Reproduzido
-
S01E18
– Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit miðað við það sem aftur gerir hann sennilega að minnst fræga Íslendingi miðað við frægð. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn, frekar hæglátur en þó ekki eins krúttlegur og ætla mætti. Hann er augljóslega fluggreindur og með sitt á hreinu, lítillátur og afskaplega skemmtilegur. Og eins og Lemmy þá segist hann spila rokk og ról, sem er hárrétt. Við töluðum langmest um góðu hlutina, en auðvitað líka um þá erfiðu.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.