Bölümler
-
Jæja kæru kastarar. Fyrst við fögnuðum okkar fyrsta starfsári á dögunum og gátum ekkert gert fyrir ykkur og ástandið er eins og það er, reynum við okkar allra besta til að stytta ykkur stundirnar og bjóða ykkur upp á smá nýjung.
Sögustund. Ef þið eruð sátt með þetta þætti okkur gaman að heyra frá ykkur með það.
Fyrstur ríður á vaðið Hvíti hvalurinn sjálfur, Árni Baldursson.
Hann hendir hér í magnaðar sögur.
Vonandi njótið þið því við nutum.
Holy cow -
Nils Folmer Jörgensen er fyrir löngu orðinn þekktur meðal veiðimanna fyrir sérstakt lag sitt á því að veiða stóra laxa hvar sem hann kemur. Allt frá barnsaldri hefur Nils verið límdur við flugustöngina og ferðast heimshorna á milli í leit sinni að lónbúanum. Við förum yfir alla söguna og snertum á skuggahliðum sportsins sem Nils hefur því miður fengið að kynnast.
Njótið kæru kastara því við nutum og reinum nú að hemja okkur stundum -
Eksik bölüm mü var?
-
Ragnheiður Thorsteinsson hefur frá unga aldri verið heilluð af veiði. Hún hefur víða veitt, framleitt veiðiefni fyrir sjónvarp, sitið í skemmtinefnd og stjórn SVFR. Góður veiðimaður, skemmtilegur viðmælandi og sannarlega góð fyrirmynd fyrir konur í sportinu.
Njótið, takið upp kampavínið en þó varlega því við tókum það ekki upp varlega. -
Pétur og Birgir Steingrímssynir (ekki bræður) hafa helgað stórum hluta ævi sinnar í eltingarleik við þann silfraða í Laxá í Aðaldal. Báðir hafa þeir fylgt veiðimönnum um áratugaskeið og marga fjöruna sopið og ölduna stigið á bökkum Laxár.
Við þökkum Veiðitorg.is og Avis bílaleigu sérstaklega fyrir að gera okkur kleift að leggja land undir fót og hitta þessa höfðingja.
Njótið því við þið vitið þetta -
Jæja kæru kastarar þá er það er enginn annar en þjóðargersemin Pálmi Gunnarsson sem er gestur 34. þáttar Flugucastsins. Pálmi hefur víða komið við sínum veiðiferli og ekki gert mikið af því að liggja á skoðunum sínum.
Við viljum svo sértaklega þakka AVIS og Veiditorg.is fyrir það að gera okkur kleift að fara norður og taka viðtöl við veiðimenn þar. -
Jæja kæru kastarar, við Flugucastarar erum enn fyrir norðan og hittum þar engan annan en Matthías Þór Hákonarson en Matthías Þór rekur fyrirtækið Iceland Fishing Guide og hefur undir sinni regnhlíf þó nokkur veiðisvæði sem við ræðum við hann um. Einnig segir Matti okkur frá ákaflega skrautlegri byrjun hans í veiðibransanum.
Vonum að þið hafið jafn gaman af þessum og við. -
Halló Akureyri og aðrir kastarar.
Í þessum þætti tökum við hús á Ella Steinari sem er fyrrum formaður SVAK og eigandi hinnar sívinsælu og góðu sölusíðu Veiðitorg.is.
Elli, sem er sjávarútvegsfræðingur og sjálftitlaður letingi sem byrjaði sinn veiðiferil ekki fyrr en 25 ára, fer með okkur í gegnum veiðisögu sína og köfum við djúpt í bleikjur og bleikjuveiði. Hann ætti nú að vita eitt og annað um þau málefni því hann skrifaði mastersritgerð sína um að veiða og sleppa bleikjunni.
Við förum einnig örlítið inn á laxeldið í opnum sjókvíum, Eyjafjarðará og auðvitað fær hundurinn Jójó aðeins að koma inn í þáttinn.
Þannig þessi vika er spennandi fyrir ykkur.
Njótið því við nutum
og munið Veiðitorg.is -
Kæru kastarar þá bjóðum við ykkur uppá Ingimund Bergsson í þætti vikunnar.
