristínu dágóðan tíma að gera Vigfúsi það ljóst að hún væri eitthvað skotin í honum. Eftir þó nokkuð mörg skilaboð áttaði hann sig loksins á því hvernig var í pottinn búið og hafa þau verið saman allar götur síðan og eru í dag gift með tvo stráka og hvolp.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um hlaðvarpið og hvernig hugmyndin af því kviknaði, kvikmyndabransann, hvernig það er að vinna náið með makanum sínum, rómantíkina, húmorinn og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Vigfús var ekki alveg með hlutina á hreinu þegar það kom að ruslaferð eftir sumarbústaðadvöl.


  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Leikkonan og langhlauparinn María Thelma Smáradóttir mætti til mín í stórskemmtilegt og einlægt spjall ásamt sínum betri helmingi boxaranum, Íþrótta og viðskiptafræðingnum Steinari Thors.
  María er leikkona að mennt og hefur unnið fjölbreytt verkefni innan þess geira en fyrsta verkefnið hennar var að stærri gerðinni þar sem hún lék eitt tveggja hlutverka í myndinni Arctic á móti leikaranum Mads Mikkelssen. Þar fyrir utan hefur hún leikið í mörgum íslenskum þáttaröðum sem og starfað við Þjóðleikhúsið en mun hún einmitt stíga þar á svið á næsta leikári.
  Steinar er íþróttafræðingur að mennt en var hann um langt skeið yfirþjálfari Mjölnis en var hann einmitt einn fremsti boxari landsins um á sínum tíma. Í dag vinnur hann hjá sprotafyrirtækinu Straumi ásamt því að stunda meistaranám í viðskiptafræði.
  Bæði vinna þau svo hörðum höndum í framkvæmdum en eru þau þessa stundina að koma íbúð sinni í stand.
  María og Steinar hafa ólíka sýn á þeirra fyrstu kynnum en höfðu leiðir þeirra legið saman af og til í gegnum tíðina bæði í kringum líkamsrækt en svo einnig á kvikmyndasetti en var Steinar áhættuleikari í seríu sem María var að leika í. Það var svo eitt kvöldið að María laumaðist inná Tinder og sá Steinar þar og ákvað hún þá og þegar að þessum manni ætlaði hún að giftast. Hún sendi honum skilaboð og fóru þau að deita í kjölfarið. Eftir langt deittímabil og smá hikst náðu þau svo að stilla strengi sína og hafa þau verið saman allar götur síðan, eru trúlofuð og spennandi tímar framundan.
  Í þættinum ræddum við meðal annars framkvæmdirnar og málamiðlanir, lífið í leiklistinni og hvernig það var að fá svona stórt verkefni í byrjun ferilsins, boxið og viðskiptalífið, snilldina við sambandsráðgjöf, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar María strauk Steinari í svefn í upphafi sambandsins.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Leikaraparið og listafólkið Aldís Amah Hamilton og Kolbeinn Arnbjörnsson tóku sér frí frá góða veðrinu og mættu til mín í stórskemmtilegt og einlægt spjall yfir rjúkandi heitum bolla.
  Aldís hefur verið áberandi á skjám landsmanna undanfarin misseri en leikur hún meðal annars aðalhlutverk sjónvarpsþáttanna Svörtu sanda en skrifaði hún einnig handritið á þeirri þáttaröð. Fyrir utan það hefur hún sést á í þáttum og bíómyndum og sem dæmi má nefna Netflix þættina Kötlu.
  Kolbeinn er einnig leikari og hefur hann mikið unnið innan sjálfstæðu leikhússenunar en hefur líkt og Aldís sést meira á skjám landsmanna undanfarið.
  Aldís og Kolbeinn kynntust fyrst við gerð sjónvarpsþáttanna Svörtu sanda en léku þau einmitt bæði burðarhlutverk í þeim þáttum. Hjólin fóru þó ekki að snúast fyrr en í lokapartýinu en voru þau þó ekkert að flýta sér að hlutunum. Það flækti málin örlítið að þau bjuggu ekki í sama sveitarfélagi en búa þau í dag saman í Reykjavík með einn hund en átti Kolbeinn einnig tvær dætur úr fyrra sambandi.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um samskipti og áhuga þeirra beggja á sambandinu, leiklistina og hvernig áhugi þeirra kviknaði á henni, rómantíkina, húmorinn og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars ansi fallega sögu af fyrstu kynnum Aldísar við dætur Kolbeins.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Fjöllistamaðurinn, skemmtikrafturinn og töframaðurinn Lárus Blöndal Guðjónsson mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi viðskiptafræðingum Heiðrúnu Örnu Friðriksdóttur.
  Lárus eða Lalli eins og hann er alltaf kallaður þekkja flestir undir listamannsnafninu Lalli töframaður en hann er einstaklega fjölhæfur skemmtikraftur og einmitt best þekktur fyrir töframennskuna, fyrir utan hana hefur hann meðal annars gefið út plötu, skrifað bók og komið fram við ýmis tækifæri.
  Heiðrún er viðskiptafræðingur að mennt og starfar í dag sem aðstoðarmaður fjármálastjóra hjá fyrirtækinu Controlant en hefur hún einnig fengist við viðburðarstýringu og verkefnastjóri hjá Siðmennt.
  Lalli og Heiðrún kynntust á nútímalegann hátt í gegnum Tinder, en fóru hlutirnir rólega af stað en má segja að hjólin hafi farið að snúast fyrir einhverri alvöru þegar Heiðrún plataði hann með sem fararstjóra í verkefni sem hún var að viðburðastýra. Lalli átti þó í einhverjum smá vandræðum með að festa ráð sitt og þurfti að kæla hlutina aðeins til þess að átta sig, en hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga í dag saman tvo stráka en átti Heiðrún tvö börn fyrir.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um töframennskuna og hvar áhuginn fyrir henni kviknaði, skemmtanabransann, bæði brúðkaupin þeirra, rómantíkina, húmorinn og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar þau urðu vitni af ansi klaufalegum atburði á nektarströnd í Sitges.


