Bölümler
-
Magnús, eða Mási eins og hann er oftast kallaður, hefur komið mjög víða við í bransanum. Stofnað bari, unnið á brugghúsum, og stofnaði einu sinni sjálfur brugghús!
Nú er hann hjá Malbygg, gegnir þar sölustörfum og markaðssetningu. Flest sjáum við hann á barnum þar sem honum líður afskaplega vel.
-
Hvað hefur gerst? Mörg collöb, alls konar bjór, nýr bjór bjórspjallsins bruggaður! Þetta er bara byrjunin. Áfram gakk!
-
Eksik bölüm mü var?
-
Við brugguðum Hærra og það var dósadropp! Við fengum til okkar flotta gesti.
GESTIR
- Höskuldur Sæmundsson
- Dagur Helgason (Fágun)
- Andrew Whyte (Siren Brewing, RVK, skör)
- Jón Klausen (RVK, skör)
- Sigurður Snorrason (RVK, skör)
-
Hærra er bjór sem við brugguðum í samstarfi við RVK Brewing og skör artisan. Létt kynning og plögg á eventinum.
CAN RELEASE 12. MARS 16:00 - SJÁUMST
-
Hreimur Örn Heimisson er ekki bara landsþekktur tónlistarmaður heldur líka landsþekkt bjórnörd. Hann er einn af Byttunum þremur, hefur bruggað með Malbygg, gert smakk video um flest brugghús landsins og er góðvinur bransans.
Bjórar smakkaðir:
Þegar Davíð keypti ölið - RVK Brewing
Jóhannes Witbier - Borg Brugghús
Garðskagi - Litla Brugghúsið
Ölvisholt Klassík - Ölvisholt Brugghús
Depill - Malbygg
Otur - Malbygg
Kubbur - Malbygg
-
Jói er einn af stofnendum Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Þeir byrjuðu ansi snemma í bransanum, fyrir 8 árum, unnu besta bjórinn á Hólum og þá ennþá bara heimabruggarar ef svo má segja. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan, margir bjórar og nokkur tæki. Alltaf fjör og gaman í kringum Jóa! Másahornið á sínum stað.
Bjórar og Seltzerar smakkaðir:
Kókos Seltzer
Hindberja Seltzer
Gölli IPA
Við erum 8 ára DIPA
Páska Hazy IPA
Brandur Súr
Kommisar Saison Togarinn tunnuþroskaður -
Fengum Jón Klausen gæðastjóra RVK Brewing að smakka með okkur alltof mikið af west coast og east coast bjórum. Bárum saman þessa tvo stíla. Sjálfur er Jón ekki aðdáandi vesturstrandar stílsins en okkar mission er að snúa honum. Tekst það? Svo er Másahornið á sínum stað, auðvitað.
WEST COAST
Crikey IPA - Reubens Brewing
Please & Thank You - Stoup Brewing
Otur - Malbygg Brugghús
Out West - SIG Brewing
Snow Cone Frozen Fresh Hops - Single Hill Brewing
High Camp Winter IPA - Bale Breaker Brewing
Gnótt - RVK Brewing
Ultramega Good IPA - Stoup Brewing
Life on Mars - Reubens Brewing
Tower Fall - Obelisk Brewing
EAST COAST
Úlfey - Borg Brugghús
Hlemmur - RVK Brewing
Citra Chrome - Other Half Brewing
Panda - Malbygg
Stýrivaxtahækkun - RVK Brewing
Cutting Tiles Citra - Trillium
Gouda - Other Half
Vicinity - Trillium
-
Þorsteinn Snævar Benediktsson er eigandi og bruggari Húsavík Öl. Byrjaði ungur að elta drauminn til útlanda, ófeiminn við að brugga allt sem honum dettur í hug og er duglegur að prófa sig áfram í nýjungum! Einnig var kíkt í "Másahornið". Smökkuðum Ítalskann Pils og Jóla Röðul frá Húsavík Öl, Þór lager og Hlemm frá RVK og Otur frá Malbygg.
-
Fyrsti þáttur í nýju seríunni. Spjall, bjórsmakk og fréttir.
-
Jæja! Gleðilegt nýtt ár! Þá er Bjórspjallið komið úr jólafríi og gestur þáttarins er Sigurður Atli Sigurðurson, betur þekktur sem Bjórsmakkarinn. Hann hefur verið duglegur að koma á framfæri því nýjasta í bjórsenunni og ekki óvanur að liggja á skoðunum sínum um nýjasta nýtt. Hér fer hann yfir söguna hvernig hann byrjaði og margt margt fleira!
-
Andri Þór er einn eiganda og stofnanda Malbygg. Mikill humlastrákur og hlaupari. Hann segir okkur m.a frá stofnun Malbyggs, uppáhalds humlum, minnst uppáhalds humlum, uppáhalds bjórum og uppáhalds geri. Flottur strákur, uppáhalds.
-
Hrafnkell Freyr, betur þekktur sem Keli í Brew.is, kom og ræddi við okkur um búðina, heimabruggun, tæki og tól, jólabjóra og margt fleira. Við heyrðum einnig í Magnúsi hjá Malbygg og fréttum af nýjustu viðbót brugghússins - algjör bylting!
Email: [email protected] -
Hlynur Árnason kom og ræddi við okkur um ævintýrin í Hollandi, árin hjá Ölgerðinni, Borg og stofnun Böls. Einnig var farið í djúpar ger pælingar og kerfið hjá Vínbúðinni.
email: [email protected] -
Ragnar og Hjalti kynna sig og smakka bjóra sem þeir hafa gert og tala um bruggun.