Episódios

  • Þá er komið að stóra ‘flashback-þættinum’ og við bökkum um 40 ár í okkar narratífu. Rætur Helgu ömmu, Davíðs og fóstursystranna eru skoðaðar í þaula með örlagaríkum degi í lífi þeirra allra.

    Við skyggnumst á bak við tilurð ljósmyndarinnar frægu og Baldvin kafar út í tilurð þessa þáttar og hvernig hann er gerólíkur öðrum þáttum syrpanna beggja. Má heldur ekki gleyma því að kafli þessi varpar ljósi á mjög raunbundin vandamál sem áður voru tíð í íslensku samfélagi.

    Búið ykkur undir algjöran grjónagraut af geggjun, því nú fara svörin öll að hrannast upp.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Nálgunin á stóra endurlitinu

    06:13 - Tökurnar á ljósmyndinni

    09:15 - Að endurskapa períódu

    11:50 - Erfiðasti spírallinn

    14:55 - Um Helenu, þöggun og meðvirkni

    17:15 - Systemið á Gullsöndum

    19:50 - Bersýnileg blinda og siðblinda

    22:20 - Aldeilis frábærar fréttir

    24:40 - Núansar og ‘Lion King senan’

    26:00 - Systematísk misnotkun

    29:00 - Fræin stráð

    31:39 - Mistök í útitökunum

    33:57 - Skúrinn er uppspretta alls ills

    35:20 - Dansandi berfættar

    36:24 - Baldvin fær hugmynd

    38:08 - Davíð springur

    40:08 - Beðið til Almættis…

    41:40 - Ragnheiður gerir ekki neitt

    43:43 - Þar sem frá var horfið

    44:50 - “Bara erfitt barn”

    47:25 - Glottið umdeilda

    49:28 - Leikretturnar á setti

  • Lengi vel er hægt að spekúlera um hvað lætur persónu eins og Anítu Elínardóttur tikka, en þá er auðvitað best að leita beint til einstaklingsins sem stendur hvað næst þessari persónu og á óneitanlega allra mest í henni.

    Aldís Amah Hamilton er múltítaskari mikill með skýr gildi í lífinu, mikla útgeislun, ómælanlega ást á dýrum og heilbrigða lyst fyrir alls konar list.

    Í þætti þessum er kafað út í allt hið mögulega í sögu Svörtu sanda fram að og út fimmta þátt. Við skoðum mengi persónanna, sambönd, tengsl og margs konar tabú og eldfim málefni sem seríurnar hafa verið að fjalla um almennt.

    Og já, hver er eiginlega Emil?

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Lífsgildi í verkum

    02:02 - Kjarnasetningar og upplýsingasprengjur

    06:25 - Samband Fríðu og Anítu

    11:50 - Gerólíkar seríur, ólíkt álag

    16:17 - Karakterum þröngvað í box

    18:38 - Mikilvæga senan í bílnum

    24:23 - Ný hlið á Steffí

    31:01 - Jonna og co.

    33:29 - “Ég vildi bara að þú sæir mig”

    37:37 - Hvaða Emil?!

    39:55 - Boginn hennar Auðar

    43:49 - Að eignast eða eignast ekki börn

    48:50 - Harmur borinn í hljóði

    54:15 - Steiktar staðreyndir

    59:57 - Trú á Álfu

    1:02:59 - Hlúað að Gabríel

    1:05:45 - Tótal aftenging

    1:06:40 - Hallmark-kveðja

  • Estão a faltar episódios?

    Clique aqui para atualizar o feed.

  • Núansar og stórar ósagðar tilfinningar koma til tals á meðan sögur fara að spyrjast út af nýjum likfundi á abstrakt litla sveitabænum. Álfheiður og Tómas greina ástandið á Anítu að sinni, mýktina í loftinu og tensjónana hjá unglingunum og hvað það er við Steffí sem gerir hana að tærum senuþjófi þáttarins.

