Bölümler
-
Tónlistarfólkið og vinirnir Elín Sif Hall og Reynir Snær Magnússon mættu til mín í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall um tónlistina og lífið yfir rjúkandi heitum kaffibolla.
Elín er nýútskrifuð leikkona og getur fólk séð hana á leika listir sínar í borgarleikhúsinu í sýningunni 9 líf. Ásamt leiklistinni er Elín frábær tónlistarkona en hefur hún gefið út mörg lög og er eitt hennar vinsælasta lag lagið vinir sem fengið hefur að hljóma á útvarpsstöðum undanfarið.
Reynir er gítarséní og er hann einn eftirsóttasti gítarleikari landsins í dag. En hann hefur meðal annars spilað á tónleikum hjá mörgu okkar þekktasta tónlistarfólki í dag. Ásamt spilamennskunni produserar hann líka lög hjá mörgu flottu tónlistarfólki.
Elín og Reynir eiga sér áhugaverða sögu en vinna þau mikið saman að músíkinni en voru þau um tíma par. Þau hafa þó eftir sambandsslitin haldið samvinnunni í músíkinni áfram og eru miklir vinir.
Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvar áhuginn á henni kviknaði, hvernig það er að vinna svona náið með sínum fyrrverandi maka, uppvaxtarárin, vináttuna og virðinguna. Svo prufaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru. -
Söngkonan, orkuboltinn og eurovision farinn Diljá Pétursdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt vini sínum og samstarfsmanni, tónlistarmanninum og söngvaranum Þorsteini Helga Kristjánssyni og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.
Eins og allir íslendingar ættu að vita flutti Diljá framlag íslands í Eurovision þetta árið og stóð hún sig ekkert eðlilega vel með kraftmikilli framkomu sinni á sviðinu.
Þorsteinn er einnig söngvari úr Garði og gefur Diljá ekkert eftir og saman mynda þau frábært teymi í hljómsveit sinni Midnight Librerian.
Þrátt fyrir að hafa kannski ekki þekkst lengi eru þau miklir vinir og ætla þau sér bæði stóra hluti í músíkinni.
Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvar áhugi þeirra kviknaði á henni, eurovision ævintýrið, vináttuna, hljómsveita bransann, framtíðaráform og margt fleira. svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru. -
Eksik bölüm mü var?
-
Tónlistarmennirnir og vinirnir Júlí Heiðar Halldórsson og Kristmundur Axel Kristmundsson mættu til mín í stórskemmtilegt spjall um tónlistina, lífið og tilveruna og var að sjálfsögðu boðið upp á rjúkandi heitt á könnunni og með því.
Júlí Heiðar hefur verið að gera það virkilega gott í íslensku tónlistarsenunni undanfarin ár en er hann svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur en er hann einnig menntaður leikari ásamt því að vera bankastarfsmaður hjá Arion Banka í fullu starfi.
Kristmundur Axel er að koma aftur upp á yfirborðið eftir dágóða pásu frá sviðsljósinu og má segja að hann sé að koma inn með látum, þrátt fyrir að hann hafi svo sem alltaf verið að vinna við tónlist.
Þeir vinirnir hófu fyrst samstarf kornungir í Borgó og unnu söngkeppni framhaldsskólanna með laginu Komdu til baka og skutust þeir í kjölfarið hratt upp á stjörnuhimininn.
Í þættinum ræddum við meðal annars um músíkina og hvar áhugi þeirra kviknaði á henni, textagerðina og tilfinningalega útrás sem henni fylgir, vináttuna, endurkomuna í sviðsljósið og margt fleira, svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru. -
Frumkvöðlarnir, business píurnar og vinkonurnar Eyrún Anna Tryggvadóttir og Olga Helena Ólafsdóttir mættu til mín í stórskemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu boðið uppá rjúkandi heitt kaffi og meðí.
Eyrún og Olga hafa verið bestu vinkonur frá því þær voru saman í 8. bekk í Árbæjarskóla en hefur sú vinátta þróast yfir í frábært samstarf sem hófst allt þegar þær voru saman í fæðingarorlofi og hönnuðu Minningarbókina sem óx heldur betur í höndunum á þeim og stofnuðu þær saman barnavöruverslunina Von verslun. Í dag eru þær búnar að kaupa Bíum Bíum og er starfsemin heldur betur í blóma.
