Episódios
-
Álfheiði Eymarsdóttur varaþingmaður Pírata og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, fyrrverandi lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur um Rússland halda áfram spjalli sínu um Rússland. Í þessum þætti er fjallað um samskipti Rússa við nágrannaþjóðir og fyrrum sambandsríki, eftir að Sovétríkin liðu undir lok 1991.
-
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, fyrrverandi lektor við Háskóla Íslands og sérfræðingur um Rússland spjallar við Álfheiði Eymarsdóttur varaþingmann Pírata um Rússland.
-
Estão a faltar episódios?
-
Rannveig Ernudóttir og Björn Leví ræða kennslutækni í skólastarfi við Ingva Hrannar Ómarsson. Gestur þátttarins er Ingvi Hrannar Ómarsson sem hefur verið leiðandi í að kynna og nota ýmsa tækni, sem og nýja hugsun almennt í skólastarfi. Ingvi Hrannar hlaut nýverið Fullbright styrk til mastersnáms í kennslufræðum. Ingvi Hrannar heldur einni úti heimasíðu www.ingvihrannar.com þar sem hægt er að lesa bloggin hans og einnig er hann með podcast þættina Menntavarpið.
-
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata ræðir við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur formann Samtakanna '78. PírApinn eru þættir í anda frjálslyndisstefnu flokksins. Öllum flokksmeðlimum er frjálst gera podcast og senda út á Hlaðvarpi Pírata. Þátturinn kemur út vikulega.
-
Núverandi og fyrrverandi stjórnarmeðlimir Ungra Pírata ræða kolólöglegt Páskapönk UP föstudaginn langa næstkomandi. Dóra Björk Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata og fyrrverandi formaður UP kíkir í heimsókn og ræðir málefni Ungra Pírata og dagskrá kvöldsins.
-
Bára Halldórsdóttir opnar sig gagnvart framkvæmdastjóra Pírata og talar opinskátt um allt sem hefur verið í gangi síðustu mánuði... klaustursfokk!
-
Helgi Hrafn Gunnarsson: Heimurinn er skrýtinn og flókinn. Þegar við sjóðum stjórnmálin niður í einföld hugtök eins og hina og þessa „isma“, er stutt í að við missum bæði getuna til að skilja aðra og gera okkur sjálf skiljanleg. Stundum meika einföldu hlutirnir ekki sens vegna þess að þeir eru ekki jafn einfaldir og þeir líta út fyrir að vera. PírApinn eru þættir í anda frjálslyndisstefnu flokksins. Öllum flokksmeðlimum er frjálst gera podcast og senda út á Hlaðvarpi Pírata. Þátturinn kemur út vikulega.