Эпизоды
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hinn svokallaða súkkulaðiskort. Hvaða áhrif hefur hann á páskana og hvers vegna borðum við súkkulaðiegg á páskadag? Forstjóri Nóa Siríus, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, útskýrir hvernig framleiðsla páskaeggja virkar og hvað er svona merkilegt við íslensk páskaegg.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kafar Karitas ofan í stærstu fréttir vikunnar: Tolla Trump. Henni til aðstoðar eru fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson og fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Hvað eru tollar, af hverju eru allir að tala um þá og hvaða áhrif hefur þetta nýjasta útspil Bandaríkjaforseta?
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Пропущенные эпизоды?
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas kosningar í fjórum löndum, Þýskalandi, Grænlandi, Kanada og Noregi, með aðstoð fréttamannanna Odds Þórðarsonar og Hallgríms Indriðasonar.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas eftirnöfn. Af hverju eru Færeyingar í auknum mæli að breyta eftirnöfnum sínum og hvernig virka eftirnöfn almennt? Í þætti dagsins skoðum við mismunandi nafnahefðir milli landa og hvernig þær breytast í tímans rás.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hvað er að gerast á Gaza og hvernig er að vera barn þar? Við kynnumst líka hinni 18 ára Asil sem er frá þessu stríðshrjáða svæði en býr nú á Íslandi.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas fólksfækkun í Kína. Lengi vel mátti bara eignast eitt barn þar í landi en nú hafa stjórnvöld þurft að breyta því. Af hverju er það?
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fer Karitas á heimsmeistaramótið í skíðagöngu í Þrándheimi. Með henni í þættinum í dag er íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson, sem er ansi fróður um íþróttina, enda var hann sjálfur í landsliðinu í skíðagöngu.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða svarar Karitas seinni tveimur spurningunum frá 6. bekk í Brekkuskóla sem að þessu sinni velta fyrir sér hugmyndum Trumps um að kaupa Grænland og framtíð NATO.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða svarar Karitas fyrstu hlustendaspurningunni. Hún kemur frá 6. bekk í Brekkuskóla sem vill vita hvað gerðist þegar farþegaþota og herþyrla skullu saman í Washington í lok janúar með þeim afleiðingum að 67 manns létust.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur Sama, þjóðflokkinn sem byggir norður-Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland en þjóðhátíðardagur Sama var 6. febrúar. Í seinni hluta þáttarins höldum við okkur við dagatalið og skoðum uppruna Valentínusardagsins, sem var á föstudaginn.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðuðm við verðlaunahátíðir í Bandaríkjunum með fréttakonunni Ingibjörgu Söru Guðmundsdóttur. Síðustu helgi fór ein sú virtasta fram, tónlistarverðlaunin Grammy, þar sem Íslendingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson fékk fyrstu verðlaunin sín. Í seinni hluta þáttarins kynnum við okkur leðurblökur og heyrum frá dýraáhugakonunni Veru Illugadóttur.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur umhverfisáhrif gervigreindaforrita eins og ChatGPT með aðstoð Ester Öld H. Bragadóttur sem er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Í seinni hluta þáttarins skoðum við aðeins HM í handbolta og skyggnumst inn í heim handboltalýsandans með Einar Erni Jónssyni.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnumst við góðgerðarhetjunni Joshua Williams, einni af upphafsröddunum í hverjum þætti. Hann hefur unnið við góðgerðarmál síðan hann var fjögurra ára! Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við Hrefnu Þórarinsdóttur sem sér um ungmennastaf 10-12 ára í hinsegin félagsmiðstöðinni. Þær ræða baráttu hinsegin fólks og bakslag, en líka sigra eins og í Taílandi þar sem lögleiðing samkynja hjónabanda tók gildi í vikunni.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviður tekur Karitas stöðuna í Sýrlandi með aðstoð fréttamannsins Ólafar Ragnarsdóttur. Í seinni hluta þáttarins liggur leiðin til Kína þar sem einn ástæslasti áhrifavaldur landsins sneri nýlega aftur eftir þriggja ára hlé.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða eru tveir bandaríkjaforsetar til umfjöllunar, þeir Donald Trump og Jimmy Carter. Fréttamaðurinn Oddur Þórðarson ræðir við Karitas um þá en í seinni hluta þáttarins kynnumst við Mohammed Asaaf, Idol-stjörninni frá Gaza.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur hinn svokallaða 2000-vanda með aðstoð fréttamannsins Hauks Hólm og heyrum af ferfætta aðstoðarborgarstjóranum Ljóna í Lviv í Úkraínu.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða veltir Karitas hvað verður í fréttum á nýju ári með aðstoð fréttamannsins Boga Ágústssonar. Í síðari hluta þáttarins skoðum við áramót um allan heim, sem oft eru ekki á sama tíma og hjá okkur hérna á Íslandi.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fær Karitas til sín þau Ölmu, Elísabetu, Livio og Þórdísi sem öll eiga eitt foreldri frá öðru landi og segja okkur frá ólíkum jólahefðum. Í seinni hluta þáttarins eru bannaðar bækur til umfjöllunar og Embla Bachmann, rithöfundur og dagskrárgerðarkona þáttanna Hvað ertu að lesa? ræðir um þær.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðum við kappakstursíþróttina Formúlu 1, en keppnistímabil ársins kláraðist fyrir viku. Birgir Þór Harðarson, fréttamaður, þekkir íþróttina vel. Við förum svo til Sádi-Arabíu þangað sem margt af frægasta íþróttafólki heims hefur spilað undanfarin ár og skoðum ástæðurnar fyrir því með aðstoð Björns Bergs Gunnarssonar, fjármálaráðgjafa og sérfræðings í fjármálum í íþróttum.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Í þessum þætti Krakkaheimskviða heyrum við frá fréttamanninum Dagnýju Huldu Erlendsdóttur sem segir okkur frá börnum sem rússneskir hermenn hafa numið á brott frá Úkraínu og hnefaleikaklúbbum í Grænlandi sem hjálpa andlegri heilsu ungmenna.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
- Показать больше