    Fimmti/Þrettándi þáttur leyfir heildarsögunni að taka hlutina rólega eða leyfa hlutunum svolítið “að malla”, að sögn leikstjórans. Álfheiður ræðir allar þær lúmsku, léttu og þyngri mómentum þáttarins. Fáeinar senur voru allsvakalega stokkaðar í lokaklippi, meðhöndlun hinnar kornungu Kríu heldur einnig áfram að vera væn uppspretta af baksviðs- og reynslusögum þessa setts. Þá koma líka furðulegir Íslandssiðir til tals og hvernig ‘slys’ í tökum geta orðið óvænt að litlum gullmolum, eins og frá er sagt.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Augun í Kríu

    03:11 - ‘Breather’ karakterþáttur

    06:50 - Hjá Davíð, þá Davíð

    09:01 - Er Aníta að breytast í móður sína?

    12:19 - Jonna rödd skynseminnar

    15:50 - Steffí stelur senunni

    22:03 - ‘Systkinin’ Fríða og Gústi

    25:30 - Hvar er Gabríel?

    28:03 - Undarlegir siðir

    32:45 - Hvað með Dísu?

    37:10 - Að finna rétta nálgun

    38:40 - Þær þrjár og stigmögnun

    43:20 - Yngri leikararnir

    48:10 - Pylsupöntun úr ‘Í takt við tímann’

  • Margt og mikið hefur breyst hjá íslensku lögreglunni um síðustu áratugina. Ragnar Jónsson, bíódellukarl með meiru, er fulltrúi tæknideildar lögreglunnar og hefur sinnt allmörgum hlutverkum frá því að störf hans hófust árið 1990.

    Ragnar hef­ur lært að fresta aldrei hlut­um því eng­inn veit hvað morg­undag­ur­inn beri í skauti sér. Hann er einn hand­rits­höf­unda Svörtu sanda sem eru nú að gera það gott úti í heimi. Ragn­ar er ný­kom­inn heim frá viðburðarríkri ferð til Bandaríkjanna þegar samtal þeirra Tómasar er hljóðritað, sem er ekki í frásögur færandi nema heimsókn hans til höfuðstöðva FBI í Washington, DC, reyndist honum ógleymanleg.

    Lífið, listir og listilegir safngripir af margs konar toga eru Ragnari afar kærir og í Lögguhorni þessu er yfir víðan völl farið varðandi mannlega þáttinn í lífi og starfi aðkomu hans að Svörtu söndum, samningaviðræður og hvernig hann stóðst þá áskorun að skrifa sína fyrstu ástarsenu.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Hugarútrás á vinnustað

    06:50 - ,,Ragnar (persónan) er ég”

    08:10 - Helgarvaktir í löggunni

    09:03 - ,,Hvað vilja áhorfendur sjá?”

    17:17 - Heimsókn til höfuðstöðva FBI

    21:21 - Tækni við samningaviðræður

    24:40 - Listin að skrifa ástarsenu…

    27:40 - ,,Þú verður að þora meira”

  • Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri fjórða/tólfta þáttar, hefur aldeilis skemmtilega og persónulega tengingu við atburðarásina á Glerársöndum. Þegar Baldvin bauð henni tækifærið að gerast stærri þátttakandi í seríu tvö var Álfheiður ófrísk og orðin nýbökuð móðir þegar leið að tökunum.

    Barnsburður kemur akkúrat sterkt til umræðu í þessum kafla ásamt fáeinum senum sem draga hjartað í gegnum alls konar ósköp.

    Álfheiður og Tómas stúdera undirliggjandi kraumið hjá karakterum í þessari lotu og ekki síst óvænt gestahlutverk þar sem leikstjórinn varð ögn ‘starstruck’, en í senn er útskýrt kostina við það að vera með allt á hreinu í kvikmyndagerð.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Með allt á hreinu, Benjamín dúfa og pylsumyndir

    03:13 - Að leikstýra goðsögninni

    04:22 - Fortíðardraugar og erfidrykkja

    07:37 - Móðurhlutverkið

    09:55 - Viðtengjanleg ólétta

    13:05 - Sameining í sorgarferlum

    15:33 - Trúnó og tráma

    18:30 - Bogi Gústa

    21:20 - Pálmi Gests í nærmynd

    25:12 - Æfingar vs. handrit

    28:22 - Mikið lagt í rammana

    30:10 - Annar í andaglasi

    33:30 - Leikmynd fortíðaruppgjörs

    36:04 - Hvernig líður öllum?