  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Listamennirnir, leikararnir og leikstjórarnir Hannes Óli Ágústsson og hans betri helmingur Aðalbjörg Árnadóttir mættu til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitu kaffi.
  Hannes Óli hefur slegið rækilega í gegn bæði sem frábær eftirherma Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu og svo í hollywood sem jaja ding dong gaurinn. Hann hefur komið víða við á fjölum leikhúsanna og er hann þessa stundina að kenna við Listaháskóla Íslands.
  Aðalbjörg hefur einnig gert það gott sem leikkona í gegnum tíðina en hefur hún líka mikið fengist við leikstjórn. Hún vinnur mikið innan sjálfstæðu senunar en hefur einnig leikstýrt leiksýningum í öllum helstu leikhúsum Íslands.
  Hannes og Aðalbjörg sáust fyrst í framhaldsskóla þar sem þau voru mikið í kringum sama fólkið og mættu mikið í sömu partýin. Árin liðu og voru þau bæði mætt í Listaháskólann og Aðalbjörg mjög fókuseruð að finna konu handa Hannesi, það var ekki fyrr en vinkona hennar spurði hana hreint út “hvað með þig?” að aðalbjörg hafði samband við Hannes og þau detta í skemmtistaðasleik og var þá ekki aftur snúið, síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga í dag saman eitt barn.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um lífið í listinni, Jaja ding dong ævintýrið og hvernig það hlutverk óx í höndunum á Hannesi, rómantýkina, tengingu þeirra við lansbyggðina, fjölskyldulífið og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir mætti til mín í einlægt og stórskemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Sigtryggi Magnasyni.
  Svandís hefur vakið mikla athygli undanfarinn misseri fyrir stórkostlegan leik sinn í þáttunum Aftureldingu, þar sem gamall handbolta bakgrunnur hennar kom sér heldur betur að góðum notum. Svandís hefur einnig unnið mikið hjá þjóðleikhúsinu en er einmitt hægt að sjá hana á sviði í sýningunni til hamingju með að vera mannleg.
  Sigtryggur hefur brallað ýmislegt í gegnum tíðina en hefur hann meðal annars skrifað leikrit, unnið í blaðamennsku, hjá auglýsingaskrifstofum og mæti lengi telja. Þessa stundina vinnur hann sem aðstoðarmaður hjá innviðaráðuneytinu en hefur hann unnið í kringum pólitík af og til síðan 2009.
  Svandís og Sigtryggur kynntust fyrst í gegnum listina en var Sigtryggur fenginn til þess að skrifa leikrit fyrir útskriftarárgang Svandísar í listaháskólanum. Þau fundu snemma að þau ættu vel saman en var það ekki fyrr en á tónlistarhátíðinni Lunganu sem rómantíkinn kviknaði og hafa þau verið saman allar götur síðan, eru gift og eiga saman einn strák en átti Sigtryggur þrjú börn úr fyrra sambandi.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um leikhúsið og leiklistina, hestamennskuna, rómantíkina, húmorinn, hvernig það var að verða stjúpmamma og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Sigtryggur þurfti að endurtaka bónorð sitt oftar en flestir.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Fótbolta og tónlistarmaðurinn Guðmundur Þórarinsson eða Gummi Tóta eins og hann er betur þekktur mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum Betri helmingi verkfræðingnum Guðbjörgu Ósk Einarsdóttur.
  Gummi hefur verið atvinnumaður í fótbolta undanfarin tíu ár og hefur spilað víða á sínum ferli og meðal annars unnið titla með liði sínu New York City en spilar hann í dag í Grikklandi. Ásamt því að vera fótboltamaður er Gummi einnig áberandi í popp menningu Íslands en hefur hann samið hvern slagarann á fætur öðrum og fáir íslendingar sem ekki geta tekið undir lagið hans Sumargleðin.
  Guðbjörg er Njarðvíkingur í húð og hár og eins og margir sem koma þaðan er körfubolti stór hluti af hennar uppvaxtarárum, hún sagði þó skilið við körfuna og er hún í dag í fjarnámi í Verkefnastjórnun eftir að hafa klárað viðskiptaverkfræði.
  Gummi og Guðbjörg kynntust eins og margir í nútíma samfélagi í gegnum samfélagsmiðla en það náði þó aldrei neitt langt fyrsta árið. Ári síðar hittust þau á tómum Keflarvíkurflugvelli í Covid hámarki sem hlaut bara að vera einhver að segja þeim að þau ættu að gera eitthvað meira úr þessu og hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga í dag saman eina litla stelpu.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um lífið í fótboltanum, hvernig það er að búa í Grikklandi, hvernig það er fyrir Guðbjörgu að koma sér inn í lífið á Krít, rómantíkina, húmorinn og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Guðbjörg var illa á sig komin á Brooklyn bridge.

