Эпизоды
-
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Bók desembermánaðar er hin eina sanna Ilíonskviða. Hómer skrifaði þessa epík fyrir 2800 árum. Gjörsamlega undursamlegt! Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir okkur í dag?
Vendum kvæði okkar í kross í janúar, bók mánaðarins er:
Play It As It Lays eftir Joan Didion
-
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Þingmaðurinn Snorri mætir aftur inn ferskur á kanti. Þema þáttarins er vitsmunalegt og andlegt frelsi - hvernig öðlast maður slíkt? Þar að auki er hið stóra ár 2024 gert upp. Menn ársins tilkynntir.
Guð blessi ykkur kæra bræðralag. Eina sem við vitum er að við vitum ekki neitt. Gleðilegt nýtt ár. Megi 2025 færa ykkur miklar blessanir.
-
Пропущенные эпизоды?
-
The Artist's Way er bók og 12 vikna prógram sem kennir þér að skapa það sem þig langar innst inni að skapa. Við Aron Kristinn Jónasson tókum þetta prógram núna í sumar/haust og það breytti lífum okkar beggja. Í þessum þætti förum við yfir þetta allt saman.
-
www.patreon.com/skodanabraedur
Síðastliðið ár höfum við Bergþór Másson, Benedikt Andrason, Aron Kristinn Jónasson, Logi Pedro Stefánsson og Völundur Hafstað unnið hörðum höndum að stofnun vörumerkisins Takk takk.
Þessi þáttur segir söguna af því. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
-
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Vilhjálmur Árnason prófessor emeritus í heimspeki er djúpur í fræðunum eins og titill hans gefur til kynna.
Á fjörutíu ára ferli sínum hefur hann mikið fjallað um siðfræði: Hvað er rétt og rangt, gott og illt? Hvaðan fáum við þessar hugmyndir? Hvernig hafa þær þróast í gegnum tímann?
Í þessum þætti ræðum við þetta allt saman sérstaklega í samhengi við Forn-Grikkland, Nietzsche, Íslendingasögurnar og annað sem Skoðanabræðralagið kann að meta.
PS.
Glöggir hlustendur þekkja Vilhjálm fyrir að hafa skrifað Við rætur mannlegs siðferðis: Siðagagnrýni og heilræði Friedrich Nietzsche (1991), greinina sem var notuð í hinn víðfræga Nietzsche þátt í fyrra.
-
Hlustaðu í fullri lengd (90mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Óli Stef handboltahetja segir frá vitsmuna- og andlegu ferðalagi sínu í gegnum lífið. Hvernig á maður að lifa og hvað á maður að gera við sig? Það er farið í þetta. Önnur stikkorð: skólakerfið, Þorvaldur Þorsteinsson, Nietzsche, Jung, Jordan Peterson, ayahuasca, stríðsmaðurinn.
-
Hlustaðu í fullri lengd (50mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Bret Easton Ellis er bandarískur rithöfundur og podcastari fæddur árið 1964. Hann er þekktastur fyrir að hafa skrifað American Psycho.
White (2019) eftir hann er bók mánaðarins núna í Nóvember.
Bókin er menningargagnrýni skrifuð í esseyju/memoir formi og má túlka sem nokkurskonar ákall um að fegurðin eigi að þrífast og sjálfsritskoðun þurfi að stöðva.
Bók mánaðarins í Desember er Ilíonskviða eftir Hómer. Spennið beltin!
-
Hlustaðu í fullri lengd (1 klst og 40 mín) inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Hallgrímur Helgason var að klára 1600 blaðsíðna þríleik sem í stuttu máli fjallar um það hvernig nútíminn kom til Íslands. Hérna vorum við í 1000 ár án drauma og hugmynda - síðan breyttist allt.
Í þessum þætti ræðum við listina, bókmenntirnar, söguna og náttúruna. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
-
www.patreon.com/skodanabraedur
Sara María er helsti sérfræðingur Íslands í hugvíkkandi efnum og lauk nýlega námi í Transpersonal Psychotherapy við Ubiquity University. Hún rekur Eden Yoga og skipuleggur ráðstefnuna Psychedelics as Medicine sem verður haldin í Hörpu 27. febrúar 2025.
