Episódios
-
Eyvör hleypir netöryggisstyrk af stokkunum! Allt að 9 milljónir í styrk og 80% verkefnis fjármagnað – umsóknarfrestur til 1. Október 2024.
Daði Gunnarsson sérfræðingur hjá Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu og verkefnastjóri Eyvarar og Eyjólfur Eyfells sérfræðingur hjá Rannís og umsjónarmaður Netöryggisstyrkja komu í heimsókn til að ræða málin.
Förum yfir tilhögun styrkjanna og þau skilyrði og áherslur sem þar liggja að baki.
Kynnumst Eyvöru sem er NCC (National cooperation Center) í netöryggi á Íslandi og hluti af neti slíkra setra í Evrópu.
Ákaflega fróðlegur þáttur um það sem er að gerast í netöryggismálum á Íslandi og hvernig Evrópa hyggst bæta stöðu sína í málaflokknum.
Hlustiði!
www.audna.is - www.edih.is
-
Ólafur Magnússon tæknistjóri Nova sest með okkur og ræðir stöðuna á fjarskiptamarkaði með tilliti til þráðlausra tenginga.
Hvað er 5,5G og af hverju eru ekki fundin betri nöfn á þráðlausum stöðlum og hvað eigum við að gera með tífalldan hraða?
Verður sett þjónustustig á netið? Munum við þurfa að borga meira fyrir meiri hraða og minna fyrir lakari gæði?
Þurfum við ljósleiðara?
Þróunin er að opna á ýmis nýsköpunartækifæri til dæmis þráðlausar beinar útsendingar af viðburðum. Sjá dæmi hér: https://www.ericsson.com/en/press-releases/3/2024/ericsson-3-denmark-tv-2-and-sony-kick-off-new-era-of-live-sports-broadcasting
Hlustiði!
www.audna.is - www.edih.is
-
Estão a faltar episódios?
-
Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum!
Freyr Karlson stofnandi Heilsutækniklasans mætti í settið í Grósku og ræddi við Sverri Geirdal um tækifærin og áskoranirnar sem blasa við í heilsugeiranum.
Eina leiðin til að ná einhversskonar tökum á geiranum er að stunda Nýsköpun. Það er eina leiðin framávið.
Freyr ræðir um innri nýsköpun, ytri nýsköpun, stefnur og strategíur. Hvernig kerfið þarf á hjálp að halda til að kynna og innleiða breytingar.
Svo förum við að sjálfsögðu yfir Heilsutækniklasann og lausnamótið sem er framundan.
Hlustiði!
www.audna.is - www.edih.is
-
Gervigreindin á hug okkar allann. Í þessum þætti fær Sverrir Geirdal Láru Herborgu Ólafsdóttur lögmann og eiganda hjá LEX í heimsókn.
Regluverkið! Er ástæða til að setja reglur um gervigreindina? Hver myndi þá gera það og af hverju?
Við förum yfir málið og fáum stöðuna hjá Láru. Við förum yfir regluverkið sem Evrópusambandið er búið að samþykkja, eftir víðtækt samráð við Evrópuráðið og löndin sem mynda sambandið..
Fyrir hverja er regluverkið? Hvað er verið að tryggja/vernda með því?
Hvað verður bannað og hvað má? Hver ákveður og hver verða viðurlögin?
Af hverju eru ekki til reglur in Internetið? Um samfélagsmiðlana?
Hvað höfum við lært?
Þetta og allskonar meira í þætti 27!
Hlustiði!
www.audna.is - www.edih.is
-
Sverrir Geirdal heldur áfram að fjalla um gervigreind, stafræna nýsköpun undir hatti EDIH. Að þessu sinni tekur hann á móti Dr. Páli Rafnar Þorsteinssyni verkefnastjóra hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til að ræða mál málanna, Gervigreind og siðfræði.
Er gervigreind mannleg greind? Ef ekki er henni þá treystandi, út frá siðfræði, að takast á við verkefni sem kallar á mannlega greind?
Er gervigreind annarskonar greind, sem hefur kosti umfram mannlega greind, t.d. hraða og aðgang að ógrynni upplýsinga og er þá hrein viðbót við mannlega greind?