    38:50 - Beint í klæmaxinn

    41:21 - Falin klipp og langar tökur

    43:20 - Sögur um unglinga

    44:36 - Að taka við leikstjórakeflinu

    48:10 - Kríurnar tvær

    13. Páskaegg handa nördum

  • Óvænt áföll geta breytt tilverunni á örlagastundu og missirinn gagnvart nýlátnum einstaklingi er fljótur að taka sinn toll á nánustu aðstandendur. Mörk vinnulífs og fjölskyldulífs eru komin að frostmarki og er lítið annað en létt kaos í stöðunni þegar allir þekkjast í litlu bæjarsamfélagi og gegna nokkrum hlutverkum í einu. Má vissulega deila um hvort þetta sé besti tíminn fyrir Davíð til að varpa sannleikssprengju sem gæti haft grafalvarleg áhrif á útkomuna framundan.

    Annars eru stöllurnar Ragnheiður (Sólveig Arnars), Auður (Halldóra Geirharðsdóttir) og Hildur (Erla Ruth Harðardóttir) eru formlega sameinaðar á ný til að minnast vinkonu sína heitnu og gamla tíma í senn. Það sem virkar þó í fyrstu sem athöfn til að kveðja gömlu sárin verður hratt og bítandi að nýju upphafi þar sem mögulega er eitthvað enn verra í uppsiglingu en nýliðið dauðsfall sem skekur Glerársanda.

    Ekki láta einfaldleikann blekkja, því nóg er til að róta í þegar kemur að þessum þriðja/ellefta þætti. Ekki síst blekkingarleikirnir sem hér ríkja á milli vinafólks og fjölskyldu.

    Baldvin og Tómas skoða þáttinn í þaula og hvort það sé raunverulega þarna viðeigandi að skála fyrir gömlum tímum.

    00:00 - Fríða og þynnkudýrið

    02:24 - Einkalíf og löggulíf

    05:37 - Aníta útundan

    07:29 - Gústi reynir

    08:40 - Suðupottur og suðupunktur

    10:30 - Hús Ragnheiðar

    12:25 - Þær þrjár

    16:00 - Stöllur með reynslu af sprelli

    18:48 - Davíð og erfiða samtalið

    24:40 - Tommi á erfiðum stað

    27:39 - Verksummerki í raunheimum

    29:09 - Hver er sannleikurinn?

    33:01 - Förunautar í þjáningu

    34:03 - Merkelegt um skjalaverði

    37:06 - Siglir í annað andaglas

    40:51 - Lygin í loftinu

    41:46 - Fuglarnir og Heiða

    43:10 - “Farðu bara varlega”

    45:59 - Yfirgefin

  • Aníta þarf nauðsynlega að komast út úr húsi í langþráð mömmufrí, en þá helst með ólíku móti en þar sem frá var horfið í þættinum áður.

    Gústi og Fríða standa frammi fyrir dularfullu máli sem er mögulega of persónulegt fyrir suma innan lögreglustöðvarinnar.

    Jonna er þó ekki lengi að dragast inn í nýjan vinahring þar sem örlög Salómons hafa verið mikið í brenndepli. Hvert það leiðir gæti haft í för með sér yfirnáttúrulega dularfullar afleiðingar.

    Baldvin er fjarri gamninu góða að sinni* og tekur þá Tómas á móti leikstjóra þáttarins, Erlendi Sveinssyni. Hann er með eldmóðinn mættur til að ræða sína nálgun á atburði Glerársanda, áskoranir innan sögunnar og vissulega nokkur leynibrögð á bakvið tjöldin. Og jú, smá kvikmyndadellu líka...

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Erlendur og innblásturinn

    03:00 - Aðkoma í teymið

    06:30 - Glæpavettvangur sviðssettur

    10:31 - Stóra áskorunin við þátt tvö

    12:20 - Einangrun Anítu og Bjarni Snæbjörnsson

    16:21 - Kría á setti

    18:50 - Félagslegt tengslanet unglings

    20:55 - Listin að fanga hið óvænta

    22:04 - Vinnuhittingur eða djamm?

    25:25 - Hvað með Gabríel?

    29:20 - Abstraktismi á Glerársöndum

    32:10 - Krakkarnir komnir í andaglas

    36:06 - Hugað að lögguhlutanum

    38:08 - Draugabanar og eldgos

    39:30 - Tengipunktar Anítu og Tómasar

    41:50 - Hlaðinn koss í bíl

    47:13 - Höfnun og táknmyndir

    48:48 - *...eða hvað?