Í þættinum ræddum við meðal annars um business lífið og hvernig það allt saman byrjaði, árin í Árbænum, vináttuna, hvernig það er að vinna með svona náinni vinkonu, fjölskylduna og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru. -
Leikarinn, grínistinn og uppistandarinn Vilhelm Neto mætti til mín í virkilega einlægt og skemmtilegt spjall ásamt samstarfskonu sinni og vinkonu tónlistarkonunni, grínistanum og uppistandaranum Vigdísi Hafliðadóttur.
Villi Neto hefur verið áberandi ansi lengi í íslensku samfélagi en kom hann fyrst uppá sjónarsviðið í gegnum samfélagsmiðlana og var hann duglegur við að senda frá sér sketsa sem slógu rækilega í gegn. Í dag er Villi menntaður leikari og starfar við Borgarleikhúsið ásamt því að vera meðlimur í uppistand hópnum VHS sem hafa notið mikilla vinsælda.
Vigdís er einmitt ásamt honum Villa meðlimur hópsins VHS og fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á sýninguna þeirra VHS velur vellíðan. En ásamt uppistandinu og að skrifa grínefni er hún einnig söngkona hljómsveitarinnar FLOTT en hafa þær einmitt notið gríðarlegra vinsælda og spennandi tímar framundan.
Villi og Vigdís eiga einlægt og fallegt vinasamband sem heyrist greinilega á spjalli okkar.
Í þættinum ræddum við meðal annars um grínið og hvenær þau ákváðu að stíga inní þá senu, leiklistina og samfélagsmiðlana, tónlistina, tækifærið sem þau fengu á að ferðast milli eyja saman og búa til sjónvarp og margt fleira. Svo prófaði ég þau að sjálfsögðu í því hversu vel þau þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Frumkvöðlarnir, þjálfararnir, orkuboltarnir og tvíburasysturnar Anna Marta Ásgeirsdóttir og Lovísa Ásgerisdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og komu heldur betur færandi hendi með brakandi ferskt súkkulaði með kaffinu.
Anna Marta hefur verið þjálfari í mörg ár lengi vel hjá Hreyfingu en hún færði sig nýverið yfir til WorldClass og er einn vinsælasti hóptímakennarinn þar, ásamt því að taka að sér fólk í næringarþjálfun. Í covid bankaði svo tilboð til hennar sem hún gat einfaldlega ekki annað en stokkið á og hefur hún undanfarin ár framleitt bæði pestó og súkkulaði undir merkinu Anna Marta og er brjálað að gera.
Lovísa er eins og systir sín einnig einn vinsælasti hóptímakennari WorldClass en er hún einnig tekin við gæðastjórnun í súkkulaði og pestó framleiðslunni.
Þær tvíburasysturnar eru einstaklega nánar og góðar vinkonur en heyrist það mjög glögglega í spjallinu okkar.
Í þættinum ræddum við meðal annars um heilsuna og mikilvægi þess að hlúa vel að því sem við setjum ofaní okkur, súkkulaðið og matargerðina og hvaðan sú hugmynd kviknaði, tvíburalífið, hvar þær eru líkar og hvar þær eru ólíkar, uppvöxtinn og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.
Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Söngdívurnar og vinkonurnar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavarsdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu boðið uppá rjúkandi heitt kaffi og meðí.
Þær hafa báðar verið áberandi undanfarin ár í íslensku tónlistarsenunni en má segja að Íslendingar urðu fyrst varir við einstaka sönghæfileika Elísabetar þegar hún keppti hér um árið í Voce Ísland. Stefanía steig ung, eða aðeins sextán ára, sín fyrstu skref í bransanum með Stuðmönnum, hvorki meira né minna en hafði hún þá fyrr um árið unnið söngkeppni Samfés og í kjölfarið boðið að taka að sér að skemmta með þeim sem entist í tvö ár.
Þær hafa verið bestu vinkonur síðan þær voru sextán og sautján ára gamlar eða allt frá því Stefanía sá Elísabetu keppa á Samfés ári eftir að hún sjálf sigraði þá sömu keppni.
Í dag eru þær svo að fara að halda sérstaka Adele tónleika í Silfurbergi í hörpu og fer hver að verða síðastur að næla sér í miða
Í þættinum ræddum við meðal annars um músíkina og hvar áhugi þeirra kviknaði á tónlist, bransann, skemmtilega spontant ferðalög sem þær hafa farið saman í, fjölskylduna, vináttuna og margt fleira.
Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.
Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Leikararnir, rithöfundarnir, samstarfsfélagarnir, vinirnir og frændurnir Óli Gunnar Gunnarsson og Arnór Björnsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.
Óli og Arnór hafa verið miklir vinir allt frá því þeir muna eftir sér og voru þeir ungir farnir að láta af sér kveða í leiklistar heiminum en voru þeir aðeins níu ára þegar þeir stigu fyrst á svið í Fúsa froskagleypi í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Nokkrum árum síðar eða aðeins 13 og 14 ára skrifuðu þeir saman sitt fyrsta leikrit, Unglingurinn, sem þeir léku einnig báðir í og sýnt var í Gaflaraleikhúsinu. En hafa þeir síðan þá skrifað og leikið í nokkrum leikritum ásamt því að skrifa bókina Stefán rís.
Þessa dagana eru þeir báðir útskrifaðir leikarar og hafa undanfarin tvö ár skrifað Stundina okkar og eru fleiri spennandi verkefni framundan hjá þeim.
Í þættinum ræddum við um leiklistina og hvar þetta allt byrjaði, hvernig það var að gerast rithöfundar 13 og 14 ára, ferðalög þeirra saman um heiminn með sýninguna sína, vináttuna og margt fleira, svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Flugþjónarnir, Draumfararnir, tónlistarmennirnir og vinirnir Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson mættu í virkilega skemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum bolla.
Birgir Steinn hefur verið að gera virkilega góða hluti í músíkinni undanfarin ár en hefur tónlist hans náð að teygja sig langt út fyrir landsteinana og er hans vinsælasta lag á spotify með yfir 41 milljón spilanir, hvorki meira né minna. Ásamt því að sinna sólóferlinum er hann einnig annar meðlima hljómsveitarinnar Draumfarir ásamt honum Ragnari milli þess sem hann þjónustar fólk um borð í Icelandair.
Ragnar er eins og áður kom fram hinn helmingur Draumfara og hefur í gegnum tíðina verið í hinum ýmsu hljómsveitum. Ásamt tónlistinni hefur hann fengið útrás fyrir annarri ástríðu sinni sem er að brugga bjór, en starfar hann einmitt í dag sem bruggmeistari.
Birgir og Ragnar kynntust í fluginu en var Ragnar einmitt flugþjónn til margra ára en sneri hann sér svo að brugginu í covid. Þeir tengdu strax í gegnum músíkina og urðu fljótt miklir vinir og fóru mjög fljótlega af stað með verkefnið Draumfarir.
Í þættinum ræddum við um músík bransann og hvar áhugi þeirra kviknaði á tónlist, flugið og hvernig það er að samtvinna flugið við poppara lífið, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Tónlistarmennirnir, rappararnir og vinirnir Gauti Þeyr Másson og Helgi Sæmundur Guðmundsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt og áhugavert kvöld spjall.
Gauti eða Emmsé Gauti eins og flestir kannast við hann er einn okkar allra vinsælasti tónlistarmaður undanfarinna ára en skaust hann hratt upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum.
Helgi Sæmundur er annar meðlimur rappdúósins Úlfur Úlfur en þeir hafa unnið hörðum höndum undanfarið við að klára nýja plötu sem kemur út síðla sumars. Helgi rekir einnig lítið framleiðslufyrirtæki og semur hann tónlist fyrir bæði auglýsingar og sjónvarpsþætti ásamt því að sjá um framleiðslu.
Helgi og Gauti rákust fyrst á hvorn annan á rímnaflæði keppni samfés þegar þeir voru unglingar en gerði helgi sér lítið fyrir og vann þá keppni, vinskapur þeirra myndaðist svo í gegnum bransann og hafa þeir unnið mörg verkefni saman og eru miklir vinir.
Í þættinum ræddum við um músíkina, hvernig þetta byrjaði allt hjá þeim, hvernig það er að vera starfandi tónlistarmaður á íslandi, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.
Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Skemmtilegustu tvíburabræður landsins Gunnar Helgason og Ásmundur Helgason kíktu til mín í spjall yfir rjúkandi heitu kaffi og meððí.
Gunnar er einstaklega fjölhæfur listamaður en er hann leikari, leikstjóri og rithöfundur og ættu flestir íslendingar að þekkja hann til dæmis úr hinu ódauðlega dúói Gunni og Felix. Þó Gunni sé alls ekki hættur að koma fram hefur fókusinn hans færst örlítið til og er hann nú okkar fremsti barnabókahöfundur og hefur hann skrifað hverja metsölubókina á fætur annarri, en þessa dagana er einmitt verið að sýna leikritið Draumaþjófurinn í Þjóðleikhúsinu, sem er einmitt upp úr einni af hans bókum.