Þurfum við regluverk um gervigreind? Við þurftum ekkert regluverk um Internetið á sínum tíma. Eða var það kannski feill, hefðum við einmitt átt að setja reglur um Internetið. Hefðum við þá getað afstýrt allskonar óværu sem á okkur herjar núna, eins og falsfréttum? Óæskileg áhrif samfélagsmiðla og svo framvegis.
Mjög fróðleg og skemmtileg umræða um eitt stærsta álitamál samtímans – Gervigreindina!
Góða skemmtun
www.audna.is - www.edih.is
-
Róbert Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúar.ses fræðir okkur um gervigreind.
Umfjöllun þessa þáttar er í anda EDIH, eða Miðstöðvar stafrænnar nýsköpunar - Hvað er gervigreind? Forrit með töfradufti? Hvaðan koma töfrarnir? En gögnin eru þau góð og hver ákveður og stjórnar?
Mættum með 5 verkefni daglegs lífs sem við sjáum fyrir okkur að gervigreind gæti hjálpað okkur með.
Missum okkur svo í restina yfir fréttum vikunnar um að Íslenska verði annað tungumál ChatGPT. Ótrúlegar fréttir og frábærar!
Góða skemmtun
www.audna.is - www.edih.is
-
Framtíðin mætti í settið til að ræða tónlistarsköpun með gervigreind.
Þórhallur Magnússon prófessor í framtíðartónlist við tónlistadeild Sussex háskólans og rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mætir og ræðir um gervigreind, sköpun og tónlist.
24. þáttur Auðvarpsins fjallar um mál málanna í dag. Hvað er gervigreind? Hvað er tónlist? Hvernig lýtur næsta hljóðfæri út? Hvernig nýtist gervigreindin í tónlistarsköpun?
Þórhallur er hafsjór fróðleiks um gervigreind, hljóðfæri og sköpun. Mjög áhrifaríkt starf og rannsóknir sem Þórhallur er í forsvari fyrir.
Þórhallur forritaði upphafsstef Auðvarpsins. Í þættinum leggjum við drög að næsta stefi. Fylgist með!
Við minnumst á Daisy Daisy með Hal 9000 í 2001 Space Odyssey – Hér er linkur á þá snilld: https://youtu.be/E7WQ1tdxSqI
Góða skemmtun
www.audna.is - www.edih.is
-
Háskólinn í Reykjavík og nýsköpunin á afmælisdegi Auðnu!
Í 23. þætti Auðvarpsins hittum við fyrir rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnhildi Helgadóttur.
Við ræðum Nýsköpun í háskólastarfi, erindi háskólanna í síbreytilegu samfélagi nútímans. Hvernig við ýtum undir meiri og skarpari nýsköpun innan úr vísindastarfinu.
Hvernig standa háskólarnir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og hvernig kennum við fólkinu okkar að það sé þroskandi að hnjóta, af því lærum við mest!
En við byrjum að sjálfsögðu á hundunum okkar og hversu vel þeir eru uppaldir!
Góða skemmtun
www.audna.is - www.edih.is
-
Nýsköpunarsjóður er brúin yfir og vinin í dauðadalnum!
Í 22. þætti Auðvarpsins förum við yfir fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Íslandi, séð frá sjónarhóli Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sem fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári!
Framkvæmdastjóri sjóðsins, Hrönn Greipsdóttir er gestur þáttarins.
Við byrjum samt á allt öðru, við byrjum á hótel Sögu sem við söknum, um leið og við fögnum nýju hlutverki hússins sem hluti af háskólasamfélaginu í Vatnsmýrinni.
Hlutverk sjóðsins í umhverfinu er að finna og bregðast við markaðsbrestum, ekki að vera í samkeppni við aðrar fjármögnunarleiðir.
Það er markaðsbrestur í fjármögnun vísindalegrar nýsköpunar, sérstaklega á sviðum þar sem þekking fjárfesta er af skornum skammti. Í því samhengi ræðum við möguleika á stofnun „Proof of Concept“ sjóðs og hlutverk Nýsköpunarsjóðs í því samhengi.
Sjóðurinn er sígrænn sem er áskorun í sveiflukenndu umhverfi en um leið nauðsynlegur valkostur. Allir hafa aðgang að sjóðnum og geta sótt um og kynnt sínar hugmyndir.
Sjóðurinn hefur komið að um 200 fyrirtækjum á síðustu 25 árum, fær 100 til 150 erindi á ári og fjárfestir í 2 til 3.
Endum svo á möguleikum til gistingar á svítunni á Hotel Holti.
