Riprodotto
-
Lára er Valla vælari og blöskrar yfir verði fótboltamóts. Erum ávallt þreyttar en samt hressar á kantinum.
-
Þórhildur (@sundurogsaman) kom til okkar í geggjað spjall. Kóðinn threyttarmommur20 gefur 20% af öllu inn á www.milly.is
-
Eftir langan sumardvala erum við vöknuð til lífsins í Virðingu í uppeldi og hefjum kröftugan og fjörugan fræðslu- og umræðuvetur um virðingarríkt uppeldi með umfjöllun um bókina How To Talk So Little Kids Will Listen And Listen So Little Kids Will Talk. Það virðist loða við uppeldisbækur sem við lesum að vera með langa titla. En það er í lagi, við ráðum við það.
Þær Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Gyða Björg Sigurðardóttir og Margrét Thelma Líndal mættu í spjall til Guðrúnar Ingu Torfadóttur um þessa góðu bók eftir að Bókaklúbbur Meðvitaðra foreldra hafði varið tveimur löngum kvöldstundum í að ræða hana.
Bókin er eins konar verkfærakista fyrir uppalendur sem vilja vera virðingarríkir og við förum nokkuð kerfisbundið í þættinum yfir það helsta auk þess að stinga inn reynslusögum hingað og þangað og bera saman við annað sem við höfum lesið. -
Tinna elskar fjármálaskjalið sitt og að tala um fjármál. Lára lofar því að útbúa fjárhagsskjal eftir þetta spjall, sjáum hvað setur.
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir er frábær ráðgjafi í meðvirknifræðum Piu Melody og gefur hlustendum okkar hér innsýn í hvernig hún hefur öðlast skarpskyggni á hvernig mynstrin úr æsku birtast okkur á fullorðinsárum og hafa áhrif á öll okkar sambönd og tengsl. Að alast upp í klessutengslum eða hafa verið yfirgefin eða látin afskipt af uppalendum okkar hefur þannig langvarandi og lúmsk áhrif sem mikils er til að vinna að skoða og leita sér aðstoðar við, sér í lagi fyrir þau okkar sem eru í miðju kafi að ala upp eigin börn.
Gyða segir okkur í samtali við Guðrúnu Ingu Torfadóttur frá ýmsum birtingarmyndum meðvirkni og hvernig við getum smátt og smátt fikrað okkur í þá átt að vera meira fullorðin í lífi okkar. Eins og segir á heimasíðu Heils heims: „að vera til staðar í eigin lífi er besta gjöf sem við getum gefið okkur sjálfum og öðrum."
Þátturinn endar með núvitundarhugleiðslu sem Gyða leiðir okkur í. Við mælum með að leyfa þér að hvíla í þeirri hlustun. -
Í sérstökum hátíðarþætti í tilefni þess að vera 50. þáttur hlaðvarpsins Virðingar í uppeldi fjöllum við ítarlega og af metnaði um svefnuppeldi.
Gestir eru þau dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir, dr. Erla Björnsdóttir, Ólafur Grétar Gunnarsson og Soffía Bæringsdóttir.
Stjórnandi þáttarins er Guðrún Inga Torfadóttir og með henni þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Konráð Jónsson og Perla Hafþórsdóttir. Matthías Ólafsson bættist síðan við með frábæra punkta.
Þátturinn skiptist í:
I. hluti: Ungbarnasvefn
0:08 - Soffía Bæringsdóttir m.a. um svefnumönnun ungabarns.
0:32 – Nokkur atriði sem aðstoða við svefn ungbarna; reifun, hvítt hljóð og snuð eða sog.
0:42 – Svefnþjálfun ungra barna
1:25 – Meðmæli með bókum og heimildum um svefnuppeldi.
II. hluti: 1:27 – leikskólaaldur
1:40 – Ólafur Grétar Gunnarsson um mikilvægi svefns fyrir fjölskylduna og líðan barna og almennt um svefnvenjur.