Ásmundur eða Ási eins og hann er alltaf kallaður er eigandi bókaútgáfunnar Drápu ásamt því að reka kaffihúsið GráaKöttinn á Hverfisgötu. Inná milli flýr hann síðan í húsið sitt á Spáni en vildi lítið gefa upp um staðsetningu svo það myndi ekki allt fyllast af íslendingum þar.
Þeir eru eins og gefur að skilja virkilega nánir og góðir vinir og var einstaklega skemmtilegt að tala við þá.
Í þættinum ræddum við meðal annars um tvíburalífið og snilldina við það að eiga alltaf til leikfélaga nánast sama hvar þeir væru, hvar þeir eru ólíkir, skemmtilegar uppákomur í þeirra lífi, hvernig það er fyrir Ása að eiga eineggja tvíbura sem er þekktur og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Stórleikararnir, spaugstofubræðurnir og vinirnir Örn Árnason og Pálmi Gestsson mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall yfir kaffibolla og með því.
Örn hefur verið áberandi í leiklistar og skemmtanaiðnaði Íslands frá því 1982 þegar hann útskrifaðist úr leiklistaskólanum. Lengst af hefur hann starfað við Þjóðleikhúsið en svo var hann á sínum tíma fastagestur heima í stofu allra barna sem Afi, ásamt því að hafa tekið að sér ýmis hlutverk í kvikmyndum.
Pálmi er líkt og Örn einn okkar allra ástsælasti leikari og hefur hann starfað við Þjóðleikhúsið síðan 1983. Pálmi hefur leikið fjölbreytt hlutverk bæði á sviði og í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.
Þeir vinirnir kynntust fyrst þegar þeir hófu nám í leiklist en voru þeir bekkjabræður og hafa fylgst að nánast allar götur síðan. En fyrir utan það að hafa unnið saman við Þjóðleikhúsið í 40 ár unnu þeir einnig saman í 30 ár að gerð Spaugstofunar sem allir íslendingar sátu límdir við á hverju laugardagskvöldi.
Í þættinum ræddum við meðal annars leikhúslífið, upphafið á Spaugstofunni, kærumálin, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.
Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Hressustu Stjúpmæðgur landsins, Inga Lind Karlsdóttir og Arnhildur Anna Árnadóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall um allt milli himins og jarðar yfir rjúkandi heitu kaffi og meðí.
Inga Lind er einn stofnanda og eiganda framleiðslufyrirtækisins Skot en framleiða þau sjónvarpsefni og auglýsinga en hefur Inga Lind sjálf verið viðriðin sjónvarp nánast alla sína fullorðins tíð en sem dæmi má nefna morgunsjónvarpið á Stöð tvö, Ísland í dag og Biggest loser ísland svo fátt eitt sé nefnt.
Arnhildur er margverðlaunuð kraftlyftingakona og á hvert metið á fætur öðru og í kjölfar kraftlyftinga fór hún að vekja mikla athygli á samfélagsmiðlum en er hún í dag þjálfari í Afrek á milli þess sem hún sinnir markaðsmálum fyrir stöð tvö en á hún í ofanálag von á sínu fyrsta barni.
Samband Ingu og Arnhildar er virkilega fallegt og litað af mikilli vináttu og eru þær mjög nánar stjúpmæðgur.
Í þættinum ræddum við allt milli himins og jarðar en ræddum við meðal annars um stjúpforeldrasambönd og hvernig það gekk í fyrstu, sjónvarpsbransan, kraftlyftingar, fjölskyldulífið, hefðir og margt fleira. Svo prufaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.
Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Athafnakonurnar, áhrifavaldarnir, LXS-dívurnar og vinkonurnar Ína María Einarsdóttir og Magnea Björg Jónsdóttir mættu til mín nú á dögunum í mjög skemmtilegt spjall yfir rjúkandi kaffi og meðí.
Ína er með annan fótinn heima á Íslandi og hinn í Vilnius í Lettlandi þar sem maðurinn hennar er atvinnumaður í körfubolta en var hún sjálf ansi efnileg í körfunni á sínum tíma. Þegar hún er á Íslandi kennir hún forfallakennslu og er orðið nóg að gera hjá henni í ljósmyndun.
