Эпизоды
-
Björg Magnúsdóttir og Ágústa Ólafsdóttir tóku að sér það vandasama verk að koma uppvexti og mótunaröflum fyrsta þjóðkjörna kvenforseta heims í handritaform. Í þessum þætti fáum við innsýn í handritagerð þáttanna auk þess sem leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir og leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir leiða okkur í gegnum vinnu sína og senurnar sem birtast okkur í lokaþættinum.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Leikkonan Elín Hall og leikstjórinn Björn Hlynur Haraldsson segja hlustendum frá því hvernig þau nálguðust erfiðar og átakanlegar senur í leiknu þáttaröðinni Vigdís. Við fáum líka innsýn í búningahönnun þáttanna en búningahöfundurinn Helga I. Stefánsdóttir leiðir okkur í gegnum sína vinnu sem felur ekki einungis í sér að velja réttan klæðnað á Vigdísi og aðrar lykilpersónur heldur líka að skapa bakgrunn og sögu hundruð aukaleikara með réttum fatnaði. Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir og leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir segja okkur líka frá sinni nálgun að verkefninu en Tinna leikstýrir Nínu Dögg Filippusdóttur í hlutverki sínu sem Vigdís Finnbogadóttir.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Пропущенные эпизоды?
-
Leikmyndahönnuðurinn Heimir Sverrisson hafði veg og vanda af því að búa til veröldina sem birtist okkur í leiknu sjónvarpsþáttaröðinni Vigdís. Í þessum þætti segir hann okkur frá því hvernig hann endurskapaði fimmta til áttunda áratug síðustu aldar. Við ræðum líka við Björn Hlyn Haraldsson, annan leikstjóra þáttanna, og leikkonuna Elínu Hall sem leikur Vigdísi unga að árum.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
-
Rakel Garðarsdóttir er einn tveggja framleiðenda leiknu sjónvarpsþáttanna Vigdís. Í þessum þætti segir hún okkur frá því hvernig hugmyndin að þáttunum kviknaði og hvaða áskoranir fylgdu framleiðslunni. Við heyrum líka viðtal við leikkonuna Elínu Hall sem leikur Vigdísi frá menntaskólaárum að þrítugu.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.