Episódios
-
Rafmagn færir okkur gleði um jólin. Við nýtum raftækni til að færa hlustendum fyrirframupptekinn Þorláksmessuþátt svo Davíð tæknimaður komist í jólafrí. Ryksugur, leysigeislar og uppþvottavélar rata í umræðu þáttarins og mögulega í pakka undir jólatré.
-
Sum hver búum við í húsi. Þáttur dagsins er ekki jólaþáttur heldur skemmtiþáttur um fasteignir. Við tölum við Óskar hjá Fjárfestingu fasteignasölu, Ástu Birnu arkítekt og Hlyn fasteignamiðlara í Kýpur. Við lítum einnig út í heim með lærðum pistli frá Magnúsi Skúlasyni ráðgjafa þáttanna og loks íhugum við það sem raunverulega skiptir máli í lífinu.
-
Estão a faltar episódios?
-
Það er gaman að gleðja fólk um jólin. Á alþjóðlegum degi jólakorta skrifa þáttastjórnendur jólakort handa öllum sem hringja inn! Svo er að sjálfsögðu hringt í jólakortasérfræðing og Stefán Michaelsson, sérstakur ráðgjafi þáttanna, sendir hugheila jólakveðju.
-
Það er gaman að kasta pílu í mark. Í þessum þætti fjöllum við ekki um Pílu Pínu, ævintýrasöngleik sem settur var upp á Akureyri um árið, heldur íþrótt. Ingibjörg pílumeistari segir sögur, Skorri hjá Bullseye deilir sjónarmiði rekstraraðila og Tumi Björnsson leikskáld sendir okkur fjórða útvarpsleikritið sem flutt er í sögu Útvarps Sögu.
-
Góður fjölmiðill reynir að vera heiðarlegur í hvívetna. Við ræðum við fjölmiðlafólk um fjölmiðla og kynnum auk þess dagskrárliðinn „myndir þú fyrir pening“ til sögunnar. Vigdís flytur málefnalegan pistil með sekkjapíputónlist.
-
Hlutabréf vaxa stundum í verði. Við ræðum hlutabréfamarkaði í besta þætti Fjárfestingar – skemmtiþáttar um fjármálin til þessa. Við sláum á þráðinn til Mogens hjá Íslandssjóðum, Kristínar Hildar hjá Fortuna Invest og heyrum í ónefndum starfsmanni hjá Hótel Keflavík. Þá flytur góðvinur þáttarins Magnús Skúlason Cand. Mag. lærðan pistil um ævintýralegan vöxt á verði Game Stop.
-
Góð músik gleður eyrun. Við hlustum og tölum og veltum fyrir okkur fjármálum tónlistarbransans. Viðskiptafyrirsagnir vikunnar eru á sínum stað ásamt þéttri dagskrá viðmælenda sem segja okkur frá músik.
-
Stress er stundum erfitt. Við ræðum stress með fjármálagleraugun á nefinu og róandi tónlist í tækinu. Anna hjá Kvíðameðferðarstöðinni veltir vöngum og góðvinur þáttarins, Eiríkur Jón, deilir upplifun sinni með pistli.
-
Alls konar glingur og skraut er fallegt. Vigdís heimspekingur leysir Hákon af í þessum þætti og ræðir glingur og skraut, við fáum pistil um múmínbolla ásamt því að útvarpsleikritið Gullsmiðurinn er flutt í fyrsta sinn.
-
Gröfur grafa í jörðina en tölvur grafa í alnetið. Við ræðum nánar um rafmyntir og hvaðan þær koma. Vigdís, heimspekingur þáttanna, spjallar í símann, Magnús Skúlason Cand. Mag. flytur lærðan pistil og Kjartan hjá Myntkaupum fræðir okkur um Bitcoin.
