Episoder

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Erna Kristín betur þekkt sem Ernuland, er komin aftur til Íslands eftir danskt ævintýri og ég er svo þakklátur að ég hafi náð að grípa hana nánast ferska úr fluginu til mín í Helgaspjallið. Við höfum átt það inni eftir mikið af samtölum í gegnum samfélagsmiðla, sem kannski hlustendur gætu upplifað, þar sem við vorum bæði frekar hátt uppi að loksins ná að sitja undir fjórum augum og tengjast og kynnast. En Erna er eins og svo margir vita, algjörlega stórkostleg og þvílík ánægja að fá að hlusta á hana og einhvernvegin meðtaka það sem þú segir, sem kemur frá svo mögnuðum stað. Við ræðum svo ótrúlega margt, en hún deilir fallegri frásögn um næmni og fóstureyðingu sem hún tók ákvörðun um á krefjandi tímum. Lærdóm í gegnum krefjandi tíma og réttlætiskenndina, sem getur verið þyngri en margir gera sér grein fyrir og hvernig hún hefur einnig áhrif á líf okkar sem höfum atvinnu af því að vinna á samfélagsmiðlum á sturluðum tímum.

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Það er var og er mér mikill heiður að fá Höllu Tómas í Helgaspjallið, og þá sérstaklega eftir þáttinn. Þegar tilkynnt var að kosinn yrði nýr forseti Íslands þá hafði ég hreinlega ekki kynnt mér Höllu, né hennar bakrunn eða vinnu, svo forsetaframbjóðendur urðu bara fleiri og fleiri og alltíeinu var maður dottinn í eitthvað raunveruleika sjónvarp sem var spennandi að sjá hvernig spilaðist út. Í hvert skipti sem ég hef séð kappræður og almennt þegar Halla Tómas opnar á sér munninn, þá hefur henni alltaf tekist að fanga mig. Þá áttaði ég mig á því að Halla er vissulega afl, sem er mikilvægt að við horfum ekki framhjá. Við ræðum svo ótrúlega margt, hjónabandið, bakrunninn, gildi og allt sem tengist mögulegri framtíð hennar sem forseti Íslands.

    Njótið vel!

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Manglende episoder?

    Klik her for at forny feed.

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Hin ástsæla, hæfileikaríka og ein af mínum allra bestu vinkonum Ingileif Friðriksdóttir kom LOKSINS í Helgaspjallið, og við ræðum svolítið um það í þættinum. Ingileif er mikil fjöllistakona sem fylgir engum reglum um hvernig á að vinna í þessu lífi, hún gerir nákvæmlega þangað sem ástríðan tekur hana og gerir það allt með miklum sóma. Nýjasta verk hugarheim Ingileifar er skáldsagan Ljósbrot, ný bók sem komin er í verslanir. Ingileif segir okkur frá því hvernig þessi bók varð til og hvernig hún fann sjálfstraustið til að dýfa sér í það verkefni. Ingileif er eins insperandi og þær gerast og það er mér mikill heiður að vera vinur hennar og enn meiri heiður að fá hana í Helgaspjallið.

    Ljósbrot fæst í öllum helstu bókabúðum landsins og algjört must að kaupa sér eintak!

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Næsti frambjóðandi í stólinn þekkjum við öll, Jón Gnarr. Hann hefur eflaust átt þátt í að gera dagana og kvöldin okkar skemmtilegri á skjánum, en vissulega líka þegar hann sat í stól borgarstjóra Reykjavíkur. Í þessum þætti fáum við einstaklega einlæga hlið af Jóni þar sem við kynnumst honum örlítið dýpra og var mín upplifun að ég sat með manni sem þekkir tilfinningarnar sínar, hefur vingast við þær og er óhræddur að tjá þær, sem ég tel sérstaklega góður eiginleiki einstaklings sem er að bjóða sig fram í embætti forseta Íslands.
    Jón Gnarr hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér sem opinber persóna, en að upplifa og hlusta á þessa hlið á honum sem hann leyfir okkur að kynnast í þættinum gaf mér nýja aðdáun og virðingu fyrir honum.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Steinunn Ólína er sá forsetaframbjóðandi sem ég hef verið forvitnastur um og var ég ekki vonsvikinn í þessum þætti, þvert á móti meira segja. Jafningi, sjálfsþekking og öryggi eru eiginlega orðin sem ég tók með mér eftir þetta spjall okkar Steinunnar. Við fórum um víðan völl í þessum þætti og verð að segja, að framboð hennar þykir mér sérstaklega spennandi. Slagorðið hennar í framboði sínu er "Með hjartanu" og tel ég það eiga mjög vel við. Ég mæli með að hlusta og fá að kynnast þessari mögnuðu konu enn betur!

