Episodi
-
Berglind Sigurðardóttir bóndi og heilari á Refsstað í Vopnafirði er gestur þáttarins. Hún hefur sinnt ótal störfum frá 14 ára aldri enda ósérhlífin og harðdugleg. Einn daginn sagði líkaminn svo stopp og nú er hún að takast á við breyttan veruleika. Umsjón hefur María Björk Ingvadóttir.
-
Í þessum þætti af Min Leið kynnumst við Sólborgu Guðbrandsdóttur, rithöfundi, söngkonu og aktívista.
-
Episodi mancanti?
-
Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri segir Maríu Björk frá sinni leið í lífinu og hvernig hún leiddi hann til Akureyrar í þetta starf.
-
Arnar Máni Ingólfsson er 22ja ára gamall samkynhneigður karlmaður sem hefur allt sitt líf fundið fyrir fordómum en sérstaklega eftir að hann "kom útúr skápnum" eins og hann kallaði það. Við fáum að heyra hans leið í þættinum Mín Leið á miðvikudaginn 20.október kl.20:00
Umsjón: Ásthildur Ómarsdóttir -
Gestur Ásthildar Ómarsdóttur í þessum þætti er Sólveig K. Pálsdóttir markaðs-og kynningarstjóri
Ljóssins sem hefur farið óvenjulega leið til þess að komast í gegnum glímuna við krabbamein. -
Gunnlaugur Björn Jónsson arkitekt opnaði fyrir tæpum 10 árum fyrstu arkitektastofuna á sunnanverðum Vestfjörðum. Leiðin þangað lá frá Reykjavík í gegnum Kaupmannahöfn og til Patreksfjarðar. Umsjón María Björk
-
Greta Mjöll Samúelsdóttir er alin upp á mölinni, eins og við segjum stundum um þá sem eiga rætur sínar að rekja á höfuðborgarsvæðið. Hana er þó að finna í dag á Djúpavogi, litlu og rólegu samfélagi á sunnanverðu austurlandi.
Hvernig lendir borgarbarn í litlu þorpi úti á landi? Það er ákvörðun. Segir Greta. Hugarfarsbreyting og vilji til þess að hægja á.
-
Sara Atladóttir fór úr fótbolta í fiskeldi. Hún býr og starfar á Eskifirði. Sara segir okkur frá því hvernig hún vann sig út úr algjörri kulnun sem hún lenti í fyrir tveimur árum. Umsjón hefur María Björk Ingvadóttir
-
Heimsækjum unga prestinn Dag Fannar Magnússon á Heydölum í Breiðdal. Hvernig er að vera ungur prestur í fámennri sveit? Dagur er ásamt öðrum ungum presti að austan með hlaðvarpið Kirkjucastið, en nýverið vöktu þeir mikla athygli fyrir umræður um kynlíf og sjálfsfróun sem fóru fyrir brjóstið á einhverjum. Dagur hefur skemmtilega sýn á lífið og tilveruna og fer svo sannarlega sínar eigin leiðir, líka í formföstu prestastarfinu.
-
Er til ein rétt leið í lífinu?
Ef svo er, afhverju ætti hún þá að henta öllum?Í þáttunum Mín leið kynnumst við einstaklingum sem hafa farið sínar eigin leiðir í lífinu og náð árangri. Hvetjandi frásagnir sem miða að því að hjálpa áhorfendum að fylgja eigin sannfæringu og finna þannig sína eigin leið í lífinu.
Í fyrsta þætti verða:
Sigrún Lára Shanko lærði ung að vinna með flos hjá móður sinni og sýndi strax mikla færni. Lífið fór með hana í ýmsar áttir þar sem hún sinnti listinni með hjálp mismunandi miðla. Hún komst þó aftur í tengingu við flos og hefur unnið mörg þekkt verk með tengingar í íslenska náttúru og þjóðsögur. Sigrún Lára er einn færasti listamaður landsins á sínu sviði og hefur sýnt útum allan heim á listasýningum. Í þættinum fáum við að heyra hennar sögu og hvernig hún hefur fetað sína eigin leið á toppinn í sínu fagi.
Auður Vala Gunnarsdóttir fimleikaþjálfari og Helgi Sigurðsson tannlæknir keyptu gamla frystihúsið af Borgarfjarðarhrepp árið 2006 og hófu þá framkvæmdir. Í dag eru þau eigendur af Blábjörgu sem er hótel, veitingastaður og spa á Borgarfirði Eystra. Auður og Helgi eru miklir frumkvöðlar með stórar hugmyndir sem tjalda ekki til einnar nætur og eru nú að stækka við hótelið ásamt því að opna bruggsmiðju fyrir landa, gin og bjór í gamla Kaupfélagshúsinu. Hér heyrum við söguna af þeirra ævintýr og hvernig þau hafa látið drauminn rætast samhliða vinnu og fjölskyldulífi.