  • Þá er komið að seríu tvö. Baldvin og Tómas hafa sum sé framlengt ferðalag sitt um að djúpgreina helstu leyndarmál Glerársanda og framvinduna sem um ræðir í þetta sinn. Heill heljarinnar haugur af góðgætum bíður krufninga og má búast við alls konar sögum af framleiðslunni og meiru tengdu kvikmyndagerð.

    Tæplega þrjú ár hafa liðið síðan Svörtu sandar litu fyrst dagsins ljós en í heimi sögunnar eru fimmtán mánuðir liðnir frá örlagaríkri og átakanlegri viku þar sem áhorfendur skildu síðast við þau Anítu, Gústa, Fríðu og fleiri kunnuglega á Glerársöndum. Bætist að vísu við áhersla á næstu kynslóðina að þessu sinni. Einhver þarf auðvitað að hugsa um börnin.

    Skemmst er að segja frá því að martröðin er fjarri því að vera á enda og kemur þá upp nýtt sakamál, á besta tíma, nema í þetta skiptið verða hlutirnir enn nátengdari okkar ‘hetjum’ en fyrr. Allt þetta má rekja til gamla fósturheimilisins á Gullsöndum, þar sem deila má um hvort svörin vekja meiri óhug en spurningarnar.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Listin speglar lífið

    03:51- Þyrlur og löggubílar

    05:10 - Hvernig small sería tvö saman?

    13:52 - Krydd í handritsteymið

    19:27 - Spákorn

    21:29 - Ísköld opnun

    25:25 - Hvernig gat þetta gerst?

    30:05 - Bærinn hvorki barnlaus né daufur

    33:32 - Stór heimsókn

    37:30 - Valdið og veldi Davíðs

    39:52 - Núans og ‘90s krakkar

    47:02 - Erfið sena

    53:50 - Tími til að lifa

    58:04 - Erlendur gestur?

  • Er ævintýrum Svörtu sanda lokið? Gæti verið að það sé pláss fyrir framhald og þar af leiðandi aðra seríu?

    Í þessum hátíðlega aukaþætti Sandkorna taka þeir Tómas og Baldvin á móti helstu leikendum syrpunnar. Þau deila á milli sín sögum, fróðleiksmolum og nýtíðindum, allt sem að baki var og það sem bíður í nálægri (sem fjarlægri) framtíð.

    Berlinale, sería tvö, leiktækni, undanþágur vegna Covid og væntingar og viðtökur áhorfenda eru á meðal umræðuefna, ásamt því hvort til séu náriðlar með hjarta, hvernig var fyrir alla að vinna í miðjum heimsfaraldri, ketilbjöllum Ævars Þórs o.fl.

    Velkomin í Sandkassann (e. „cast-castið“). Þáttastjórnendur taka á móti Aldísi Amah Hamilton, Kolbeini Arnbjörnssyni, Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur, Þór Tulinius og Ævari víkingamanni.

    Efnisyfirlit:

    00:00⁠ - Inngangur: Ævar víkingamaður

    ⁠06:00⁠ - ⁠Traust samband um ekkert traust

    ⁠09:00⁠ - Næmni Salómons

    ⁠11:24⁠ - ⁠Að vera eða vera ekki náriðill

    ⁠13:20⁠ - ⁠Harkan frá Se7en

    ⁠19:00⁠ - ⁠Eins og barn í nammibúð

    ⁠22:00⁠ - ⁠Elín og leikarainnistæðan

    ⁠25:00⁠ - ⁠Krúttlegasta lögga Íslandssögunnar

    ⁠26:00⁠ - ⁠Vinnufriður þökk sé COVID

    ⁠30:20⁠ - ⁠Hvað er svona merkilegt við Berlín?

    ⁠35:40⁠ - ⁠Þegar stórt er spurt um seríu tvö

    ⁠36:30⁠ - ⁠Samkennd og innsæi

    ⁠42:35⁠ - ⁠Geirar mega flokka sér

    ⁠46:40⁠ - ⁠Löggur eru líka fólk

    ⁠48:40⁠ - Kindin ógurlega; gúrme eða gubb?

    ⁠50:50⁠ - ⁠Kaldir dagar á setti og næstu kaflar

    ⁠53:45⁠ - ⁠Listin að túlka meingallað fólk

    ⁠1:05:00⁠ - ⁠Hver er EKKI morðinginn?