1:51.– Háttatíminn og svefnrútínan
2:03 – Matthías Ólafsson um þegar barn vaknar of snemma og um breytinguna frá rimlarúmi í opið rúm.
2:13 – dr. Erla Björnsdóttir m.a. um svefnráðgjöf, svefn Íslendinga og meðvitund þeirra um svefn, svefn unglinga, svefnrútína á hennar heimili, skjánotkun og um svefnumönnun ungbarna, um hennar álit á svefnþjálfun, verkefnabók um svefn barna sem kemur út í apríl, hádegislúrar leikskólabarna.
2:37 – dr. Berglind Sveinbjörnsdóttir m.a. um rannsóknir um svefn barna, um börn með þroskaraskanir, lyfjanotkun, um hvort skortur sé á úrræðum fyrir foreldra, munur á bandarísku og íslensku svefnmenningu t.d. í skynjun á hvað sé svefnvandi. Afstaða hennar til cry-it-out aðferða.
III. hluti: 3:01 – Um læknisfræðileg svefnvandamál; munnöndun og kæfisvefn skv. Ingibjörgu sem starfar hjá Nox Medical.
IV. hluti: 3:08 – Svefn fullorðna fólksins, hefndarsvefnfrestun og um rannsókn Þórhildar Magnúsdóttur um kostnað svefnvandamála. -
Mættar aftur! Við erum loksins komnar með nýtt forrit og munum byrja að taka á móti gestum í næstu viku og mánaðarlega framvegis. Létt spjall í þessum þætti um sálfræðiaðstoð, pararáðgjöf og hreyfingu. Njótið.
-
Loksins annar gestur! Unnur Birna Bassadóttir er haldin tókófóbíu og ætlaði sér aldrei að eignast börn. Nú á hún 10 mánaða dóttur og segir sína sögu sem er mjög áhugaverð og skemmtileg.
-
Erum við í Sims? Til hvers erum við hérna? Við höfum engin svör en ansi gaman að ræða alls konar um lífið.
-
Ert þú forstjóri heimilisins? Tinnu finnst höfuðið stundum vera að springa og langar að laga þetta með manninum sínum, sem veit að þetta er vandamál.
-
Loksins mættar aftur eftir sumarfrí, byrjuðum þáttinn edrú, enduðum tipsy, njótið. Hlökkum mikið til haustsins og rútínunarinnar.
-
Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í Félagsráðgjöf og stofnandi Tengsla meðferðarþjónustu fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur, var viðmælandi Kristínar Bjargar Viggósdóttur í þessum 52. þætti. Sigrún er reynslubolti á sínu sviði og hefur haft mikil áhrif á málefni barna og fjölskyldna á Íslandi síðastliðna áratugi. Hún hefur meðal annars haft áhrif á að foreldraviðtöl séu haldin í leikskólum og hvernig þeim skuli háttað, haldið námskeið fyrir stjúpforeldra, kennt mörgum háskólastúdentum, skrifað margar bækur og greinar og margt margt fleira.
Ein sú bók sem Sigrún skrifaði ásamt öðrum og vildi vekja sérstaka athygli á heitir Velferð barna: Gildismat og ábyrgð samfélagsins.
Þema þáttarins var áhrif annarra á uppeldi barnsins þíns: Hvernig tæklar þú misræmi í uppeldi? Þessi spurning er algeng á foreldramorgnum Meðvitaðra foreldra þar sem foreldrar lýsa áhyggjum sínum af því að fólk sem tengist barninu þeirra geti haft áhrif á það með því að beita allt öðrum aðferðum en þeir hafa tileinkað sér í uppeldinu.