Skemmtileg stund með Hrönn sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja um sjóðinn í fortíð, nútíð og framtíð.
www.audna.is - www.edih.is
-
Vorum á jaðrinum en erum núna í miðju hringiðunnar!
Jón Atli Benediktsson Vísindamaður, Professor og Rektor Háskóla Íslands er gestur 21. þáttar Auðvarpsins.
Við förum yfir ferilinn, upphafið og ástríðuna sem fylgir því að vinna að skemmtilegum verkefnum með skemmtilegu fólki, bæði innanlands og utan. Jón Atli fer yfir alþjóðlegt samstarf sem HÍ er aðili að og leiðtogahlutverk okkar litla Háskóla.
Mikil tækifæri eru fólgin í frekara samstarfi háskóla á Íslandi, þar sem verkefnið er að ryðja hindrunum úr vegi og skapa tækifæri og umhverfi þar sem fólk og þekking blómstrar.
Við förum yfir nýsköpunaráherslur Háskólans og hvernig Auðna getur orðið að liði. Mikilvægi fræðslu og miðlunar reynslu og þekkingar.
Miklar breytingar til góðs hafa átt sér stað í Íslenska þekkingarumhverfinu á síðustu áratugum. Við Íslendingar eigum erindi og getum stuðlað að þróun lausna sem bæta allra hag.
Ekkert viðtal við Jón Atla er viðtal við Jón Atla án Fall og pönksins. Afskaplega skemmtilegt að heyra hve mikil áhrif tónlist hefur á andann og tilfinningalíf rektorsins.
Rúsínan í pylsuendanum er svo frábærlega skemmtileg saga um tilurð frægs viðtals Jóns Atla og Kolbeins Árnasonar við meistara Frank Zappa, sem sannanlega stundaði nýsköpun í tónlistarsköpun sinni.
These days með Joy Division: https://open.spotify.com/track/1208J1WMoVXWdyfEgGM8OT?si=59efb0bdaa374eeb
Viðtal Jóns Atla og Kolbeins við meistara Frank Zappa frá 1992:
https://soundcloud.com/j-n-atli-benediktsson/sets/frank-zappa-interview-in-1992www.audna.is - www.edih.is
-
Miðstöð snjallvæðingar stofnuð á Íslandi með 300 milljón kr. framlagi frá EU
20. þáttur Auðvarpsins fjallar um Miðstöð snjallvæðingar. Til að ræða Miðstöðina, þýðingu hennar og hlutverk koma Theodór Gíslason Tæknistjóri og einn stofnenda Syndis og Helga Waage Tæknistjóri og einn stofnenda Mobilitus í þáttinn.
Við förum um víðan völl í umræðum um gervigreind, öryggismál, þýðingu Íslenskunnar fyrir snjallvæðinguna, menntun á mjög breiðum grunni, gagnatengingar og allskonar skemmtilegt.
Við ræðum fjórar meginstoðir Miðstöðvar snjallvæðingar og hvernig þær geta haft áhrif og skapað tækifæri hér á landi. Mikilvægi samvinnu við Evrópulönd og hvað Ísland getur boðið meginlandinu, t.d. í formi aðstöðu til prófana.
www.audna.is - www.edih.is
-
Nú eru það stóru málin, tekið upp á sjötta degi innrásar Rússa inn í Úkraínu sem hittir á sjálfan Sprengidaginn.
19. þáttur Auðvarpsins er helgaður tölvuöryggismálum. Í þáttinn kemur einn helsti öryggissérfræðingur landsins, sem vill sjálfur kalla sig atvinnuhakkara; Theodór Gíslason Tæknistjóra og einn stofnenda Syndis.
Við kynnumst Theodor aðeins og fræðumst um ástæður þess að hann varð og er hakkari. Þar hjálpaði alvarlegt slys við Hagaskólann árið 1994, þar sem hann lenti undir strætó!
Við ræðum stöðu Íslands í tölvuöryggismálum og af hverju við flokkumst sem þriðja heimsland á öryggissviðinu. Hvers ber að varast og af hverju við höfum ekki lent í alvarlegri árás, þar sem við höfum í raun sloppið ótrúlega vel… hingað til.