    ⁠1:08:00⁠ - ⁠Gústi, Raggi og útlendingahatrið

    ⁠1:16:30⁠ - ⁠Steinunn Ólína opnar sig

    ⁠1:21:00⁠ - ⁠Siðblinda og sterkur skúrkur

    ⁠1:23:00⁠ - Viskan, læknarnir og óvænt gjöf

  • Móðurhjarta í rústum, dauðsföllum fjölgar, mömmustrákur með magnandi berserksgang og allar byssur komnar á loft. Nú er engin æfing, allt komið í há(drama)gír og má vont síður versna hjá Anítu á þessu stigi, en neyðin kennir naktri konu að spinna á meðan allt er á suðupunkti og ómögulegt er að aðskilja starfið frá persónulega lífinu.

    Tómas og Baldvin hafa margt að ræða, gera upp, endurskoða, spekúlera og skella upp úr yfir á meðan horft er yfir fjörið í alvörunni.

    Baldvin lítur yfir stærra ferðalagið, hvernig hugmyndin var á bak við stysta þátt seríunnar sem þó inniheldur 14 mínútna langa “klæmax” senu. Kannað er grimmt og hressilega hvort allt komi heim og saman á þessari taugatrekkjandi endastöð þar sem lokauppgjör karaktera ákvarðar endanlega útkomu. Eru þræðir of opnir? Eru holur í handriti? Kemst tilfinningakjarninn til skila? Tókst vel til að gera subbuskapinn smekklegan? Stenst þetta allt undir tilsettum krafti og hvaða fleiri páskaegg gætu hafa farið fram hjá áhorfendum í gegnum alla þáttaröðina?

    Tómas gerir upp getspárnar og tilviljanirnar í gegnum innslögin með leikstjóranum á vikunum liðnum. Kemst tilfinningakjarninn til skila? Stenst þetta allt undir tilsettum krafti og hvaða fleiri páskaegg gætu hafa farið framhjá áhorfendum yfir alla þáttaröðina?

    Það sem hófst hjá Zetunni með áhrifum Twin Peaks endaði með lofsöng til hinnar sígildu Se7en frá David Fincher. Þá ber að kanna hvað er í kassanum og hvernig öll heild Svörtu sanda raðast upp þegar öllu er á botninn hvolft. Þetta er stúdering lokasprettsins þar sem sérstaklega er rökrætt hvernig og hvort eigi að drepa “Kevin Spacey” sögunnar eða ekki - og síðan spyrja:

    Hvað svo?

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Se7en áhrifin

    06:58 - Allt í hágír

    11:01 - Nóg af þráðum eftir...

    12:50 - Aníta/Salómon

    16:10 - Merkin sem við misstum af

    19:28 - Um fjöldamorðingja

    25:30 - Hvar er rótin?

    36:15 - Ömmubarn Elínar

    41:51 - Símanúmer og samsetning

    47:50 - Heillandi sandar

    52:34 - Talandi um rætur...

    55:46 - Díteilar í aðferðafræðinni

    1:00:02 - Sloppið fyrir horn

    1:04:52 - Falin smáatriði

    1:08:30 - Endastöðin (að sinni)

  • Oft er nauðsynlegt að stíga til baka að geta komist lengra áfram. Í sjöunda þætti Svörtu sanda er horft aftur til fortíðar og hrært vandlega í tímalínum til að varpa nánara ljósi á ógnina sem herjar á Anítu, fjölskyldu hennar og teymi innan bæjarins. Í kjölfar uppákomunnar með Helgu hefur hinn dularfulli og margumtalaði Davíð skotið loksins upp kollinum eftir margra ára fjarveru. Davíð kemur þó ekki án farangurs sjálfur á meðan dauðinn er yfirvofandi þessa dagana á Glerársandi, auk spurningarinnar um hvort móðurhöndin sé skilyrðislaust mjúk.

    Heimur Anítu farinn að hringsnúast sem aldrei fyrr á meðan áframhaldið veltur á því hvort náunganum sé treystandi og enn fremur hvort sannleikurinn geti bætt úr hlutum eða valdið frekari á verstu stundu.

