Episódios
-
Gestur þáttarins hjá mér í dag er Rósa Richter. Rósa starfar sem sálfræðingur og EMDR meðferðaraðili hjá EMDR stofunni og aðstoðar þar bæði börn og fullorðna við að vinna á hlutum eins og: Áföllum og áfallastreituröskun Tenglsavanda Þunglyndi Kvíða Fíknivanda Meðvirkni Í þættinum ræðum við um margt sem viðkemur andlegri heilsu og áföllum. Hlutir eins og hvað er EMDR meðferð og hvernig virkar hún til að vinna í áföllum. Hvað eru áföll, hvernig getum við hugað betur að andlegri heilsu, unnið á kvíða og margt fleira.
-
Í þessum þætti ræði ég ákveðið málefni sem ég tel hafa fengið of aðeins of litla athygli. Þá sérstaklega hjá þeim sem stunda reglulega þjálfun og hreyfingu.
Þetta eru sölt og steinefni.
Í þættinum ætla ég að fara yfir hvað þetta er nákvæmlega, afhverju þetta ætti að skipta þig máli, hvort þú ættir að auka inntöku eða minnka inntöku á þessum efnum, hvernig þá og af hverju.
Sömuleiðis fer ég yfir af hverju ég er ósammála hefðbundnum ráðleggingum um að við ættum að lágmarka saltneyslu fyrir bætta heilsu. -
Estão a faltar episódios?
-
Föstur hafa lengi verið talin allrameina bót. Á síðustu árum hafa allskyns mismunandi föstur eins og 16:8, 5:2 og fleiri vaxið gríðarlega í vinsældum. Föstur eru taldar bæði stuðla að bættri heilsu og hjálpa fólki að losna við aukakílóin og komast í betra form.
Föstur hafa þó sína "skuggahlið". Hlutir sem fáir tala um en eru gríðarlega mikilvægir þegar kemur að ákvörðuninni um hver eigi að fasta yfir höfuð og hver ekki, hversu lengi og hvenær.
Í þessum þætti varpa ég ljósi á þær skuggahliðar fasta sem enginn talar um. -
Frá því ég byrjaði að þjálfa fólk fyrir að verða 10 árum síðan hef ég uppgötvað ákveðið mynstur sem virðist sameiginlegt milli allra þeirra sem eiga erfitt með að koma sér í form og viðhalda því til lengri tíma.
Í þessum þætti uppljóstra ég þessu mynstri ásamt nokkrum conceptum sem munu gera þér kleift að léttast og komast í betra form svo gott sem áreynslulaust.
-
Í þessum þætti ræði ég við fjölmiðladrottninguna og lögfræðinginn Þórdísi Valsdóttur. Ég kynntist Þórdísi fyrst þegar hún kom til mín í einkaþjálfun og fékk þar innsýn í hennar áhugaverðu sögu. Í þættinum spjöllum við um hvernig fortíð hennar og æskuáföll hafa mótað hana, hvernig hún hefur lært að nota hreyfingu til að umturna andlegri heilsu sinni og vegferðin hennar með kvíða- og þunglyndislyf og fleira. Komdu í áskrift á 360 Heilsa hlaðvarpinu með því að smella hér: www.360heilsa.is/hladvarp Samstarfsaðilar þáttarins: NUUN Electrolytes - fáanlegt í helstu matvöruverslunum, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu Pure Natura (kóði "360heilsa" f. 15% afslátt) - Fáanlegt á purenatura.is, Hagkaup, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu
-
Í þessum þætti fékk ég til mín þær Hrafnhildi og Unni, stofnendur Hugarfrelsis.
Hugarfrelsi stendur fyrir ýmis konar fræðslu, námskeiðum og fyrirlestrum þar sem börnum, unglingum, foreldrum og fagfólki er kennt að nota einfaldar aðferðir til að efla sjálfsmynd og vellíðan.
Í þættinum fékk ég að kynnast betur þeirra hugmyndafræði og hvernig við getum tekið meiri ábyrgð á eigin lífi og öðlast aukið hugarfrelsi.Þær vilja bjóða öllum hlustendum hlaðvarpsins 15% afslátt af nýju netnámskeiði sem þær voru að gefa út sem heitir "Veldu". Frábært námskeið fyrir ungt fólk. - Kóði: 360heilsa
www.hugarfrelsi.is-------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.purenatura.is - kóði "360heilsa" f. 15% afslátt
Kryddhúsið - www.kryddhusid.is -
Í þættinum í dag fékk ég til mín stofnendur fyrirtækisins Andagift, Láru Rúnars og Tinnu Sverris. Andagift snýr að því að efla andlegt heilbrigði og vellíðan með viðburðum og námskeiðum eins og:
– Möntrukvöld
– Kakó athafnir
– Retreat
– Andagift festival
– Innri VeröldÍ þættinum förum við yfir þetta alltsaman ásamt þeirra vegferð, almennum pælingum um andlega heilsu, geðrækt og fleira.