Hann sér fyrir sér að með stofnun EDIH skapist tækifæri til að breyta menningu okkar m.t.t. tölvuöryggis og að það sé tækifæri til að staðsetja miðstöð hakkara á Íslandi. Þar sem við getum stofnað og starfrækt miðstöð í tölvuöryggismálum sem væri aðlaðandi fyrir helstu hakkara heimsins.
Hann lýsir skoðun sinni á menntakerfinu og hvað þarf að bæta þar.
Svo förum við yfir stríðið í Úkraínu og hvers ber að vænta á sviði nethernaðar.
www.audna.is - www.edih.is
-
Fersk úr atkvæðagreiðslu, þar sem stofnun nýs nýsköpunarráðuneytis; Ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar var samþykkt, kemur ráðherrann til okkar í Auðvarpið og ræðir sína sýn á málaflokkinn.
Í 18 og jafnframt fyrsta þátt endurreisnarársins 2022 kemur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar til okkar í Auðvarpið og fræðir okkur um hvernig pólitísk nýsköpun fer fram.
Hvernig hún vill spila sóknarleik við nýsköpun samfélagsins. Að ráðuneytið eigi að markast af því að vera stofnað árið 2022, hvernig það sjáist á uppsetningu þess og skipulagi að það sé komið til að hrista upp í hlutunum, brjóta niður múra á milli fagsviða og brjóta niður múra á milli menntunar og nýsköpunar.
Verkefnadrifið ráðuneyti í ætt við skipulag Google og annara þekkingarfyrirtækja. Sveigjanlegt ráðuneyti sem getur tekist á við og nýtt tækifærin okkur öllum til hagsbóta.
Hún er hrifin af stafvæðingu og sér hana sem mikið tækifæri í framhaldinu. Þess vegna eigi fjarskipti og tækni samleið með nýsköpuninni undir ráðuneytinu.
Við förum yfir litla fugla og stóra fugla, byr undir báða vængi og hvað hún var að gera í París í enda janúar og hvernig sú ferð gæti haft áhrif á nýsköpunarumhverfið á Íslandi.
Hún boðar breytingar á fjármögnunar líkönum háskólanna, þar sem litið verður til nágrannalandanna og nauðsynlegra hvata til að auka gæði menntunar og tengingar hennar við þarfir samfélags framtíðarinnar.
Í restina deilir hún með okkur sýn sinni á stöðu Íslands eftir 30 ár.
Framtíðin er svo sannanlega björt!
Stórfróðlegt og skemmtilegt.
www.audna.is - www.edih.is
-
Táknmynd 17. Þáttar er búin til af gervigreind. Þar sem Dr. Hafsteinn viðmælandi þáttarins stjórnar ferðinni og er þá listamaðurinn, eða hvað? (sjá nánar neðst í textanum)
17. og jafnframt síðasti þáttur ársins 2021 er helgaður gervigreind og listinni.
Við ræðum tengingu gervigreindar, vitvéla, ofurtölva og listaverka! Við komumst að því hvort hægt er að búa til listaverk með hjálp tölva með aðferðum gervigreindarinnar.
Dr. Hafsteinn Einarsson kemur til okkar og fer yfir rannsóknir sínar og vinnu á sviði listsköpunar með gervigreind.
Við kynnumst manninum Hafsteini, hvernig hann fetaði slóðina að listsköpun og annarri hagnýtingu gervigreindarinnar. Frá dýratilraunum, þar sem mýs voru settar í sýndarheim og undir ljóssmásjá. Hafsteinn rýndi í taugaboð heilans um leið og músin hljóp um á boltahjóli, allsendis óupplýst hvað var í raun að gerast, þ.e. músin. Allt til að öðlast þekkingu á heilaboðum músarinnar.
Hafsteinn útskýrir fyrir okkur muninn á virðisauka í bankaheimum og í hinum akademíska heimi ásamt að kynna okkur fyrir aðferðum gervigreindar er kemur að listsköpun.
Við gerum tilraun til að útbúa táknmynd fyrir Auðvarpið með aðferðum Hafsteins og er niðurstaða þeirrar tilraunar notuð sem táknmynd þessa þáttar!