Við förum um víðan völl. Sara segir frá náminu sínu, hvernig maður leiðbeinir fólki í áttina að sínum sannleika, hvað hugvíkkandi efni geta gert fyrir mann - og margt fleira.
Fylgisti með Söru á Instagram: @forynja
Ráðstefnan: https://tix.is/is/harpa/event/17873/psychedelics-as-medicine/
-
Hlustaðu í fullri lengd (90mín+) inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Sérstakur þáttur um það hvernig maður hugsar frjálst, lærir af meisturum sínum og heldur áfram í sínu persónulega þróunarferli. Í þessu samhengi eru tveir menn teknir fyrir: heimspekingurinn Friedrich Nietzsche og tónskáldið Richard Wagner. Það er sagt frá þessum mönnum (bæði fyrir the tourist & the purist) og samband þeirra greint í þaula út frá þessum pælingum um að drepa meistarann sinn og frelsa sig.
Þættinum er skipt upp í sex hluta:
1) Inngangur
2) Samband N og W
3) Upplifun í La Scala óperunni í Mílanó (live hljóðupptökur)
4) Sambandsslit N og W
5) Vettvangsferð til Turin (live hljóðupptökur)
6) Lokaorð og samantekt
Guð blessi ykkur kæra bræðralag. Það var sérlega gaman að búa þennan þátt til. Við erum uppi, og við ætlum að halda því áfram :).
-
Hlustaðu á þáttinn í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Friðrik Rafnsson er þýðandi tveggja minna uppáhalds rithöfunda Milan Kundera og Michel Houellebecq. Í þessum þætti förum við yfir ítarlega yfir þessa tvo menn og Friðrik segir okkur frá hugmyndum þeirra, bókum og persónuleikum. Hann hitti Kundera oft og hefur þýtt hverja einustu bók hans. Houellebecq hitti hann líka þegar hann kom til Íslands árið 2012. Fyrri hluti þáttarins fjallar um Kundera og síðan skiptum við yfir í Houellebecq um miðbik. Þetta var dásamlegt að taka upp. Takk fyrir mig og Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
-
www.patreon.com/skodanabraedur
Fáðu bókina beint frá bónda inn á https://halldorarmand.is/ - 15% afsláttur með kóðanum BRÆÐRALAG
Halldór Armand rithöfundur hefur aldrei verið ferskari. Hann var að gefa út nýja bók, Merkilegt Rusl. Lífsgleðin skín af honum eftir að hafa gengið í gegnum djúpa erfiðleika. Dásamleg saga. Það er farið yfir þetta allt saman og fleira: klassíska heiminn, andleg málefni, ritstörf, sjálfstæði og frelsi nútímamannsins og hlutverk rithöfundarins í samfélagi.
-
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Snorri tyllir sér á bak MIðflokksfáknum og ríður út í sólsetrið. Guð er góður og við lifum á dásamlegum tímum. Þannig er það.
Í þessum þætti tölum við um framboðið, stjórnmálaástandið og hvernig við viljum hafa Ísland alþjóðlega miðstöð frelsis, fegurðar og friðar. Það eru bjartir tímar framundan hjá Skoðanabræðralaginu. Mikið verður gott fyrir okkur að hafa mann inni á þingi.
Þátturinn mun þróast samhliða því, þær nýju vendingar eru kynntar lauslega í kringum lok þáttar. Í stuttu máli: Bergþór mun taka allskonar viðtöl og Snorri hoppar inn þegar það er viðeigandi. Við erum lengst uppi og rétt að byrja. Njótið þáttarins kæra bræðralag.
