Episódios
-
Í Kamerún í Vestur Afríku er vatnið Nyos. Vatnið hefur verið nefnt dauðavatnið vegna þess að það var tifandi tímasprengja sem sprakk árið 1986 og létust tæplega 1800 manns af völdum köfnunar. Þátturinn er í boði: Til að gerast áskrifandi af Hvað er málið? vikulegu þáttunum getið þið farið inn á
-
Brot úr nýjasta áskriftarþætti Hvað er málið? Til þess að gerast áskrifandi: EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! Loretta Pickard hringir í 911 þegar hún finnur að húsið hennar er að fyllast af reyk. Loretta er ófær um að ganga nema við göngugrind sem gerir henni það erfitt að forða sér úr brennandi húsinu sínu.
-
Estão a faltar episódios?
-
Þann 1 júní 2009 hvarf Airbus breiðþota frá Air France yfir Atlantshafi með 228 mann innanborðs. Eftir að svörtu kassarnir fundust kom óhugnalegur sannleikur um örlög vélarinnar raunverulega í ljós.
-
Í þessum þætti fer ég yfir málin eftir að Lacey eignast son sinn Garnett og hvað veldur því að hann svo deyr einungis 5 ára gamall árið 2014
-
Lacey Elisabeth Spears afplánar nú dóm eftir að hafa verið sakfelld árið 2015 fyrir að eitra fyrir syni sínum í þau 5 ár sem hann lifði. Hræðilegt mál í alla staði en Garnett litli má ekki gleymast. Lacey neitar enn sök Instagram: Hvad er malid Styrktaraðili: Hansoggreta.is
-
Í desember árið 2019 gaus virkasta eldfjall Nýja Sjáland. Það hefur vissulega gerst áður en í þetta skipti voru 47 grunlausir ferðamenn í ævintýraferð á eyjunni að dáðst af stórbrotinni náttúru. 22 létust og 25 særðust, 7 alvarlega. SKelfilegur atburður en hefði ekki auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir þetta ? Td. ef ferðaþjónustuaðilar hefðu hlustað á jarðvísindamenn sem töldu eyjuna ekki vera stað fyrir daglegar skemmtiferðir.
-
Alcatraz, flóttinn frá Alcatraz, orrustan við Alcatraz, Al Capone og allir þessir. Ég stikla á stóru um þetta allt saman í þessum fyrsta þætti 2.seríu. Ég minni á instagramsíðu þáttarins: Hvað er málið Mitt instagram: Sigrún Sigurpáls Og ég hvet ykkur til að kíkja á styrktaraðila þáttarins en það er verslun á Akranesi, Hans og Gréta sem selur barnafatnað, fullorðinsfatnað og leikföng. Þau eru að opna nýja vefverslun og hana getið þið skoðað inn á www.hansoggreta.is - Það verða frábær tilboð hjá þeim á SINGLES DAY 11.11
-
THE IDEAL MATERNITY HOME - Var barnabúgarður í búningi hins fullkomna fæðingarheimilis. Hjónin Lila og William Young voru skrímsli sem fengu að starfa óáreitt í alltof mörg ár.
-
Karlie var 16 ára þegar hún hvarf árið 2018 eftir að hafa reykt marijuana í partý með vinum sínum og upplifað ofsahræðslu, ofskynjanir og vanlíðan. Hún er talin hafa farið heiman frá sér að morgni 13 okt, 2018 enn í vímu en ekkert hefur spurst til hennar síðan.
-
Tvíburasysturnar June og Jennifer Gibbons áttu erfið uppvaxtarár í Englandi vegna harkalegs rasisma sem hafði þau áhrif á þær að þær töluðu ekki við neinn, eingöngu hvora aðra. Önnur þeirra þurfti að deyja svo hin gæti lifað eðlilegu lífi.
-
Í október 2018 var ruðst inn á heimili Closs fjölskyldunnar í Wisconsin. Jayme Closs, 13 ára varð vitni af því þegar foreldrar hennar voru skotnir til bana áður en henni var svo hent í skott á ókunnugum bíl og flutt í burtu.
-
Árið 2012 myrti Sabrina Zunich fósturmóður sína Lisu Knoefel. Málið vakti mikinn óhug og 911 símtalið í þættinum er EKKI fyrir viðkvæma. Ástæða morðsins var verri en maður hefði getað ímyndað sér.
-
Stinney Jr var aflífaður árið 1944 í suðurríkjum Bandaríkjanna aðeins 14 ára gamall, og það fyrir glæp sem hann framdi ekki. Saga fjölskyldunnar er átakanleg. #blacklivesmatter #saytheirname
-
Seinni hluti frásagnarinnar um sértrúarsöfnuðinn The Ant Hill Kids sem stýrt var af harðri hendi leiðtogans Roch Thériault.
-
Í þættinum fjalla ég um sértrúarsöfnuðinn sem undir leiðsögn Roch "Mosé" Thériault einagraði sig í óbyggðum, langt frá allri siðmenningu. Þessi fyrri hluti fjallar um Roch fram að þeim tíma þegar hann fluttist svo með cultinn sinn í óbyggðirnar og hvernig hann mótaðist í að verða algjört skrímsli.
-
Marybeth Tinning missti níu börn á 14 árum. Öll undir 5 ára. Var hún miskunarlaus morðingi, móðir sem var illa haldin af Munchausen syndrom by proxy eða gat slík ólukka virkilega lagst á eina fjölskyldu ?
-
Japanski bæklunarsérfræðingurinn Yoshihiro Sato falsaði fjöldann allann af rannsóknum í tenglum við bein og beinbrot, sérstaklega hjá sjúklingum með Alzheimer og Parkisons.
-
Árið 1982 kom upp morðmál í Chicago þar sem búið var að koma fyrir eitri í lyfinu Tylenol. Ein risastór óleyst ráðgáta.
-
Örþáttur - Draugaskip eru alltaf heillandi umfjöllunarefni! Ógæfan elti Alkimos og gerir enn. Instagram - Sigrunsigurpals Snapchat - Sigrunsigurpals
-
1961 sökk snekkjan Bluebelle. Í fyrstu var þetta talið hræðilegt slys en annað koma á daginn og það sem raunverulega gerðist er virkilega hrollvekjandi.
- Mostrar mais