Gleðilegt ár og hafið heila þökk fyrir samfylgdina á árinu 2021
Nánar um táknmyndina: Eftirfarandi skipun var send inn í töfravélina: „A creative logo for a podcast on innovation. The logo features glaciers, aurora borealis and value creation“ Valin mynd var númer 145 í röðinni af hátt í 300 myndum sem búnar voru til, hverri annarri áhugaverðri…
www.audna.is - www.edih.is
-
16. þáttur er helgaður, já þið giskuðu rétt, hann er helgaður hugverkarétti. Í þessum þætti leggjum við áherslu á fólkið, á launþega og spjöllum um samfélag framtíðarinnar sem gæti verið samfélag hugverksins.
Formaður BHM Friðrik Jónsson og formaður Samtaka Iðnaðarins Árni Sigurjónsson skrifuðu saman grein um hugverkaiðnaðinn. Þar sáu þeir tveir herramenn marga snerti fleti á milli launþega og atvinnurekenda er varðar uppbyggingu og hönnun á samfélagi byggt á hugverkum.
Friðrik er viðmælandinn í þessum þætti, þar sem við fjöllum um gildi hugverkarétts og áhrif á líf launamannsins. Hvaða áskoranir og tækifæri felast í hugverkarétti? Hvers ber að varast og hvaða viðhorf eru ríkjandi.
Hvernig teymisvinna og samtal er affærasælast til árangurs? Þó að leiðtogar launþega og atvinnurekenda geti á stundum tekist á um ýmis mál þá er líka hægt að ræða saman um það sem sameinar. Uppbygging hugverkaiðnaðar á Íslandi er sameiginlegt hagsmunamál beggja.
Við ræðum um höfundarétt, hversu flókinn hann getur verið. Hvernig stjórnsýslan þarf að aðlagast nýjum tímum og svara þannig kalli samfélagsins til þverfaglegrar vinnu og samstarfs. Því aðeins þannig tökumst við á við verkefni nútímans og framtíðarinnar, með samvinnu!
Við minnumst á Terminator, vitvélar, gervigreind, Purrk Pillnik og að þora, treysta og gera!
Hlustum og lærum, skiljum og hlægjum!
www.audna.is - www.edih.is
-
15. þáttur er helgaður hugverkarétti, hvernig sá réttur er lykillinn að samkeppnisforskoti og almennt betra lífi hér á landi. Bæði fyrir fyrirtækin og fólkið okkar.
Hugverkastofa stendur fyrir mjög svo áhugaverðri afmælisráðstefnu þann 4. Nóvember 2021, þar sem haldið verður upp á 30 ára afmæli stofunnar með því að ræða hugverkarétt í tengslum við sjálfbærni – aldeilis þarft og áhugavert efni, sem við förum aðeins inná í þættinum.
Við fáum Sigríði Mogensen sviðsstjóra iðnaðar og samkeppnissviðs Samtaka iðnaðarins og Jón Gunnarsson samskiptastjóra Hugverkastofu til okkar að þessu sinni.
Við Íslendingar, með okkar frábæru frumkvöðla eigum erindi inn á alþjóðasviðið. Við getum haft áhrif með rannsóknum og uppgötvunum á þeim sviðum sem Ísland er hvað sterkast í, eins og vistvænni orku, sjávarútvegi, loftslagstengdum verkefnum og fl.. Til að tryggja verðmætasköpun í því starfi er nauðsynlegt að huga að verndun hugverka.
Óáþreifanleg verðmæti eru þau verðmæti sem í framtíðinni munu skapa hagsæld, bæði hér á landi og í heiminum öllum.
Fyrirtækjum sem eiga hugverkarétt vegnar betur, vaxa hraðar og borga hærri laun.
Leiðin út úr núverandi stöðu er varðar líf á jörðinni er í gegnum nýsköpun í iðnaði. Þar getum við gert miklu betur með því að grænvæða ferla, aðföng og umgengni. Þar getum við Íslendingar náð forskoti og hjálpað heiminum.
Allt þetta og miklu meira í 15. Þætti Auðvarpsins
www.audna.is - www.edih.is
-
Í þessum 14. þætti Auðvarpsins ræðum um mjög áhugavert og heitt mál í samtímanum; Gervigreind og vitvélar. Hvað er Gervigreind? Hvernig skilgreinum við greind og getur hún yfirleitt verið gervi?
Dr. Kristinn R. Þórisson forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands er gestur þáttarins.
Dr. Kristinn er margfróður um umræðuefnið og hjálpar okkur að skilja fyrirbærið greind og gervigreind. Hvar eru fræðin stödd?
