Islândia – Podcasts populares
-
Í þáttunum fylgir Jóhannes Kr. Kristjánsson kynferðisbrotadeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir í um tveggja mánaða skeið.
-
Þetta hlaðvarp er fyrir þá sem hafa áhuga á fyrirtækjarekstri, fjármálum, fjárfestingum og að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Í þáttunum setjumst við niður með íslenskum frumkvöðlum, viðskiptamönnum og einstaklingum sem hafa þorað að elta sína drauma og hafa náð langt á sínu sviði. Við förum yfir þeirra sögu, velgengnina og mistökin. Meira um hlaðvarpið inn á www.islenskidraumurinn.is
-
Fyrrum fréttakonurnar Þórhildur Þorkels og Nadine Yaghi rifja upp áhugaverð fréttamál og fjalla um þau á mannlegum nótum.
-
Grjótkastið. Fréttaskýringar, pistlar og viðtöl um málefni líðandi stundar. Dagbókarbrot.
-
Komið gott með Ólöfu Skaftadóttur og Kristínu Gunnarsdóttur.
-
Þrjár tvíburamæður með munnræpu.
Deilum reynslu okkar á tvíburum ásamt því að fá til okkar frábæra viðmælendur sem allir eiga það sameiginlegt að vera foreldrar. -
Birkir Karl Sigurðsson & Leifur Þorsteinsson ásamt gestum.
Fyrirspurnir: [email protected] -
Halldóra Geirharðsdóttir og Steinunn Ólína hafa marga fjöruna sopið, stundum saman, stundum sundur. Nú í miðju lífsins er tiltekt innra jafnt sem ytra efst á baugi og því ætla þær að bera saman bækur sínar í orðsins fyllstu merkingu.
Þær ætla að byrja á því að gera rassíu í bókaskápunum. Skilja sauði frá höfrum, finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl.
Í hverjum þætti draga þær fram skruddur og meta hvort nauðsynlegt sé að eiga skræðuna áfram, hvort lærdómur hafi verið meðtekinn eða alls ekki.
Fer hún í öndvegi, í Hirðinn, eða er öruggast að brenna hana á báli?
Rannsóknarspurningin er: Eiga, eyða eða gefa?
Því einhvers staðar þarf tiltektin að byrja!
-
Einmitt eru samtöl á sunnudagsmorgnum þar sem Einar ræðir við áhugaverða einstaklinga úr öllum áttum um smelli og skelli á lífsins svelli.
-
Hlaðvarpið sem hefur svalað forvitni íslendinga um sannsöguleg sakamál síðan 2019.
• www.illverk.is
• #illverkpodcast
• [email protected] -
Félagsleg, andleg og líkamleg heilsa, velsæld og vinnustaðir, heilbrigðisvísindi, meðferð og ráðgjöf – ekkert er Auðnast óviðkomandi í þessum málaflokkum. Í hverjum þætti fara Ragnhildur og Hrefna yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja.
Í hlaðvarpsþáttunum taka þær Hrefna og Ragnhildur einnig á móti góðum gestum. Fagfólk sem sest í stólinn hjá þeim mun ræða um fjölbreytt málefni líðandi stundar, út frá fræðum og reynslu.
Ef þú hefur áhuga á að bæta líf þitt og heilsu, leggðu við hlustir.
Ragnhildur er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd. Hún er auk þess með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum þar sem hún lagði áherslu á samningatækni.
Hrefna Hugosdóttir er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, sérfræðingur í vinnuvernd og sáttamiðlari.
Saman stofnuðu þær Auðnast árið 2014 í þeim tilgangi að efla heilsu og velsæld fólks.
Auðnast vinnuvernd aðstoðar þinn vinnustað í að vera leiðandi í öflugu vinnu- og heilsuverndarstarfi. Við leggjum áherslu á árangur og arðsemi með því að efla félagslegt öryggi og sjálfbærni. Við beinum sjónum okkar m.a. að heilsu, samskiptum, streitu, fjarvistum og félagslegri sjálfbærni. Með nánu samstarfi og samvinnu búum við til framúrskarandi vinnustaði með betra umhverfi fyrir starfsfólk. og framúrskarandi vinnustaði.
Auðnast klíník veitir meðferð og ráðgjöf í þeim tilgangi að efla líðan, öryggi og heilsu fólks -
Í Skuggavaldinu ræða prófessorarnir Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir saman um hvaðeina er viðkemur samsæriskenningum. Samfara örum samfélagsbreytingum hefur samsæriskenningum hratt vaxið fiskur um hrygg, svo sem í kjölfar Brexit, stjórnartíðar Donalds Trump og COVID-faraldursins. Samsæriskenningar eru þó ekki nýjar af nálinni, heldur hafa þær fylgt manninum frá öndverðu og nærast á þörf til að greina hulið skipulag í óreiðu.
Framleitt af Tal. -
Bakherbergið er nýtt hlaðvarp um stjórnmál. Þórhallur Gunnarsson og Andrés Jónsson hleypa ljósi inn í bakherbergi landsins, fjalla um það sem gerist að tjaldabaki og setja umfjöllun fjölmiðla í samhengi - allt með aðstoð góðra gesta.
-
Fjölskyldusögur er hlaðvarp þar sem góðir gestir segja valdar sögur af sinni fjölskyldu.
Umsjón með þáttunum hefur Guðrún Katrín Jóhannesdóttir félags- og fjölskyldufræðingur.
Stef: Einar Snorri -
Hér er rætt hispurslaust um stjórnmál, efnahagsmál, menningu og annað tengt þjóðmálum.
-
Hlaðvarp
-
Spjöllum saman um morð, mannshvörf, raðmorðingja og dularfull dauðsföll sem eru bæði leyst eða óleyst mál! Nýr þáttur kemur út alla miðvikudaga. Þú finnur okkur á facebook og instagram: Morðskúrinn.
www.pardus.is/mordskurinn -
Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli sé elsti súr á Íslandi og hvar er hann að finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Birta Líf og Sunneva Einarsdóttir fara yfir allskonar skemmtileg málefni sem tengjast hinum vestræna heimi.
-
Trivíaleikarnir færa pub quiz stemninguna beint heim til þín, hvar sem þú ert og hvað sem þú ert að gera. Tvö tveggja manna lið etja kappi í léttri og skemmtilegri spurningakeppni þar sem spurningar um allt milli himins og jarðar dynja á keppendum. Hvort sem þú elskar pub quiz og spurningaspil eða veist varla hvað Gettu Betur er, að þá er eitthvað fyrir þig í Trivíaleikunum. Hlustaðu, hlæðu með okkur og lærðu eitthvað nýtt í leiðinni.
Fáðu fleiri þætti með áskrift á Patreon: https://www.patreon.com/trivialeikarnir - Mostrar mais