Episódios
-
Sunnudagurinn 15. desember:
Synir Egils: Stjórnarmyndun, helstu verkefni og Píratar
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi, Oddný Harðardóttir fyrrverandi þingkona og Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og ræða stjórnarmyndun, verkefni nýrrar ríkisstjórnar og fréttir vikunnar. Þeir bræður taka stöðunni á pólitíkinni og reyna síðan að átta sig á stöðu Pírata með fólki úr þeirri hreyfingu: Birgitta Jónsdóttir stofnandi Pírata, Lenya Rún Taha Karim formaður Ungra Pírata, Þórólfur Júlían Dagsson sjómaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi fara yfir sögu, erindi og framtíð Pírata. -
Sunnudagurinn 8. desember:
Synir Egils: Fréttir og verkefni nýs þings og stjórnvalda
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan blaðamaður, María Sigrún Hilmarsdóttir fréttakona og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB og ræða fréttir og pólitík dagsins. Þeir bræður fara líka yfir sviðið í stjórnmálunum og fá líka til liðs tvo nýja þingmenn flokka sem standa í ríkisstjórnarmyndun. Pawel Bartoszek þingmaður Viðreisnar og Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Samfylkingar ræða hvaða verkefni bíða endurskipuðu þingi. -
Estão a faltar episódios?
-
Sunnudagurinn 1. desember:
Synir Egils: Uppgjör kosninga
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi, Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Ásgeir Brynjar Torfason ritstjóri Vísbendingar og Karen Kjartansdóttir ráðgjafi og gera upp kosningarnar og pólitíkina. -
Sunnudagurinn 24. nóvember:
Synir Egils: Pólitík, kosningar, sviptingar og umturnun
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi, Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður fara líka yfir stjórnmálin og fá síðan Boga Ágústsson fréttamann og Ólaf Þ. Harðarson prófessor til að fara yfir liðnar og komandi kosningar. -
Sunnudagurinn 17. nóvember:
Synir Egils: Pólitík, kosningar, öryggismál
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Rakel Þorbergsdóttir samskiptastjóri og fyrrverandi fréttastjóri, Róbert Marshall fjallamaður og fyrrum blaðamaður og Lára Zulima Ómarsdóttir upplýsingafulltrúi og fyrrum blaðakona og ræða æsispennandi og viðburðaríka viku í upphafi kosningabaráttu. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni með sínu nefi og ræða síðan við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri um öryggismál Evrópu og þar með Íslands í veröld sem tekur hröðum breytingum. -
Sunnudagurinn 10. nóvember:
Synir Egils: Kosningar, umpólun í stjórnmálum og framtíð vinstrisins
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan blaðamaður, Alma Mjöll Ólafsdóttir starfsmaður þingflokks Vg og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og sviptingar í pólitíkinni, hér heiman og vestan hafs. Þeir bræður taka líka stöðuna á pólitíkinni og ræða síðan við vinstra fólk um stöðuna á vinstrinu í okkar heimshluta. Bragi Páll Sigurðarson rithöfundur, Viðar Þorsteinsson fræðslu og félagsmálastjóri, Oddný Eir Ævarsdóttir rithöfundur, Kjartan Valgarðsson framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands og Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur velta fyrir sér framtíð vinstrisins í stjórnmálunum. -
Sunnudagurinn 3. nóvember:
Synir Egils: Kosningar, kappræður, kjaradeilur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Halla Gunnarsdóttir varaformaður VR, Sema Erla Serdaroglu aðjúnkt og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og ræða pólitík og samfélag í aðdraganda kosninga. Þeir bræður taka púlsinn á Alþingi og ræða síðan um verkföll í kosningabaráttu. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins greinir stöðuna í kjaraviðræðum. -
Sunnudagurinn 27. október:
Synir Egils: Kosningar, átök og deilur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Margrét Sanders bæjarfulltrúi, Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi og ræða stöðuna í aðdraganda kosninga á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þeir bræður taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseta til að fjalla um fjölmiðlamálið og Icesave í tilefni af útgáfu dagbóka sinna. -
Sunnudagurinn 20. október:
Synir Egils: Hasar í pólitíkinni, fallin ríkisstjórn, veikir flokkar og rísandi
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þær Sonja Þorbergsdóttir forseti BSRB, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Stefanía Óskarsdóttir prófessor. Þeir bræður ræða stöðuna í stjórnmálunum og fá líka fleiri gesti til að meta stöðuna: Ólaf Þ. Harðarson prófessor, Helgu Völu Helgadóttur lögmann og Líf Magneudóttur borgarfulltrúa. -
Sunnudagurinn 13. október:
Synir Egils: Stjórnarkreppa, kosningar, Samfylkingin
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi og Heimir Már Pétursson fréttamaður og fara yfir stöðuna í pólitíkinni. Vill einhver vera í þessari ríkisstjórn? Verður kosið fyrir jól? Þeir bræður fara líka yfir pólitíkina og það gerir líka Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar. Vill hún breyta stjórnarstefnunni og hvernig þá? -
Sunnudagurinn 6 . október:
Synir Egils: Pólitískur hræringar og Hrun
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins, Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri hjá Eflingu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni, veika stöðu ríkisstjórnar og flokkanna sem að henni standa. Þeir bræður fara yfir pólitíkina og ræða síðan um arfleið Hrunsins. Guðrún Johnsen hagfræðingur, Jón Þórisson arkitekt og Þorvaldur Logason sagnfræðingur ræða hvað hrundi og hvort nokkuð hafi verið reist við. -