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Forsetakosningar 2024, eftir gríðarlega krefjandi ár, blússandi spillingu í landinu, þá þótti mér mikilvægt að setjast niður með forsetaframbjóðendum 2024 og kynnast þeim betur. Núna er tíminn að fá inn öflugan forseta sem stendur með fólkinu í landinu.
    Það var mikil ánægja að fá Höllu Hrund í Helgaspjallið og það sem ég tók hvað mest úr þeirri upplifun að sitja með henni, var hversu ljúf og góð nærveran hennar var, ásamt því auðvitað að hlusta á hana um hugsjónir og áætlanir hennar sem hún hyggst að taka með sér verði hún kosin forseti Íslands. Við förum yfir bakrunn hennar og störf, skyggnumst inní hugarheiminn hennar og kynnumst henni ennþá betur.

    Njótið vel!

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Studíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Í samfélaginu okkar höfum við aldrei verið eins vakandi og meðvituð um ofbeldi. Þórunn Eymundardóttir sálfræðingur hjá Heimilisfriði sem er meðferðarúrræði fyrir einstaklinga sem beita eða hafa beitt ofbeldi í nánum samböndum. Í vaxandi og áframhaldandi umræðu fannst mér mikilvægt að heyra frá meðferðaraðilum sem vinna beint með gerendum, og finna fyrir áframhaldandi von um að ofbeldi í samfélaginu, og heiminum ef útí það er farið, fer minnkandi og við hjálpumst að, að reyna koma í veg fyrir það að fólk finni þörfina til að beita öðru fólki ofbeldi af öllu tagi. Ég er þakklátur Þórunni að hafa komið og fengið að bæði kynnast henni og vinnunni hennar, en líka hennar hugsjónum og sjónarmiðum.

    Ef þú telur að þú eða annar aðili gæti þurft á meðferð Heimilisfriðar að halda er hægt að fara inná www.heimilisfridur.is og panta tíma.

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Berglind Hilmars er ein stórmagnaðasta manneskja sem ég hef fengið að sitja með. Ég tel mig enn heppinn að hafa verið kynntur fyrir henni og sérstaklega að hafa tekið upp þennan þátt. Berglind er miðill, Usui Reiki master og er einnig með kennararéttindi í englafræði og englaheilun. En þó að við Berglind förum um víðan völl í þessum þætti ræðum við mikið um þetta fyrirbæri. Englar. Eru þeir til? Hvað gera þeir? Hvernig líta þeir út? Hvernig virkar þetta allt saman. Berglind svarar öllum spurningum og rúmlega það, hún tekur okkur í ferðalag í þennan nýja heim, sem að mínu mati er fallegur og vert að skoða fyrir alla. Því hvað ef þeir eru til? Og hvað ef þeir geta hjálpað okkur að umfylla allt sem við óskum okkur? Njótið þáttarins og að hlusta á þessa mögnuðu konu.

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Ég er einn af gríðarlega stórum hóp landsmanna sem elskar Morðcastið, og af stórri ástæðu vegna systrana Unnar og Bylgju Borgþórsdætra, sem ekki aðeins koma manni til að hlægja í grillaðari hlustun morða, heldur líka vegna öflugra skoðuna, réttlætiskennd og hversu ótrúlega autentískar þær eru sem persónur. Loksins mættu þær saman í borgina, og náði ég að setjast niður með þeim báðum og skyggnast á bakvið tjöldin í Morðcastinu, og jú lífinu þeirra. Algjörlega bestar, njótið vel!

