Episódios
-
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt sem skiptir raunverulega máli fyrir kosningarnar á laugardaginn. Við förum yfir kosningabaráttuna, hvernig næstu tveir sólarhringar gætu litið út, tíðindi af vettvangi stjórnmálann sem okkur bárust á meðan upptöku stóð, skróp nokkurra flokka á kosningafundi á Suðurlandi og margt margt fleira.
-
Björn Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fara yfir stöðuna þegar fjórir dagar eru í kosningar. Rætt er um það sem helst skiptir máli, það sem ekki hefur verið fjallað um í aðdraganda kosninga, hvort eitthvað hafi komið á óvart, skoðanakannanir og fleira. Við tökum einnig snúning á kosningaprófi Viðskiptaráðs sem yfir 10.000 manns hafa tekið þátt í, hvaða málefni brenna helst á fólki og hver ekki. Þá er tilkynnt um kosningazone Þjóðmála, en Þjóðmál mun ásamt öðrum vera í beinni útsendingu á kosninganótt og flytja landsmönnum helstu tíðindi þegar talið er upp úr kössunum.
-
Estão a faltar episódios?
-
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson mæta glaðir í bragði eftir Hátíðarkvöld Þjóðmála. Við ræðum um þau verðlaun sem Þjóðmál veitti aðilum úr atvinnulífinu og helstu rökum á bakvið þau. Þá er einnig fjallað um stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni, stöðuna í aðdraganda kosninga, umræðuna um evrópusambandsaðild og margt fleira.
-
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson frá Morgunblaðinu fara yfir stöðuna í aðdraganda kosninga, hvernig næstu tvær vikur kunna að líta út, helstu málefnin sem fjallað er um í kosningabaráttunni, fjölmiðlaumfjöllun um kosningarnar, hvaða áhrif komandi vaxtaákvörðun kann að hafa og margt fleira sem vert er að fjalla um þegar tæpar tvær vikur eru í kosningar.
-
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Hörður Ægisson ræða um það hvaða áhrif séríslenskar reglur og háir skattar hafa á fjármálakerfið – og að lokum viðskiptavini bankanna. Þá er einnig rætt um líkurnar á stýrivaxtalækkun í næstu viku, gagnrýni Benedikts og annarra á vaxtastefnu Seðlabankans, stöðu heimila og fyrirtækja út frá sjónarhorni bankanna, horfurnar í hagkerfinu, stöðuna á hlutabréfamarkaði og margt fleira.
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson tekur kaffispjall í Þjóðmálastofunni. Við förum yfir úrslit kosninganna í Bandaríkjunum og það hvað kann að skýra niðurstöður þeirra, tökum stöðuna hér heima, ræðum um óhamingjusama vinstri menn og hægri menn sem eru seinþreyttir til vandræða, um þjóðarstolt og alþjóðahyggju og margt fleira.
-
Við heimsækjum Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra Kerecis, á Ísafjörð í aðdraganda fundar sem haldinn er á vegum Innviðafélags Vestfjarða. Rætt er um stöðuna á Kerecis eftir söluna í fyrra, verðmætasköpun á landsbyggðinni, mikilvægi þess að treysta samgöngur og aðra innviði og margt fleira.
Myndina á forsíðu þáttarins tók Eyþór Árnason fyrir Viðskiptablaðið.
-
Sigurður Hannesson og Björn Ingi Hrafnsson ræða um viðhorf stjórnmálaflokkanna til atvinnulífsins, hvað hefur borið á góma í kosningabaráttunni sem snýr að atvinnulífinu og fleira. Við förum yfir það helsta sem kom fram á fundi Samtaka iðnaðarins með formönnum flokkanna sem haldinn var í vikunni, umræðu um orkuframleiðslu, skatta, skipulagsmál og margt fleira. Þá er rætt um hið svonefnda ehf-gat sem sumir stjórnmálamenn telja sig þurfa að fylla, hvaða þýðingu kjör á nýjum forseta í Bandaríkjunum hefur fyrir Ísland og margt fleira.
-
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ræðir um nokkur atriði sem brenna nú á fólki hvað varðar heimilisbókhaldið, endurfjármögnun lána, einkaneyslu í verðbólgu, aðgengi að húsnæðismarkaði, kauphegðun á tilboðsdögum, hvort að tekjuskattskerfið sé til þess fallið að draga úr áhuga fólks að vinna og margt fleira.
-
Andrea Sigurðardóttir og Þórður Gunnarsson ræða um allt það helsta á vettvangi stjórnmálanna, hvernig fylgi flokka er að þróast, hvernig kosningabaráttan er háð, deilur innan Samfylkingarinnar, hvaða áhrif niðurstöður kosninga hafa á fjármál stjórnmálaflokkanna og margt fleira. Þá er greint frá nýrri könnun sem unnin var fyrir Þjóðmál, þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess að Dagur B. Eggertsson, fv. borgarstjóri, tæki sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar.