    Á meðan brátt líður að stóra lokasprettinum kafa þeir Tómas og Baldvin út í sífjölgandi ‘mömmu-issjú’ seríunnar, mynstur fjöldamorðingja og hvað stóru flassbakk-senurnar segja okkur í raun um framvinduna liðnu og klæmaxinn handan við hornið. Einnig er rætt um mynstur sem og triggera Salómóns, stöðugan persónuvöxt Ragnars og kaflaskilin í lífi Fríðu. Auk þess er eitt gífurlega minnisstætt hótelherbergi og enn eftirminnilegra baðkar í tærum fókus þessa innslags ásamt óvæntri leiktækni Pálma Gestssonar og ferlið að skrifa tónlistina fyrst inn í handrit og síðan spyrja um leyfi.

    Og jú, Baldvin flytur bitastætt kvæði.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Salómon litli

    04:21 - Ruglað í strúkturnum

    08:30 - Að breytast í móður sína

    11:27 - Músíkin yfir árin

    19:28 - Blekkingarleikir

    21:09 - Hvað vita áhorfendur meira en persónurnar?

    26:30 - Agndofa eftir nákvæmni Pálma

    29:17 - Kvæði fyrir ömmu

    32:02 - Fundur á Hótel Rangá

    39:17 - Kunnuglegir tónar

    45:10 - Baðið í miðju herberginu

    50:45 - Fullkominn spírall og dulúð Davíðs

  • Rauðsíldarflaggið er úr sögunni en rauðir fánar alls staðar í lífi Anítu og félaga, enda púslin hægt og bítandi farin að smella saman á meðan fleiri spurningar raðast upp. Grímur falla, kúli er tapað og verða ‘mömmukomplexar’ allsráðandi en á þessu stigi í sögunni verður ekki aftur snúið. Til að bæta gráu ofan á svart er ömurlegasta pizzukvöld allra tíma í vændum á heimili Elínar.

    Nú eru það eitraðir sjarmörar og vafasamir mömmustrákar sem koma rakleiðis til umræðu hjá Tómasi og Baldvini, auk þess hvernig meira er í Fríðu og Ragnar spunnið en áður bar að geta. Tómas telur tilvísanir í Alfred Hitchcock vera þarna nokkrar skýrar og kemst ekki hjá því að ræða fyndnu fjarvistarsönnunina og leiktakta Kolbeins Arnbjörnssonar.

    Baldvin segir frá földum konfektmolum sögunnar, „föndurpitsu“ og rifjar einnig upp hvernig ferlið gekk fyrir sig að skjóta sjónvarpsseríu þegar COVID-faraldurinn var nýfarinn að herja á heimsbyggðina. Þá er líka varpað ljósi á breyttu tíma kvikmyndagerðar á Íslandi, spuna á setti og óvænta tengingu Tómasar við framleiðslu seríunnar - en þar er einmitt heimili Elínar í brennidepli.

    Búið ykkur undir ‘Sækó-súpu’.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Tökuferli, þá og nú

    06:15 - Af hverju, Salómon?

    11:03 - Psycho-áhrifin og Marion Z

    14:00 -Einkalíf í klessu

    17:55 - Lítill drengur missir kúlið

    24:14 - Föndurpizza

    26:51 - Besta fjarvistarsönnun bæjarins

    30:20 - Aníta leynir á sér

    35:02 - Aldís þorir

    42:52 - Ofhugsun á verki og litla Ísland

    49:13 - Túlkunarhnit á mat

  • Veganréttir og makamál eru áberandi í fókus í fimmta hluta Svörtu sanda. Hér að sinni er varpað ljósi á klassíska klisju í morðsögugeiranum sem hér byrjar að laumast inn í Svörtu sanda, þegar tengingar við hundgamalt, dularfullt sakamál fara að birtast úr óvæntum áttum. Þá er aldeilis kannaður púlsinn á ástarmálum okkar fólks. Nú sitja allir helstu karakterar í súpunni, með salt í sári á meðan nokkrir þeirra slást um betri hamborgarann. Velkomin í 'Stóra sambandsþáttinn'.
    Á rammpökkuðum klukkutíma ræða Tómas og Baldvin viðbrögð við þáttunum hingað til, óvænta boðið á Berlinale á meðan sjálfskipaðri sóttkví stóð og þetta helsta sem að baki liggur og mögulega framundan í framvindu seríunnar.
    Þá biður Tómas leikstjórann um sambandsráð á meðan leitast er eftir svörum um hvernig það var að skjóta nektarsenu með °360 snúningi á kameru. Einnig er komið inn á almennt upplýsingaflæði í handritsgerð, hið ósagða á skjánum og ólíku pörin í sviðsljósinu.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Viðbrögð fólks á hægum bruna

