Reproduzido
-
Jody LeCornu hafði barist við áfengisfíkn til lengri tíma þegar hún fór í meðferð
Meðferðinn gekk ekki eins og vonast var eftir og fór svo að Jody yfirgaf meðferðina áður en henni lauk
Hún náði þó að rífa sig upp og skráði sig í nám og sinnti vinnu samhliða því
Hún og kærastinn hennar höfðu því miður ekki mjög góð áhrif á hvortannað og var áfengisneysla farin að lita líf þeirra töluvert
Þegar sambandi þeirra lauk hafði Jody ætlað að gera sér gott kvöld og kíkja út á barinn. Kvöldið endaði ekki betur en svo en að Jody var skotin í bakið þegar hún sat í bíl sínum á bílaplani
Fjöldi fólks varð vitni að atvikinu en það hefur þó ekki verið nóg fyrir lögreglu til að leysa málið og stendur málið enn í dag, 25 árum síðar óleyst
www.pardus.is/mordskurinn
www.instagram.com/mordskurinn
www.facebook.com/mordskurinn
-
Rebecca Zahau fannst hengd árla morguns frá svölum á annari hæð sem leiddu úr svefnherberginu hennar, tveimur dögum eftir að Max stjúpsonur hennar lennti í alvarlegu slysi heima hjá þeim. Hún var bundin með fætur og hendur fyrir aftan bak, dulin skilaboð voru á hurðinni í svefnherberginu og ljóst var að búið var að þurrka fingraför af nokkrum hlutum hér og þar. Það fannst einnig blóðugur hnífur og fjölskyldan kannast ekki við rauða reipið sem hún var hengd með.
www.pardus.is/mordskurinn
www.instagram.com/mordskurinn
www.facebook.com/mordskurinn
-
Claudia var 29 ára gömul þegar hún hvarf sporlaust í miðri vinnuferð á Jamaíka en hún starfaði sem rithöfundur
Hún hafði verði í samfloti annarra rithöfunda og þar á meðal var ein sem varð mjög góð vinkona hennar, sú hét Tania.
Claudia sást síðar á vappi á ströndum Negril þann 27 maí og hefur ekki sést eftir það.
Foreldrar hennar hafa lagt mikla leit af dóttur sinni en enn sem komið er hefur það reynst með öllu árángurslaust.
Einn maður hefur verið bendlaður við hvarfið en ekki tókst að sanna viðkomu hans að málinu með neinum hætti
-
Árið 1935 fannst gestur Hotel President í Kansas City illa fyrirkallaður, hann hafði verið pyntaður og barinn. Nokkrum dögum síðar lést hann. Lögreglan átti erfitt með að bera kennsl á manninn til að tilkynna fjölskyldu um andlátið. Lögreglan fékk m.a. símtal frá fólki sem sagðist kannast við manninn, og aðrir hringdu og vildu borga fyrir útförina sem augljóslega höfðu eitthvað á samviskunni.
www.facebook.com/mordskurinn
www.instagram.com/mordskurinn
www.pardus.is/mordskurinn
-
Barbara Woods og eiginmaður hennar Denis urðu fyrir árás inn á heimili sínu aðfaranótt 24 apríl árið 1987.
Barbara var stungin margsinnis og lamin með skiptilykli og Denis bæði stunginn og tilraun gerð til að kæfa hann.
Barbara lést því miður af sárum sínum þessa nótt en Denis lifði af með undraverðum hætti
Morðingi Barböru var henni nærri en nokkur hefði getað ímyndað sér - en ekki bara það, hann bar fyrir sig ansi furðulega afsökun fyrir gjörðum sínum.
www.facebook.com/mordskurinn
www.instagram.com/mordskurinn
ÁSKRIFT -
www.pardus.is/mordskurinn
-
Theo Hayez var 18 ára strákur á bakpokaferðalagi um Ástralíu. Hann kemur til Byron Bay og ætlar að eyða síðustu fjóru dögunum sínum þar áður en hann heldur aftur heim til Belgíu. Þann 31. maí árið 2019 fer hann á Cheeky Monkeys næturklúbbinn en er að lokum hent út sökum ölvunar. Klukkan 23:07 setur hann inn Hostelið sitt í Google Maps og gengur svo af stað, en byrjar að ganga í kolvitlausa átt. Hann hefur ekki sést síðan og ótal margar spurningar sitja uppi í kjölfar hvarfsins hans.
Við mælum með því að skoða Instagram hjá okkur til að sjá kort af leiðinni sem hann fór!
www.pardus.is/mordskurinn
www.instagram.com/mordskurinn
www.facebook.com/mordskurinn