  Þátturinn er í boði:

  Góu - http://www.goa.is/

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Leikarinn, leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi landslagsarkitektúrnum Heiðu Aðalsteinsdóttlur.
  Guðmundur eða Gummi eins og hann er oftast kallaður hefur komið víða við á sviði leiklistarinnar en var hann um langt skeið leikhússtjóri Tjarnabíós. Hann hefur undanfarið verið áberandi bæði hérlendis sem og erlendis í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en er hann þessa dagana að leika í sínum öðrum tölvuleik en fór hann með stórt hlutverk í tölvuleiknum Assassin's creed.
  Heiða er landslagsarkitekt að mennt en er hún þessa dagana að sinna stefnumótandi stjórnun og umsjón með skipulagi og umhverfismati á starfssvæðum Carbfix, en eru þau að gera virkilega áhugaverða hluti sem hún fór aðeins í í þættinum.
  Gummi og Heiða kynntust fyrst þegar Gummi var að kenna á leiklistarnámskeiði í sveitinni þar sem hann er uppalin, en hafði Heiða skráð sig á námskeiðið í ákveðnu hugsunarleysi. Þegar hún mætti í fyrsta tíman sá hún svo Gumma og heillaðist alveg um leið. Gummi hafði nýverið hætt í erfiðu sambandi og var því ekki að leita að ástinni en var eitthvað við Heiðu sem dró hann inn og hafa þau verið saman allt frá þeirra fyrsta stefnumóti og eru í dag gift með tvo stráka.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um leiklistina og hvernig það er að leika í tölvuleik, áhugann á íslenskri náttúru, ADHD sem þau glíma bæði við, erfiða leið þeirra við að eignast sitt annað barn, rómantíkina, tilfinningar, húmorinn og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð meðal annars þegar Heiða fór mannavillt á ansi skrautlegann hátt.