Sunnudagur 29. september
Synir Egils: Byrlun, vinnumansal, pólitísk átök og skuldir ríkissjóðs
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Lára Zulima Ómarsdóttir almannatengill, Jón Gnarr listamaður og pólitíkus og Hjördís Rut Sigurjónsdóttir upplýsingafulltrúi og ræða fréttir vikunnar og stjórnmálaástandið. Þeir bræður munu taka púlsinn á pólitíkinni og síðan koma þrír þingmenn til að ræða stöðu ríkisfjármála, skuldasöfnun og vaxtabyrði: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir þingmaður Framsóknar, Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata, Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingar. -
Sunnudagurinn 22 . september:
Synir Egils: Samfélagslegur harmur, pólitískur skjálfti og húsnæðiskreppa
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona, Dagbjörg Hákonardóttir þingkona og Róbert Marshall leiðsögumaður og fara yfir fréttir vikunnar sem einkenndust af þungbærum fréttum og pólitískum óróa. Þeir bræður taka stöðuna á á pólitíkinni og síðan koma Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, María Pétursdóttir formaður húsnæðishóps ÖBÍ og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða viðvarandi húsnæðiskreppu, aðgerðaleysi stjórnvalda og hvað sé til ráða. -
Sunnudagur 15. sept
Synir Egils: Fjárlög, vaxtaokur og fallvölt ríkisstjórn
Gestir verða Bogi Ágústsson, Ingibjörhg Sólrún Gísladóttir, Jakob Frímann Magnússon og Ólafur Þ. Harðarson. Vettvangur dagsins, Bogi, Ingibjörg og Jakob. Pólitík dagsins, vaxtaokur bankanna, aðför að heimilum, fjárlög. Seinni hluti Ólafur. Staða ríkisstjórnarinnar, lifir hun eða deyr. Heldur Samfylkingin fylginu eða hrapar hún? Hvað með flokkanna sjálfa? T.d. Sósíalistaflokkinn? -
Sunnudagurinn 8 . september:
Synir Egils: Ofbeldi, innflytjendur, pólitík, verkó og mótmæli
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður, Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri og Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun og ræða fréttir vikunnar og stöðuna í pólitíkinni. Þeir bræður greina stöðuna og síðan koma þau Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ragnar Þór Jónsson formaður VR og segja hvers vegna stærstu heildarsamtök launafólks sameinast í mótmælum við þingsetningu.
Vettvangur dagsins:
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og fyrrum þingmaður
Ragnheiður Ríkharðsdóttir fyrrum þingkona og bæjarstjóri
Þóra Arnórsdóttir forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun
Bræður spjalla
Mótmæli
Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB
Ragnar Þór Jónsson formaður VR -
Sunnudagurinn 1. september
Synir Egils: Pólitískt umrót, efnahagslægð, lífskjarakrísa og kjaradeilur
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helga Vala Helgadóttir lögmaður, Helgi Seljan rannsóknarritstjóri Heimildarinnar og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða fréttir vikunnar, umrót í stjórnmálum, efnahagslægð og lífskajarakrísu. Að því loknu ræða þeir bræður stöðuna í pólitíkinni og síðan koma þær Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM, Svana Helen Björnsdóttir, formaður Félags verkfræðinga og Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins og ræða stöðu kjaramála stétta með lausa samninga. -
Sunnudagurinn 25 . ágúst:
Synir Egils: Hægrið, pólitíkin, skólamál og Framsókn
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Sigríður Á. Andersen lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður og ráðherra, Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg og Þórður Gunnarsson hagfræðingur og ræða pólitísk landslag á Íslandi og víðar og ekki síst þær umbreytingar sem hægrið gengur í gegnum. Þá mun Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra svara spurningum Gunnars Smára og Björn Þorlákssonar og í lokin fara þeir bræður yfir stöðu mála. -
Sunnudagurinn 18. ágúst:
Synir Egils: Óvinsæl ríkisstjórn veikra flokka, verðbólga og okurvextir
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Drífa Snædal, talskona Stígamóta, Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og Þórður Snær Júlíusson, fyrrum ritstjóri Heimildarinnar og ræða veika stöðu stjórnarflokkanna og forystukreppu innan þeirra, helstu verkefni stjórnmálanna í vetur, harðnandi tón í kjaramálum lækna, kennara og annarra menntaðra stétta, viðvarandi verðbólgu og háa vexti. Á eftir taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni. -
Synir Egils: Pólitískar sveiflur vestan hafs og austan og hér líka
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Ögmundur Jónasson fyrrum þingmaður og ráðherra og ræða pólitík og samfélag, aldna forsetaframbjóðendur, lausn Julian Assange, veika stöðu Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni. -
Sunnudagurinn 23 . júní:
Synir Egils: Þinglok, goslok og endalok sumra flokka
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Benedikt Erlingsson leikstjóri, Brynjar Níelsson lögmaður og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og ræða stöðu ríkisstjórnar og stjórnmálaflokka í þinglok, afgreid og óafgreidd mál á Alþingi, togstreitu í samfélaginu og átök. Þeir bræður munu síðan taka púlsinn á pólitíkinni. - Mostrar mais