    04:25 - Salómon púllar Shame-skotið

    07:45 - Þúsund orða svipur

    10:55 - Sambönd í súpunni

    19:25 - Steffí setur úrslitakosti

    23:40 - "Éttu skít"

    27:44 - Þagað yfir leyndarmálum

    30:50 - Gramsað í gömlum munum

    34:22 - Boð á Berlinale

    37:07 - Stóra, stóra málið

    42:02 - Tónar og krimmaþræðirnir

    45:54 - Góð vinaboð eða unglingaþras

    48:35 - Úr nánd í nýtt lík

    50:11 - Er komin pressa á 'payoff'ið?'

    57:37 - Börgerinn örlagaríki

    1:01:12 - Súpa af karakterum

    1:07:35 - Ólíkir kúltúrar

  • Í fjórða þætti er meira lagt á Anítu og vinnuálagið þegar lögreglan á Glerársandi neyðist til að taka á móti „hot-shottanum“ að sunnan og þungum farangri hans.
    Gústi er loksins kominn úr felum en óþægindin magnast þegar erfiðara verður að aðskilja starfið og einkalífið á meðan hitnar í kolunum hjá fleirum en bara makanum hans Gústa.
    Tómas og Baldvin hafa nóg til að stúdera enda markar fjórði kafli mikla gírskiptingu fyrir seríuna eins og hún leggur sig; þar sem speglanir, spíralar, fiðrildi og fuglar eru allsráðandi í andrúmsloftinu. Tómas kallar þetta „rómantískan farsakomedíuþriller.“
    Einnig eru kynlífssenur þáttarins skoðaðar út og inn ásamt umræðum um umdeilda hljóðvinnslu á frumsýningardegi fyrsta þáttar og sárum, ósögðum sannleikanum á bak við íslenska sendiferðabíla. Þá eru rök færð fyrir því hvort nokkuð eigi að spá í rauðsíldarfánann en þeirri spurningu er allavega svarað um hvernig tókst að finna nýja víkinginn í Ævari Þór.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Þetta intró rúlar

    00:23 - Kynlíf gefur tóninn

    01:31 - Steffí og sambandskrísan

    03:33 - Hott-sjottinn að sunnan

    05:36 - Lítill heimur minnkandi fer

    09:04 - Árekstur einkalífs og atvinnu

    15:32 - Salómon til bjargar

    18:42 - Mistök í hljóðvinnslu

    20:40 - Steffí keyrir hjónabandið áfram

    22:30 - Tímabært að svara spurningum

    32:31 - Núans í nándinni

    35:05 - Hin óútreiknanlega Elín

    41:20 - Spíralhringir og víkinga-Ævar

    46:12 - Hvernig á að flokka þættina?

    48:10 - Kvikmyndagerðarsenan á Akureyri í denn

    56:10 - Útlendingalosun ofl.

  • Leikstjórinn kallar þetta ‘Stóra lögguþáttinn’ og lýsir þessu sem brúarþætti. Hér eru eftirmálar teitisins, saga Lenu, kærastinn Stephen og óvæntur stjúpi í brennidepli, en dökkir baugar og fortíðardraugar eru allsráðandi í óvissunni framundan og að baki. Ýmist kraumar enn undir yfirborðinu enda skiptast helstu persónur nú á að fá sér kríu á meðan beðið er eftir óhjákvæmilegum suðupunkti í sakamáli og einkamálum.
    Þáttastjórnendur gramsa enn fremur í glundroðanum á Glerársandi og í hvað siglir hjá bæjarbúum. Samlíking Anítu og Elínar er tekin á nýtt stig og tekur Tómas stöðuna á því hjá hverjum rauðsíldarfáninn er staddur að sinni. Baldvin ræðir einnig gildrur í handritum lögguþátta og reynt er að komast til botns á því hvers vegna þriðji þáttur skoraði sérstaklega hátt hjá Bretum.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Intro-lagið er stutt, engar áhyggjur

    00:30 - Lognið á undan storminum og alvöru morðsaga

    03:10 - Full á vakt, stjúpinn og niðurtúrinn á eftir partíið

    07:00 - Stóri lögguþrátturinn og Stephen

    14:00 - Allir swinga á Glerársandi

    16:10 - Rauðsíldarfáninn

    22:15 - Brúin á milli

    29:11 - Hver er hreimurinn?

