Episódios
-
Í sjöunda þætti Utanríkisvarpsins ræðir Sveinn H. Guðmarsson um Atlantshafsbandalagið við Hermann Ingólfsson, fastafulltrúa Íslands hjá bandalaginu, í nýjum höfuðstöðvum þess í Brussel. Aðildin að Atantshafsbandalaginu er önnur lykilstoða í vörnum Íslands samkvæmt þjóðaröryggisstefnunni og var Ísland stofnaðili að bandalaginu fyrir rúmum 70 árum. Í þættinum er farið vítt og breytt yfir starfsemi bandalagsins og hvernig hafi tekist til að aðlagast nýjum tímum.
-
Í sjötta þætti Utanríkisvarpsins er rætt við Davíð Loga Sigurðsson deildarstjóra hjá Alþjóða og þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins um mannréttindi og utanríkismál. Sérstaklega er rætt um setu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem er eitt veigamesta hlutverk sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi.
Mikla athygli vakti þegar Ísland hafði frumkvæði að því að flutt var sameiginlegt ávarp, af hálfu 36 ríkja, um bágt ástand mannréttinda í Sádi-Arabíu. Eins þegar Ísland hafði frumkvæði að því að mannréttindaráðið samþykkti ályktun um stöðu mannréttinda á Filippseyjum fyrir tæpu ári.
Skýrsla mannfréttindafulltrúa SÞ um mannréttindaástandið á Filippseyjum kom einmitt út í dag eftir að þátturinn var tekinn upp. -
Estão a faltar episódios?
-
Í fimmta þætti Utanríkisvarpsins eru Sameinuðu þjóðirnar til umfjöllunar. Rætt er við Jörund Valtýsson, fastafulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og Helen Ingu S. Von Ernst sérfræðing um þessa mikilvægu stofnun, stöðu alþjóðakerfisins og Alþjóðleglan jafnlaunadag Sameinuðu Þjóðanna sem að tillögu Íslands verður haldinn í fyrsta sinn í haust.
Tekið skal fram að þátturinn var tekinn upp áður en COVID-19 faraldurinn skall á.
Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945, fyrir 75 árum síðan, og fagna því stórafmæli í ár. Ísland fékk aðild að Sameinuðu þjóðunum 1946 og hafa þær verið ein af lykilstofnunum í íslenskri utanríkisþjónustu allar götur síðan. -
Brexit og framtíðarsamband Íslands og Bretlands eru til umfjöllunar í fjórða þætti Utanríkisvarpsins, hlaðvarpi utanríkisþjónustunnar. Samskiptin við Bretland skipta Ísland afar miklu máli enda er landið einn af okkar mikilvægustu útflutningsmörkuðum og tengslin á milli þjóðanna hafa alla tíð verið náin. Undirbúningur Íslands vegna útgöngunnar hefur því verið víðtækur og staðið yfir svo til frá upphafi en Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra hefur lagt sérstaka áherslu þessi mál í embættistíð sinni. Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur Þóris Ibsen og Lindsay Appelby, aðalsamningamanna Íslands og Bretlands, um framtíðarsamband ríkjanna. Í fyrri hluta þáttarins er rætt við Þóri um viðræðurnar sem framundan eru og í þeim síðari við Jóhönnu Jónsdóttur, sérfræðing í utanríkisráðuneytinu, um þann undirbúning sem þegar hefur farið fram.
-
Sigríður Snævarr á að baki langan og farsælan feril í utanríkisþjónustunni. Hún hóf störf í ráðuneytinu um miðbik áttunda áratugarins og í byrjun þess tíunda var hún skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna. Í dag veitir Sigríður deild heimasendiherra forstöðu en henni var komið á fót í samræmi við tillögur umbótaskýrslunnar Utanríkisþjónusta til framtíðar sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lét gera árið 2017. Sigríður Snævarr er gestur þessa þriðja þáttar Utanríkisvarpsins þar sem þau Sveinn H. Guðmarsson rifja upp gamla tíma og spá í ókomna tíð.
Upphafsstef: Daði Birgisson. -
Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur staðið í ströngu undanfarið við að aðstoða Íslendinga erlendis að komast heim vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Mörg ríki hafa lokað landamærum sínum, flugframboð hefur snarminnkað og víðtækar ferðatakmarkanir eru á heimsvísu. Íslendingar erlendis eiga á hættu að verða strandaglópar.
Í öðrum þætti Utanríkisvarpsins, hlaðvarpi utanríkisþjónustunnar, er fjallað um starf borgaraþjónustunnar í miðjum heimsfaraldri. Rætt er við starfsfólk utanríkisþjónustunnar víða um heim, Íslendinga á heimleið vegna Covid-19 og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkis-og þróunarsamvinnuráðherra. Umsjónarmaður: Rún Ingvarsdóttir. Upphafsstef: Daði Birgisson. -
10. apríl næstkomandi verða áttatíu ár liðin frá því að Ísland tók meðferð utanríkismála í eigin hendur og utanríkismáladeild Stjórnarráðsins gerð að utanríkisráðuneyti. Markar þessi tímapunktur upphaf íslensku utanríkisþjónustunnar. Í tilefni af þessum tímamótum lítur nú Utanríkisvarpið - hlaðvarp utanríkisþjónustunnar - dagsins ljós.
Fyrsti gestur Utanríkisvarpsins er Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Í þættinum ræða þeir Sveinn H. Guðmarsson vítt og breitt um utanríkisstefnu Íslands og áherslur ráðherra í þeim efnum, meðal annars út frá utanríkisviðskiptum, þróunarsamvinnu, öryggis- og varnarmálum og heimspólitíkinni almennt.
Nýr þáttur lítur dagsins ljós á hálfsmánaðar fresti næstu mánuðina þar sem verkefnum utanríkisþjónustunnar verða gerð skil frá ýmsum hliðum.
Upphafsstef: Daði Birgisson.