Episodi
-
Besta plata Mannakorna er önnur hljóðversskífa hennar, Í gegnum tíðina, sem út kom árið 1977. Sjö af tíu lögum plötunnar hafa verið útvarpsslagarar frá degi eitt að heita og platan var ekki einu sinni dæmd á sínum tíma!
-
Við ákváðum að flækja Frímínúturnar ekki neitt og spjölluðum um lögin sem „breyttu lífi okkar“ á einhvern hátt. Þrír gamlir menn, 15 mis-gömul lög og glimrandi frísklegar umræður.
-
Episodi mancanti?
-
Grallararnir frá Glendale spruttu fram á sjónarsviðið í miðri númetalbylgju og slógu rækilega í gegn. System of a Down smellpassaði einhvern veginn í hópinn, þó færa megi ágæt rök fyrir því að tónlistin sé alls enginn númetall.
-
Jeff heitnum Buckley auðnaðist bara að gefa út eina breiðskífu á meðan hann lifði en áhrif hennar eru rík og mikil og aukast á milli ára ef eitthvað er. BP-ingar fóru í saumana á þessu máli og treystu á náð almættisins við úttektina, ekki veitti af.
-
Á 9. áratugnum fór The Waterboys með leikvangalegum jafnt sem gelískum himinskautum en virðist heldur gleymd í dag. Arnar sneri hjartanu í gang í þætti þessum og svipti upp stóra samhenginu ásamt sínum góðum makkerum, Hauki og Baldri.
-
Harðjaxlarnir frá Hanover byrjuðu að rokka fyrir rétt tæpum 60 árum og sýna lítil sem engin þreytumerki. Bestuplötuliðar fóru skítkaldir í þetta ferðalag, en niðurstaðan var sú að Blackout frá 1982 væri besta plata Scorpions.
-
Endurkoma aldanna, þ.e. hljómsveitarinnar Oasis, er m.a. tilkomin vegna friðarpíputotts hinna alræmdu Gallagherbræðra. Í þessum frímínútum skoðum við skrautlegar rimmur þeirra bræðra í gegnum tíðina og veltum því fyrir okkur hvernig systkinum reiðir af þegar þau vinna saman að tónlist. Er blóð virkilega þykkara en vatn?
-
Það má færa rök fyrir því að upphafslög kvikmyndanna um James Bond séu tónlistarstefna í sjálfu sér. Við förum yfir lögin í tímaröð og djúpgreinum fyrirbærið.
-
Besta plata „rokkömmunnar“ Tinu Turner er hin magnaða endurkomuplata hennar frá 1984, Private Dancer. Þarf eitthvað að ræða það? Jú, auðvitað!
-
Viðfangsefni vikunnar er eina hljóðversplata Lauryn Hill, en hún var á dögunum valin „besta plata sögunnar“ af álitsgjöfum Apple Music — og það er svo sannarlega ekki fyrsti listinn sem hún toppar.
-
Hvað fær tónlistarfólk til að endurhljóðrita fyrri verk? Er þetta fólk ekki með öllum mjalla? Við rýnum í þennan umdeilda gjörning í þætti vikunnar, sem einnig vill svo til að er síðasti þáttur fyrir sumarfrí.
-
Hver er besta plata Sting? Nú, að sjálfsögðu vetrar- og jólaplatan hans, If on a winter’s night! Þarf að spyrja?
-
The Police afrekuðu ótrúlega margt á stuttum tíma og gáfu út fimm hljóðversplötur á árunum 1978–1983, auk þess að eiga mest spilaða lag í sögu útvarps. Haukur stillir frumburði sveitarinnar, Outlandos d'Amour, fram sem bestu plötunni.
-
Við getum rifist fram á þarnæsta ár hvort að Deftones séu nýþungarokkarar eður ei. En getum við sammælst um að White Pony (2000) sé besta plata sveitarinnar? Nei? Ok, kíkjum bara á þáttinn og skoðum rökin …
-
Undir lok síðustu aldar, í miðjum heimsfaraldri númetals, þá myndaðist á Íslandi þétt sena í kringum nokkrar innlendar harðkjarnasveitir. Bisund hét ein. Spitsign var önnur. Svo kom Mínus. Hratt og örugglega spruttu enn fleiri hljómsveitir upp eins og gorkúlur, sem fullnægðu brýnni mosh-þörf ungdómsins af miklum myndarskap.
-
Það er erfitt að finna þungarokkara sem hefur ekki sterka skoðun á hljómsveitinni Anthrax. Að Among the Living sé besta plata Anthrax er hins vegar engin jaðarskoðun. Það er í raun frekar ófrumlegt val. En platan á það skilið.
-
Siouxsie and the Banshees var með helstu og áhrifaríkustu síðpönksveitum og söngkonan Siouxsie Sioux var - og er - gríðarlegt íkon. Tónlistarlega toppaði sveitin á Juju (1981) og um hana og margt fleira mun BP-tríóið ræða í þætti vikunnar.
-
Stef og söngvar sem opna vinsæla sjónvarpsþætti er oft sú tónlist sem við þekkjum langbest jafnvel án þess að hafa hugmynd um það. BP-teymið rannsakaði þennan anga dægurtónlistarinnar út í hörgul í stórskemmtilegum þætti!
-
Grínband með einn smell eða margslungin rokksveit sem verður bara betri með árunum? Haukur setur The Darkness í seinni flokkinn og í þætti vikunnar reynir hann af öllum mætti að sannfæra félaga sína um yfirburði sprellikarlanna frá Suffolk.
-
STÓR þáttur. Doktorinn teflir fram tónlistinni við kvikmyndina Með allt á hreinu (1982) sem hápunkti hljómsveitar allra landsmanna™. En hvað með Sumar á Sýrlandi (1975)? Tivoli (1976)? Saman munum við njóta dásemda Bjarmalands kæru fylgjendur, það er morgunljóst!
- Mostra di più