  Þátturinn er í boði:

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Hlaðvarps stjörnurnar og drauga sérfræðingarnir Stefán John Stefánsson og Katrín Bjarkadóttir mættu til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall nú á dögunum.
  Katrín og Stefán byrjuðu árið 2020 með podcast þáttinn Draugasögur og hefur verið vægast sagt brjálað að gera hjá þeim í hlaðvarpsframleiðslu en gefa þau út samtals þrjá podcastþætti, Draugasögur, Sannar íslenskar draugasögur og Mystík. En hafa þau bæði brennandi áhuga á yfirnáttúrulegum málefnum.
  Stefán og Katrín kynntust fyrst þegar Stefán sendi Katrínu fyrirspurn um að koma í nokkurs konar samstarf við sig fyrir fatalínu sem hann var að framleiða og selja. Þau eyddu miklum tíma tvö saman í fundi og annað slíkt og fundu fljótt að þau væru bara nokkuð skotin í hvort öðru og gerðust hlutirnir hratt hjá þeim í kjölfarið, enda bæði á þeim stað að nenna ekki einhverjum leikjum.
  Í dag eru þau gift og eiga samtals fjögur börn sem öll fylgdu þeim úr fyrri samböndum.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um hlaðvarpið og hvernig það ævintýri hófst allt saman, næmni Katrínar sem hún erfði frá móður sinni, draugaransóknarleiðangra sem þau stunda, fjölskyldulífið, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambands tíð þar á meðal ansi óhefðbundum brúðkaupsdegi.

  Þátturinn er í boði:

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi alhliða markaðs manninum Hermanni Sigurðssyni.
  Þórdís er búin að fylgja þjóðinni heim úr vinnunni undanfarin fjögur ár en er hún einn þáttastjórnanda Reykjavík síðdegis á bylgjunni ásamt því er hún einnig að gera innslög fyrir Ísland í dag auk allskonar sjónvarps og útvarps tengdum verkefnum.
  Hermann sér um markaðsmálin hjá Artasan en hefur hann einmitt komið víða við í markaðsmálum og er aldeilis ekki við eina fjölina felldur þegar það kemur að þeim.
  Þórdís og Hermann kynntust fyrst þegar Hermann addaði henni á instagram og og fundu þau strax að þau ættu heilmarkt sameiginlegt. Þau áttuðu sig fljótt að þau væru nú alveg eitthvað smá skotin. Hermann reið svo á vaðið og bauð Þórdísi í fjallgöngu en var þó alveg harður á því að hann væri ekki að fara á stefnumót, þó Þórdís hafi vissulega verið á öðru máli.
  Síðan þá hafa þau verið saman en eiga þau samtals fimm börn úr öðrum samböndum.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um stóra samsetta fjölskyldu og hvernig það gekk hjá þeim að sameina krakkaskarann, vikurnar þeirra saman og í sundur, hvar áhugi Þórdísar kviknaði á fjölmiðlamennsku, rómantíkina, fjallamennskuna, ferðalög og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar plan Þórdísar um að koma Hermanni á óvart með Parísarferð fór aðeins á annan hátt en planað var.

  Þátturinn er í boði:

  RÓ-CBD - https://www.rocbd.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Augað - https://www.augad.is/