Episódios
-
Í þessum þætti förum við yfir Berlínævintýrið 🇩🇪, raðir á flugvöllum ✈️ og nýju vopnaleitina 🔍.
Svo veltum við fyrir okkur vitleysingunum sem halda að vorið sé komið í mars 🌦️🫠 og köfum ofan í páskaeggin 🍫 – hversu margar hitaeiningar eru við að tala um? 🔥
Að lokum tökum við fyrir fjórðu og síðustu Lethal Weapon myndina 🎬💥 og spyrjum stóru spurninganna: Af hverju var þetta gert? 🤔 Og hvernig tókst 15 handritshöfundum ekki að skila bærilegu handriti? ✍️❌
Allt þetta og meira í nýjasta þættinum af Video Rekkanum! 🎧🔥
-
Í 🎙️ þætti dagsins rifjum við upp minningar af öskudegi 🎭, hættulega unglinga 😈, kristilegar tengingar sprengidagsins ⛪💥, lönguföstu ✝️ og búningapartí 🎉.
Að sjálfsögðu blöndum við þessu saman við umfjöllun okkar um langbestu myndina í Lethal Weapon seríunni – hina stórkostlegu Lethal Weapon 3. 🎬🔥 Húmor 😂, vinátta 🤝, bílaeltingarleikir 🚗💨 og ómótstæðileg tónlist 🎸 gera þessa mynd að algjörum gullmola.
Allt þetta og margt fleira í nýjasta þætti Video Rekkans! 🎧📼
-
Estão a faltar episódios?
-
Í þætti dagsins kafar Video Rekkinn ofan í doomsday-preppið ⛺, mikilvægi þess að fagna litlu ljósgjöfunum í myrkri janúars, febrúars og mars 🕯️, og auðvitað bolludaginn 🍩 – þar sem við rýnum í deiluna um vatnsdeigsbollur vs. gerdeigsbollur 🤔.
Við förum einnig dýpra í umræðu um heimsfrið ☮️ og tengjum þetta allt saman við framhaldsmyndina Lethal Weapon 2 🎬, þar sem vinátta 🤝, hefndarmorð 🔥 og vondir hvítir menn frá Suður-Afríku 🌍 spila stórt hlutverk.
Allt þetta og meira í nýjasta þætti Video Rekkans! 🎧🔥
-
Í þessum þætti ræðum við 🍕 föstudagspizzur, hvítar sósur, jafning, upphaf Góu, lok Þorra ❄️ og ótal margt fleira. Einhvern veginn blandast þetta fullkomlega við Lethal Weapon frá 1987 – engin bringuhár, áttunda áratugar saxafónar 🎷 og, síðast en ekki síst, vinátta 🤝.
Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans! 🎬🔥
-
📺 Í þætti vikunnar ræðum við mátt fyrirgefningarinnar, vopnaburð unglinga, smá meira um flokkunarsmánun og andlega dauðann sem fylgir því að eiga ung börn.
🎬 Samofið öllu þessu kynnum við okkur frelsisstríð Bandaríkjanna eins og það birtist í aldamótamyndinni The Patriot. Hér fléttast sögufalsanir saman við tónlist John Williams 🎻, þarna eru líka ástralskir hjartaknúsarar ❤️🔥 af sitthvorri kynslóðinni og eitt besta illmenni síðari ára 😈.
🔥 Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Vídeó Rekkans! 🎥🍿
-
Í þætti dagsins förum við yfir allt frá nágrannadeilum 🏘️ og ruslaflokkun ♻️ til nafnlausra statusa í lokuðum hópum 🕵️♀️. Við veltum líka fyrir okkur hvað Einar er að bralla í borginni 🌆 og hvort nýr meirihluti eða kosningar séu á leiðinni 🗳️. Að auki deilum við sögunum af svaðilför Video Rekka teymisins á Nosferatu 🧛♂️.
