Episodi
-
In this episode, unusually in English for the most part, we explore how Harry Potter has been taught in other colleges besides Versló. In Breiðholt College, Iveta Licha has taught an elective course with a Harry Potter theme five times, and has the next run scheduled for next term. Iveta has been a Harry Potter fan for nearly 20 years and fell in love with the first HP book before the first movie came out! She is a proud Slytherin and aims to break down the stereotypes :) She lived in England and Scotland before moving to Iceland. She teaches “normal” English as well as Harry Potter and other fantasy in Fjölbrautaskólinn í Breiðholti. In her free time she likes to read books, play board games, play & listen to Irish-Scottish folk music, go hiking, camping and snowboarding.
-
Þessi þáttur fjallar um eina hlið Harry Potter menningarinnar, en það er þróun íþróttarinnar Quidditch, sem hefur hlotið íslenska heitið Kvistbolti. Ég tala við Breka Bragason. Breki, sem flokkast í Ravenclaw, er stofnmeðlimur í kvistboltaliðinu Reykjavík Ragnarök. Hann spilar þar sem markavörður og var í stjórn liðsins 2019-2020, en er nú búsettur í Þýskalandi þar sem hann starfar sem sjálfboðaliði. Ragnarök hefur keppt erlendis, bæði sem félags- og landslið! Kvistbolti hefur, eins og aðrar íþróttir, legið í láginni á tímum veirunnar, en um leið og birtir til með það bendi ég hlustendum eindregið á að kynna sér betur þessa spennandi íþrótt!
-
Episodi mancanti?
-
Í lokaþættinum fjöllum við um tengsl heims Harry Potters við heim fornra trúarsagna og goðsagna, einkum þó úr Biblíunni, bæði gamla og nýja testamentinu. Viðmælandi þáttarins er Jón Ásgeir Sigurvinsson sem tilheyrir Ravenclaw. Jón Ásgeir tók nýlega við embætti sem héraðsprestur í Reykjavík. Hann er doktor í gamlatestamentisfræðum frá Háskóla Íslands og bakar alveg sérdeilis gott súrdeigsbrauð. Inngangsstef þáttarins er úr laginu Niturdrep af Aðalfundinum en lokastefið er úr Prinsessan á Mars.
-
Í þessum þætti skoðum við aðferð til að lesa bókmenntir sem á rætur sínar í aldagamalli hefð úr lestri helgirita sem er kölluð Lectio Divina. Viðmælandi þessa þáttar er María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, sem flokkast í Ravenclaw. María er prestur í Fossvogsprestakalli, hún hefur stundað kristna íhugun í þrjátíu ár. Hún er doktor í guðfræði og sérhæfir sig í trúfræði og tengslum. Í lok þáttarins þá er í stað hefðbundinnar afkynningar smá tilraun Ármanns til að framkvæma lectio í einrúmi. Stef í upphafi og enda þáttarins er úr laginu Biblíusögur á hafsbotni af Aðalfundinum.
-
Í þessum þætti skoðum við heim Harrys Potter í ljósi þess hvað það þýðir að vera aðdáandi, og hvernig þessi verk J.K. Rowling hafa áhrif á aðra rithöfunda. Viðmælandi þáttarins er Hildur Knútsdóttir, rithöfundur, sem flokkast í Gryffindor. Hildur skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og velur sér sögusvið jöfnum höndum úr hversdeginum og heimi furðusagna – stundum á mörkum beggja þessara heima. Fyrsta skáldsaga hennar, Sláttur, kom út 2011. Vetrarfrí, sem er skáldsaga af furðusagnaætt ætluð ungmennum, hlaut Fjöruverðlaunin 2015 og framhaldsbókin Vetrarhörkur fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin 2016. Doddi: Bók sannleikans, sem hún skrifaði ásamt Þórdísi Gísladóttur var tilnefnd bæði til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar og Fjöruverðlaunanna 2017. Þá var Hildur tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Ljónið í flokki barna- og ungmennabóka árið 2018 og hlaut Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2019 fyrir sömu bók. Hildur er með BA-gráðu í bókmenntum og skapandi skrifum frá Háskóla Íslands. Stef þáttarins er úr laginu Losti í meinum af Aðalfundinum.
-
Viðfangsefni þessa þáttar er leikurinn sem kennsluaðferð, og reyndar líka vinna með viðfangsefni úr Harry Potter á öðrum skólastigum, samvinnu kennara og margt fleira. Viðmælendur mínir eru annars vegar Snjólaug Árnadóttir sem flokkast í Gryffindor, en hún útskrifaðist úr Kennó árið 1995, hún er Dalvíkingur en hefur búið í Vestmannaeyjum frá árinu 2001 og hins vegar Unnur Líf Ingadóttir Imsland sem tilheyrir Ravenclaw. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands með meistarapróf 2019 og með B.Ed próf 2012. Hún er Seyðfirðingur, en býr líka í Vestmannaeyjum. Þær eru báðar kennarar við Grunnskólann þar í bæ. Viðtalið við Snjólaugu og Unni fór fram í gegnum Zoom, sem má aðeins heyra á gæðunum. Stefið í þessum þætti er úr laginu Milli af Aðalfundinum.