-------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.purenatura.is - kóði "360heilsa" f. 15% afslátt
Kryddhúsið - www.kryddhusid.is -
Gestur þáttarins í dag er kennarinn, rithöfundurinn, matreiðslukonan og heilsufrumkvöðullinn Ebba Guðný eða Pure Ebba. Ebba hefur gefið út þrjár vinsælar bækur, "Eldað með Ebbu" uppskriftarbækur og síðan "Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?"
Í þættinum fórum við yfir matarmál barna, heilsuvegferð Ebbu og almenna umræðu um heilbrigðan lífsstíl.------------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.purenatura.is - kóði "360heilsa" f. 15% afslátt
Borðum betur - www.360heilsa.is/bordumbetur -
Gestur þáttarins í dag er Þóra Hlín Friðriksdóttir. Þóra er fyrrum starfandi hjúkrunafræðingur en hefur í dag snúið athyglinni alfarið að fyrirbæri sem kallast KAP eða Kundalini Activation Process. Í þættinum förum við yfir hvað KAP er, hver hugsunin er á bakvið það og af hverju fólk ætti að stunda KAP.
Þóra Hlín kennir KAP tímana sína í Sólir á Granda.--------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.purenatura.is - kóði "360heilsa" f. 15% afslátt
Kryddhúsið - www.kryddhusid.is -
Gestur þáttarins í dag er Kristján Oddsson, bóndi að Neðra Hálsi í Kjós. Kristján er mikill frumkvöðull í lífrænni ræktun á Íslandi og einn eiganda fyrirtækisins Bióbú sem sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkurafurðum.
-----------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.purenatura.is - kóði "360heilsa" f. 15% afslátt
Veristable blóðsykursmælir - www.360heilsa.is/veristable
-
Gestur þáttarins í dag er fótboltamaðurinn, kennarinn og heimspekingurinn Arnór Sveinn Aðalsteinsson. Við förum um víðan völl og ræðum um alls kyns mál tengd heilsu. Vegferð hans frá vegan lífsstíl í að borða aftur kjöt, hvernig hann leysti meiðslavandamál í fótum með því að vera berfættur og mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi.
---------
Samstarfsaðilar þáttarins:
Toppur
www.canivore.is/budin
Veri-Stable blóðsykursmælir (www.360heilsa.is/betriblodsykur) -
Bergsveinn ólafsson er gestur þáttarins í dag. Beggi er með MSc í Hagnýtri jákvæðri sálfræði og þjálfunarsálfræði, fyrirlesari, fyrrum fótboltamaður og mikill spekingur. Í þættinum spjölluðum við um nýju bókina sem hann var að gefa út, 10 skref að innihaldsríkara lífi og köfuðum ofan í hvernig við getum öðlast innihaldsríkara líf og af hverju það skiptir meira máli heldur en hamingjuríkt líf. Bókin hans er fáanleg í öllum helstu bókaverslunum, hagkaup, nettó og fleiri stöðum og fyrir þá sem hafa áhuga býður hann einnig upp á tíma í þjálfunarsálfræði sem hægt er að finna á vefsíðunni hans beggiolafs.com ---------- Samstarfsaðilar þáttarins:
www.kryddhusid.is -
Gestur þáttarins er hómópatinn Guðný Ósk Diðriksdóttir. Guðný lærði hómópatíu við The College of Practical Homeopathy, í Bretlandi, 1999-2003 og er einn af stofnendum hómópatíuskóla á Íslandi, Iceland School of Homeopathy. Ásamt því að starfa sem hómópati, rekur Guðný Ósk Heildræna heilsu ehf og heldur úti vefsíðunni www.heildraenheilsa.is þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar og fræðslu tengdri hómópatíu. Guðný hefur síðan einnig skrifað bækurnar Meðganga og fæðing með hómópatíu og Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu sem voru gefnar út árið 2010 og 2011. -------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON skór
www.purenatura.is - 15% afsláttur af PN vörum m. kóða "360heilsa"
www.360heilsa.is/fyrirlestrar - Bókaðu heilsufyrirlestur fyrir þitt fyrirtæki
-
Gestur þáttarins í dag er Haraldur Erlendsson Geðlæknir. Fæddur í Kaupmannahöfn og uppalinn í Reykjavík. Útskrifaður úr læknadeild háskóla Íslands Tók nám í taugalækningum í London og lærði síðan geðlækningar í Bretlandi um árið 2000. Haraldur starfaði í rúm 10 ár sem geðlæknir í bretlandi þar til hann flutti til íslands árið 2012 og tók þar við störfum sem yfirlæknir og forstjóri á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði en hefur í dag hafið sinn eigin stofurekstur í kópavogi. Hann heldur einnig uppi vefsíðunni www.télos.is Haraldur er einstaklega áhugaverður maður að ræða við. Uppfullur af fróðleik, visku og augljósri ástríðu fyrir starfi sínu. Við könnuðum ýmsar hliðar á mismunandi málefnum og köfuðum meira að segja út í umdeilt málefni um notkun vitundavíkkandi efna eins og LSD eða sveppa sem meðferðartól í geðlækningum og sálfræði. Haraldur hefur síðastliðin ár verið að viða að sér nýjustu fræðum þessara efna og vill meina að þetta gæti verið virkilega öflugt og jafnframt skaðlaust tól til bættrar andlegrar heilsu fólks.