Að sjálfsögðu blöndum við þessu öllu saman við umfjöllun okkar um cult-geimhrollvekjuna Event Horizon 🚀😱, þar sem léleg tónlist 🎶, úreltar tæknibrellur 🎥 og blóðugur viðbjóður 🩸 fá að njóta sín.
Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans! 🎧🔥
-
🎙️ Í þætti vikunnar ræðum við hverfular vinnuvikur ⏳ sem líða alltof hratt, stöðuna á vinnumarkaðnum 💼 og meðalútgjöld fjölskyldu fyrir skíðaferð 🎿 til Salzburg — svo fátt eitt sé nefnt.
Um leið tengjum við Big Trouble in Little China ⚡ við nostalgíuverk eins og Jurassic Park 🦕, tæknibrellur 💥, töfra kvikmyndanna 🎥, staðalímyndir 🧓🦖 og að sjálfsögðu, risaeðlur 🦖. Allt þetta og meira í þessum vel pakkaða 🎁 þætti af Video Rekkanum!
-
Í þætti vikunnar fjöllum við um matarboð 🍽️, búslóðaflutninga 🚚, hversu stutt er í klikkhausinn 🤯 innra með manni á íþróttamótum barnanna ⚽🎾 og stór vandamál í Litlu Kína 🏮🐉.
Já, kæru vinir – synthar 🎹, hasar 💥, töfrar ✨, skrímsli 👹 og margt annað stórskemmtilegt í þessari yfirferð okkar um þessa hasar-, ævintýra-, gaman-, ráðgátu-, drauga- og skrímslamynd! 👻🎬
Hin stórkostlega Big Trouble in Little China 🌟💣🐉🎥.
-
Janúarþunglyndið nær hámarki 😞, svo við ræðum depurð 🫤, kvikmyndasýningar 🎥, Bob Dylan 🎸 og hvort orðið gleðikona eða m#lla eigi betur við 🤔. Meðfram þessu förum við yfir hina sígildu Police Academy frá 1984 👮♂️ – nostalgíuna 🕰️, skyldubrjóst áttunda áratugarins 👗 og margt fleira.
Allt þetta og meira í þessum þætti af Video Rekknum! 🎬✨
-
Í nýjasta þætti Video Rekkans er fjallað um óvenjulega ástríðu Hildar fyrir þorrablótum 🥩🍻, endalausa janúarþungann ❄️⏳ og hina gleðilegu 90’s gamanmynd First Wives Club 🎥✨. Dívurnar þrjár fá sína umfjöllun fram og til baka, enda ekki mikið annað að gera þegar handritið er hálfgerður klúður 📄🤦♀️ og þorrinn af myndinni hálf leiðinlegur… 😴🎬
Allt þetta og meira til í nýjasta þætti Video Rekkans! 🎧🔥
-
Í þessum þætti fórum við um víðan völl og ræddum að sjálfsögðu um Judy Benjamin, ofdekruðu prinsessuna hans pabba síns 👑, Henrí, frakkann sem er fullur af sjálfum sér 🇫🇷, vonda eiginmenn 😡 og hártískuna 💇♀️.
Auk þess voru jólin gerð upp 🎄, kalkúnadrama á gamlárs rifjað upp 🍗 og farið yfir helstu atriði sem vert er að muna í janúar 🗓️.
Allt þetta og meira til í umræðum um áttunda áratugs klassíkina Private Benjamin 🎥!
-
Eins og allir þættir sem bera vott af smá sjálfsvirðingu, erum við auðvitað með sérstakan áramótaþátt! Við förum yfir lykilatriði þess að vera gestur í áramótateiti, hvað þarf að hafa í huga við eldun kalkúns, og margt fleira.
Þetta er eins og ef Vikan með Gísla Marteini og útvarpsþátturinn Milli Mjalta og Messu ættu saman barn, útkoman yrði cirka þessi þáttur👀 🦃🎉🎇
Endilega hlustið og njótið! 🎉
-
Jú, góðir hálsar, lífið er svo sannarlega dásamlegt. Ef þið eruð í einhverjum vafa um það, gefið ykkur 2 tíma og 10 mínútur og skyggnist inn í líf Georgs Bailey og fjölskyldu hans. Ég get lofað því að vafinn hverfur út í veður og vind.