-
Í þessum þætti tökumst við á við álitamál tengd kennslu á Harry Potter bókunum, og um þessar mundir rísa þar hæst deilur vegna vafasamrar tjáningar höfundarins J.K. Rowling um transfólk. Til að hjálpa okkur að skilja þessi erfiðu mál mætir María Helga Guðmundsdóttir í samtal. María hefur sterkan grun um að hún eigi heima í Slytherin. Hún myndi þó gera sitt besta til að sannfæra flokkunarhattinn að senda sig í Hufflepuff, enda vistin með besta gildismatið. María sem er þýðandi og karatekennari, spændi í sig Harry Potter-bækurnar sem barn og unglingur. Undanfarin ár hefur hún tekið virkan þátt í réttindabaráttu hinsegin fólks. Hún var formaður Samtakanna ‘78 árin 2016-2019 og tók þátt í því að skrifa frumvarp um kynrænt sjálfræði, sem varð að lögum á Alþingi vorið 2019. Stefið í upphafi og enda þáttarins er úr laginu Óbreytt ástand af samnefndri plötu.
-
Í þessum þætti fjöllum við um kennslustofuna sem áfanginn var mestu kenndur í vorið 2020, Framtíðastofuna, sem var hönnuð af nemendum. Viðmælandi okkar er Hlín Ólafsdóttir, en hún kenndi hönnunarnámskeiðið þar sem nemendur hönnuðu stofuna. Hlín er grafískur hönnuður og kennari, hún hefur kennt víða á svo til öllum skólastigum og fílar fantasíur, fjallgöngur og ferðalög. Hún er kattaunnandi og ekur um stræti borgarinnar á Skoda. Stefið í upphafi og enda þáttarins er úr útgáfu Mosa frænda á klassíku lagi hljómsveitarinnar Vonbrigði, Ó Reykjavík.
-
Í þessum þætti kynnumst við kenningunni um hetjuferðina. Viðmælandi er Björg Árnadóttir, sem er kvenna fróðust um þetta efni. Björg, sem flokkast í Ravenclaw, hefur starfað við ritstörf og fræðslu allt sitt líf og er nú að ljúka við að skrifa sína fyrstu skáldsögu. Hún rekur fyrirtækið Stílvopnið en þar kennir hún margs konar ritlistarnámskeið og veitir skrifandi fólki ráðgjöf. Námskeiðin um hetjuferðina eru það nýjasta hjá Stílvopinu og njóta mikilla vinsælda. Stefið í upphafi þáttarins er úr laginu Prinsessan á Mars af Óbreytt ástand, en lokastefið er úr Niturdrep af Aðalfundinum.
-
Í þessum þætti er efni hlaðvarpsins i heild kynnt og viðtal við Helgu Benediktsdóttur, samkennara Ármanns í áfanganum. Helga sem flokkast í Hufflepuff stundaði nám í ensku við Háskóla Íslands og Durham University. Hún kláraði MA-nám í enskukennslu árið 2016 og hóf störf í Verzlunarskóla Íslands sama ár. Helga á glæsilega Scheffertík sem heitir Freyja. Stefið í upphafi og enda þáttarins er úr laginu Ekkert hef ég lært af Óbreytt ástand.
-
Í þessum þætti eru viðtöl við fjóra nemendur sem völdu áfangann vorið 2020. Þessi fjórir nemendur voru umsjónamenn vistanna. Þau luku öll stúdentsprófi frá Versló vorið 2020. Fulltrúi Slytherin er Daði Helgason, en hann sinnir nú um stundir uppfræðslu ungmenna í Kópavogi. Fyrir hönd Ravenclaw er Rakel Sara Magnúsdóttir sem stundar nám í viðskiptafræði með tölvufræði sem aukagrein við Háskólann í Reykjavík. Elísabet Clausen mætir fyrir hönd Gryffindor, en hún stundar nám í ensku við Háskóla Íslands. Að lokum heyrum við frá umsjónamanni Hufflepuff, Snorra Beck Magnússyni, en hann er í námi í nýmiðlatónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Stef í upphafi og enda þáttar er úr laginu Ungfrú Mósambík af Aðalfundinum.
-
Hér er inngangur að hlaðvarpinu og þeim færðar þakkir sem svo sannarlega eiga þær skilið!