Ingimundur fer með okkur í gegnum sinn veiðiferil og ekki síst hugmyndina af Veiðikortinu og hvernig það hefur breytt veiðinni fyrir margan veiðimanninn.
Svo við segjum njótið því jú við nutum. -
Hilmar Hansson, dúkalagningarmeistara, kannast flestir veiðimenn við. Hann hefur snert á ýmsu í gegnum tíðina en rauði þráðurinn í hans dellu er draumurinn um þann stóra.
-
Haraldur Eiríksson hefur gert veiðina að ævistarfi og er flestum veiðimönnum af góðu kunnur. Einstakur veiðimaður og umfram allt baráttumaður fyrir villtan lax.
Njótið kæru kastarar -
Það er líklega enginn veiðimaður í heiminum sem hefur ferðast jafnvíða og Árni Baldursson. Ótrúlegur karakter sem hefur alls staðar stungið niður fæti. Verði ykkur að góðu!
-
Þröst Elliðason og fyrirtæki hans, Strengi, þekkja allir veiðimenn. í 27. þætti Flugucastsins förum við yfir hans mögnuðu sögu, feril hans í veiðinni og lítum til framtíðar.
-
Kæru kastarar Það var hann Elvar Örn Friðriksson sem mætti til okkar þessa vikuna hann fékk veiðina í vöggugjöf og hefur komið víða við. En hann hefur starfað við leiðsögn, veiðileyfasölu en nú berst hann fyrir verndun villtra laxastofna sem framkvæmdastjóri North Atlantic Salmon Fund á Íslandi.
Þannig við komum víða við í þætti vikunnar Svo njótið því við nutum. -
Jóhannes Sturlaugsson hefur helgað líf sitt laxfiskum. Hann fer vítt og breitt með okkur í þætti vikunnar og dregur ekkert undan í gagnrýni sinni á Hafrannsóknarstofnun. Þessum má enginn missa af!
-
Jæja kæru kastarar hér kemur jólagjöfin okkar til ykkar.
Heill þáttur með engum öðrum en Verði Marel Einarssyni.
Við þökkum ykkur kærlega fyrir stuðninginn og hlustunina á árinu sem er að líða. Vonandi hafið þið jafn gaman að þessum þætti og við höfðum að gera hann.
Jóla- og áramóta kveðja til ykkar kastara frá okkur Flugucösturum.
Sjúbbí dú -
Kæru kastarar. Kristján Friðriksson er mikill grúskari og hefur undanfarin ár haldið úti þeirri frábæru veiðisíðu FOS.is. Hann er einnig formaður Ármanna, þess gamla og rótgróna stangaveiðifélags. Við fengum Kristján í spjall í þessum síðasta þætti Flugucastsins á sínu fyrsta starfsári. Gleðileg jól og takk fyrir samfylgdina á árinu.
Því segjum við skál og njótið því við nutum. -
Kæru kastarar Tómas Skúlason er veiðimönnum kunnur sem eigandi Veiðiportsins úti á Granda. Þessi einstaki og skemmtilegur maður lætur allt flakka í Flugucastinu.
Njótið og fáið ykkur því við nutum og já fengum okkur -
Tvíburabræðurnir Ásmundur og Gunnar Helgasynir segja okkur frá sínum oft og tíðum skrautlega veiðiferli. Sumir sigrar eru mjög stórir en ósigrarnir geta verið litríkir.
Njótið! -
Jón Aðalsteinn er frumkvöðull í fluguhnýtingum og fluguveiði. Einn af þeim fyrstu sem virkilega náðu valdi á þurrfluguveiði sem og að veiða á pinku litlar flugur.
Einnig byrjaði hann að veiða á bognar nálar og girni.
Njótið kæru kastarar við nutum.
Sipp og hoj -
Howdiddlyho kæru kastarar.
Það eru þungarvigtarmenn hjá okkur í þessum þætti. Feðgarnir Atli og Heiðar Bergmann. Þeir fara yfir veiðiferil sinn sem er nú kannski ekki sá lengsti en engu að síður pakkaður. Farið er yfir rót vandans, gæderí, mússó og samningarviðræður um bíla.
Já, þeir feðgar hafa frá mörgu að segja.
Njótið því við nutum. Sjamón. - Daha fazla göster