Episódios
-
Þórdís Kolbrún fjármálaráðherra mæti í viðtal og ræddi leit að peningunum frá ólíkum hliðum.
-
Í þessu viðtali fer Stefán Árni Jónsson yfir hvernig við verndum og viðhöldum fasteignum okkar.
-
Íris Dögg vann mikið og var með mörg járn í eldinum. Þangað til allt í einu hún fór að finna til heilsubrests sökum álags. Við ræðum í þessum þætti um kulnun og hvernig allir geta lent í því ástandi og hvað það þýðir fyrir starfsframa og lífið yfir höfuð.
-
Geirlaug Jóhannsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hagvangs og býr að langri reynslu mannauðs- og ráðningum.
Hún ræðir hér um hversu miklu máli góður undirbúningur skipti máli atvinnuviðtali og gefur góð ráð fyrir undirbúning slíkra viðtala.
Hvernig við semjum um laun og margt fleira. -
Steinar Þór hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi. Hann keypti nýverið steinsmiðjuna Rein ásamt félaga sínum auk þess sem hann sinnir störfum fyrir Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi sem sérfræðingur í samskiptum. Steinar hefur auk þess starfað í markaðs- og samskiptamálum hjá flugfélaginu Play, Viðskiptaráði og Skeljungi. Hann hefur náð miklum árangri á LinkedIn og deilir með hlustendum ráðum til þess að ná árangri þar.
-
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi fer hér yfir allar hliðar lífeyrismála og hvernig við skipuleggjum þessi mál þannig að við getum átt áhyggjulaust ævikvöld. Við ræðum líka hvernig það er að fara úr stórum banka í sjálfstæðan rekstur og kosti og ókosti þess að vinna fyrir sjálfan sig.
-
Sigmundur. G. Hermannsson, Simmi smiður, hefur mikla reynslu af því að skoða fasteignir og galla og viðhald. Hann fer yfir það hér hvað ber að skoða sérstaklega.
-
Guðfinnur Sigurvinsson skipti um kúrs í lífinu og fór að læra hárskurð eftir starfsframa í fjölmiðlum og í almannatengslum.
-
Tryggvi er bankamaður sem hefur komið víða við. Hann hefur fjallað um hvernig við eigum að nálgast þetta æviskeið þegar við hættum að vinna. Hann sagðist hafa sett sér tvö markmið um ævina að hann ætlaði að verða hamingjumsamur og fjárhagslega sjálfstæður. Þetta viðtal ætti því að verða innblástur fyrir öll þau sem stefna að því.
-
Steinarr Lár er þekktastur fyrir að hafa stofna KúKí campers sem hann síðan seldi fyrir fullt af peningum. Hann hefur líka stofnað fullt af fyrirtækjum og hann hefur lært mikið um hvernig maður fer vel með peninga og hvernig maður getur náð árangri í þeim leik.
-
Dagbjört gaf út fyrir síðustu jól bókina Fundið fé,. Hún fer hér yfir sparnað og góða meðferð á fjármunum.
-
Alexandra Ýrr Pálsdóttir er hjúkrunarfræðingur sem fór að huga að fjármálum nokkrum árum síðan. Hún stofnaði m.a. anars Instagramsíðuna Verdumrik til að kynnast fólki sem væri eins hugsandi og halda sér við efnið.
-
Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu félags fanga og hefur sjálfur setið inni. Hann ræðir í þessu viðtali hvernig það er að lenda í fangelsi. Hvað það þýðir peningalega að lenda fangesli fyrir fjárhaginn. Af hverju er svona hátt endurkomuhlutfall fanga á Íslandi.
-
Ebba Guðný Guðmundsdóttir er leikkona, fyrirlesari og sjónvarpskona sem hefur lært mikið um matarsóun. Hún er lærður kennari sem reynir að gera hollan mat og minnka sóun í mat.
-
Már Wolfgang Mixa starfar sem dósent við Háskóla Íslands. Hann hefur langa starfsreynslu af fjárfestingum og stýringu fjármuna í íslensku bankakerfi og erlendis.
Hann var til viðtals árið fyrir nærri tveimur árum síðan í vinsælasta þætti Leitarinnar að peningunum þar sem hann fór yfir fjárfestingar.
Nú þegar kólnað hefur í hagkerfinu er áhugavert að heyra hvernig hann sér fyrir sér umhverfi til fjárfestinga og hagkerfið heilt yfir.
Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson
Þessi þáttur er framleiddur af fyrir umboðsmann skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. - Mostrar mais