Videórekkinn fjallar að þessu sinni um meistaraverkið It’s a Wonderful Life úr smiðju Frank Capra og lýkur þar með sérstakri jólaniðurtalningu. Horfið, hlustið og leyfið jólaandanum að koma til ykkar! 🎄
-
Munaðarlaus drengur skríður óvart í poka sjálfs jólasveinsins og er fluttur til Norðurpólsins, þar sem hann er alinn upp sem álfur. Í leit sinni að sínum rétta föður leggur Álfurinn af stað í gegnum jólastafaskó, yfir bómullarjökull og yfir hafið, og loks Lincoln göngin. Framhaldið af þessari sögu fjöllum við um í sjöunda þætti Video Rekkans, dömur mínar og herrar…
🧝🏻🎅🏻ELFFFFF!!!!!!!🧝🏻🎅🏻
-
Það er desember og Clark Griswold er staðráðinn í að skapa fullkomin jól fyrir fjölskylduna sína – og gestina, bæði boðna og óboðna.
Allt um þetta, jólaundirbúninginn, jólaandann og óvænt ævintýri í nýjasta þætti Video Rekkans! -
✨ Amanda og Iris eru bæði búin að fá nóg af ástarsorg og ákveða að skipta um hús yfir jólin – önnur fer úr ensku sveitinni í til Los Angeles, hin úr borginni í notalegu sveitasæluna. 🔄 Það sem átti að vera rólegt frí verður allt annað þegar jólakrafturinn og ástin taka völdin! 💞🎄
Í þessum þætti Jóla Video Rekkans förum við yfir þessa dásamlegu og fyndnu jólamynd sem pakkar inn rómantík með slaufu. 🎁✨
-
Jack, leiðtogi Hrekkjavökubæjar, er orðinn þreyttur á hinu síendurtekna hlutverki sínu sem kóngur hrekkjavökunnar og þráir eitthvað nýtt og spennandi. Á sama tíma er Sally, sem býr undir oki skapara síns, fangelsuð af sínum eigin takmörkunum og þráir frelsi og sjálfstætt líf.
Í þessum nýjasta þætti Jóla Video Rekkans fjöllum við um þessa heillandi sögu, þar sem draumar, ævintýri og andi jólanna fléttast saman.
-
Jólamynd, ekki jólamynd, það er spurningin....reyndar ekki ef þú spyrð okkur. Frekari lýsingar óþarfi!🎄Allt þetta og meira til í þessum þætti Video Rekkans!!
-
Innbrotsþjófur frá New York lendir óvart í áheyrnaprufum fyrir bíómynd og er shanghæaður til Los Angeles, þar sem ýmislegt á eftir að gerast – eiginlega svo mikið að það er erfitt að koma því í orð. En þetta er í senn ástarsaga, reifari, jólamynd og löggumynd. Hér er á ferðinni eitt af gleymdu meistaraverkunum, ein af þessum sem allir þurfa að sjá. 🎄🤶🎅🏻Allt um þetta og meira til í þessu þætti Video Rekkans🎅🏻🤶🎄
-
Meredith Morton kemur í fyrsta sinn í jólaboð hjá fjölskyldu kærastans síns, Everett Stone. Hún er formleg, með alla hluti skipulagða og er á alla mælikvarða mjög, mjög stíf, en fjölskylda hans er eiginlega algjör andstæða.
Frá fyrstu kynnum finnst Stone-fjölskyldunni erfitt að tengjast Meredith og þessi jólaferð Meredith á eftir að draga dilk á eftir sér.Hér er fyrsti þáttur sérstakrar jólaseríu Video Rekkans🎅🏻🤶🎉
- Mostrar mais