Bölümler
-
6.sætið niðurstaðan. Flott mót hjá strákunum okkar. Erfiður lokaleikur gegn Norðmönnum.
-
Ísland komst ekki áfram í undanúrslit eftir geggjaðan sigur á Svartfjallalandi 34-24. Danir ákváðu að henda frá sér leiknum gegn Frökkum. Frábært mót engu að síður hjá Íslendingum.
Ásgeir Örn, Róbert Gunnarsson og Stefán Árni gera upp daginn í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. -
Eksik bölüm mü var?
-
Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara hér yfir tap Íslands gegn Króatíu, 23-22, í milliriðli á EM í handbolta í dag. Liðið mætir Svartfjallalandi á miðvikudaginn og verður að vinna þann leik til að eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Einnig þarf íslenska liðið að treysta á frændur okkar Dani að vinna Frakka í lokaleik milliriðilsins. Arnór Atlason var á línunni og greindi tapið gegn Króötum og einnig spáir í leik Dana og Frakka á miðvikudaginn, leik sem skiptir okkur öllu máli.
-
Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara hér yfir ótrúlegan sigur á Frökkum í milliriðlinum á EM í Ungverjalandi. Liðið vann átta marka sigur, 29-21. Arnór Atlason var á línunni og einnig Róbert Gunnarsson sem var á skíðum fyrir norðan. Líklega óvæntasti sigur Íslands í sögunni.
-
Stefán Árni, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fara hér yfir tap Íslands gegn Dönum, 28-24, í fyrsta leik liðsins í milliriðli á EM í handbolta. Ísland hefur misst sex leikmenn úr liðinu vegna smita og eru það sex lykilleikmenn. Þeir sem komu inn í liðið stóðu sig með prýði og spiluðu með hjartanu.
-
Stefán Árni, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson fara ítarlega yfir sigur Íslands á Ungverjum, 31-30, á EM í handbolta. Rætt var við Arnór Atlason um sigurinn og möguleika Íslands í milliriðlinum.
-
Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fara yfir frábæran sigur Íslands á Portúgal, 28-24, í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta.
-
Seinni bylgjan fylgist grannt með EM í handbolta. Hér hitum við upp fyrir mótið sem byrjar á föstudag.