Episódios
-
Hvíld er mikilvæg grunnforsenda þegar kemur að því að nýta sköpunargleði, efla þrautseigju og komast farsællega gegnum streituvaldandi tímabil. Í þessum þætti verður farið yfir margvíslegar útgáfur af hvíld og hvernig þær nýtast með ólíkum hætti eftir því hvaða verkefni þú ert að fást við hverju sinni.
-
Að setja mörk er eitthvað sem við þekkjum öll en i þessum þætti förum við yfir það hvernig mörk eru mikilvæg þegar kemur að heilbrigði og vellíðan.
-
Estão a faltar episódios?
-
Parsambönd- Hvernig líður ykkur í samskiptum?
Við skyggnumst inn á Auðnast klíník og förum yfir algengar áskoranir í parsamböndum þegar kemur að samskiptum.
Við skoðum ógagnlegar aðferðir í samskiptum en leggjum líka til gagnlegar leiðir sem öll pör geta tileinkað sér.
Ekki láta þennan framhjá þér fara ef þú ert í parsambandi.
-
Félagsleg heilsa – Ertu nokkuð að gleyma henni?
Í þessum þætti ræðum við um mikilvægi félagslegra tengsla bæði í vinnu og einkalífi. Við skoðum hvað einkennir góða félagslega heilsu og hvernig vinnustaður getur með fimm einföldum leiðum eflt hana. Að auki forum við yfir skotheld ráð þegar kemur að því að efla og hafa eftirlit með þinni eigin félagsleguri heilsu
-
Þrautseigja – Er hægt að þjálfa það?
Í þessum þætti beinum við athyglinni að því hvernig best er að takast á við krefjandi aðstæður á sem heilbrigðastan hátt, þannig að það hjálpi okkur frekar en hindri. Við skoðum hvað fræðin leggja til og hvernig þú getur tileinkað þér aðferðir sem henta bæði í leik og starfi.
-
Kulnun – Hvað er mikilvægt að vita.
Í þessum þætti köfum við ofan í viðfangsefnið kulnun og hvernig það getur birst með margvíslegum hætti inn á vinnustað.
Við ræðum hvað stjórnendur og starfsfólk geta gert til að sporna gegn kulnun en líka hvernig hægt er að grípa inn í þegar við upplifum vanlíðan fólks á vinnustað.
-
Geðheilbrigði og vinnustaðurinn.
Í þessum þætti ræðum við hvers vegna það skiptir máli að vinnustaðir hlúi að geðheilbrigði starfsfólks, skoðum rannsóknir og kynnum praktísk ráð þegar kemur að góðri geðheilsu.