-
Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, ræðir um allt það helsta sem snýr að bandarísku forsetakosningunum sem fara fram í næstu viku, af hverju fylgi frambjóðenda hefur þróast með þeim hætti sem nú er, hvernig kosningabaráttan hefur verið, hvað hefur komið á óvart, hverjar áherslurnar eru, hvaða þjóðfélagshópar styðja hvern og margt fleira.
-
Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq Minerals, og Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur og fjárfestir, fjalla um orkunýtingu, þörfina á aukinni orkuframleiðslu, samhengi orkunýtingu og lífskjara, áskoranir sem bæði Íslandi og heimurinn allur standa frammi fyrir, nýtingu málma og margt fleira sem snýr að orku og auðlindarmálum. Þá er fjallað um nýafstaðinn málfund Þjóðmála um sama erindi sem haldinn var í síðustu viku.
-
Hörður Ægisson og Örn Arnarson fara yfir allt það helsta sem er að gerast í viðskiptalífinu og stjórnmálunum. Rætt er um vandræði Controlant, þungan rekstur Play, uppgjör bankanna, dyggðarskreytingu LSR, fordæmalausa húsleit vegna bílalúguapóteka, ný nöfn sem eru að koma fram í pólitíkinni og margt fleira.
-
Andrés Magnússon fer yfir allt það helsta sem er að eiga sér stað á vettvangi stjórnmálanna þessa dagana. Hvernig kosningabaráttan mun þróast, hvort eitthvað hafi komið á óvart enn sem komið er, hvernig raðast á lista og hvaða aðferðum er beitt til þess, hvaða þingmenn eru að kveðja og hvort að ný nöfn muni vekja athygli, hvernig fylgi flokkanna kann að þróast og margt fleira.
-
Upptaka frá Kosninga-Bjórkvöldi Þjóðmála sem fram fór á Kringlukránni 16. október. Örn Arnarson, Þórður Gunnarsson, Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna, hvort og þá hvaða áhrif komandi kosningar hafa á efnahagsmálin og mögulegt vaxtalækkunarferli, umræðu um skattamál, hvaða mál verða helst á dagskrá í kosningabaráttunni, stjórnarslitin og atburði síðustu daga, hvaða nýju nöfn við munum mögulega sjá á framboðslistum næstu daga og margt fleira.
-
Ríkisstjórnin er sprungin aðeins viku eftir að Svandís Svavarsdóttir tekur við formennsku í VG. Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir atburði dagsins, kosningabaráttuna sem er framundan, stöðu flokkanna, þau hjaðningavíg sem kunna að eiga sér stað innan einstakra flokka og margt annað sem snýr að stjórnarslitum og komandi kosningum.
-
Björn Ingi Hrafnsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðu ríkisstjórnarinnar sem virðist komin á endastöð. Við veltum vöngum yfir því sem kann að eiga sér stað næstu daga, af hverju staðan er orðin með þessum hætti, hvort og þá hvaða flokkar eru tilbúnir í kosningar, þingmenn sem virðast á útleið og margt annað sem snýr að stjórnmálunum.
-
Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og fv. sendiherra, fer yfir stöðuna fyrir botni Miðjarahafs nú þegar ár er liðið frá árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á Ísrael, hvernig mál hafa þróast á árinu sem liðið er, hvað kunni að vera framundan og hvaða áhrif þetta hefur á alþjóðakerfin. Þá er einnig farið yfir stöðuna á innrás Rússa inn í Úkraínu, veika stöðu Úkraínumanna, hvernig stuðningur vesturlanda á eftir að þróast, komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum og fleira. Loks er rætt skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum sem Albert hefur fjallað nokkuð um á liðnum mánuðum.
-
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um stýrivaxtalækkun Seðlabankans, hvaða áhrif hún hefur og hvernig næstu skref gætu litið út, um ágreining innan peningastefnunefndar, undarlegan upplýsingafund og margt fleira. Þá er rætt um hegðun lífeyrissjóða vegna netverslunar með áfengi, nýtt frumvarp sem hefur verið lagt fram í þeim efnum, ráðgjafa sem maka krókinn vegna nýrra reglna um sjálfbærniskýrslur, fréttir Rúv um látna menn sem eru ríkismiðlinum ekki þóknanlegir, hugmyndir um bann við auglýsingum og margt fleira.
-
Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson ræða um stöðuna í stjórnmálunum, ný andlit sem hafa litið dagsins ljós í vettvangi stjórnmálanna, nýjasta Þjóðarpúlsinn og hvaða áhrif breytingar á fylgi flokkanna geta haft, hvernig ríkisstjórnarsamstarfið mun þróast, hvers vænta megi næstu vikur og fleira. Þá er rætt um flugskeytaárás Írana á Ísrael sem átti sér stað á meðan upptöku þáttarins stóð.
- Mostrar mais