    31:00 - Úr catering á skjáinn

    32:45 - Allir eru að fá sér lúr

  • Í öðrum þætti Sandkorna eru rauðsíldarpælingar teknar á næsta stig á meðan andrúmsloftið á Glerársandi kraumar enn fremur með partíhaldi í nánd. Baksögur fara hægt og bítandi að skýrast en þó eru merki um að aðalsöguþráðurinn eigi enn eftir að skýrast.

    Tómas og Baldvin velta fyrir sér partísenur, svokallað „exposition“ í handritsgerð og gildrur slíkra reglna. Einnig bregða fyrir umræður um óséðar tæknibrellur, litamótíf, gegnumgangandi þemu og fleira sem gæti eða gæti ekki reynst mikilvægara eftir því sem lengra á líður.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Töff lag

    00:40 - Óséðar brellur

    03:03 - Hvar vorum við?

    06:40 - Hvað er að búbbla?

    09:58 - Dóra og graða bisnesskonan

    13:10 - Móðir, helvíti

    15:02 - Bjargvættur bæjarins

    18:35 - En hvað með Gústa?

    20:33 - Hvílíkt baðkar

    22:10 - Algjört partí

    27:37 - Hver í fjandanum er Davíð?

    29:09 - Brostu og skvísaðu þig í gang

    33:33 - Gott exposition og löggutal

    39:52 - Ræðan mikla

  • Baldvin Z og Tómas Valgeirsson grandskoða sjónvarpsseríuna Svörtu sanda í sameiningu. Tómas skoðar hvern þátt út frá sjónarmiði neytandans og spyr leikstjórann spjörunum úr og spyr leikstjórann spjörunum úr; stúdering beint frá áhorfanda til skaparans.

    Sýningar á þáttunum hófust á Stöð 2 á jóladag, 25. desember. Baldvin Z leikstýrir fyrir Glassriver, en auk hans skrifa Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson handritið. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson.

    Í fyrsta þætti Svörtu sanda kynnumst við helstu persónum sögunnar; Anítu, Elínu, Salómon, Fríðu, Gústa og Ragnari.

    Til að gefa tóninn á upphafi þáttanna og þeirra framvindu, ræðir Baldvin hér ýmsar upphafssögur, hvernig Tvídrangar (með mömmu) mótuðu hans kvikmyndaferil, hvernig tilurð Svörtu sanda og hljóðheimar þeirra lýsa sér, en þess að auki ræðir leikstjórinn um rassamælingarsenu sem að öllum líkindum brýtur blað í geira íslenskra morðsagna - og sé jafnvel fyrst sinnar tegundar.

    Þá koma einnig upp umræður um táknmyndir, falin páskaegg, vísbendingar og helstu uppskriftir rauðsílda í morðsögum.

    Efnisyfirlit:

    00:00 - Viti menn, intro-lag...

    00:40 - Tvídrangar með mömmu

    03:05 - Bíó erfiðara en sjónvarp

    08:20 - Morðsería með öðrum vinkli

    09:21 - Tónninn sleginn

    13:28 - Okkar Laura Palmer á fyrstu 8 mínútunum

    14:43 - Óeðlilega eðlilegt fólk

    18:33 - Ráðgjafinn Ragnar

    20:04 - Sólósöngur og spriklandi rauðsíld

    25:10 - Aníta og útlitið

    26:55 - Táknmyndir, litir og smáatriði

    29:00 - Gústi sendir Like þumal

    33:30 - Keimlíkt Kötlu, þó sterkara

    34:04 - Fríða og dauðsföll útlendinga

    35:44 - Hvorn myndirðu: Tomma eða Salómón?

    38:40 - Þögn í búri Elínar

    40:19 - Fyrstu viðbrögð og almenn samsetning

    41:30 - Þemu, fjólublár og söguleg rassamæling

    51:00 - Úr fjöri í alvöru

    56:00 - Uppstillingar persóna, kameru, en hvað svo?