Bölümler
-
Björn, Þorgeir og Árni gerðu upp tímabilið á Ítalíu. Besti leikmaður, ungi leikmaður, stuðningsmenn tímabilsins og margt fleira. Silly-seasonið er byrjað, Rudi Garcia kominn til Napoli, Roma í búðarferð. Ítarleg greining á Inter liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
-
Björn og Árni hituðu upp fyrir stærsta leik ársins þar sem Inter og Man City mætast í Meistaradeildinni. Einnig spáðu þeir í spilin varðandi úrslitaleik Sambandsdeildarinnar, Fiorentina - West Ham. Maldini og Massara reknir frá AC Milan, Mourinho áfram í Rómarborg og Juventus hættir við Super League.
-
Eksik bölüm mü var?
-
Juventus málinu að ljúka af ítalska knattspyrnusambandinu. Úrvalslið ungra leikmanna á tímabilinu. Upphitun fyrir Roma - Sevilla í Búdapest í kvöld og topp 5 ítalskir tennisspilarar.
-
Spaletti á útleið hjá Napoli. Er þjálfarakapall í kortunum á Ítalíu, Árni og Björn grandskoðuðu málin varðandi þjálfara. Albert orðaður við AC Milan. Ítalía með fulltrúa í öllum Evrópukeppnum og topp fimm listi yfir ítalska hjólreiðamenn í tilefni Giro d'Italia.
-
Árni og Björn settust yfir umferðirnar í Evrópu hjá ítölsku liðunum og 35. umferð í heimalandinu. Þeir völdu sér ítölsk tattoo eins og Dolce far niente-hópurinn gerði um liðna helgi og óvæntur topp fimm listi. Íslendingarnir í B og C deildinni voru í eldlínunni og Íslendingaslagur í kvennaboltanum.
-
Árni og Björn fóru yfir tvær umferðir í ítalska boltanum, ferðasaga frá Napoli og á B-deildarleik í Benevento. Sameiginlegt lið Mílanó-liðanna fyrir Meistaradeildarslaginn á milli þeirra.
-
Árni og Björn rýndu í mál Juventus í þætti vikunnar ásamt því að fara yfir möguleika ítölskuliðanna í Evrópu. Ferðasaga Árna til Alessandria á C. deildar leik og Napoli að undirbúa partý aldarinnar?
-
Punktur og basta fór yfir 30. umferð í ítalska boltanum, stórliðin keppast við að tapa stigum á meðan Roma sækir að Meistaradeildarsæti. Evrópuævintýri ítölsku liðanna heldur í vikunni.
-
Punktur og basta vikunnar, ítalskur framherji hetja Ítala í landsleikjunum, Napoli töpuðu óvænt stórt fyrir AC Milan, ferðasaga frá Árna á leik Juventus og Hellas Verona og topplisti frá Birni í Danmörku.
-
27. umferð ítalska boltans gerð upp. Árni og Björn fóru yfir landsliðsval Íslands og Ítalíu og Evrópuævintýri ítalskra liða heldur áfram. Allt um ítalska boltann.
-
Árni, sem staddur er á Ítalíu um þessar mundir hringdi til Danmerkur þar sem hann fékk Björn Már til að fara ofan í saumana á nýjasta máli Mourinho. Eru Inter í stjóraleit? Allt um 26. umferð Seriu A og Íslendingur í úrslitum Coppa Italia.
-
Árni og Björn ræddu Evrópugengi ítölsku liðanna, rönkuðu bestu níur Napoli síðari ára og tóku saman lista yfir “Fimm stig reiði hjá ítölskum stuðningsmönnum” og renndu yfir gengi Íslendinganna á Ítalíu.
-
Sérfræðingarnir fóru yfir 22. umferð ítalska boltans þar sem Napoli hélt vegferðinni að titlinum áfram. Einnig rýndu þeir félagarnir í Söngvakeppni Ítala, Sanremo, sem fór fram um helgina og völdu þeir sýn lög í þeirri keppni.
-
Kjartan Atli Kjartansson kíkti í heimsókn í þáttinn eftir að hafa lýst AC Milan - Inter sem er alltaf einn af hápunktum tímabilsins á Ítalíu.
-
Punktur og Basta fór yfir 20. umferð ítalska boltans þar sem topplið Napoli er í fleygiferð í átt að titlinum.Vandamál AC Milan á nýju ári stækka óðum á meðan Meistaradeildarsæti virðist vera fjarlægjast gömlu frúnni.
Þetta og fleira í þætti vikunnar -
Í þætti vikunnar fóru strákarnir um víðan völl. Þeir ræddu að sjálfsögðu refsingu ítalska knattspyrnusambandsins gegn Juventus vegna brota á félagaskiptareglum deildarinnar. Þá fóru þeir yfir helstu vendingar í toppbárattunni og í lokin settu þeir saman úrvalslið vonarstjarna Ítala yngri en 21 árs.
-
Í þessum þætti af Punkti og Basta var farið yfir 18. umferðina í ítalska boltanum sem lýkur með formlegum hætti í kvöld. Stærsti leikur umferðarinnar var án alls efa toppslagur milli Napoli og Juventus þar sem Napoli liðið tók gömlu frúnna frá Torino í kennslustund. Einnig ræddu þeir Árni, Björn og Þorgeir, helstu slúðursögur deildarinnar og í lokin fóru þeir yfir það besta í mat af völlunum í Serie A.
-
Í þættinum fengu Árni og Þorgeir, Gumma Ben til að rýna í stórleik helgarinnar, Napoli - Juventus, sem Gummi lýsir í kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur í titilbaráttu liðanna. Einnig fóru þeir yfir dálæti Gumma á ítalska boltanum og stöðu Alberts hjá Genoa.
-
Strákarnir í Punkti og Basta fóru yfir sviðið á Ítalíu þegar tæpar 17. umferðir eru liðnar af tímabilinu. Þar ber hæst 8 leikja sigurganga Juventus en mikið drama var undir lok leikja eins og vaninn er á Ítalíu, Roma krækti í stig gegn AC Milan í stórleik helgarinnar þrátt fyrir skelfilega frammistöðu í 80 mínútur.
-
Ítalski boltinn farinn að rúlla á ný og strákarnir Punktur og Basta eru mættir aftur til leiks eftir 7 vikna pásu. Mikið gerðist í pásunni góðu en efst á baugi voru málefni Juventus sem aftur eru komin í klandur eftir sigursæl ár. Þeir Árni og Þorgeir fengu Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann á Vísi og Stöð2 til að kafa dýpra ofan í vandræði Juve.
- Daha fazla göster