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíói Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla
    Bpro - www.bpro.is

    Aníta Rós Þorsteinsdóttir skaust uppá stjörnuhimininn í Söngvakeppninni í ár með lagið Downfall sem vakti gríðarlega mikla athygli hér heima og erlendis og keppti hún um fyrsta sætið ásamt Bashar í spánum erlendis. Þó að Aníta hafi verið eins og stórstjarna á sviðinu var það útgeislunin almennt sem greip mig algjörlega og var ótrúlega spenntur að fá að kynnast persónunni á bakvið þessa geislandi týpu í sjónvarpinu. Í þættinum fáum við að kynnast henni betur, hvernig ferðalagið í Söngvakeppninni var og hvernig hún peppaði sig í að fara frá núll uppí hundrað sem söngkona.

    Njótið vel -

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Það er komið ár síðan nýja þjóðargersemin okkar Diljá Pétursdóttir steig á stokk í Söngvakeppninni og gerði okkur öll stolt á stóra sviðinu í Liverpool. Diljá hefur ekki stoppað síðan og hefur spilað á stærstu hátíðum landsins og nýja giggið hennar, aðalhlutverk í glænýjum þáttum sem heita Gestir. Diljá gefur okkur innblik inní stóru keppnina í fyrra, kannski smá slúður, kannski smá djúsí stuff ásamt svo mörgu öðru. Það var yndislegt að fá að kynnast henni í þessum þætti og vona að þið njótið góðs af.

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Það eru skipti sem ég labba útúr tökum á þáttum og ég er í skýjunum, og að taka viðtal við Lilju Sif var eitt af þeim skiptum. Lilja er eigandi stofunnar Heilshugar en þau eru einnig með Instagram @heilshugar_ sem hefur reglulega verið í dreifingu fyrir öfluga pistla. Hún er sálfræðingur og jógakennari að mennt, og er með endurhæfingu eftir áföll, heilsubresti og fíknivanda að sérsviði og þegar ég segi að þessi þáttur er FRÆÐANDI, þá líður mér eins og það sé vægt til orðatekið, og ég bíð ykkur í einskonar masterclass, því ég er svo þakklátur hvað við náðum að taka margt fyrir í einum þætti og Lilja stamaði ekki einu sinni í fræðsluneglum fyrir okkur til að njóta.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Við Pétur settumst niður að ræða sjálfsábyrgð í samböndum, en þetta hefur verið algjörlega eitt af því mikilvægasta í okkar sambandi og við ákváðum að fara yfir þetta ásamt svo mörgu öðru sem við höfum verið að skoða og vinna með til að eiga sem heilbrigðasta samband.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Linda Ben þekkjum við hvað flest frá samfélagsmiðlum, unaðslegum uppskriftum og fræðandi efni. Við fáum nú að kynnast henni enn dýpra og það var svo ánægjulegt að fá að koma inní hugarheiminn hennar. Hvaða tól grípur hún í þegar hlutirnir verða of hektískir? Hvernig róar hún eigin sál og taugakerfi, hvernig nær hún að púsla öllu saman. Hún gefur einlæg og góð svör ásamt því að hún deilir með okkur áfalli tengda heilsunni, rétt eftir að hún kom heim frá brúðkaupi sínu á Ítalíu. Það var dásamlegt að sitja með henni, og ég persónulega labbaði útúr stúdíó-inu extra peppaður.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Erla Sól er grasagyðja og Human Design Analyst og sérstaklega töfrandi persóna. Hún ólst upp á bóndabæ í Massachusets í Bandaríkjunum en býr nú hér á landi með manninum sínum.
    Það hugsa eflaust margir, hvað er Human Design? Þessi þáttur hefur lengi verið í pípunum að gera, og ég skil núna afhverju, því Erla Sól átti að vera viðmælandinn minn en hún er lærður Human Design Analyst. Ég býð ykkur inní þennan heim, þar sem Erla kynnir okkur fyrir þessu stórkostlega fyrirbæri og ef ég tala af reynslu, þá hefur Human Design verið ein áhrifaríkasta leiðsögn til að skilja sjálfan mig og þekkja mig betur. Svo ég er handviss um að þetta gæti verið kröftugt tól fyrir ykkur hlustendur líka.