-
Rafmyntir eru peningar á internetinu. Hvernig virka þær? Hvers virði eru þær? Hvaðan komu þær? Þessum og miklu fleiri spurningum um rafmyntir verður svarað í þætti dagsins. Gunnar rafmyntaspekingur fræðir strákana og Vigdís heimspekingur flytur hugvekju.
-
Veðbankar halda utan um fjölmörg veðmál. Í þessari viku skoðum við þessi fyrirtæki og spyrjum okkur í leiðinni hvort tölvuleikir séu íþróttir. Hringt er í Pétur hjá Lengjunni, Ölmu hjá Spilavanda og Magnús er með fróðlegan pistil. Stefán Michaelson, sem fæddist í borg veðmálanna vestanhafs, kíkir í hljóðverið en Matthías talar frá Póllandi.
-
Vissir þú að flestir peningar eiga heima í tölvunni? Í þessum þætti ræðum við ekki um tölvupeninga heldur seðla og klink. Björk hjá Breyn bókhaldi og ráðgjöf segir okkur fróðleik og Eiríkur Jón Sigurgeirsson bókari berst gegn tíuþúsundkallinum.
-
Allur matur á að fara upp í munn og ofan í maga. Við ræðum matarmenningu, hráefni og uppskriftir í ljósi fjármálanna. Guðjóna í Hveragerði segir okkur hvernig hún lét drauminn rætast og Sigurður hjá Sómasamlokum fer yfir tölfræðina.
-
Flugvélar ljá draumum okkar vængi og menga andrúmsloftið í leiðinni. Vigdís heimspekingur tekur flugið í þessum þætti ásamt Matthíasi og Hákon er með í anda með glænýjan pistil um flug. Rætt er við forsvarsmenn flugfélagsins Mom Air sem kom eins og stormsveipur í flugbransann án þess þó að fljúga flugvél.
-
Heimur án listar væri glataður heimur. Við ræðum list með gestaþáttastjóranum Páli Ivan frá Eiðum, Jóhanna Rakel myndlistarkona leggur orð í belg og Dóri DNA ræðir list í samhengi við Útvarp sögu. Hákon er fjarstaddur, enda er hann að sinna leiklistinni, en sendir þó frá sér hugvekju.
-
Samfélagsmiðlar eru áhrifamikið tól, ekki síst í fjármálaheiminum. Hákon og Matthías velta vöngum um þetta margslungna hugtak og ræða meðal annars við Aron Má Ólafsson, leikara og sérfræðing um samfélagsmiðla. Hlustendur þáttanna fræða okkur um TikTok.
-
Margir kjósa að vera í vinnu til að borga reikninga. Hákon og Matthías eru mættir til vinnu til að fjalla um vinnu með öllu tilheyrandi. Sérstakur ráðgjafi þáttanna, Stefán Michaelsson, les inn pistil um vinnu og einnig er hringt í Bergþóru hjá Íslandssjóðum. Þá mætir Ragnar garðyrkjumaður í viðtal til þeirra kumpána.
-
Í sjónum búa meðal annars fiskar. Hákon stýrir skútunni aðra vikuna í röð, þar sem Matthías er staddur á annars konar skútu í bókstaflegri merkingu. Það er því vel við hæfi að þema vikunnar er sjávarútvegur. Hákon er þó ekki einn við stýrið heldur er Vigdís Hafliðadóttir, sérstakur ráðgjafi þáttanna, með honum. Í viðtal kemur Friðgeir Bjarkason sjómaður.
-
Fyrirtæki eru vinur litla mannsins. Þema vikunnar er fyrirtæki og að þessu sinni stýrir Hákon þættinum einn síns liðs þar sem Matthías er staddur á sjó. Hákon fær til sín sérstakan ráðgjafa þáttanna, Stefán Michaelsson, þar sem hann deilir reynslu sinni af fyrirtækjarekstri. Í þættinum er einnig flutt frumsamið útvarpsleikrit um hlutabréf ásamt því að partýplokkari kemur við sögu.
- Mostrar mais