Magnea er þessa stundina að skrifa lokaritgerðina sína og útskrifast hún af viðskiptabraut hjá HÍ með áherslu á stjórnun núna í maí ásamt því að vinna í markaðsmálum hjá Heklu en er hún einmitt mikil bílaáhugakona.
Ofaná þetta eru þær báðar í hópnum LXS og eru áberandi á samfélagsmiðlum en fór einmitt í loftið sjónvarpssería með þeim stelpunum sem naut gríðarlegra vinsælda og geta aðdáendur þeirra farið að láta sér hlakka til en w2eru þær þessa dagana í tökum fyrir seríu tvö.
Í þættinum ræddum við meðal annars um árin í LA og Miami, LXS hópinn og hvernig hann varð til, húmorinn, vináttuna og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Podcaststjörnurnar, athafnakonurnar og vinkonurnar Sólrún Diego, Lína Birgitta og Gurrý mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall um allt milli himins og jarðar.
Það er sjaldnast dauð stund hjá þeim stelpunum en eru þær allar með mörg járn í eldinum og vilja hafa dagana sína fjölbreytta. Sólrún og Lína eru rétt í þessu að útskrifast úr námi sem þær fóru saman í bifröst, viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál og samfélgasmiðla, og er Sólrún nýtekin við markaðsmálum Vonar og Bíum Bíum ásamt því að halda miðli sínum gangandi en er hún einn allra sæðsti áhrifavaldur landsins en það er einmitt annað sem þær Lína eiga sameiginlegt. Ásamt því að vera vinsæll áhrifavaldur er Lína að gefa út sína eigin fatalínu, Difine the line og er einnig að koma af stað splunkunýrri sólgleraugnalínu. Gurrý er snirtifræðingur að mennt og starfar sem slík en rekur hún snyrtistofuna Kopar og er vægast sagt nóg að gera hjá þeim.
Þær sameinast svo allar í podcastinu Spjallinu sem hefur verið eitt allra vinsælasta hlaðvarp landsins að undanförnu.
Í þættinum ræddum við meðal annars um hvernig þær kynntust allar, hlaðvarpið þeirra spjallið og hvernig það kom til, Spilið örlagaspil, draugagang á hóteli, karókey kvöld og margt fleira. Svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Hlaðvarpsstjörnurnar, athafnakonurnar, fyrrum fjölmiðlakonurnar og vinkonurnar Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildur Þorkelsdóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall nú á dögunum.
Nadine og Þórhildur byrjuðu báðar ungar í fjölmiðlum og urðu fljótt þekktar fyrir einstaklega vandaðann flutning á fréttaefni tengt mannlegu hliðinni og má sem dæmi nefna að þær hafa báðar unnið til verðlauna, Nadine fyrir rannsóknarblaðamennsku og Þórhildur blaðamannaverðlaunin sama árið. Ásamt fréttamennskunni létu þær einnig mikið af sér kveða í dagskrárgerð og stjórnaði Nadine meðal annars Kompás á stöð tvö og Þórhildur var einn af þremur stjórnendum þáttana Bresta sem sýndir voru einnig á stöð 2.
Þær hafa þó báðar lagt blaðamennskuna á hilluna og starfar Nadine nú sem samskiptastjóri Play og Þórhildur sem kynningarfulltrúi Bandalags háskólamanna. Þær svala þó blaðamennsku þorstanum í einstaklega vönduðum og áhugaverðum hlaðvarpsþáttum, Eftirmál, sem hafa slegið í gegn á undanförnum misserum.
Í þættinum ræddum við meðal annars um lífstílinn sem blaðamennskan er, ákvörðunina um að hætta, podcastið Eftirmál, vináttuna og margt fleira og svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Leikkonurnar og vinkonurnar Bergdís Júlía Jóhannsdóttir og Tinna Þorvalds Önnudóttir mættu til mín í virkilega skemmtilegt spjall og var að sjálfsögðu rjúkandi heitt á könnunni.
Bergdís og Tinna útskrifuðust báðar frá leiklistarskólanum Rose Bruford í Englandi en voru þó ekki á sama tíma í námi og kynntust ekki fyrr en nokkru eftir að þær útskrifuðust þegar Tinna mætti til Bergdísar í prufu fyrir leikrit sem Bergdís var að setja upp með leikhópnum Spindrift. Tinna stóð sig það vel í prufunum að hún var ekki bara tekin inn í leikritið heldur er hún í dag fullgildur meðlimur hópsins og eru þær einmitt um þessar mundir að standa fyrir sýningunni Ástin er taugahrúga, enginn dans við Ufsaklett sem sýnd er í Mengni.