-----------------Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON skór
www.360heilsa.is/fyrirlestrar - Bókaðu fyrirlestur fyrir þitt fyrirtæki
-
Gestur þáttarins er Lukka Pálsdóttir, sjúkraþjálfari, einkaþjálfari og stofnandi heilsuveitingastaðarins Happ. Í dag hefur hún stofnað fyrirtækið www.greenfit.is sem snýr að fyrirbyggjandi lausnum til að bæta heilsu og hámarka árangur.
Við Lukka ræðum um ýmsa hluti sem þarf að huga að þegar kemur að heilsu eins og blóðsykurstjórnun, hvaða næringarefni er algengt að fólki vanti ásamt hvernig við getum bætt heilsuna okkar á einfaldan og skilvirkan máta.----------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON skór
www.purenatura.is - 25% afsláttur af vörum m. kóða "360heilsa"
www.360heilsa.is/fyrirlestrar - Bókaðu fyrirlestur fyrir þitt fyrirtæki
-
Hvað er hægt að gera til að halda svefninum og heilsunni í standi samhliða vaktavinnu.
----------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON skór
www.carnivore.is/budin
www.purenatura.is - 25% afsláttur af vörum m. kóða "360heilsa"
www.360heilsa.is/fyrirlestrar - Bókaðu fyrirlestur fyrir þitt fyrirtæki
-
Héðinn Unnsteinsson er stefnumótunarsérfræðingur með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Hann starfaði sem stefnumótunarsérfæðingur í forsætisráðuneytinu 2010 til 2018 og var formaður stefnuráðs Stjórnarráðsins.
Héðinn starfði áður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Hann hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum og er í dag formaður Geðhjálpar. -----------------Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON hlaupaskór
www.purenatura.is - 15% afsláttur af PN vörum m. kóða "360heilsa"
-
Heilbrigðisstofnanir og sérfræðingar leggja gjarnan áherslu á mikilvægi þess að borða "fjölbreytt". Samanber fæðuhring landlæknisembættisins. En er það í raun og veru mikilvægt? Hvernig borðuðum við fjölbreytta fæðu hér áður fyrr þegar lítið úrval var af fjölbreyttri fæðu? Þetta og fleira spjalla ég um með Ævari Austfjörð. Til að lesa pistil hans um málefnið smelltu hér: https://bit.ly/2FyYdAA
------------------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON hlaupaskór
www.purenatura.is - 25% afsláttur af PN vörum m. kóða "360heilsa"
-
Eru kaloríutalningar og algengir matarkúrar skilvirk leið að bættu fitutapi?
Ekki að mínu mati. Hér kem ég með aðrar uppástungur um hvernig þú getur náð áreynslulausu fitutapi og bættri heilsu án þess að svelta þig eða telja ofan í þig hitaeiningarnar.----------------
Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvorur.is - ON skór
www.carnivore.is/budin
www.purenatura.is - 25% afsláttur af vörum PN m. kóða "360heilsa"
-
Gestur þáttarins er Birna G. Ásbjörnsdóttir. Birna er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey Háskóla og hefur lokið áföngum í gagnnreyndum heilbrigðisfræðum við Oxfordháskóla.
Birna starfar í dag sem ráðgjafi og heldur reglulega fyrirlestra og námskeið hérlendis og erlendis.
Þú getur fundið frekari upplýsingar um Birnu á www.jorth.is
-----------
Samstarfsaðilar þáttarins:
www.sportvörur.is - ON hlaupaskór www.purenatura.is - 25% afsláttur af purenatura vörum m. kóða "360heilsa" - Mostrar mais