Þær Sigrún og Kristín Björg tóku fyrir misræmi milli foreldra barnsins, samskipti við ömmur og afa og ólíkar stefnur hjá foreldrum vina barnsins. Að lokum ræddu þær stuttlega um áhrif skólans sem og skjánotkun. -
Þær Hrefna Hugosdóttir og Ragnhildur Bjarkadóttir frá Auðnast spjölluðu í þessum þætti við Guðrúnu Ingu Torfadóttur. Hrefna er hjúkrunarfræðingur og Ragnhildur sálfræðingur. Báðar eru þær með framhaldsmenntun í fjölskyldumeðferð en nefna sig aðallega mæður. Saman stofnuðu þær fyrirtækið með miklar hugsjónir um að huga að öllum þáttum heilsunnar til að ná jafnvægi í einkalífi og starfi.
Í spjallinu, sem fór um víðan völl með þessum tveimur snillingum, bar það helst á góma hvernig þær höndla hlutina þegar dagarnir eru erfiðir bæði gagnvart sjálfum sér og börnum sínum, hvernig foreldrar geta stuðlað að heilbrigðu sambandi sín á milli, hvernig sé að vinna saman í eigin rekstri og vera bestu vinkonur á sama tíma og vera því lítið samfélag út af fyrir sig, hvernig foreldrahlutverkið er fyrir þeim og um mikilvægi heildrænnar heilsu þegar kemur að foreldrahlutverkinu.
Frábært spjall og við hlökkum til þegar Auðnast fer af stað með eigið hlaðvarp. Engin pressa samt! -
Þær Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir og Þórhildur Magnúsdóttir frá Kyrru lífsstíl hafa marga fjöruna sopið þegar kemur að því að ræða einföldun umgjarðar fjölskyldulífs enda verið að veltast með stóru spurningarnar undanfarin ár. Hvernig er best að haga gjöfum? Haga húsverkum? Hugsa um neyslu okkar? Raða í fataskápana? Huga að þvottinum?
Þessi einföldu atriði geta flækt lífið afar mikið þegar við setjum okkur ekki í sérstakar stellingar og hugum að skipulagi og rútínu af fullri alvöru. Þá getur morgunrútínan skipt miklu máli til að koma okkur vel af stað inn í daginn. Þessa hluti ræddu þær Kyrru-konur í þaula við Guðrúnu Ingu Torfadóttur og báru saman við markmið í virðingarríku uppeldi almennt. -
Þrír meðlimir úr stjórn Fyrstu fimm mættu til Guðrúnar Ingu Torfadóttur að ræða um þau sjónarmið sem leiddu þau saman og liggja að baki áherslumálum hagsmunafélagsins.
Þau Anna Mjöll Guðmundsdóttir, Matthías Ólafsson og Ólafur Grétar Gunnarsson eru öll í stjórn Fyrstu fimm og eru, eins og aðrir í stjórninni, blanda af fagfólki og foreldrum með reynslu af virðingarríku uppeldi. Þau hafa öll ástríðu fyrir að skapa hér á landi fjölskylduvænna samfélag og að bæta verulega stöðu Íslands þegar kemur að forgangsröðun í þágu barna, að auka virðingu fyrir og slá helgi yfir okkar yngsta og viðkvæmasta hóp og foreldra þeirra frá getnaði og þar til grunnskólaárin taka við.
Við heyrum af áherslumálum félagsins um aukið val fyrir fjölskyldur t.d. hvað varðar lækkað starfshlutfall, meðgönguorlof, lengingu fæðingarorlofs og umönnunarorlof fyrir maka eftir fæðingu barns, betri aðstæður í leikskólum og mikilvægi foreldrafræðslu svo eitthvað sé nefnt. Við heyrum einnig Ólaf Grétar og Matthías lýsa mikilvægi þess að feður taki jafnan þátt í umönnun barna sinna og hver þeirra persónuleg reynsla og þroski hefur verið af því.
Á heimasíðunni fyrstufimm.is geturðu kynnt þér áherslumál þeirra nákvæmar og skrifað undir áköll félagsins og á Facebook-síðu Fyrstu fimm geturðu tekið þátt í umræðum hópsins.
Við mælum með þessum þætti innilega fyrir alla sem hafa áhuga á málefninu.