Í þættinum ræddum við meðal annars um listina og hvar áhugi þeirra kviknaði á leiklist, leikhópinn Spindrift sem er norrænn leikhópur, ferðalögin milli landa og margt fleira og svo prófaði ég þær að sjálfsögðu í því hversu vel þær þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Skemmtikrafturinn, leikarinn og dagskrárgerðamaðurinn Sólmundur Hólm Sólmundsson mætti til mín ásamt æskuvini sínum, ljósmyndaranum Baldri Kristjánssyni í stórskemmtilegt spjall yfir rjúkandi heitum bolla.
Sóli hefur verið einn allra vinsælasti skemmtikraftur landsins undanfarin ár, en fyrir utan að halda uppistönd og skemmta í veislum hefur hann stjórnað fjlöldanum öllum af sjónvarpsþáttum og leikið í kvikmyndum og þáttaröðum, nú síðast í HBO þáttaröðinni The Flight attendant.
Baldur er ekki síður mikils metinn innan síns sviðs en er hann einn eftirsóttasti auglýsingarljósmyndarinn hér á landi og hefur hann myndað margar helstu auglýsingaherferðir sem ráðist hefur verið í hérlendis.
Sóli og Baldur hafa þekkst frá því þeir voru sex ára gamlir en urðu þeir miklir vinir á unglingsárunum og hafa fylgst að allar götur síðan og eru þeir mjög nánir.
Í þættinum ræddum við meðal annars skemmtana og ljósmyndabransann, hversu mikilvægt það er að eiga vin sem getur látið mann heyra það og stutt mann á móti, vinasambandið, æskuárin og margt fleira. Svo prufaði ég þá að sjálfssögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Tónlistarmennirnir, Hittkóngarnir og vinirnir Herra Hnetusmjör og Þormóður Eiríksson mættu til mín í frábært spjall núna í vikunni.
Herra Hnetusmjör er eins og flestir íslendingar vita einn allra vinsælasti tónlistarmaður landsins og hefur hann verið það undanfarin ár. Nú geta svo áskrifendur stöðvar 2 fengið Herran í heimsókn í stofuna á öllum föstudagskvöldum þar sem hann er einn af dómörum Idolsins.
Þormóður er einn allra eftirsóttasti produsent landsins um þessar mundir en hefur hann unnið með öllum helstu tónlistarmönnum Íslands í dag en sem dæmi má nefna Jóa P og Króla, Aroni Can, Birni, Friðriki Dór og svo að sjálfsögðu Herra Hnetusmjör.
Þeir félagarnir eru miklir vinir og hafa þeir átt virkilega farsælt samstarf í gegnum tíðina.
Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina og hvernig þeir vinna lögin sín saman, Idol dómgæsluna, Húgó æfintýrið, lífið á Ísafirði, samverustundirnar í studioinu og margt fleira. Svo prófaði ég þá að sjálfsögðu í því hversu vel þeir þekkjast í raun og veru.Þátturinn er í boði:
Smitten - https://smittendating.com/ -
Í þætti dagsins fékk ég til mín einn af mínum betri vinum, söngvarann og tónlistarmanninn Friðrik Dór Jónsson í spjall um lífið og tilveruna.
Friðrik hefur undanfarin ár verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins en hefur hann gefið út hvern hitarann á fætur öðrum allt frá því hann gaf út Hlið vil hlið árið 2009.
Við Frikki vorum saman í árgangi í Versló en kynntumst við fyrst þegar Frikki mætti í prufur fyrir skólahljómsveitina sem trommari án þess þó að vera byrjaður í skólanum og höfum við verið miklir vinir síðan þá.
Í þættinum ræddum við meðal annars, poppstjörnu lífið, Versló árin, sjónvarpsþáttinn Þriðjudagskvöld sem við stjórnuðum saman, fjölskyldulífið, meðvirkni og margt fleira og svo athuguðum við að sjálfsögðu hversu vel við þekkjumst í raun og veru.
Þátturinn er í boði:
Brynjuís - https://brynjuis.is/
Smitten - https://smittendating.com/ - Daha fazla göster