    Áður en þið hefjið hlustun þá mæli ég með að finna ykkar "chart" á www.myhumandesign.com og prófið ykkur áfram. Njótið vel!

    Instagram Erlu Sólar: www.instagram.com/erla___sol

    Þessi þáttur var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Birna Ósk Ólafsdóttir hefur átt vægast sagt krefjandi ár. Hún fann sig í sambandi með manni sem vakti mikla athygli í miðlum, og ekki af góðum ástæðum. Hann er þekktur fyrir glæpi sína og ógnanir og Birna segir okkur frá því hvernig ferlið var eftir að því sambandi lauk. Hún segir okkur frá því hvernig bataferlið hefur ekki náð sér á skrið vegna ítrekaðar truflarnir, útskúfun, sögusagnir og réttara sagt, að fólk forðist hana eins og heitan eldinn í þeim ótta að þeirra líf stæði í hættu ef þau mundu like-a mynd, tala við hana útí sjoppu eða sjást með henni almennt. Frásögn hennar er átakanleg, en í fyrra gafst líkaminn hennar og sál algjörlega upp. Taugakerfið hrunið og hennar lífskraftur með því. Birna er klár og einlæg, hún segir frá því hvernig hún skilur tilfinningar og ótta fólks ásamt því að hún beri fulla ábyrgð á því að hafa farið í þetta samband sjálf, en ekki óraði henni að þetta yrði útkoman.

    Þáttastjórnandi hafði samband við aðilann sem Birna var í sambandi með og gaf hann blessun sína á þetta viðtal í von um að þetta gæti aðstoðað hennar bata og er sjálfur nú í bata vegna áfengis og fíkniefnavanda.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Árið 2023 er nú formlega liðið, og ég veit engan betri en minn betri helming að fara yfir árið. Lærdómurinn sem við tökum ásamt hvað árið skildi eftir sig.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Noor Khalikyar er frá Afganistan, hún er læknir og fékk nýverið ríkisborgararétt á Íslandi. Hún lifði góðu og ljúfu lífi með fjölskyldunni sinni þangað til að einn daginn hún fékk skilaboð þar sem einfaldlega stóð að hún þyrfti að yfirgefa landið sem fyrst þar sem Talíbanar höfðu tekið yfir ríkisstjórn Afganistan, og hún væri á lista yfir þá einstaklinga sem Talíbanar vildu ráða af dögum. Við tók ótrúleg og vægast sagt skuggaleg flóttasaga Noor og við förum yfir hana í þessum þætti.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Hera Gísladóttir settist hjá mér að spjalla um lífið og veginn og köllun hennar sem stjörnuspekingur. Hera sameinaðist stjörnuspekingnum Gunnlaugi Guðmundssyni nýlega í þætti á Bylgjunni og eru þau með heimasíðuna www.orkugreining.is þar sem þau bjóða uppá stjörnukort fyrir einstaklinga. Hera er ekkert eðlilega opin og lífleg og ekkert smá gaman að hlusta á hana.

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar

  • Þátturinn er í boði:
    Nettó - www.netto.is - náið í Nettó appið í app-store og sparið!
    Chitocare - www.chitocare.is - afsláttarkóði: Helgaspjallið
    IceHerbs - www.iceherbs.is
    Sleepy - www.sleepy.is - fæst í Vest Ármúla

    Okkar uppáhalds kona, Jara Giantara kom til mín til að fara yfir árið sem er að líða, kynnir til leiks öll stjörnumerkin og fer yfir þjóðarmorðin sem eru að eiga sér stað í Palestínu af hálfu Ísrael. Hún skoðar stjörnukortin og gefur okkur bæði persónulega og stjarnfræðilega nálgun. Jara er að öllu leyti hafsjór af visku og það er eitthvað svo heilandi og fallegt að bara hlusta á hana.

    Hægt er að panta stjörnulestur og Tungl dagbókina á www.giantara.com

    Þátturinn var tekinn upp í Nóa Síríus Stúdíó-i Podcaststöðvarinnar