-
Skoðanabræður snúa aftur eftir veikindi og víla ekki fyrir sér að koma sér beint að efninu um framtíð þjóðarinnar. Hvert stefnum við, nú þegar stjórnmálasviðið er galopið og örlagastund knýr dyra? Hér er þessu ekki beint svarað en þetta er rætt, tekið upp á miðvikudagsmorgni. Stóra sýnin fyrir Ísland, stóra allsnægtabyltingin – happy, healthy og wealthy þjóð. Komið inn á Naval Ravikant, rafmyntir, þjóðargjaldmiðla og stóru málin á næsta kjörtímabili. Að auki: Pælið í því að Píratar hafi eitt sinn virst eðlilegt stjórnmálaafl. Og: Vinur Begga svaf yfir stærðfræðipróf í Verzló og því hefur Bergþór aldrei gleymt. Snorra dreymir enn martraðir um að jólapróf í latínu vofi yfir en að hann sé ekki byrjaður að læra. Skólakerfið okkar. Einnig: Nýtt startup í sjávarútvegi á vegum Sigga Bjartmars, Greenfish.
-
www.patreon.com/skodanabraedur
Þetta er þáttur fyrir alla þá sem vilja sigra. Deepak Chopra er höfundur bókarinnar The 7 Spiritual Laws of Success. Guð gaf Snorra gubbupest til þess að þessi þáttur myndi verða til. Aron Kristinn Jónasson stígur inn í hans stað. Máttugur er mættur maður. Við förum yfir þessi sjö lögmál bókarinnar. Guð blessi ykkur kæra bræðalag.
-
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Hvernig menntum við okkur? Hvað er í gangi í háskólunum? Hugmyndir fræðikonunnar Camille Paglia ræddar hér í þessum þætti. Hún er róttæk og skemmtileg. Er munur á körlum og konum? Það fer eftir því hvern þú spyrð. Um lok þáttar er snert á hugvíkkandi efnum, hverjir eiga að nota þau og hverjir alls ekki. Guð blessi ykkur kæra bræðralag.
-
Balaji Srinivasan fjárfestir og frumkvöðull hefur spáð ýmsu brjáluðu og ekki allt hefur ræst. Ein af lykilkenningum hans er að hægt og rólega taki netríki við af þjóðríkjum, þar sem hópar munu koma sér saman um samfélög á netinu, sem ekki verða skilgreind af veraldlegum landamærum. Hér ræðum við framtíð Íslands á þessum nótum og veltum öllum steinum. Annað sem kemur við sögu: Hefur regluverk staðið í vegi fyrir framþróun á síðustu áratugum? Fjármagnið skiptist í þrennt: Woke Capital, Tech Capital og Communist Capital. Sagan af landnáminu í Bandaríkjunum eins og Balaji sér hana.
-
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Tilvistarspurning þunglyndis, landbúnaður, Lenín, bókmenntir Rússlands 19. aldarinnar, Pharrell Williams, Bernard Arnault og pólitík þeirra sem eiga heiminn. Þetta er til umræðu í þessu fremsta hlaðvarpi landsins.
-
Ert þú alltaf að hlusta á gamla tónlist? Eru kvikmyndirnar sem þú ert að horfa á bara sömu kvikmyndir aftur og aftur? Hér er sagan rakin frá afdrifaríkum hryðjuverkaárásum árið 2001 og fjallað um hvernig menning okkar mótaðist í kringum 2005 og hefur síðan lítið breyst. Algrímin valda því, að mati sérfræðinga, að allt sem við sjáum og heyrum er endurtekning eða endurvinnsla þess sem áður hefur virkað.
Annað:
Trump vs. Harris kappræður Munurinn á kapítalisma og kommúnisma 9/11 og áhrifin á alheimssamfélagið Nýr iPhone og regluverksfargan Evrópusambandsins Skaðleg sálfræðiþjónusta fyrir ungt fólk með þunglyndi og kvíða Kostir áfengis -
Hlustaðu í fullri lengd inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Sérstakur þáttur í tilefni 10 ára afmælis Zero to One eftir Peter Thiel. Bókin sem segir þér hvernig þú átt að hugsa þegar þig langar að stofna fyrirtæki. Fyrst: talað um nýjar saunuþróanir sem bitna á konum. Síðan eru hugmyndir bókarinnar kynntar: Að öðlast einokun, að hugsa stórt, að forðast samkeppni. Í lokin er virðing sett á free market menningarmiðstöðina Húrra Reykjavík fyrir þeirra starf síðastliðin tíu ár.
- Показать больше