Sömuleiðis ræðum við um áhrifin á samfélagið okkar. Við ræðum um misskiptingu valds og auðs. Mun gervigreindin minnka misskiptinguna eða ýta undir annarskonar misskiptingu? Mun okkar norræna velferðarríki lifa af þessa byltingu sem fram undan er? Ef ekki hvað kemur þá í staðinn?
Hverjar eru ógnanirnar og ekki síður hver eru tækifærin sem við okkur blasa, smágagnalandinu Íslandi.
Hvað þurfum við að gera til að nýta okkur þróunina og bæta hag lands og þjóðar. Getum við bætt umhverfið, innviðina og skilgreint betur hlutverkin til að flýta þróuninni? Aldeilis, segir Kristinn.
Er lausnin á umferðarvanda Reykjavíkurborgar fólgin í nýtingu gervigreindar? Ef svo hvað þurfum við að gera? Getum við nýtt vegina betur? Er það t.d. úrelt fyrirbæri að nota bara helminginn af veginum í hverja átt? Þegar mikil umferð er vestur í bæ af hverju notum við ekki allar akreinarnar til að komast þangað? Er hægt að stýra umferð í takt við álag með hjálp vitvéla?
Svarið er í 14. þætti Auðvarpsins.
www.audna.is - www.edih.is
-
Í þessu Auðvarpi ræðum við um mál málanna. Hvernig fæðum við heiminn? Hvernig nýtum við vísindin til að efla fæðuöryggi, bæði okkar og alls heimsins. Er erfðafræði svarið? Eru skordýrin svarið?
Hvernig nýtum við tímavélar til að flýta þróun plantna þannig að þær þjóni okkur betur, séu “umhverfisvænni“, að þær geti betur varist sjúkdómum og ásókn sníkjudýra.
Hver eru tækifærin á Íslandi og hvernig stuðlum við að samtali á milli vísinda, bænda og samfélagsins. Hvernig getur hið opinbera hjálpað.
Við komum með lausnina á því hvernig búvörusamningar ættu að vera settir upp. Til að ýta undir nýsköpun og framþróun.
Já – svörin eru öll í Auðvarpinu, eftir rétt tæplega klukkutíma verður heimurinn betri!
www.audna.is - www.edih.is
-
X-Nýsköpun Jón Steindór Valdimarsson
Jón Steindór Valdimarsson er fulltrúi Viðreisnar í síðasta pólitíska þættinum, allavega í bili. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun, þekkingu, hlutverk ríkisins í stýringum á áherslum í nýsköpun. Jón hefur verið viðloðandi nýsköpunarumhverfið í langan tíma og hefur frá mörgu að segja.
Tólfti þáttur Auðvarpsins er jafnframt sjötti og síðasti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.
Í þessum þætti deilir Jón með okkur sinni sýn. Hann varar okkur við of mikilli stýringu, fer yfir fortíðina og hvað við getum lært af fyrri áherslum og ákvörðunum, t.d. er varðar loðdýrarækt og innleiðingu hitaveitunnar. Hann fer sömuleiðis yfir eigin feril í nýsköpun, hvernig hann ásamt félögum sínum sá tækifæri í geisladisknum og hvernig það tækifæri kom og fór.
X-Nýsköpun
www.audna.is - www.edih.is
-
X-Nýsköpun Ólafur Þór Gunnarsson
Ólafur Þór Gunnarsson kemur hjólandi í þennan þátt. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun, þekkingu, hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira. Eins og við er að búast er lækninum Ólafi tíðrætt um nýsköpun í heilbrigðisgeiranum.
Ellefti þáttur Auðvarpsins er jafnframt fimmti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.
Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndir fólksins í landinu til að byggja upp betra samfélag? Gerist þetta að sjálfu sér og hvernig geta stjórnvöld hjálpað?
Í þessum þætti er áherslan á heilbrigðistæknina, hvernig ýtum við undir og hjálpum okkar fólki að skapa og gera samfélagið betra. Eru t.d. viðbrögð okkar og stjórnun í heilbrigðiskerfinu á tímum heimsfaraldurs til útflutnings? Ólafur fer yfir málið ásamt því t.d. að ræða hvernig samfélagið getur ýtt undir ábyrga hegðun frumkvöðla með því að vera til staðar í upphafi og styðja vel við bakið á nýsköpun.
X-Nýsköpun
www.audna.is - www.edih.is
- Mostrar mais